Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 Opnir dagar í Framhaldsskólanum - Mikið líf og fjör: Lýkur með árshátíð Þessa dagana er mikið fjör í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum. Miðvikudag, fimmtudag og föstu- dag er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og haldnir svokallaðir Opnir dagar. A opnum dögum er nemend- um skipt í hópa sem eru fjölmiðla- hópur, íþróttahópur, kvikmynda- hópur, tónlistarhópur, kaffihúsa- hópur, listahópur, árshátíðarhópur og ljósmyndahópur. Blaðamaður Frétta leit við í skól- anum á miðvikudagsmorgun, þegar starf hópanna var að hefjast. Það kom bersýnilega í ljós að það var líf og fjör í skólanum, það er að segja meira en að öllu jöfnu og galsi var í nemendum. Alls staðar fólk á ferðinni enda undirbúningur fyrir starf næstu tvo daga í fullum gangi. Þó voru nokkrir sem voru þegar byrjaðir, t.d. tónlistarhópur sem blaðamaður rakst á í kjallara skóla- byggingarinnar. Reyndar voru þeir enn að bíða eftir hljóðfærum sem var verið að bera inn í hús en þeir Ingi Þór Þórarinsson, Daði Gísla- son, Sveinn Friðriksson, Andri Fannar Valgeirsson, Hjörtur Ari Hjartarson, Sigursteinn Marinósson og Ólafur Sigurðsson voru farnir að ákveða hvaða lög ætti að æfa. Þeir voru þó þögulir sem gröfin þegar þeir voru spurðir hvað þeir ætluðu að spila en lofuðu heimsklassa tón- list. Eina konan víðs fjarri Fjölmiðlahópur var á fullu á bókasafni skólans við að undirbúa útgáfu skólablaðsins sem heitir Áslaug. Þá ætla þeir líka að setja upp síðu í Fréttum í næstu viku og voru í óða önn að undirbúa það en það vakti athygli að aðeins ein stelpa var í fjölmiðlahópnum en á annan tug drengja. Stelpan var reyndar fjarverandi þegar blaðamaður átti leið hjá, eins og fleiri í hópnum enda þarf að sækja fréttirnar. Blaðamaður er matmaður mikill og var ekki lengi að þefa uppi Kaffi- húsahópinn sem var í óða önn að baka pizzur fyrir hádegið. Þar aftur á móti voru eingöngu stelpur og af lyktinni að dæma áttu gestir kaffi- hússins von á góðu. Árshátíð Framhaldsskólans verður haldin á föstudagskvöldið í Höllinni FJÖLMIÐLAHÓPURINN Þar fór ekki mikið fyrir konum. TONLISTARHOPURINN lofar heimsklassatónlist. en árshátíðarhópur sér um að skreyta sal Hallarinnar. Þegar blaðamann bar að garði voru stelp- urnar að skipuleggja skreytinguna en enga stráka var að sjá í hópnum. Þema árshátíðarinnar er Góðærið KAFFIHÚSAHÓPURINN stóð í bakstri. 2007 en stelpurnar lofuðu því að salurinn yrði flottari en nokkurn tímann áður. Búningsklefarnir endurbyggðir Framkvæmdir við útisvæði íþrótta- miðstöðvarinnar eru nú í fullum gangi og jarðvinnu að ljúka. Það er verið að vinna að frekari endurbót- um því í síðustu viku var hafist handa við að lagfæra búningsklefa sundlaugarinnar. Byrjað var á kvennaklefanum en framkvæmdir við karlaklefann hefj- ast líklega í næstu viku. Það sem upphaflega átti að vera lagfæring, hefur hins vegar breyst í meiri háttar endurbyggingu og í raun verða byggðir nýir búningsklefar. „Það stóð til að breyta klefunum aðeins og lagfæra þá en þegar vinnan hófst þá kom í Ijós að þeir voru svo illa farnir, milliveggir og fleira, að það var ekki annað hægt en að endurbyggja klefana," sagði Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdastjóri umhverfts- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. „Gólftn voru nánast ónýt og vegg- irnir lfka þannig að það var öllu mokað út og er kvennaklefmn í raun ÞANNIG lítur kvennaklefmn út í dag. fokheldur. Svo byggjum við upp nýja klefa nánast frá grunni. Við endurskipuleggjum klefana, setjum epoxy-húð á gólf og á veggi, svipað því sem er í nýju klefunum. Við setjum líka hita í öll gólf og mark- miðið er að stækka klefana, fjölga sturtum og bæta aðgengi fyrir fatl- aða. Við verðum líka með skipti- klefa fyrir einstaklinga, tvo í kvennaklefanum og einn í karla- klefanum." Verður komið fyrir skápum í nýju klefunum? „Það hefur engin á- kvörðun verið tekin varðandi skápa í klefana. Svona skápar eru mjög dýrir en við erum að skoða málið.“ Það er byggingafyrirtækið Steini og Olli sem sér um endurbygg- inguna en áætlað er að vinnu við klefana verði lokið um leið og nýtt útisvæði verður opnað. Á meðan unnið er í klefunum munu sund- gestir nota klefa við nýja íþrótta- salinn en stutt er frá þeim og út í laug. Ottast að mæling á loðnu hafi misfarist Veiðiskip hafa nú hætt loúnu- leit en hafrannsóknaskipin komu úr sinni síðustu loðnuleit fyrir tveimur vikum svo ljóst má þykja að enginn loðnukvóti verði gefinn út, segir Björn Jónsson, hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, í við- tali við Vísi.is. Það er í fyrsta sinn síðan veturinn 1982 til 1983. Á sama tíma er mikið af loðnu rétt fyrir utan fjöruna í Vest- mannaeyjum og jafnvel má sjá mikið af henni í fjörunni sjalfri. I vetur hafa menn í fyrsta sinn veitt gulldeplu en töluvert minna fæst fyrir hana en Ioðnu. Til dæmis flutti Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum út um 15 þúsund tonn af loðnu í fyrra og nam útflutningsverð- mæti hennar um 2,5 milljörð- um á verðlagi ársins í ár. I ár flutti hún álíka mikið út af gulideplu en útflutningsverð- mæti hennar nam einungis um 370 milljónum. Auk þess sem mikið er af loðnu utan við fjörur Vest- mannaeyja segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, að trillusjómenn hafl orðið hennar mikið varir og óttast hann að ekki hafi tekist að mæla göngurnar nógu vel. „Eg er enginn talsmaður ofveiða,“ segir hann. „En ég óttast að menn nái ekki að mæla loðnuna eftir að hún er farin í gönguástand vestur með suðurströndinni með sömu vissu og þegar hún er mæld í djúpinu fyrir austan land." www.visir.is greindi frá. Árnað heilla Þessi ungi drengur, sem gat sér gott orð í handboltanum hér á árum áður, verður 45 ára þann 21. mars nk. ÍJigefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0545) - Vcstmannaeyjum. Ritfitjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Gudbjörg Sigúrgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Iþróttir: Ellcrt Scheving. Áhyrgdarmenn: Ómar Gardarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjnm. Aðsetnr ritBtjómar: Strandvegi 47. SÍTnai- 481 1300 & 481 3Í110. Myndriti: 481-125)3. Netfang/rafpóstnr: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Av'ww.evjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtiijdága. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvershininni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Fridarhöfn.. FRÉTi'IU eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉTTER cru aðilar að Saintökum hirjar- og héraðsfrettahlaða. Eftirprenhin, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé gehð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.