Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Qupperneq 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010 Safnahelgin - Gerður Kristný, Ásgrímur, Árni Þórarins, Steinunn Jóhannesdóttir og Yrsa lásu upp úr verkum sínum: Vel metið framtak ÁRNI Þórarinsson las upp úr Morgunengli í Herjólfsbæ. Frosti og Hrafn. Fundaröð um Tækifæri atvinnulífsins: Sá fyrsti á föstudaginn Safnahelgi er sannkölluð menn- ingarveisla þar sem listagyðjan leikur við hvern sinn fingur hvort sem snýr að ritlist, myndlist eða tónlist. Rithöfundar stigu á stokk í Safnahúsi og í Herjólfsbæ á laug- ardag og fengu góða mætingu og bæjarbúar virtust kunna vel að meta lesturinn. Reyndar tók Gerður Kristný forskot á sæluna og las úr bókum sínum fyrir böm í Ham- arsskóla á fímmtudag. I Safnahúsi las Ásgrímur Hart- mannsson úr bók sinni 31 nótt en þetta er fyrsta bók höfundar og er ætluð unglingum. Ásgrímur las um ævintýrapersónur í ævintýraheimi þar sem allt virtist geta gerst og örugglega togstreita milli góðs og ills. Steinunn Jóhannesdóttir las úr bókinni Heimanfylgju sem er skáldsaga um sr. Hallgrím Péturs- son sálmaskáld en kona hans var Guðríður Símonardóttur. Steinunn las kafla þar sem Hallgrímur, ungur að árum, varð vitni að galdrabrennu og gosi í Eyjafjallajölkli en þess má vænta að Steinunn skrifi þriðju bókina um líf hans með Guðríði. Reisubók Guðríðar byggir á lífi hennar frá því að hún er hertekin í Vestmannaeyjum og þar til hún kynnist Hallgrími í Kaupmanna- höfn. Stemmningin í Herjólfsbæ er alltaf dálítið skemmtileg og gaman að koma þangað inn í rökkvaðan bæinn þar sem kertaljós eru eini ljósgjafinn og betra að vera vel búin svo kuldaboli bíti ekki í tæmar. Árni Þórarinsson las upp úr Morgunengli og færði lesendur inn í sögusviðið á Ákureyri. Einar blaðamaður var strax kominn inn í óvænta og spennandi atburðarás þar sem póstburðarkona kom við sögu og ómögulegt að segja til um hvort hún lifði bókina af. Yrsa Sigurðardóttir las úr bókinni Eg man þig en þar er sögusviðið líka á landsbyggðinni. Kaflinn sem Yrsa las var mjög áhrifaríkur en þá var verið að ferja fólk yfir á Hesteyri og ýmsar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu á staðnum. Áheyrendur urðu viðskila við fjöl- skylduna á Hesteyri rétt eins og póstburðarkonuna og Einar blaða- mann á Akureyri og vilja auðvitað vita meira enda báðar sögurnar grjótharðar spennusögur. Höfundurnar svöruðu spurningum áheyranda eftir lesturinn en vom ófáanlegir til að upplýsa um sögu- lok. Á næstu mánuðum munu Nýsköp- unarmiðstöð Islands og Atvinnu- þróunarfélag Suðurlands, í sam- starfi við Fréttir og Eyjafréttir, halda fundaröð um tækifæri atvinnulífsins í Eyjum. Fundimir verða haldnir á Kaffi Kró. Verður fyrsti fundurinn á morgun, föstudaginn 12. nóvember, og verður hann tileinkaður verslun og þjónustu. Tilgangur með fund- unum er að halda uppi umræðu um tækifæri atvinnulífsins í Eyjum og skiptast á upplýsingum sem geta stutt við atvinnulífið í Eyjum. Frosti Gíslason, hjá Nýsköpunar- miðstöð íslands, segir að hugmynd- in með þessu sé að skapa vettvang fyrir fólk úr atvinnulífmu til að koma saman og skipast á skoðun- um og sýn. „Með þessu er ætlunin að leita tækifæra fyrir atvinnulífið og styðja við aukna nýsköpun og vöruþróun,“ sagði Frosti. Hrafn Sævaldson, hjá Atvinnuþ- róunarfélagi Suðurlands, bendir á að búið sé að undirbúa fjölmarga fundi fyrir mismunandi geira atvinnulífsins, stefnt sé að því að halda einn fund í hverjum mánuði, annan föstudag í hverjum mánuði, fram á sumar. „Á fyrsta fundinum verði áherslan á verslun og þjónustu. Verður fenginn fyrirlesari frá Háskólanum á Bifröst, prófessor Emil Karlsson, sem jafnframt er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.“ Hrafn segir Emil ætla að fjalla um verslunarhætti, verðlagsmál, breytta neysluhegðun o.fl. „Reynt er að beina athyglinni að líðandi stund og einhverjum spennandi málum hverju sinni. Þá mun Emil einnig kynna nám sem farið verður af stað með á Bifröst fyrir verslunarfólk, nám sem er hannað fyrir verslun og þjónustu. Umræður og fyrirspurnir verða síðan í lokin," sagði Hrafn. Frosti segir að þessi fyrsti fundur muni gagnast verslunareigendum í Eyjum sérstaklega. „Við höfum einnig undirbúið fundi þar sem verður fjallað um flugsamgöngur, þátttöku fjármálastofnana í at- vinnulíftnu, málefni ferðaþjón- ustunnar, sjávarútvegsins o.fl. Þeir fundir verða betur kynntir þegar nær dregur.“ Hrafn segist vonast til þess að þessu framtaki verði vel tekið og hvetur alla áhugasama og þá sem málið varðar að mæta og taka virkan þátt. Fundimir verða með þétta dag- skrá, verða í hádeginu á föstu- dögum, hefjast stundvíslega kl: 12:05 og lýkur stundvíslega kl: 12:55. Á fundunum verður hægt að fá súpu, brauð og kaffi á mjög sanngjömu verði eða á 1200 kr. Fundimir verða haldnir á Kaffi Kró. Skráning á fundinn er hjá Hrafni hjá Atvinnuþróunarfélaginu, hrafn@sudur.is, sími 481 2961 eða hjá Frosta Gíslasyni, frosti@nmi.is, sími 481 3355. Vel heppnað konukvöld í Volare og Krakkakoti Volare ehf. stóð fyrir konu- kvöldi á fimmtudag í húsnæði verslunarinnar við Vesturveg. Guðmunda Hjörleifsdóttir, framkvæmdastjóri, sagði kvöldið hafa tekist mjög vel en eitthvað á þriðja hundrað konur mættu og áttu góða kvöldstund saman. „Karl Kristmanns umboðs- og heildvcrslunin bauð upp á smárétti og ístertur og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir kynnti Böddabita frá Godthaab í Nöf, reyktan og grafinn sjólax og heilsusnakk sem vakti mikla athygli. Við vorum með tískusýningu frá Jazz og Barnaborg sem tókst frábær- lega og það var skemmtilegt að vera bæði með fatnað fyrir börn og fullorðna. Svo vorum við með kynningu á Star-Glass vörum og auk þess með fulla búð af jólavörum sem voru á sérstökum kynningarafslætti, “ sagði Guðmunda og bætti því við að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem mættu. Þetta er í fjórða skipti sem Volare stendur fyrir konukvöldi en í fyrsta skipti sem það er haldið í húnæði Volare og Barnaborgar við Vesturveg. OSKAR PETUR mætti í hófið og tók þessar myndir sem segja meira en mörg orð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.