Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Side 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember2010
Saga Sigurðar Einarssonar er stór hluti af sögu Vestmannaeyja - Byggjum enn á gla
Eyjamaður sem unn
-Hann var líka fjölskyldumaður, traustur vinur, öflugur atvinnurekandi, segir Ein
Verðugur fulltrúi
útgerðarmanna
I ljósi þeirra árása sem sjávarútveg-
ur verður nú fyrir og hótanir ráð-
herra í núverandi ríkisstjórn í garð
útgerðarmanna var athyglisvert að
hlusta á Einar Sigurðsson, rifja upp
sögu föður síns, Sigurðar Einars-
sonar, fyrrnrn forstjóra Hraðfrysti-
stöðvarinnar og síðar ísfélagsins.
Ræðuna flutti Einar þegar afhjúpað
var brjóstmynd af föður hans, 1.
nóvember sl. en þá hefði Sigurður,
sem lést 4. október 2000, orðið sex-
tugur. Sigurður tók við Hraðfrysti-
stöðinni af föður sínum, Einar
Sigurðssyni ríka, árið 1975 þegar
endurreisnin var að komast í ful-
lan gang í Vestmannaeyjum eftir
gosið 1973. í hönd fóm erfiðir
tímar í sjávarútvegi og á árunum
eftir 1980 var greinin komin að
fótum fram. Niðurstaða allra
hagsmunaaðila og stjómmálaflokka
var að koma á nýrri skipan í stjór-
nun fiskveiða og varð kvótakerfið
að veruleika árið 1984.
Þá tók við langt og erfitt aðlögu-
nartímabil hagræðingar sem byg-
gði á að færri þarf til að veiða og
vinna aflann sem komið er með að
landi. Þetta þýddi erfiðleika og hér
í Vestmannaeyjum fækkaði íbúum
úr 5000 í 4000 frá ámnum eftir
1990 fram á þessa öld. Nú er
komið á jafnvægi í sjávarútvegi,
Vestmannaeyjar að rísa en þá hefur
ríkisstjómin einsett sér að hleypa
öllu í uppnám með fymingarleiðin-
ni sem þýðir aukaskattlagningu á
sjávarbyggðir og óvissu um framtíð
greinarinnar.
Þó Sigurðar nyti aðeins við í 25 ár
markaði hann djúp spor í sögu
Vestmannaeyja og sjávarútvegs sem
ekki var alltaf dans á rósum. Kom
hann m.a. að því að koma á kvótak-
erfinu þar sem hann hafði leið sátta
að leiðarljósi.
í dag er ísfélagið eitt glæsilegasta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins en
hver verður staða þess eftir t.d.
fimm ár? Einhvers staðar stendur
að gott sé að hyggja að fortíðinni
þegar byggja á upp. Það er ástæðan
fyrir því að Fréttir fóm fram á að fá
að birta hluta úr ræðu Einars. Þar er
rakin saga manns sem var verðugur
fulltrúi íslenskra útgerðarmanna
sem flestir hafa sýnt í verki að þeir
hafa metnað fyrir sín fyrirtæki og
sitt byggðarlag. Þeir em líka eins
og fólk er flest að vilja sjá sína ná
árangri og eru f góðu sambandi við
sitt nánasta umhverfi. Og nú þegar
Island er á heljarþröminni er það
sjávarútvegur sem kemur til bjargar.
Samt sjá forsætisráðherra og
ráðherra umhverfismála ástæðu til
að senda útgerðarmönnum tóninn. I
upphafi skyldi endinn skoða og því
vilja núverandi ráðamenn varla að
endirinn verði sama ófremdarás-
tandið sem lengi var í sjávarútvegi
og um leið í gengismálum
þjóðarinnar. Sagan ætti að geta sýnt
mönnum hversu mikilvægt er að
byggja áfram á núverandi afla-
markskerfi með það að markmiði
að auka sátt um kerfið og um leið
hafna fymingarleiðinni líkt og allir
nefndarmenn nema tveir í sátta-
nefnd Guðbjarts Hannessonar
gerðu.
Omar Garðarsson.
SIGURÐUR Hreinn og beinn, hæverskur en samt svo fastur fyrir þegar hann vildi hafa það. Þannig lýsir
Einar föður sínum.
Mynd Sigurgeir.
Ætlaði ekki að verða
útgerðarmaður
Sigurður fæddist í Reykjavík,
þann I. nóvember árið 1950, sonur
hjónanna Svövu Ágústsdóttur og
Einars Sigurðsson útgerðarmanns.
Hann ólst upp í stórum systkina-
hópi, 11 böm sem fæddust og 10
sem komust til manns. Átta systur
og tveir bræður.
„Eins og gefur að skilja hefur
verið líf og fjör í svo stómm hópi
en alla tíð hefur samband systkin-
anna verið náið. Var pabbi einstak-
lega duglegur að heimsækja þær
systur þegar hann hafði tíma til
þegar hann stoppaði í Reykjavík. í
dag eru þau átta á lífi og sjö hér í
dag, Ólöf föðursystir mín átti ekki
heimangengt en hún býr í Banda-
ríkjunum," sagði Einar um fjöl-
skyldu föður síns og samskipti
þeirra.
Og hann hélt áfram: „Þegar pabbi
minn var 11 ára var afi minn, Einar,
að tala við bömin um hvað þau ætl-
uðu að verða þegar þau yrðu stór.
Hefur hann skrifað í dagbækumar
sínar af þessu tilefni: „Þá sagði
Sigurður: -Ef til vill verð ég verk-
fræðingur, og bætti síðan við hugs-
andi: -Að minnsta kosti verð ég
ekki útgerðarmaður. Það átti nú
samt eftir að verða hlutskipti föður
míns að verða útgerðarmaður."
Á hraðferð í gegnum
lögfræðina
Sigurður flutti til Eyja árið 1975
eða um leið og hann hafði lokið
prófi í lögfræði. Henni lauk Sigurð-
ur á fjómm ámm sem þótti talsvert
afrek á þeim tíma enda lögfræðin
fimm ára nám. „Hann sagði að sér
hafi leiðst lögfræðin og viljað klára
hana sem fyrst. En miðað við góð-
an árangur held ég að hann hafi
bara verið hann sjálfur. Duglegur til
verka og ekki að tefja þau umfram
það sem þarf. Hann var þó ekki
stoltastur að hafa klárað á fjómm
ámm þó það hafi verið vel af sér
vikið heldur lokaritgerðinni sinni
sem fjallaði um skaðabótaábyrgð í
viðskiptum með lausafé. Stuðst var
við hana við kennslu í lagadeild all-
mörg ár eftir að hún kom út.
Baldur Guðlaugsson, sem var
stjómarformaður Isfélagsins frá
1992 til 2000, skrifaði minningar-
grein um Sigurð og sagði þar að rit-
gerðin hafi nýst lögfræðingum vel
til að fletta í ef á þyrfti að halda og
það hafi í raun orðið hans fyrstu
kynni af Sigurði.“
Meira hugsað um magn
en gæði
Einar sagði að það hefði ekki verið
auðvelt hlutskipti að koma hingað
að taka við þessu stóra fyrirtæki
fyrir 25 ára gamlan mann. „Þetta er
stuttu eftir gos en frystihús Hrað-
frystistöðvarinnar, sem þá var eitt
það stærsta á landinu, fór undir
hraun og mikið uppbyggingarstarf
fram undan. Á þessum ámm var
reksturinn erfiður og mikið þurfti
að gera til að byggja fyrirtækið
upp. Á ýmsu gekk í sjávarútvegi og
aðstæður aðrar heldur en í dag,“
sagði Einar.
Hann sagði að þó fyrstu árin hafi
verið erfið hafi verið mikið líf í
sjávarútvegi á þessum ámm. Það
kunni líka að hljóma undarlega
þegar horft er á sjávarútveginn í
dag að hugsa um það kapphlaup
sem var þá á vetrarvertíðum hér í
Vestmannaeyjum upp úr 1980.
„Var hamagangurinn slíkur að ná
sem flestum fiskum á land en í dag
væri slíkt óhugsandi þegar menn
reyna að ná sem vandaðasta og
verðmætasta hráefninu. Þegar kapp-
hlaupið var sem mest og fiskur
kominn á öll bílaplön við frysti-
húsin kom upp annað vandamál, að
sárlega vantaði fólk til að vinna í
mestu aflahrotunum,“ sagði Einar
og kom með skemmtilega sögu af
föður sínum í þessum slag.
Fannst forstjórinn ekki
standa sig
„f einni aflahrotunni fór faðir minn
að vinna í frystihúsinu sem var
hvorki í fyrsta eða síðasta skiptið
sem hann gerði það. Fór hann í það
sem kallaðist innmötun en þá var
hann ábyrgur við að moka fisknum
inn á færiböndin í frystihúsinu.
Vann þar ásamt pilti sem var
nýkominn hingað á vertíð. Hafði
ekki hugmynd um hver samstarfs-
maðurinn í innmötuninni var. Það
fór þó mjög í taugamar á hinum
nýflutta hvað samstarsmaðurinn var
oft kallaður í símann. Þegar líða fór
á daginn byrjaði hann að skammast
meira og meira í pabba að þetta
símaráp gengi ekki.
Pabbi sagði ekki orð heldur tók
bara við skömmunum eins og þær
komu frá samstarfsmanninum mitt
á milli þess að hann hoppaði í sím-
ann þegar hóað var í hann.
Samstarfsmaðurinn var að vonum
óánægður með þetta en þeir höfðu
varla undan tveir og þetta væri
ómögulegt þegar annar væri alltaf
að fara í símann. Rétt fyrir kaffi-
tíma hafði pabbi hoppað f símann
og sat eftir símtalið á kaffistofunni
þegar kaffið byrjaði. Þegar sá ný-
flutti kom inn á kaffistofuna og sá
pabba sitja þar, nýbúinn í símanum,
brast þolinmæðin, hann skammaði
hann fyrir framan alla að voga sér
að taka kaffitíma, búinn að eyða
hálfum deginum í símanum. Hann
skyldi klaga hann fyrir verkstjór-
anum og láta reka hann. Þá og ekki
fyrr pikkaði einhver samstarfsfélagi
í hann og sagði við aðkomumann-
inn, leyfðu mér kynna Sigurð Ein-
arsson, forstjóra félagins," sagði
Einar.
Hæverskur, fastur fyrir
og hreinn og beinn
„Hreinn og beinn, hæverskur en
samt svo fastur fyrir þegar hann
vildi hafa það. Pabbi var hrein-
skiptinn og og fólk vissi ávallt
hvar það hafði hann. Hann vann sér
með því virðingu og traust þeirra
sem hann átti samskipti við og
hafði lag á því að segja erfiða hluti
við fólk án þess nokkurn tíma að
móðga það eða vera ókurteis.“
Þannig lýsti Einar föður sínum og
hélt áfram: „Hann vildi yfirleitt
segja mönnum það beint út þegar
hann var óánægður með eitthvað
eða teldi að eitthvað ætti að gera
með öðrum hætti en gert var.
Það var því í hans anda þegar