Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.2009, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 26. febrúar 2009 15 |Fimleikar Glæsilegur árangur í hópfimleikum Um síðustu helgi fór fram ung- lingamót í hópfimleikum en mótið fór fram á Selfossi. Fimleika- félagið Rán sendi tvö lið á mótið og óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur. Ránarkrakkar komu heim með tvö gull- og tvö bronsverðlaun. Eins og áður sagði sendi Rán tvö lið til keppni, yngra lið og eldra. Yngra liðið var að taka þátt í sínu fyrsta móti og var sá hópur blandaður stelpum og strákum. Krakkamir eru á aldrinum 11 til 14 ára og stóðu sig með mikilli prýði, enduðu í fimmta sæti á trampólíni og 8. sæti á dýnu en fjórtán lið tóku þátt. Einnig er keppt í dansi en yngri hópurinn tók ekki þátt í þeirri grein. Eldri hópurinn var eingöngu skip- aður stelpum en þær gerðu sér lítið fyrir og unnu bæði á dýnu og á tram- pólíni en urðu svo í 6. sæti í dansi. Stelpurnar urðu svo í 3. sæti í samanlagðri keppni en það munaði aðeins 0,05 stigum á 1. og 3. sæti sem er minnsti mögulegi munur. Alls kepptu tólf lið í eldri flokknum en með árangrinum tryggði eldri hópur Ránar sér sæti á Islandsmót- inu í aprfl en sex bestu liðin í þessu móti komust þangað. Kom skemmtilega á óvart Svanfríður Jóhannsdóttir, þjálfari Ránar sagði í samtali við Fréttir að hún væri mjög ánægð með árangur- inn. „Yngri hópurinn var að taka þátt í sínu fyrsta móti og voru þau bara búin að æfa í einn mánuð. Við vorum t.d. ekki búin að æfa dans fyrir þau en þessi árangur þeirra kom skemmtilega á óvart. Eldri hópurinn stóð sig svo virkilega vel en á þessu móti er keppt í þremur, aldursskipt- um flokkum, 5., 4. og 3. flokki en sex stigahæstu liðin komast á íslandsmótið, óháð aldri. Eldri hópurinn tryggði sér sæti á íslandsmótinu þannig að nú taka við stífar æfingar. I maí förum við svo á Vormót á Egilsstöðum þar sem keppt verður um deildarbikar í 3. flokki í hópfimleikum. Þannig að það er nóg framundan hjá okkur í Rán,“ sagði Svana. Efri mynd, eldri hópur: Efri röð: Svana þjálfari, María Rós, Arna Hlín, Kristrún Osk, Arna Björg aðstoðarþjálfari Neðri röð: Nanna Berglind, Þóra Fríða, Díana, Þórey Helga og Ingibjörg Osk. Neðri mynd, yngri hópur: Efri röð: Gígja Sunneva, Henrietta, Una, Sara Dís, Alma Rós, Ása Elín og Thelma Rut þjálfari. Neðri röð: Tindur Snær, Gunnar Þór, Hjálmar Karl og Daníel Smári. Skák SIGURVEGARAR í ELSTA FLOKKI. Frá vinstri, Nökkvi Sverrisson, 2. sæti, Daði Steinn Jónsson, 1. sæti og Kristófer Gautason, 3. sæti. Góð þátttaka í ísfélagsmótinu Stúkumál við Hásteinsvöll ÍBV setur á fót byggingarnefnd - með sjálfstæðan fjárhag en áætlaður kostnaður við stúku er 36 milljónir Á laugardag fór fram ísfélagsmótið í skák. Nítján krakkar mættu á mótið, voru tefldar átta umferðir og tefldar 10 mínútna skákir. Daði Steinn Jónsson bar sigur úr býtum, sýndi mikið öryggi og sigraði með 7,5 vinningum af átta mögulegum en Daði Steinn gerði aðeins jafntefli við Nökkva Sverrisson, sem aftur gerði jafntefli við Kristófer Gauta- son en þessir þrír enduðu í þremur efstu sætunum. I stúlknaflokki sigraði Hafdís Magnúsdóttir með 4 vinninga en Eydís Þorgeirsdóttir var aðeins hálfum vinningi á eftir henni. I þriðja sæti varð svo Telma Lind Þórarinsdóttir. í flokki bama fædd 1999-2001 varð Jón Smári Olafsson, frá Salaskóla, sigurvegari en honum leist það vel á félagsskapinn að hann gekk í raðir Taflfélags Vestmanna- eyja. Annar varð Bjarki Freyr Valgarðsson og þriðji Daníel Hregg- viðsson en nokkra sterkustu skák- menn TV vantaði í mótið vegna fót- boltaferðar. I yngsta flokknum sigraði svo Leó Viðarsson, annar varð Amór Viðars- son og þriðji Máni Sverrisson. Á sunnudagskvöldið hófst svo Vormót Taflfélags Vestmannaeyja en mótið er nýjung í starfi félagsins og er sett af stað til að mæta kröfum félagsmanna að tefla fleiri kapp- skákir yfir veturinn. 28 keppendur em skráðir til leiks en nokkuð er síðan jafn fjölmennt mót með kapp- skáktímamörkum hefur verið haldið í Eyjum. Keppendur eru gott samansafn af eldri og yngri félögum og reyndum og óreyndum. Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir bréf frá ÍBV-íþróttafélagi til Knattspyrnusambands íslands en þar er fjallað um stúkumál við Hásteinsvöll. Vestmannaeyjabær segist ekki geta tryggt að ný stúka verði byggð fyrir árið 2012 en samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, sem félög í efstu deild þurfa að undir- gangast, þurfa öll félög að hafa yfir- byggða stúku með ákveðinni lág- marksfjölda sæta. Vestmannaeyja- bær á hins vegar íþróttamannvirkin og ber ábyrgð á þeim og staða ÍBV því ansi snúin enda uppfyllir núverandi stúka hvorki kröfur um fjölda sæta né yfirbyggingu. Bærinn vill ekki gefa innan- tómt loforð Samkvæmt bréfi IBV er nú hug- mynd félagsins að innan þess verði skipuð sérstök bygginganefnd með sjálfstæðan fjárhag á næsta aðal- fundi félagsins. Samkvæmt deili- skipulagi Vestmannaeyjabæjar við Hástein er gert ráð fyrir yfirbyggðri stúku sunnan megin við völlinn en bygginganefndin mun bæði skoða möguleikann á að stækka núverandi stúku og byggja nýja hinum megin við HásteinsvöII. „Það liggur einnig Ijóst fyrir, að Vestmannaeyjabær, sem aðaleigandi mannvirkja á Iþróttasvæðinu við Hástein, telur ekki fjárhagslegt svig- rúm á næstu árum til að ráðast í frekari framkvæmdir við mannvirki á íþróttasvæðinu við Hástein. Vestmannaeyjabær er aukin heldur ekki tilbúinn að setja fram framkvæmdaáætlun, er gerði ráð fyrir umræddri framkvæmd innan tilskilins frests enda væri slfkt loforð innantómt. Ýmislegt kemur þar til, ekki þarf að fjölyrða um ástand efnahagsmála íslensku þjóðarinnar um þessar mundir. Ennfremur er Vestmannaeyjabær í stórframkvæmdum við byggingu knattspyrnuhúss á svæðinu, sem kunnugt er. Það er einfaldlega mat bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til að standa að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja fram til ársins 2012,“ segir í bréfi ÍBV til KSÍ. Kostnaðurinn áætlaður um 35 milljónir Þar kemur einnig fram að fyrirhuguð bygginganefnd komi til með að þurfa að sækja fjármagn til stúkuframkvæmda annað en til Vestmannaeyjabæjar og nokkuð ljóst er að IBV-íþróttafélag getur ekki fjármagnað framkvæmdina. Því þarf að sækja fjármagn annað en áætlaður kostnaður er um 35 milljónir. M.a. eru hugmyndir að sækja fjármagn í Mannvirkjasjóð KSI, að Vestmannaeyjabær gefi eftir öll gjöld af hálfu bæjarins og leggi auk þess til aðstoð Tæknideildar bæjarins. Þá er hugsanlegur möguleiki á að selja sæti í stúkunni og að sjálfboðavinna við bygging- una spari útgjöld. Bæjarráð jákvætt fyrir aðstoð Bæjarráð Vestmannaeyja hefur lýst sig viljugt til að beita sér fyrir fram- gangi þessa máls. Bæjarráð telur koma til greina að Vestmanna- eyjabær greiði þau opinberu gjöld sem falla á stúkubygginguna og Umhverfis- og framkvæmdasvið leggi fram aðstoð sína við undir- búning framkvæmdarinnar. Slíkt yrði þó sjálfstæð ákvörðun þegar þar að kemur. íþróttir Nýr leikmaður í kvennaliðið Hlíf Hauksdóttir er gengin í raðir ÍBV en Hlíf kemur frá Hvolsvelli. Þess má til gamans geta að Hlíf á að sjálfsögðu ættir að rekja til Eyja en afi hennar er Jón Sighvatsson í Ási. Hlíf hefur leik- ið með Val undanfarin ár og er góður liðsstyrkur fyrir IBV. Kvennalið ÍBV hefur leikið fjóra æfmgaleiki undanfarnar tvær vikur. Stelpurnar töpuðu 2:0 gegn Stjörnunni, sem af mörgum er talið sterkasta kvennaliðið í fót- boltanum í dag. IBV lagði hins vegar Breiðablik að velli 2:3 eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik. Kristín Erna Sigurlásdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en bæði lið tefldu að mestu fram leikmönnum í 2. flokki. Helgina eftir lagði ÍBV Keflavík að velli 1:5 en Thelma Sigurðar- dóttir gerði þrjú mörk og Þór- hildur Ólafsdóttir tvö. Daginn eftir gerði IBV svo 1:1 jafntefli gegn Haukum en eina mark IBV skoraði Herdís Gunnarsdóttir. Tvö töp hjá strákunum Karlalið ÍBV í knattspymu lék sinn fyrsta leik í Deildarbikamum þegar liðið lék gegn Þrótti en leikurinn fór fram í Egilshöll. Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark IBV. Eyjamenn léku svo æfmgaleik daginn eftir gegn B-liði Fjölnis en leikurinn fór fram í Egilshöll. Fjölnir hafði betur 2:0. Töpuðu stórt Karlalið ÍBV í handbolta steinlá í Mosfellsbænum um helgina þegar liðið sótti Aftureldingu heim. Lokatölur urðu 31:14 fyrir Mosfellinga en staðan í hálfleik var 17:9. Nýr leikmaður í körfunni Karlaliði ÍBV í körfubolta hefur bæst við liðsstyrkur fyrir lokaátökin í 2. deild en ÍBV á möguleika á að komast í úrslita- keppni 2. deildar. Ævar Örn Eriendsson, 17 ára, er genginn í raðir félagsins, hann leikur mest í stöðu framherja en getur leyst allar stöður. Framundan eru þrír úrslitaleikir hjá IBV, sem verður að vinna alla leikina ef liðið ætlar sér í úrslita- keppnina. Þeir fara allir fram í Eyjum og sá fyrsti á laugardaginn gegn KKF Þóri en seinni tveir leikirnir fara svo fram eftir tvær vikur. Framundan Föstudagur 27. febrúar Kl. 20.30 FH-ÍBV 4. flokkur kvenna, fótbolti. Kl. 21.30 Þróttur-ÍBV 3. flokkur karla, handbolti. Laugardagur 28. febrúar Kl. 12.30 Grótta-ÍBV 3. flokkur kvenna, handbolti. Kl. 12.30 Grótta-ÍBV 4. flokkur karla, fótbolti. Kl. 14.00 ÍBV-ÍR 4. flokkur kvenna, handbolti. Kl. 15.40 Grindavík-ÍBV 4. flokkur kvenna, fótbolti. Kl. 16.00 ÍBV-KKF Þórir 2. deild karla, körfubolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.