Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
11
Eru breytingar á stjórnarskrá og
kosningalöggjöf brýnustu verkefnin?
Grein.............
Grímur Gíslason
skrifar:
Höfundur er
framkvœmdastjóri.
Dettur einhverjum heilvita skip-
stjóra í hug að láta áhöfnina fara að
skúra messann, í stað þess að koma
vélinni í gang, ef skipið er vélarvana
í ölduróti?
Það er dapurlegt að fylgjast með
hvemig reynt er að nota ástandið
sem skapast hefur hér, í kjölfar efna-
hagshrunsins, til að gera byltingar á
innviðum samfélagsins. Það er
hrópað á umbyltingu stjómarskrár-
innar og umbyltingu á kosningalög-
gjöfmni.
Breytingar á þessum gmnnþáttum
eru settar í forgang sem nauðsyn-
legustu aðgerðir sem ráðast þarf í til
að rétta af þjóðaskútuna eftir efna-
hagshrunið.
Hvurslags vitleysa er í gangi? Við
höfum notast við þessa stjómarskrá
áratugum saman og verið nokkuð
sæl með okkur.
Hér hefur verið byggt upp sam-
félag, sem þróaðist reyndar á mikl-
um hraða frá eymd og vesæld til vel-
sældar, og það eru ekki margir
mánuðir síðan allir töldu að íslenskt
samfélag væri eitt það allra besta í
heimi. Við höfum byggt þetta sam-
félag okkar upp á grundvelli þeirrar
stjómarskrár sem við höfum í dag
og það er algjör fásinna að ætla að
kenna stjórnarskránni um efna-
hagshrunið.
Hitt er svo aftur annað mál að það
er sjálfsagt að endurskoða stjómar-
skrána. Það á að gera á yfirvegaðan
hátt en ekki kasta til þess höndum.
Það verk er samt sem áður á engan
hátt brýnasta verkefnið sem þarf að
ráðast í við þær efnahagsaðstæður
sem uppi eru í dag.
Það er heldur ekki kosningalög-
gjöfinni að kenna að hér varð efna-
hagshrun og þvf leysir það ekki
þann vanda sem við erum í, að rjúka
til og eyða tímanum nú til að um-
bylta henni þó að sjálfsagt sé að
endurskoða hana einnig, en á yfir-
vegaðan hátt eins og stjómarskrána.
Þarf raunhæfar aðgerðir en ekki
líknarmeðferð eða skammtalækn-
ingar
Stjómvöld eiga strax að hætta að
eyða dýrmætum tíma í umræður um
stjórnarskrárbreytingar eða breyt-
ingar á kosningalöggjöf og snúa sér
að þeim verkefnum sem brýnni eru.
Skuldsett heimili og fyrirtæki em að
sligast og lítið bólar á úrræðum sem
duga til bjargar þeim.
Það er ekki þörf á líknandi gjald-
þrotameðferð eins og frumvarp
hefur verið lagt fram um. Það er
jafngott fyrir þá sem eru að verða
gjaldþrota að horfast í augu við það
strax í stað þess að lengja örlítið í
snömnni þannig að gjaldþrotið verði
ekki að veruleika fyrr en síðar á
árinu, þ.e.a.s. eftir kosningar, eins
og virðist vera meginmarkmið
stjómvalda. Enginn er bættari með
það.
Það þarf raunhæfar aðgerðir til
úrbóta en ekki einhverjar skammta-
lækningar til að draga úr kvölunum.
Stjórnmálamenn verða að hafa
þor til að taka erfiðar ákvarðanir
Stjórnmálamenn verða að hafa þor
til að taka umræðu um erfið mál og
taka erfiðar ákvarðanir, þó að kosn-
ingar séu framundan. Þeir eiga að
hafa þor til að segja sannleikann og
það er ekki trúverðugt af fram-
bjóðendum að ætla að vera í gervi
jólasveinsins með fullan poka af lof-
orðapökkum um stórframkvæmdir
og fjárveitingar.
Fólkið í landinu vill skýr skilaboð.
Það vill vita hver staðan er, hverjir
möguleikarnir eru og hvaða björg-
unartæki þarf að nota til að koma
okkur til lands úr efnahags-
háskanum. Við eigum einhverja
björgunarbáta sem setja má á flot,
eins og t.d. lífeyrissjóðina, og
stjómmálamenn verða að hafa dug
og þor til að taka umræðu um slfkar
mögulegar björgunaraðgerðir fyrir
kosningar, en ekki fresta þeim fram
yfir þær.
Ekki brýnast að skúra messann ef
skipið er vélarvana í öldurótinu
Almennilegum skipstjóra eða öðr-
um yfirmönnum á skipi dytti ekki til
hugar að láta áhöfnina fara að skúra
messann ef skipið væri vélarvana í
ölduróti og brimsköflum. Það yrði
gefin skipun um að ganga til verka
við að koma vélinni í gang, væri
þess nokkur kostur, eða að grípa til
annarra þeirra aðgerða sem dygðu
til að bjarga mannskapnum.
Það sama á að eiga við um íslensku
þjóðarskútuna. Hún velkist nú um,
vélarvana, í ölduróti og brim-
sköflum, en í stað þess að láta
áhöfnina vinna með samstilltu átaki
að því að koma vélinni í gang á ný
er meira hugsað um að láta áhöfnina
skúra messann. Breytingar á
stjómarskrá og kosningalögum eru
settar í forgang í stað þess að taka á
því sem raunverulega þarf. Björgun
heimila og fyrirtækja.
Eg myndi reka skipstjóra og aðra
yfirmenn á skipi sem ég ætti, yrðu
þeir uppvísir að slíku verklagi.
Kjósendur velja yfirmenn á skút-
una í komandi prófkjörum
I komandi kosningum þarf að kalla
til verka fólk sem þorir að takast á
við þann vanda sem bfður. Fólk sem
hefur reynslu og þor til takast á við
þau erfiðu verkefni sem bíða. Fólk
sem þorir að segja almenningi í
landinu satt um hver staðan er. Fólk
sem einbeitir sér að því að koma
vélinni í gang á ný og nota þau
björgunartæki sem duga til að koma
okkur öllum heilum í höfn.
Það er í höndum kjósenda í landinu
að velja yfirmenn í áhöfn á skútunar
sem við öll siglum á. Yfirmenn sem
þeir treysta að hafi það baráttuþrek
og þor sem þarf í þeim átökum sem
framundan eru við að sigla skútunni
heilli til hafnar. Það val fer fram í
þeim prófkjörum sem eru á næsta
leiti.
Grímur Gíslason
Stór verkefni og baráttumál framundan
Grein
Ámi Johnsen skrifar
Höfundur er alþingismaður. £i
Þau stórmál sem skipta miklu máli í
meðferð Alþingis fyrir Vestmanna-
eyjar á næstu misserum og árum
varðandi uppbyggingu á samgöng-
um og þjónustu eru smíði nýrrar
ferju milli Eyja og Fandeyjahafnar,
uppbygging stórskipabryggju í
Vestmannaeyjahöfn eða í tengslum
við hana, uppbygging Skipalyft-
unnar svo að hún geti þjónað öllum
Eyjaflotanum, vöm og sókn kvótans
fyrir Vestmannaeyjar og átak og
aðstaða ferðaþjónustunnar.
Ferjumálin verða að komast á
hreint
Hvemig smíði nýrrar feiju dróst á
langinn er handvömm yfirvalda,
sauðarleg handvömm. Enn liggur
ekki fyrir hvort leigt verður notað
skip eða stflað upp á að nota gamla
Herjólf um sinn. Náttúrulegar
aðstæður við Bakkafjöra gætu verið
hagstæðar fyrir gamla Herjólf fyrstu
tvö árin eftir að höfnin verður klár í
júlí næsta ár, en óvissan um náttúr-
lega dýpkun og grynningu í renn-
unni er þó háð ýmsum óvissu-
þáttum.
Þessi mál eru nú alfarið í höndum
Siglingastofnunar, en líklega myndi
það flýta fyrir nýsmíði að nota
gamla Herjólf í skamman tíma áður
en ráðist verður í nýsmíði, sem að
mínu mati getur orðið þegar á næsta
ári ef vel er á spöðum haldið.
Bygging stórskipalægis er að-
kallandi verkefni
Ég lagði fram á Alþingi á síðasta ári
þingsályktunartillögu um undirbún-
ing og smíði stórskipalægis fyrir
a.m.k. tvö stór skip í Vestmanna-
eyjahöfn, aðstöðu sem gæti sinnt
stærstu flutningaskipum og stærstu
skemmtiferðaskipum. Allir þing-
menn Suðurkjördæmis vora með-
flutningsmenn mínir að þessari
tillögu sem byggir á því að fyrsta
skref verði að hefjast þegar handa
um líkanatilraunir því ekki verður
unnt að taka ákvörðun um fram-
kvæmdir fyrr en þær liggja fyrir.
Það eru þrír möguleikar sem
Siglingastofnun horfir til, stórskipa-
lægi norðan við Eiðið, stórskipalægi
sunnan Löngunnar og við Naust-
hamarsbryggju og stórskipalægi við
Skansfjörana frá hafnargarðinum og
austur fyrir Ystaklett með nýjum
hafnargarði frá Viðlagafjöra í átt að
Faxaskeri, en Ystiklettur yrði þá
nyrðri hafnargarðurinn. Siglinga-
stofnun mun með líkanaprófunum
skera úr um þessa þrjá möguleika,
kostnað, aðstæður sjávar og vinds,
dýpi, eitt eða tvö skipalægi o.s.frv.
Þessu máli þarf að fylgja vel eftir
því á næstu áram má reikna með að
flutningaskipin, sem þjóna milli-
landasiglingunum, muni stækka
veralega og þau skip geta ekki at-
hafnað sig við núverandi aðstæður í
Vestmannaeyjahöfn. Þetta verkefni
verður því eitt af höfuðverkefnum
okkar á vettvangi Alþingis og
bæjarstjórnar sem hefur nú þegar
lagt mikið upp úr undirbúningi.
Stórskipalægi mun stórauka tekjur
Vestmannaeyjahafnar í framtíðinni
og það er ámóta óklókt að láta stóru
skemmtiferðaskipin sigla hjá Eyjum
eins og að leyfa loðnunni að fara hjá
án þess að drepa fingri. Á næstu
áram mun höfuðborgarsvæðið verða
frekt til fjárkrafna og þá verðum við
að duga eða drepast og gefa hvergi
eftir. Það kemur ekkert af sjálfu sér.
Fullkomin upptökumannvirki
eiga að vera aðalsmerki Vest-
mannaeyjahafnar
Endurreisn Skipalyftunnar og upp-
bygging hefur dregist úr hömlu og
er það mál til skammar fyrir
ríkisstjóm íslands, bæði stjóm Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
og stjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingarinnar. Loðmullan,
þjónkunin við Brassel, metnaðar-
leysið og máttleysið var algjört, en
nú hefur bæjarstjóm Vestmannaeyja
markað fjármagn í verkefnið og svo
þarf að sjá á næstu mánuðum hvort
hægt verður að hrinda þessari
framkvæmd af stað eins og til stóð
með aðstöðu fyrir allan Eyjaflotann,
eða fara skemmri leið sem væri
mjög bagalegt.
Eyjamenn eru þekktir fyrir að
halda sínum hlut og láta ekki beygja
sig. Það mun því reyna á okkur á
öllum vígstöðum, en stærsta verstöð
landsins verður að bjóða upp á full-
komin upptökumannvirki bátaflot-
ans, annað er hreinlega ekki boðlegt.
Það verður sótt að sjávarút-
veginum
Staða sjávarútvegsins verður bar-
áttumál í náinni framtíð og kerfis-
fólkið, dekraða fólkið á höfuðborg-
arsvæðinu, braskaramir sem töpuðu
nýju fötum keisarans munu setja
klæmar á loft. Þar, eins og í svo
mörgu, verðum við að standa vakt-
ina og bregðast við með viðeigandi
ráðstöfunum með sóknarleik fyrir
okkar byggðarlag.
Bylting í fjölda ferðamanna með
Landeyjahöfn
Nú er ekki seinna vænna en hefja
skipulegan og markvissan undirbún-
ing fyrir stóraukningu ferðamanna
með tilkomu Landeyjahafnar í
Bakkafjöra, Til að mynda þurfum
við að freista þess að byggja allt að
200 herbergja hótel, því með slíku
móðurskipi skapast margir mögu-
leikar sem m.a. munu styrkja
smærri hótelþjónustuna í Eyjum ef
vel er að verki staðið. Það er ótrú-
lega margt óunnið á vettvangi
ferðaþjónustunnar í Eyjum og
möguleikamir meiri háttar ef menn
setja í fjórða gír.
Arni Johnsen, alþingismaður.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðcirkjördazmi:
Þessi ætla að bjóða sig fram í Suðurkjördæmi
Eftirtaldir gefa kost á sér í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðurkjör-
dæmi sem fer fram frá kl 06:00
þann 5. mars til kl 18:00 þann 7.
mars:
Björgvin G. Sigurðsson alþingis-
maður, Selfossi 1. sæti, Skúli
Thoroddsen framkvæmdastjóri,
Reykjanesbæ 1. sæti, Guðrún Erl-
ingsdóttir sérfræðingur í kjaramál-
um, Vestmannaeyjum 1.-2. sæti,
Anna Margrét Guðjónsdóttir
forstöðumaður, Brassel 1 .-3. sæti,
Andrés Sigurvinsson verkefnis-
stjóri, Selfossi 1 .-4. sæti, Oddný
Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri,
Garði 2. sæti, Róbert Marshall að-
stoðarmaður samgönguráðherra,
Reykjavík í 2.-3. sæti, Þóra Þórar-
insdóttir fyrrum ritstjóri, Selfossi
2.-3. sæti, Ámi Rúnar Þorvaldsson
grannskólakennari, Höfn 2.-4. sæti
Páll Valur Bjömsson nemi, Grinda-
vík 3.-4. sæti, Hilmar Kristinsson
formaður Uglu - UJ á Suðumesj-
um, Reykjanesbæ 4. sæti, Lúðvík
Júlíusson sjómaður, Sandgerði 4.
sæti og Hjörtur Magnús Guðbjarts-
son framkvæmdastjóri og nemi,
Reykjanesbæ 5. sæti.
Kosningarétt hafa allir sem era á
íbúaskrá í Suðurkjördæmi þann 1.
mars og verða orðnir 18 ára þegar
alþingiskosningar fara fram þann
25. apríl. Kosning fer fram á net-
tengdum tölvum.
Kjósa skal 5 frambjóðendur og
raða þeim í sæti með númeram.
Nánari upplýsingar era á
www.samfylking.is
ÞESSI mynd
er tekín af
klettunum í
haust.
Ásýnd Heimakletts breyttist í
síðustu viku
þegar stór
klettur, sem
staðið hefur
við annan stein
rétt neðan við
toppinn
vestanverðan,
hrandi.
Þetta gerðist
einhvem tíma
milli klukkan
þrjú og hálf
fjögur á fös-
tudaginn. Að
sögn Svavars
Steingríms-
sonar, sem
ásamt Má
Jónssyni og
Ragnari
Guðnasyni
gengur reglu-
lega á Heima-
klett, var klett-
RAGGI við
klettinn sem
hvarf.
EINN og
yfirgefinn..
urinn a sinum
stað klukkan
Drjú. „Þá var
Már þama uppi
og neitar að
hafa átt nokkuð
við klettinn.
Það var svo um
hálf fjögur að
Einar Hallgríms hringdi í mig og
tilkynnti að kletturinn væri
farinn. Már neitar að hafa hreyft
við honum en hann rann niður
norðurhlíðina og í sjóinn. Skiidi
hann eftir sig ljóta slóð,“ sagði
Svavar.
Kosningarnar:
Guðrún
vill 1. eða
2. sætið
hjá Sam-
fylkingu
Guðrún Erlingsdóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 1. til
2. sæti í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Suðurkjördæmi 7.
mars nk.
Guðrún er 46 ára gömul, búsett
í Vestmanneyjum og starfar sem
sérfræðingur í kjaramálum. „í
ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu tel
ég að 16 ára reynsla mín sem
forystumaður í stéttarfélagi og
kjarabaráttu, áratuga reynsla af
félagsmálum og 8 ára seta í
sveitarstjóm nýtist vel í þau
krefjandi verkefni sem íslenskt
samfélag stendur frammi fyrir.
Ég vil svara kalli þjóðarinnar
um nýtt fólk, ný vinnubrögð og
nýja hugsun og býð fram krafta
mína í Suðurkjördæmi til upp-
byggingar á réttlátara samfé-
lagi,“ segir Guðrún um þessa
ákvörðun sína.
Breyttur
Heimaklettur