Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Side 9
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009
9
HRESSIR nemendur í Hamarsskóla Á næsta skólaári 2009 til 2010 er gert ráð fyrir 611 nemendum og nemur samkvæmt reiknilíkani 1119,8
kennslustundum til almennrar kennslu, miðað við 28 bekkjardeildir. Kostnaður kennslustunda vegna almennrar kennslu er áætlaður um 201,6
milljónir. Lagt er til að úthlutun til sérkennslu verði samkvæmt reglugerð eða 152,8 kennslustundir og kostnaður vegna sérkennslutímanna er
áætlaður um 27,5 milljónir.
Geir Haarde:
Kvaddi
Eyja-
menn
Fræðslu og menningarráð - Tillögur til hagræðingar í rekstri GV:
Frjósemi kennara hleypir
upp kostnaði við afleysingar
-Milli 25 til 30 milljóna króna afleysingakostnaður skýrist af því að sjö
kennarar við skólann hafí átt börn eða eru barnshafandi
SViðtöl
Gúðbjörg STgii'rgéirsdotti r
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Fræðslu og menningarráð fundaði í
fyrri viku og tók fyrir tillögur Emu
Jóhannessdóttur, fræðslustjóra og
Jóns Péturssonar, framkvæmda-
stjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs,
sem var falið að leita hagræðingar í
rekstri Grunnskóla Vestmannaeyja.
I fundargerð ráðsins kemur fram að
tillögurnar em byggðar á ábending-
um sérfræðings sem fenginn var til
að benda á leiðir til hagræðingar.
I tillögum Emu og Jóns er gert ráð
fyrir að við úthlutun kennslustunda
til skólastarfs verði stuðst sem fyrr
við reiknilíkanið sem notast hefur
verið við frá maí 2004.
Á næsta skólaári 2009 til 2010 er
gert ráð fyrir 611 nemendum og
nemur samkvæmt reiknilíkani
1119,8 kennslustundum til almennr-
ar kennslu, miðað við 28 bekkjar-
deildir. Kostnaður kennslustunda
vegna almennrar kennslu er áætl-
aður um 201,6 milljónir. Lagt er til
að úthlutun til sérkennslu verði
samkvæmt reglugerð eða 152,8
kennslustundir og kostnaður vegna
sérkennslutímanna er áætlaður um
27,5 milljónir.
Kostnaður vegna sérstakrar úthlut-
unar er áætlaður um 1,8 milljónir
vegna nemenda með annað móður-
mál en íslensku. Ef skólastjóri telur
ofangreinda úthlutun ekki nægja þá
sækir hann um viðbót til fræðslu-
ráðs með greinargóðum rökum og
kostnaðarútreikningi.
í tillögunum var lagt til að skóla-
stjóri leiti allra leiða til að minnka
afleysingakostnað. Hann var um 25
til 30 milljónir vegna veikinda árið
2008 sem er um 7% af launa-
kostnaði. Lækkun á þeim kostnaði
um 10% þýðir spamað um 2,5 til 3
milljónir.
Fram kemur að annar afleysinga-
kostnaður vegna annarrar fjarveru
starfsmanna liggur ekki fyrir. Þá er
lagt til að áætlað hlutfall til forfalla-
kennslu verði 5% í stað 6% en
viðkomandi tímar em hugsaðir til
forfalla- og sjúkrakennslu. Árið
2008 var framlagið til forfalla-
kennslu rúmlega 1 1 milljónir.
Prósentuminnkun þýðir 1,8 millj-
ónir í lækkun.
Potturinn
Auk annarra aðhaldsaðgerða skal
skólastjóri fyrir hvert skólaár gera
fræðsluráði grein fyrir því hvemig
hann hyggst nýta svokallaðan „pott“
sem kom til árið 2005 og er hugs-
aður sem viðbótarlaun vegna
stöðuheita, álags og verkefna utan
hefðbundins vinnuframlags kenn-
ara. Fyrir skólaárið 2008 til 2009
voru 6,3 milljónir í umræddum
„potti“ eða sem nemur 105.000 kr á
hvert stöðugildi.
Þá skal skólastjóri gera grein fyrir
því fyrir því hvemig hann hyggst
nýta sérstaka úthlutun sem skólinn
fær til félagsstarfa nemenda en árið
2008 var úthlutað 1,7 milljónum til
félagsstarfa nemenda.
Lagt er til að nafnið sérdeild verði
lagt niður og nemendur fái óbreytta
þjónustu í námsverum GRV. Miða
skal við að fjöldi nemenda í hverjum
hópi í námsveri sé að minnsta kosti
4 til 5 á kennara.
Að auki verði einn stuðningsfull-
trúi til aðstoðar fyrir fatlaða nem-
endur en skólastjóri þarf árlega að
sækja um leyfi til fræðsluráðs fyrir
ákveðnu stöðuhlutfalli stuðnings-
fulltrúa í samræmi við þarfír skólans
með greinargóðum rökum og kostn-
aðarútreikningi. Ef meiri starfs-
mannaþörf skapast þá sækir skóla-
stjóri um viðbót til fræðsluráðs með
greinargóðum rökum og kostnaðar-
útreikningi.
Skólastjóri skal skila inn nauðsyn-
legum upplýsingum varðandi vinnu-
skýrslur og annað til fræðsluskrif-
stofu í ágúst. Við lok september
skulu allar vinnuskýrslur vera til-
búnar og undirritaðar. Vinnuskýrslur
taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið
staðfestar af fræðsluskrifstofu.
Ráðið samþykkir tillögumar.
21,5 nemendur í bekk
Erna sagði að ákveðið reiknilíkan
sem var tekið upp 2004 væri notað
við úthlutun kennslustunda og ef
bekkjardeildir eru stórar þá reiknast
fleiri stundir til sveigjanlegs skóla-
starfs sem skólastjóri getur nýtt, t.d.
til að búa til fleiri bekkjardeildir eða
hópa.
„Meðaltalið er 21,5 nemendur í
bekk hjá okkur og það er ekki talið
fjölmennt miðað við aðra skóla. Nú
er einnig gert ráð fyrir sérstakri fjár-
veitingu vegna kennslu nemenda
sem eiga sér annað móðurmál en
íslensku. I skýrslunni er farið yfir
flesta þætti, t.d. úthlutun vegna
félagsstarfs nemenda sem er notuð
til að efla félagslífíð, t.d. með leik-
list eða við annars konar verkefni en
þau sem kennarar sjá yfírleitt um,“
sagði Ema.
Færri bekkjadeildir
Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri
Grunnskóla Vestmannaeyja, sagði
að nú stæði yfir skipulagsvinna
innan skólans. Á síðasta ári voru 34
bekkjardeildir í skólanum en þeim
mun fækka vegna þess að árgang-
urinn sem kemur inn í haust er
minni en sá sem útskrifaðist frá
skólanum í vor. „í tillögunum ergert
ráð fyrir 28 bekkjardeildum en ég
geri ráð fyrir að þær verði fleiri,
miðað við nemendafjöldann í skól-
anum.
Við erum að fara yfír næsta skólaár,
það verða einhverjar breytingar en í
tillögunum er líka gert ráð fyrir
ákveðnum sveigjanleika í tengslum
við skólastarfið."
Fanney segir 25 til 30 milljóna af-
leysingakostnað við skólann skýrast
af því að sjö kennarar við skólann
hafí átt börn eða séu bamshafandi
og þar af leiðandi hafí kostnaður
aukist vegna forfalla starfsmanna.
„Það er ánægjuleg ástæða fyrir
auknum afleysingakostnaði því það
er að fjölga í bæjarfélaginu og
kennarar hafa lagt sitt af mörkum
með því að fjölga mannkyninu.
Kennarar hafa hætt fyrr að vinna af
þessum ástæðum sem skýrir að
stærstum hluta þennan kostnaðar-
lið,“ sagði Fanney.
Tveir mögulegir
Eyjaþingmenn
Geir Haarde, fráfarandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
sagði á kveðjufundi með
flokksmönnum í Vestmanna-
eyjum á mánudagskvöldið að
það væri mikilvægt fyrir
byggðarlagið að eygja mögu-
leika á tveimur þingmönnum
eftir prófkjör flokksins í
Suðurkjördæmi. Þótt þetta sé
síðasta ferð hans til Eyja í
pólitískum lilgangi sagðist
Geir eiga von á því að heim-
sækja Eyjar oftar með bama-
börnunum og til að spila golf.
Geir Haarde hefur verið á
ferðalagi um landið að undan-
förnu til að kveðja flokksfé-
laga sína en hann lætur af for-
mennsku í Sjálfstæðis-
flokknum á landsfundi
flokksins í næstu viku. Geir
sagði á fundi með sjálfstæðis-
fólki í Ásgarði í Vestmanna-
eyjum á mánudag að það
stefndi í einn stærsta landsfund
flokksins með um 1900 þátt-
takendum.
Formaðurinn fráfarandi
fagnaði góðum árangri
Eyjamanna í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi um síðustu
helgi, þar sem Árni Johnsen
varð í 2. sæti og íris
Róbertsdóttir í 4. sæti. Geir
sagðist ekki reka minni til þess
að tveir Eyjamenn hafi áður átt
sæti á Alþingi samtímis fyrir
flokkinn og vonaðist til þess
að sjálfstæðismenn næðu inn
fjórum þingmönnum í
kjördæminu. Ragnheiður Elín
Arnadóttir, núverandi þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi, er nýr
leiðtogi flokksins í
Suðurkjördæmi og í þriðja sæti
í prófkjöri flokksins um síð-
ustu helgi varð Unnur Brá
Konráðsdóttir, sveitarstjóri í
Rangárþingi eystra.
Áf Suðurlandið.is