Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Side 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009 H AA-samtökin í Eyjum urðu 40 ára 16. febrúar: I litlu húsi við Heimagötuna má finna leiðina heim -Þeear dalirnir verða dvnri 02 brekkurnar brattari en við ráðum við HEIMAGATA 20 lætur ekki mikið yflr sér en óvíða í Eyjum fer fram merkara starf. Sgmqntekt..................... Omar Garðarsson omar@eyjafrettir.. is Við Heimagötuna stendur hús sem lætur svo lítið yfir sér en skiptir þó svo miklu máli fyrir bæjarfélagið okkar. Starfsemin sem þar fer fram innandyra hefur vísað svo mörgum götuna heim á ný. Einstaklingar sem hafa villst af leið af völdum áfengis eða annarra fíkniefna, bæði löglegra og ólöglegra eiga þar skjól. Þetta er hús AA-samtakanna í Vestmanna- eyjum sem héldu upp á fertugsafmæli sitt á laugardaginn. Var bæjarbúum öllum boðið til afmælisveislu af'því tilefni. Þeir voru ekki margir utan samtakanna sem nýttu sér heimboðið en Fréttir mættu og komu mun fróðari út af opnum fundi sem var liður í afmælinu. Þar stóðu upp bæði alkóhólistar og að- standendur og var athyglisvert að heyra frásagnir af þeirri leið sem AA-samtökin bjóða upp á þegar öll sund virðast lokuð. LykiIIinn er að stunda fundi reglulega og einnig er lögð áhersla á að fólk nýti sér tólf spora kerfið sem samtökin hafa þróað. Þarna var fólk á öllum aldri, börn, unglingar, ungt fólk, foreldrar og ömmur og afar. Töluðu bæði alkóhólistar og að- standendur og var mjög athyglisvert að fylgjast með því sem þetta fólk sagði. Alkóhólistarnir sögðu frá því þegar þeir byrjuðu að drekka. Hófst sem skemmtun með félögunum en leiðir skildu þegar laug- ardagskvöldin nægðu ekki fyrir drykkj- una. Dagarnir urðu tveir, þrír og fjórir í drykkjunni. Um leið byrjaði feluleikur þar sem lygin ræður ferð og fólk dettur í hyl- djúpan pytt sjálfsásökunar og um leið sjálfsvorkunnar. Allt er þetta öðrum að kenna og fjölskylda, ættingjar og vinir líða fyrir, sitja í súpunni og fá ekkert að gert. Það er alltof oft ekki fyrr en fólk er komið í þrot á sál og líkama að það rankar við sér, vill gera eitthvað í sínum málum en það cr ekki nóg að fara niður á hnén, þú verður að leggjast kylliflatur og horfast í augu við sjálfan þig. Með auðmýktina að vopni áttu von um geta snúið af villu þíns vegar. Stuðningur, vinátta og kær- ieikur Þá hefst verkefni sem stendur ævina á enda. Sumir fara í meðferð en öðrum nægir að leita til AA-samtakanna en það er sama hvor leiðin er farin, AA-samtökin eru lykillinn að því að standa sig. Þar finnur fólk nauðsynlegan stuðning, vináttu og kærleika sem er svo nauðsynlegur þegar Bakkus konungur eða löngunin í önnur fíkniefni nær ylirhöndinni. Það er hægt að telja sér trú um að nú sé fiknin slokknuð, allir vegir færir en það getur orðið fyrsta skrefið að fallinu. Og þegar það gerist er hann eða hún stödd á nákvæmlega sama stað og þegar tókst að stöðva neysluna. Og fyrir alkóhólistann er ekkert val, enginn millivegur eða drykkju- aðferð sem hentar. Það er annaðhvort að fara þá leið sem AA-samtökin bjóða upp á eða leið drykkjunnar og fíknarinnar sem endar með hörmungum. Og hættan felst ekki bara í brennivíni og fíkniefnum eins og hassi, E-pillum, amfeta- míni og heróíni. Hún er líka fólgin í hinum hefðbundnu lyfjum sem læknar ávísa á. Kveikjan er oft þunglyndi eða verkir en lyfin veita vímu sem getur fyrr en varir orðið að fíkn. Ættingjarnir skipta líka máli ALANON skipta ekki minna máli því þar er vettvangur fyrir aðstandcndur sem þurfa líka á stuðningi að halda. Hættan felst í meðvirkni og þegar sjúklingurinn er að ná tökum á sínu lífi þarf að græða sár sem orðið hafa til á jafnvel mörgum árum. Það getur verið einstaklingum og fjöl- skyldum ofviða að takast á við, einum og sér og þá eru ALANON-samtökin verk- færið sem dugar. Þar getur öll fjölskyldan fengið leiðsögn í að takast á við vanda- málið og ná að lifa eðlilegu lífi. Nafnleynd er ein af meginstoðum AA- samtakanna enda kemur það í sjálfu sér engum við hvað þar fer fram innandyra. Hvað margir eru í samtökunum í Eyjum kom ekki fram en þeir sem komu þeim á legg eiga þakkir skilið. Og það eitt að vita af þeim sem mættu á afmælisfagnaðinn réttum megin við strikið sýnir að starfið verður ekki metið í krónum og aurum. Arangur þeirra og hamingja er líka auður okkar allra því mikið væru Vest- mannaeyjar fátækari ef AA-samtakanna hefði ekki notið við. Það er því full ástæða til að óska okkur öllum til hamingju með 40 ára starf samtakanna því hamingja þeirra sem þarna voru skiptir okkur öll svo miklu máli. Gerir samfélagið auðugra og ekki síst betur undir það búið að takast á við framtíðina, sem í augnablikinu virðist ekki allt of björt. Lífið gengur í bylgjum hjá okkur öllum og þegar dalirnir verða dýpri og brekk- umar brattari en við ráðum við er gott að vita af að hjálpin er innan seilingar. Og hver á meiri virðingu skilið en sá sem vill taka sjálfum sér tak? Ómar Garðarsson. Sjálfselskan verður mikil og maður á -Segir ung kona sem tókst að ná stjórn á lífi sínu með aðstoð AA-samtakka - Hún er um þrítugt, smekklega klædd, býður af sér góðan þokka og er falleg. Um leið er hún yfir- veguð og brosið svo heillandi að ekki er hægt annað en láta sér líða vel í návist hennar. Já, ég sit and- spænis konu sem lífið brosið við og hvergi skugga að sjá. En um leið skín í gegn yfirvegun sem fmna má hjá þeim sem búa yfir lífsreynslu sem í hennar tilfelli er alkóhólismi. Og hún er ekkert feimin við að viðurkenna þessa staðreynd og er sama þó hún komi fram undir nafni en niðurstaðan var að halda sig við nafnleysi AA-samtakanna. „Ef ein- hvetþckkir mig í þessu viðtali er það allt í lagi og ef þú verður spurður um hver ég er máttu upp- lýsa það,“ segir hún þegar þetta ber á góma. Réð strax illa við drykkjuna Hún er búin að vera edrú í tæp sjö ár, var aðeins rúmlega tvítug þegar hún hætti að drekka. Þá hafði hún drukkið í sex til sjö ár. „Ég byrjaði fimmtán ára og réði strax illa við drykkjuna. Missti fljótt stjómina og þegar ég varð sautján ára drakk ég orðið stíft um hverja helgi. Byrj- aði með félögunum á djamminu en þegar þeir hættu hélt ég áfram. Mamma hafði strax miklar áhyggj- ur af mér en á þessum tíma vann ég mikið og var líka í skóla sem gerði þetta kannski ekki eins áberandi. Þessu fylgdi mikill mórall og þung- lyndi,“ sagði konan þegar hún rifj- aði upp hvernig drykkjan þróaðist hjá henni. Það var drukkið bæði föstudaga og laugardaga og stundum fékk hún sér hvítvín á miðvikudögum. „Einu sinni tilkynnti ég veikindi eftir drykkju og ég trúði því staðfastlega að ég væri veik. Auðvitað var ég veik en á annan hátt því alkóhól- ismi er sjúkdómur en ekki aum- ingjaskapur," sagði hún og alltaf varð vanlíðanin meiri og meiri. Ótrúleg sjálfselska „Ég drakk orðið meira og lengur, stundum fram á dag. Ég hætti að fara í partý eftir djamm á pöbbun- um. Fór þess í stað heim og hélt áfram að drekka og var svo hringj- andi í hina og þessa. Þegar maður er í þessu ástandi er maður óheiðar- legur gagnvart sjálfum sér og öðr- um. Otrúleg sjálfselska í gangi, já, maður á alveg ótrúlega bágt,“ segir hún brosandi en það var ekki alltaf leiðinlegt. „Það var oft gaman en iðulega endaði fylliríið með móral þó ég gerði í raun og veru aldrei annað af mér en að vera full. Það er oft þannig að það er þessi skemmtilegi tími sem maður vill halda í en á móti kemur spurningin, er maður tilbúinn til að leggja heilsuna að veði fyrir nokkrar gleðistundir sem enda í svartasta myrkri?“ spurði hún og svaraði spurningunni sjálf. „Undir það síðasta á drykkjuferli mínum var ég farin að hugsa hvernig mamma ég yrði? Yrði ég mamman sem færi beint heim eftir ball eða mamman sem færi í partý eftir ball og héldi áfram missa tökin á sínu og skaða sína.“ Þú ert alkóhólisti Á þessari stundu ákvað okkar kona að taka sér tak. í hálft ár fór hún ekki í ríkið fyrir helgar, ákveðin í að fara ekki út að skemmta sér. „En það endaði alltaf með því að ég fékk einhvers staðar lánað vín. Það var svo þegar ég var 20 ára að ég lenti á trúnó með vini mínum sem sagði hreint út; -þú ert alkóhólisti. Ég varð bálreið, og spurði hvort hann væri að halda því fram að ég þyrfti að fara í meðferð. Hann benti mér þá á AA-leiðina ef ég tæki ákvörðun um að taka á mínum málum. Ég gæti farið á fund, þyrfti ekkert að segja en gæti komist að því hvort þar væri eitthvað sem gæti hentað mér.“ Á þessu hálfa ári sem hún tókst á við alkóhólismann var hún undir handleiðslu ráðgjafa en það dugði ekki til. „Hann skoraði á mig að vera edrú en það tókst ekki,“ sagði hún og þá var komið að næsta skrefi. „Ég fór aldrei í meðferð en ákvað að leita til AA-samtakanna og þegar ég var í Reykjavík sótti ég fyrirlestra hjá SÁÁ. Það var eina fræðslan sem ég fékk hjá þeim en ég stundaði AA-fundi mjög stíft. Það gekk en eftir á að hyggja held ég að það hefði verið betra að fara í meðferð og ég ráðlegg fólki hik- laust að gera það. Það losar fólk samt ekki undan því að sækja fundi þegar út er komið." Skalf á beinunum Það voru þung spor fyrir unga konuna að mæta á sinn fyrsta AA- fund. „Ég var mjög taugaveikluð, skalf á beinunum allan fundinn og reyndi að læðast um þannig að enginn sæi mig. Samtökin voru mjög virk á þessum tíma og ég held að það hafi verið 20 til 30 manns á fundinum." Það er mikið búið að ganga á áður en alkóhólistinn nær að horfast í augu við sjálfan sig og þá stöðu sem hann er kominn í. „Maður verður að brjóta sjálfan sig niður áður en maður fer þama inn. Það tók mig tvo eða þrjá fundi að átta mig á að þetta var eitthvað fyrir mig. Innst inni vissi ég samt að áfengi var meðal annars það sem hafði spilað stórt hlutverk í lífi mínu. Áð ég væri alkóhólisti sem er þekkt í minni fjölskyldu og senni- lega flestum fjölskyldum," sagði hún með þunga. Einu sinni tilkynnti ég veikindi eftir drykkju og ég trúði því staðfastlega en auðvitað var ég veik en á annan hátt því alkóhólismi er sjúkdómur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.