Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 36. árg. I 10. tbl. I Vestmannaeyjum 19. mars 2009 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is MIKIÐ óveður gekk yfir Vestmannaeyjar á aðfaranótt laugardagsins og fóru hviður á Stórhöfða yfir 50 metra. Lögregla og Björgunarfélagsmenn höfðu í nógu að snúast og hér er einn galvaskur björgunarsveitarmaður, Guðjón Sigtryggsson, að störfum. Nánar inni í blaðinu. Mynd Oskar Pétur. Trollbátarnir í mokfiskiríi við Ingólfshöfða: Fyllti á þrjátíu klukkutímum Trollskipin Smáey VE og Vest- mannaey VE voru á leið í land í gær, miðvikudag eftir gott fiskirí austan við Ingólfshöfða. Drangavík var á miðunum og var að fá fínan afla. A þessum árstíma hefur oftast fiskast vel vestan við Surtsey og vonast sjó- menn til þess að hann fari að gefa sig til þar. Mikill þorskur er um allan sjó en lítill kvóti veldur því hann er heldur til vandræða. „Þar var góð veiði í gær, þriðju- dag, og við fylltum á þrjátíu tímum,“ sagði Jón Snædal Logason, skipstjóri á Smáey, þegar Fréttir náðu tali af honum. „Við vorum austan við Ingólfs- höfða, túrinn gekk mjög vel, og nánast allt ýsa. Við vorum nánast að flýja þama austur frá undan veðri og lentum þá í fínni veiði,“ sagði Jón. Þegar hann var spurður út í vertíð- ina sagði hann að veiði hefði verið þokkaleg undanfarið. „Haustið og það sem af er vetri hefur verið fín- asta veður ef frá er talin brælan um helgina. Það er tíu til tólf tíma stím austur og vonandi fer að fiskast hér við Eyjar eins og verið hefur á þessum tíma. Við höfum yfirleitt verið vestan við Surtsey á þessum tíma og það er aðeins að byrja þar en ekki af neinum krafti,“ sagði Jón og hefur trú á að nú fari veiðar að glæðast þar. Vestmannaey VE var líka á leið í land á miðvikudagsmorgun og veiðar höfðu gengið vel í túmum en hefur annars verið þokkaleg. „Það hefur háð okkur hvað það er mikill þorskur og hann er ekki til samkvæmt fræðunum," sagði Egill Guðnason, stýrimaður, þegar leitað var frétta af aflabrögðum hjá honum. „Við vorum austur við Ingólfs- höfða og komumst í ýsu og emm með fínan afla og þar af leiðandi á leið í land. Mér skilst það hafi dregið úr veiðinni þar núna, fleiri skip eru komin á svæðið en við vomm fyrstir þangað eftir brælu. Það er erfitt að eiga við þetta þar sem við emm á stöðugum flótta undan þorskinum og vandamálið að við erum að fá of mikið af honum miðað við kvótastöðuna," sagði Egill en var annars ánægður með góðan túr. „Það hefur verið mjög gott fiskirí í gær og nótt, “ sagði Stefán Birgis- son, skipstjóri á Drangavík VE, sem var á miðunum á miðvikudags- morgun. „Við erum við Ingólfshöfða og þetta er blandaður afli. Við fórum út á sunnudag og vorum vestur á Selvogsbanka og að öllu jöfnu er góð veiði þar en þar var lítið um ufsa og þar af leiðandi færðum við okkur um set. Veðrið var slæmt, fór varla undir 30 metra á klst. fyrstu tvo sólarhringana. En hér við Ingólfshöfða er blankalogn og við komum inn til löndunar á föstudag," sagði Stefán. Keppnis- leyfið komið í hús I síðustu viku bárust þær fréttir frá Knattspyrnusam- bandi íslands að IBV hefði, ásamt átta öðrum liðum, ekki fengið keppnisleyfi fyrir sum- arið. Leyfisráð KSÍ hafði þá farið yfir umsóknir félaga í efstu tveimur deildum karlaknatt- spyrnunnar en fjórum félögum í efstu deild var synjað um keppnisleyfi. Sigursveinn Þórðarson, for- maður knattspyrnudeildar, sagði í síðustu viku að um smá- mál væri að ræða. Einungis þyrfti að skila inn nokkrum eyðublöðum með réttri undir- skrift og þá væri keppnisleyfið í höfn. I gær bárust svo þær fréttir að leyfisráð KSÍ hefði farið yfir umsóknir liðanna átta sem ekki fengu keppnis- leyfi í síðustu viku og veitt öllum félögunum keppnisleyfi, þar á meðal ÍBV. Reyndar fengu tvö félög viðvörun fyrir að uppfylla ekki skilyrði um ráðningu aðstoðarþjálfara meistaraflokks en Sigursveinn sagði að stefnt væri að því að ráða aðstoðarþjálfara sem fyrst. Vilja 40 milljóna viðbót A fundi framkvæmda- og hafnarráðs á þriðjudaginn fór Ólafur Þ. Snorrason, fram- kvæmdastjóri yfir fram- kvæmdir við útisvæði sund- laugarinnar, sem nú eru í fullum gangi. Fyrir liggur að heildarkostn- aður mun fara fram úr áætlun, meðal annars vegna meira umfangs og gengisbreytinga. Þá fór Ólafur einnig yfir endurbætur á búningsklefum eins og sagt er frá á síðu 2 í Fréttum. Vegna þessara verkefna óskar ráðið eftir viðbótarfjárveitingu á árinu 2009, samtals að upp- hæð 40 milljónir svo að hægt verði að Ijúka vinnu bæði við útisvæðið og búningsklefana. s Lýsa vantrausti á forseta ASI í ályktun frá Drífanda stéttarfélagi er fagnað góðum uppgjörum sjáv- arútvegsfyrirtækja undanfarið. Um leið er lýst yfir vonbrigðum með störf ASÍ. „Staða margra fyriitækja er góð þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélag- inu. Það sýnir að málflutningur þeirra stéttarfélaga er kröfðust þess að launahækkunin kæmi til fram- kvæmda 1. mars, var hárréttur. Drífandi stéttarfélag lýsir yfir miklum vonbrigðum og vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninganna. Sérstaklega er alvarlegt að ein- stakir aðilar innan samninganefnd- arinnar virðast hafa verið að gera samninga við fyrirtæki um launa- hækkanir til handa sfnum fé- lagsmönnum, en á sama tíma frestað gildistöku samninga annars launafólks í skjóli Alþýðusam- bandsins. Drífandi krefst þess að nú þegar verði sagt upp samkomulaginu við Samtök atvinnurekenda um frestun kjarasamninga og farið verði í við- ræður við samtökin með nýrri samninganefnd," segir í ályktun- inni. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM n mar VELA- OG BILAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S.481 -1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.