Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 1
 \ FRÉTTIR \ y Bllaverkstæði - Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð -Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 37. árg. I 45. tbl. I Vestmannaeyjum 11. nóvember 2010 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is ÞAÐ er mikið um dýrðir í Bæjarleikhúsinu um þessar mundir þar sem Leikfélagið sýnir Konung ljónanna. Sjá nánar í blaðinu í dag. Til varnar sjúkraþjónustu á landsbyggðinni - Afhenda undirskriftalista: Sameinast í baráttunni í dag, fimmtudag, segja Sunn- lendingar nei við lokun sjúkrahúsa á Suðurlandi og undirskriftalistar með nöfnum um 8400 manns verða afhentir við Alþingishúsið klukkan 16.00. Listamir, sem koma víðs vegar af svæðinu, verða fluttir í gamalli sjúkrabifreið í bílalest frá Selfossi til Reykjavíkur. Sjúkrabifreiðin er táknræn því með fyrirhuguðum niðurskurði er verið að færa heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni a.m.k. sextíu ár aftur í tímann að mati aðstandenda sem eru Samband sunnlenskra kvenna, Verkalýðsfélögin á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Búnaðarsamband Suðurlands, Atorka og Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Guðný Óskarsdóttir, varaformaður Dnfanda stéttarfélags, sagði söfnun undirskrifta hafa gengið mjög vel í Vestmannaeyjum. „Fólk var mjög duglegt að skrifa á listana og trún- aðarmenn félagsins tóku þá út á vinnustaði auk þess sem listar lágu í verslununum. Það verður stór hópur frá verkalýðsfélögunum á Suður- landi viðstaddur þegar listarnir verða afhentir,“ sagði Guðný en hún verður sjálf viðstödd afhendinguna. Á sama tíma skipuleggja þeir sem vilja halda í sjúkrahúsþjónustu einnig stöðu við Alþingishúsið og vilja með því stuðla að samstöðu íbúa um að verja þjónustuna á landsbyggðinni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, verk- fræðingur, sem vakti mikla athygli þegar hún ræddi skipulag og niðurskurð í þættinum Návígi í sjón- varpinu í síðustu viku er hrædd um að niðurskurðurinn stuðli að sundr- ungu þar sem svo lítið er til skiptan- na fyrir landsbyggðarsjúkrahúsin á meðan stærsti hlutinn fer til Landsspítala. Hún vill að fólk hugsi um í hvaða farvegi það vill sjá heil- brigðisþjónustu á Islandi í fram- tíðinni. Áð hver og einn meti það út frá sjálfum sér og velti fyrir sér hvemig þjónustu hann vill fá, hvort hún er persónuleg, eykur öryggi íbúanna o.s.frv. Fjárhagsáætlun 2011: Lægri útsvarstekjur Bæjarráð samþykkti á föstudag forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Gert er ráð fyrir a.m.k. 15% samdrætti í útsvarstekjum og ræður mestu pólitísk óvissa í sjáv- arútvegsmálum sem hefur dregið verulega úr þeim miklu sóknar- færum sem sú atvinnugrein gæti annars nýtt sér. „Á meðan yfir útgerðum, og þar með landsbyggðinni, vofir hótun um fyrningu aflaheimilda mun atvinnugreinin ekki dafna heldur búa við samdrátt. Útgerðir og vinnslur halda í auknum mæli að sér höndum í framkvæmdum, og öllu öðm sem ýtir undir hagvöxt og virðisauka í greininni,“ segir í bókun ráðsins um tekjusam- dráttinn. Framlög úr jöfnunarsjóði dragast saman um 7% til 10% frá áætlun 2010 og ræður þar mestu ákvörð- un um breyttar reglur um úthlutun aukaframlags og tekjusamdráttur ríkisins. Bæjarráð sér því víða hættumerki í rekstraráætlun fyrir næsta ár. „Illu heilli hefur höfuðborgar- kreppan náð að teygja sig til Vest- mannaeyja og víðar. Sérstaklega er vont til þess að vita að mesti skaðinn fyrir Vestmannaeyjar er til kominn vegna pólitískra ákvarðana. Bæjarráð beinir því enn og aftur til alþingismanna og ríkisstjómar að deilum um gmnd- vallaratvinnuveginn verði vikið til hliðar á meðan landið vinnur sig úr hinum bráða efnahagslega vanda. Með því fá íslendingar allir nýtt þau miklu tækifæri sem fylgja auðlindinni, öllum til velmegunar." Pakka bleikju „Við tökum á móti tonni af bleikju sem verður unnin í frystihúsi Godthaab," sagði Hlynur Sig- marsson hjá Oceanus Gourmet þegar hann var spurður út í bleikjufarm sem Guðmundur Adólfsson, athafnamaður, sendi til Eyja á miðvikudag. „Bleikja hefur ekki verið unnin hér áður en við pökkum þessu í frauðplastpakkningar og seljum beint á Frakkland og Sviss, “ sagði Hlynur um tilraunaverkefni sem felst í því að pakka bleikju og flytja út ferska á markað í Evrópu. Lentu í bílveltu á Suðurlandsvegi á föstudag Sigurður Þ. Jónsson sat þjóðfundinn á laugardag en hann og kona hans, Elín Egilsdóttir, lentu hins vegar í óskemmtilegri reynslu á leiðinni frá Landeyjahöfn til Reykjavikur á föstudeginum. „Við vorum komin vestur fyrirVegamót þegar bíllinn lenti á hálkubletti með þeim afleiðingum að hann fór að skauta til og fór svo eina og hálfa veltu og lenti á toppnum úti í skurði," sagði Sigurður og segir fólk hafa driflð að til að hjálpa þeim út úr bflnum og svo lögregla og sjúkrabfll. Það er meira en ég bjóst við á íslandi í dag,“ bætir Sigurður við en hann og Elín sluppu betur en á horfðist í fyrstu. „Við erum lemstruð og það á eftir að koma í ljós hvort það verða einhver eftirköst af þessu. Ég er aumur í skrokknum en við vorum skoðuð á sjúkrahúsinu á Selfossi en bflinn er ónýtur og algjörlega í klessu," sagði Sigurður en lét sig ekki vanta á þjóðfundinn daginn eftir. „Ég slugsaðist á þjóðfundinn sem var mjög áhugaverð samkoma. Það kom mér mjög á óvart og ég var hrifinn af vinnubrögðunum og hvemig þetta pró- gramm var keyrt á fundinum, “ sagði Sigurður en vill ekki segja til um hvort þeir háu herrar sem fá þessar hugmyndir í hendumar taki mark á þeim. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR Oö'' ÞJÓNUSTUAÐILrOYG A (EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! VELA- OG BILAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S.481 1216 / GSM. 864 4616 Friðarhöfn | Sími 481 3500 Ejeimskip Yj-ir hafið ocj heim

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.