Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Síða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember2010 Úr blogghcimum: Ragna Birgisdóttir bloggar: Eg hlustaði á... □ ...Gnarrinn í gærkvöldi, einu geimveruna sem ég veit til þess að sé borgarstjóri ein- hverrar borgar í heiminum. Ég hafði lúmskt gaman af honum. Fyrir marga hljómaði hann eins og „Geimvera" illa talandi á íslenska tungu á meðan öðrum fannst hann hljóma eins og Guðinn Gnarr. Ég hlustaði þó aldrei þessu vant. Fannst það sem hann hafði fram að færa ekkert verra en þeir pólitíkusar sem fara að mala um leið og búið er að stinga forritinu upp í gatið á þeim. Ringulreið má kalla allt sem fer fram í stjómsýslunni á Islandi í dag. Það verða líklega ár og dagar sem líða þangað til að ég trúi ein- hverjum pólitíkusi hér á landi. Finnst þetta vera sama gamla lumman. http.V/ragnabi. blog. is Gísli Hjartarson bloggar: Hvað ætli íslenskir... ....pistla höfundar sem hraunað hafa yfir Roy Hodgson síðustu vikumar segi núna? Liverpool skútan allt í einu kominn með dælumar í gang og það virðist vera að nást gott jafnvægi á skipið. Hvort það endist veit ég ekki en vona það þó, ekki veitir af fjölbreytninni þama við toppinn - já ég veit að það eru nokkur stig í það að Liverpool sjái í afturendann á þeim liðum sem flestar stigatröppurnar hafa klifið. Að öðra en samt Liverpool tengdu. Það verður gaman að hitta Bigga Sveins þegar hann kemur til baka, en hann fór með fjölskylduna á völlinn í Englandi um helgina. Old Trafford í gær, Anfield í dag. Fjölskyldan sem skiptist á milli United og Liverpool ætti að geta borðað í rólegheitunum í kvöld þar sem bæði liðin unnu!!! http.V/fosterinn. blog. is Georg Eiður Amarson bloggar: Enn einu sinni fastur uppi á landi... ...og þetta er í 3. skiptið á 2 mánuð- um sem ég þarf að kaupa mér gistingu og missa af vinnu ásamt öðrum óþægindum. Tjón mitt er orðið um 500 þús. krónur á þessu Landeyja- klúðri, og mér er sagt að ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í hádeginu í dag hafi verið aflýst vegna þess, að skipið hafi verið við það að taka niðri á flóðinu í morgun í Landeyjahöfn. Einnig er mér sagt að uppi séu hugmyndir um að loka Landeyjahöfn hugsan- lega restina af vetrinum. Hef ég því ákveðið að skora á eftirtalda aðila að axla sína ábyrgð og segja af sér: Sigurð Ass Grétarsson, Siglinga- málastofnun, Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Kristján Möller, alþingismann og fyrrverandi samgönguráðherra, Róbert Marshall, alþingismann og Ama Johnsen, alþingismann. http.V/georg. blog. is Eyjamaður vikunnar: Eitt af morgum drauma- hlutverkum að leika Tímon Eyjamaður vikunnar er Alexander Páll Tórshamar. Leikritið Konungur ljónanna var framsýnt á laugardaginn í Bæjar- leikhúsinu en um þessar mundir fagnar Leikfélag Vestmannaeyja 100 ára afmæli félgagsins. Því var allt lagt í sölumar fyrir sýninguna og niðurstaðan er glæsileg sýning sem Eyjamenn ættu ekki að láta framhjá sér fara. Leiksýning snýst hins vegar alltaf að miklu leyti um frammistöðu leikara og þeir vora hver öðrum betri í sýningunni. Tímon og Púmba era líklega fyndn- ustu karakterar teiknimyndasög- unnar en það eru þeir Alexander Páll Tórshamar og Gunnar Friðberg Jóhannsson sem túlka þá félaga og gera það frábærlega. Alexander Páll er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Alexander Páll Tórshamar. Fæðingardagur: 1. október 1989. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar, auðvitað. Fjölskylda: Foreldrar mínir era Ágústa Salbjörg Ágústsdóttir og Ósvald Alexander Tórshamar. Eg á slatta af systkinum. Draumabfllinn: Hef ekkert vit á bflum. Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hennar mömmu og Lasagnia-ið hans pabba. Versti matur: Allur sveitamaturinn hans pabba. Uppáhalds vefsíða: Er það ekki bara facebook eins og hjá öllum öðram. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Það er Muse og Sálin. Aðaláhugamál: Náttúrulega leik- listin og íþróttir. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það koma margir upp í hugann. Til dæmis Bessa Bjama, Jesú Krist og Adolf Hitler, ef hann væri á geð- lyfjum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég hef ekkert farið lengra en til Patreksfjarðar þannig að Vestmannaeyjar era fallegasti staðurinn sem ég hef komið á. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhaldsfélagið mitt er Manchester United. Mig langar að segja að Ronaldo sé uppáhaldsíþróttamaðurinn minn en ég geri það ekki. Ég vel Hemandez í staðinn. Ertu hjátrúarfullur: Nei, alls ekki. Halli leikstjóri sagði „Gangi ykkur vel,“ fyrir framsýninguna. Það má alls ekki í leikhúsinu enda var hljóðið ekki eins og það átti að vera á framsýningunni. Stundar þú einhverjar íþróttir: Leikhúshlaup frá morgni til kvölds. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi ekki á sjónvarp. Ertu sáttur með fyrstu sýningar- helgina: Mjög svo. Þrátt fyrir tæknileg vandamál á framsýning- unni, þá gekk sýningin vel og önnur sýning ennþá betur. Er gaman að leika Tímon: Það er æðislegt. Er þetta draumahlutverkið: Já, það er alveg óhætt að segja það. Eitt af mörgum. Eruð þið Tímon og Púmba lengi að koma ykkur í gervin: Við erum svona um það bil klukkutíma að koma okkur í búning og sminka okkur. Af hverju eiga Eyjamenn að koma og sjá Konung ljónanna: Því að þetta er eitt af því stærsta og besta sem Leikfélag Vestmannaeyja hefur sett á svið. Auk þess er þetta í fyrsta sinn sem Konungur ljón- anna er settur á svið á Islandi. Eitthvað að lokum: Hakuna matata! Matgazðingur vikunnar: Vðfflnr, brauð og Barbý-kjúllí Ég vil þakka litlu systur minni henni Ingu Jónu Hilmisdóttur fyrir að kynna mig til leiks sem glaðvœra, syngjandi húsmóður, ekki leiðinleg ímynd það. Ég er svo heppin að eiga gamla Kenwood, ég get sungið eins og raddböndin þola þegar hún er í gangi. Ég hefverið að laga uppskriftir að frekar viðkvœmri meltingu og fœðuóþoli sem er að hrjá mig. Vöjflurnar mínar eru vel þegnar og það er oft glatt á hjalla í Holtagerðinu þegar sonardœtur mínar, Salka Sól og Klara, hjálpa mér við baksturinn. Vöfflur 3 bollar spelt - fínmalað Vi bolli hrásykur 3 tsk. vínsteinslyftiduft Speltið sigtað í skálina - sykri og lyftidufti blandað við með písk 4 egg Vi bolli ólífuolía 2 tsk. vanilludropar 1 bolli mjólk (soyja-, hafra- eða hrísmjólk ef vill) Eggin, olían, vanillan og mjólkin slegið saman í annarri skál og hellt út í þurrefnin. Allt slegið saman með písk (ekki hrærivél) þar til deigið er kekkjalaust. Látið standa um stund. Hræra meiri mjólk saman við soppuna ef hún er þykk. Vöfflujámið hitað aðeins yfir miðju og smá olía látin hitna með því. Tæplega ein ausa af deigi sett á jámið og bakað. Ef vafflan situr föst í járninu er í lagi að hræra smá olíu saman við deigið. Borið fram með berjamauki, hunangi, sírópi, sykri, ávöxtum, ís, rjóma, rifnu Síríus Konsum, Toblerone eða bara því sem þér dettur í hug. Matgœðingur vikunnar Hrefna Hilmisdóttir. Banana-brauð 2 bollar spelt- fínmalað 1 bolli spelt- grófmalað 1 bolli haframjöl 50 gr möndluflögur 4 tsk. vínsteinsduft 1 tsk. kanill 1/2 tsk. salt 1 bolli hrásykur 2egg 2 msk. hunang 2 msk. kókósolía 5 bananar eða 3 bananar og 1 bolli rifsber eða bláber. *2 msk. haframjöl til að strá ofan á brauðin Stappið banana léttilega og blandið hunangi, kókósolíu, eggjum, sykri, salti og kanil saman við. Sigtið speltið, fína og grófa, bland- ið því ásamt haframjöli, vínsteins- dufti og möndlum saman. Hrærið blöndurnar saman og setjið ( 2 smurð og hveitistráð form. Bakið við 150°C í ca. 50 mínútur. Berið fram með t.d. smjöri og osti, heimatilbúnu rifsberjahlaupi eða bara því sem hugurinn gimist. Barbý-kjúklingur 6 kjúklingabringur, skinnlausar 2 dl Barbecuesósa 1 dl Tamariasósa 1/4 dl Balsamikedik 1 dl agavesýróp/hunang 25 gr íslenskt smjör 1/2 dl olía af sólþurrkuðum tómöt- um 6 msk. saxaðir sólþurrkaðir tómatar eða eftir smekk Vi stk mango 1 poki Doritos með salti og pipar. Barbecuesósa, Tamari, Balsamik- edik, sýróp, smjör og olía sett í pott og hitað að suðumarki, hrærið í á meðan hitinn er að koma upp. Kjúklingabringur skomar í tvennt, þversum og velt upp úr sósunni og raðað í smurt eldfast fat. Mangóið skorið í litla bita og dreift ásamt sólþurrkuðu tómötunum á milli kjúklingabitanna. Fatið sett í ofninn á 150°C hita. Á 10 mínútna fresti er gott að snúa bitunum og hella sósu yfir. Bakað í ofninum í ca. 45 mínútur. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er Doritos mulið yfir. Borið fram með brúnum Tilda basmati hrísgrjónum, fersku grænmetissalati og fetaosti. Mér þykir vœnt um aðfá að taka þátt sem matgœðingur vikunnar. Tengslin við Eyjar styrkjast og ég veit að þannig lítur hún Binna, vinkona mín, líka á þetta. Þess vegna skora ég nú á Brynhildi Brynjólfsdóttur að verða nœsti mat- gæðingur Frétta. Ekki veit ég hvort hún syngur í eldhúsinu en það er eins og hún dansi við potta og pönnur þegar hún galdrar fram réttina. Kirkjur bazjarins: landakirkja Fimmtudagur 11. nóvember Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kaffi og spjall. Kl. 13.30 STÁ (6-8 ára kirkjustarf) í Safnaðarheimilinu. Kl. 15.00 NTT (9-10 ára kirkju- starf) f Safnaðarheimili Landa- kirkju. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju. Kl. 20.00. Opið hús hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu (9. oglO. bekkur) Föstudagur 12. nóvember Kl. 13.00. Æfing hjá stúlknakór Landakirkju. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum. Laugardagur 13. nóvember Kl. 14.00. Útför Sveininnu Ástu Bjarkadóttur (Ninnu). Sunnudagur14. nóvember Kristniboðsdagurinn Kl. 11.00. Sunnudagaskóli. Söngur, sögur og gleði, gleði, gleði! Kl. 14.00. Messa með altarisgöngu á Kristniboðsdeginum. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Sr. Guðmundur Öm prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 20.00. Æskulýðsfundur hjá æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM & KFUK í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 15. nóvember Kl. 19.30. Fundur hjá vinum í bata, 12 spora andlegt ferðalag. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu Kl. 11.30. Fermingarfræðsla. Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 15.00. ETT (11-12 ára kirkju- starf) í Safnaðarheimili Landa- kirkju Kl. 20.00. Opið hús hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu (8. bekkur) Miðvikudagur 17. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.30. Fermingarfræðsla. Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Viðtalstímar prestanna eru mánudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 11. nóvember Kl. 20:00 Skoðum „Tilgangsríkt líf ‘ og biðjum saman. Föstudagur 12. nóvember Kl. 17:30 Krakkafjör, Royal Rangers, fjör fyrir alla krakka! Sunnudagur 14. nóvember Kl. 13:00 Guðni Hjálmarsson prédikar, söngur og vitnisburðir. Mánudagur 15. nóvember Kl. 20:00 Kvennasamvera. Allar konur sérstaklega velkomnar. Aðventkirklan Laugardaginn 13. nóvember Kl. 11:00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir böm og full- orðna. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður Biblíu lexía fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Kl. 12:00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá aðventkirkjunni í Reykjavík. Eric Guðmundsson prédikar. Allir velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.