Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Qupperneq 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009
SYSTKININ Margrét Rut, Birgir Reimar, Jóhann Rafn og Kristján Róbert. ÞÆR Eru góðar beyglurnar í USA. Margrét Ruth, Birgir og Kristján.
Fjölskyldan hans Birgis Reimars var ánægð með Vildarbarnaferðina til Flórída:
Vorum
Viðtal
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
gudbjorg @ eyjafrettir.is
Birgir Reimar Rafnsson fór í
draumaferðina ásamt móður sinni
og systkinum til Flórída í boði
Vildarbarna Icelandair í byrjun
mánaðarins. Birgir Reimar er með
Downs-heilkenni og var ferðin
sannkallað ævintýri fyrir hann og
fjölskylduna.
Jóhanna Birgisdóttir, móðir Birgis,
er í skýjunum yfir vel heppnuðu fríi
en fjölskyldan fór út 2. febrúar og
kom heim 15. febrúar. „Við erum öll
ofboðslega ánægð og það gekk allt
mjög vel upp. Við vorum á frábær-
um stað rétt fyrir utan Orlando, allt
svo hreint og bæði þægilegur og
rólegur staður. íbúðin sem við
fengum var á neðstu hæð og er
örugglega ætluð Vildarbörnum því
aðgengi er mjög gott og kemur
líkamlega fötluðum börnum vel.
Það var allt til taks í íbúðinni þannig
að við gátum ekki haft það betra.
Bíllinn sem við fengum var æðis-
legur og ég keyrði um eins og her-
foringi allan tímann og er mjög stolt
af því,“ sagði Jóhanna, alsæl með
allt í einu forgangshópur
vel lukkaða ferð.
„Við fórum miklu meira um en við
ætluðum í byrjun og í bílnum var
GPS tæki sem auðveldaði okkur að
rata um og ef við villtumst þá var
það allt í lagi, við stoppuðum bara
og borðuðum nesti úti í guðs grænni
náttúrunni. Veðrið var gott allan
tímann og alveg steik seinni vikuna.
Þá vorum við mikið við sundlaugina
og höfðum það gott. Svo fórum við
líka í Disneyland og í öll tækin sem
voru í boði. Við fengum sérstaka
passa af því að Birgir Reimar er fatl-
aður og þurftum ekki að bíða í röð
eftir að komast í tækin. Hann spáði
ekkert í það, en systkinum hans
fannst það algjört æði,“ segir Jó-
hanna og hlær. „Við vorum bara allt
í einu forgangshópur, alveg hálftíma
bið í sum tækin en við fengum að
fara framfyrir og það var auðvitað
þægilegt. Við erum öll ofsalega
ánægð með veruna úti en þetta var
hörkuferðalag. Það tók smátíma að
jafna sig á tímamismuninum og
auðvitað alltaf gott að koma heim,“
sagði Jóhanna og sagðist afar
þakklát Vildarbörnum og þeim sem
stóðu að ferðinni fyrir þetta tækifæri
enda ferðin ógleymanleg.
FJÖLSKYLDAN í Disneyworld..
VINATTA.
Kryddlegin lundahjörtu á borðum forseta og ráðherra
Magnús Bragason hefur tekið
þátt í verkefni sem snýr að því að
nýta afurðir lundans betur s.s.
hjörtu og lifur. Þetta er nýjung í
matreiðslu en réttir úr þessum
afurðum þykja nú herramanns-
matur og voru m.a. bornir fram í
hátíðarkvöldverði sem Klúbbur
matreiðslumanna stóð fyrir í
janúar.
„Ég fór að hirða hjörtun og lifr-
ina úr lundanum í fyrra og vildi
sjá hvort ekki væri hægt að nýta
þessa afurð en það hefur ekki
verið gert áður. Við fórum í þetta
verkefni með stuðningi Atvinnu-
þróunarsjóðs Suðurlands og
fcngum nokkra af helstu kokkum
landsins til að þróa rétti úr þess-
um afurðum. Éinn þeirra er
Sigurður Gíslason, matreiðslu-
meistari og hann bauð m.a. upp á
kryddlegin lundahjörtu og
hvalkjötsþynnur á hátíð-
arkvöldverði sem Klúbbur
matreiðslumanna stóð fyrir á
veitingastaðnum Lava í Bláa lón-
inu í janúar. Þar voru saman-
komnir helstu fyrirmenn
landsins s.s. forseti og ráðherrar.
Þetta lukkaðist mjög vel og rétt-
irnir þóttu framandi og mjög
góðir, “ sagði Magnús og var í
framhaldinu spurður hvernig
honum datt í hug að fara að þróa
rétti úr innmat úr lunda.
„Rúrý, konan hans Palla
frænda, kom einu sinni til mín og
EYJAMAÐURINN Sigurður matreiðslumeistari að störfum.
HVALKJÖTSÞYNNURNAR voru marineraðar í sölvasósu og blóð-
bergi úr Aðaldalnum. Rétturinn var kaldur en lundahjörtun í tempura
voru volg. Myndina tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
skammaði mig fyrir að henda
þessu og sagði að þetta væri
gæðamatur. Hún hafði smakkað
hjörtun og ég ákvað að slá til
þegar veiðin dróst saman í
lundanum. Við höfum ákveðið að
nýta þetta hráefni áfram og við
Einar Björn Arnason, mat-
reiðslumeistari hjá Einsa kalda,
höfum prófað okkur áfram enda
er hægt að útbúa úr þessu fyrir-
taks forrétti sem eru fullgildir í
fínustu veislum. Okkur langar að
halda áfram þessari þróun þ.e.
nýta afurðir sem ekki hafa verið
nýttar hingað til. Til dæmis má
nýta súluna betur því það er nóg
af henni, sagði Maggi sem er
alltaf jafn hugmyndaríkur og fer
ótroðnar slóðir í verðmæta-
sköpun.
Kryddlegin lundahjörtu og
hvalkjötsþynnur:
Lundalifrar terrine með létt-
reyktum bringum, kryddlegin og
stökk lundahjörtu frá
Vestmannaeyjum.