Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Page 15
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember2010
15
Leikskólinn Sóli:
Leikskóladagar á Hofi og Túni
Hof og Tún eru heiti á yngstu
barna deildunum á Sóla. A deildun-
um eru samtals 27 böm á aldrinum
18-36 mánaða. Dagskipulagið á
deildunum er mjög líkt.
Deildirnar opna kl. 7.30 og er
byrjað á rólegum leik. Fyrir
morgunmatinn er samverustund, í
dag er sungið. Morgunmaturinn er
hafragrautur og lýsi. Þá er komið
að listasmiðjunum, börnin á Túni
fara í hreyfistund sem fer fram í
stóra salnum. I hreyfistundunum er
lögð áhersla á grófhreyfmgar, hlust-
un og einbeitingu. Alltaf mikið fjör
í salnum. Bömin á Hofi fara í tón-
list, sem fer fram í tónlistarher-
berginu. Þar er sungið, farið í
hreyfileiki og bömin fá að kynnast
hinum ýmsu hljóðfæmm. Mjög
skemmtilegir tímar.
Eftir smiðjurnar er útivist, hún er
yfirleitt í 30 - 45 mínútur. í
útivistinni er sandkassinn vinsæll
sem og hjólin og kastalinn og svo
má maður líka bara rölta um og
skoða. Þá er komið að salernis-
ferðum, skipt er á bleium eða farið
á klósett og svo þvoum við hendur.
I dag er sameiginleg söngstund, þá
hittast Hof og Tún og syngja saman
nokkur lög fyrir hádegismatinn. í
dag er soðin ýsa með kartöflum og
rófum, uppáhald allra. í matartím-
anum er svolítil ókyrrð við eitt
borðið. Starfsmaðurinn slær létt í
borðið og segir HEI! Þá heyrist í
litlum peyja á borðinu við hliðina;
umbarassa, umbarassa, umbarass-
sasa, Hei!“ (Þau eru óborganleg
þessi kríli •)
Þá er komið að hvíldinni, sumir
fara út í vagn, en aðrir inn í leik-
stofu þar sem búið er að leggja
dýnur og setja rúmföt.
Hvíldartíminn er frá kl.12-13 og
lengri fyrir þau sem þurfa. Eftir
hvíldina tekur við róleg stund, þau
sem geta fara á klósettið hin fá nýja
bleiu. Þá pússlum við, leirum,
litum og skoðum bækur. Þegar allir
eru komnir á kreik er farið í frjáls-
an leik, þá geta börnin valið sér
leikkróka sem eru t.d. heimilis-
krókur, kubbar og dýr. Kl. 14.30 er
komið að nónhressingu þá er í boði
gróft brauð, ostur, ávöxtur og kex.
Nú fer bömunum að fækka á deild-
unum: Við hittumst aðeins í stóra
sal í smá boltaleik áður en við dríf-
um okkur út í góða veðrið. Góður
dagur í leikskólanum er liðinn.
Bestu kveðjur frá öllum á Hofi og
Túni.
Þorsteinn Ólafsson skrifar um Landeyjahöfn:
Að gefnu tilefni
Það er vonast eftir því að Land-
eyjahöfn verði mikil samgöngubót
fyrir Vestmannaeyinga. Vonandi
verður svo í framtíðinni, en að
undanfömu hefur það ekki verið.
Það hafa verið endurtekin vonbrigði
með samgöngurnar. Nú síðast
hófust siglingar aftur í höfnina
síðdegis föstudaginn 5. nóvember.
Þær siglingar stóðu sleitulaust fram
á sunnudagsmorgun að aftur varð
ófært við aðstæður þegar ekkert
vandamál hefði verið að sigla til
Þorlákshafnar. Núna kl 17 á sunnu-
degi var að koma tilkynning á
heimasíðu skipsins um að ekki verði
fleiri ferðir í dag. Öldumælingar-
duflið hefur ekki virkað frá því á
sunnudagsmorgun. Væntanlega er
ekki vitað fyrr en sjór gengur niður
hvert dýpið er
við höfnina og
þá hvenær
ferðir geta
hafist aftur.
Næstu daga
er spáð NA og
A áttum og
hvassviðri við
suðurströndina
þegar fer að
líða á miðvikudag. Þeir sem ætla
eða þurfa að fara til og frá Eyjum
eru í algjörri óvissu um hvemig þeir
eiga að ferðast. Það sama gildir um
ferðaþjónustuna hvort sem er með
flug eða siglingar Herjólfs. Þetta
hlýtur að valda fólki verulegum
kvíða og óöryggi. Til að bæta gráu
ofan á svart er mjög erfitt að fá
upplýsingar um hvort farið verður
og hvemig ferðum verður háttað
hverju sinni. Tilkynningar koma
seint, illa eða ekki á heimasíðuna,
símar svara engu öðru en hvenær
skiptiborðið er opið. Jafnvel hefur
komið fyrir að rútubílafyrirtækið
hefur ekki fengið að vita um að ferð
yrði felld niður fyrr en bíllinn var
kominn austur undir Hvolsvöll.
Ég legg til að nú þegar verði
ákveðið að hætta siglingum í
Landeyjahöfn fram í maí. I apríl
verði fengið öflugt dýpkunarskip
sem grefur vel út úr höfninni og hún
gerð í stand til að þjóna sínu
hlutverki næsta sumar og vonandi
um alla framtíð eftir það. Sú óvissa
sem nú er um ferðir til og frá Eyjum
er gjörsamlega óásættanleg.
Jón Bjarnason skrifar:
Sjávarafurðir verða sífellt verðmætari
Islenskur sjávarútvegur hefur lyft
grettistaki á undanfömum árum í
bættri nýtingu afla og aukinni
verðmætasköpun úr hverju tonni
sem dregið er úr sjó. Þó er þeirri
vegferð hvergi lokið og eitt af
stefnumiðum mínum sem ráðherra
sjávarútvegsmála er einmitt að
leggja hér lóð á vogarskálar.
Orð eru til alls fyrst og að undan-
fömu hafa tvær skýrslur komið út
um bætta nýtingu, sú fyrri frá Matís
í vor og sú síðari nú á haustdögum á
vegum starfshóps ráðuneytisins um
bætta nýtingu bolfiskafla þar sem
fram koma tímasett markmið til
næstu tveggja ára. Starfshópurinn
var skipaður fulltrúum sjávarútvegs-
fyrirtækjanna, ráðuneytisins og
Matís undir forystu Jóns Eðvalds
Friðrikssonar, framkvæmdastjóra
Fisk Seafood.
Niðurstaða vinnuhópsins var að hér
sé enn verk að vinna og ráðuneytið
mun í framhaldi af þessum gögnum
hrinda þeirri vinnu af stað með það
að markmiði að tryggja bestu
mögulegu nýtingu í annars vegar
full vinnslu-
skipum og
hins vegar ís-
fiski. Sam-
hliða þarf að
auka fræðslu
og hvetja sjó-
menn, land-
vinnufólk og
útgerðir til
a u k i n n a r
áherslu á þessu sviði og vinna að
tæknilegum úrbótum.
Blóðgun og kæling hráefnis er
mikilvægur þáttur í meðferð afla um
borð og forsenda þess að tryggja
megi gæði afurða. Hér þarf auknar
rannsóknir sem leiði í ljós hvaða
aðferðir henti best m.v. breytilegan
sjávarhita og þarfir mismunandi
skipa.
Hjá ísfiskskipum og í landvinnslu
hefur margt áunnist á undanfömum
árum en mikilvægt er að fylgja þeim
árangri enn betur eftir. Minnkandi
afli á undanfömum ámm hefur fært
okkur heim sanninn um að auka má
virði og atvinnusköpun aflans og
þar eigum við enn lönd að vinna. í
skýrslu starfshóps um bætta nýtingu
bolfisks er meðal annars bent á að
skerpa þurfi á reglum varðandi frá-
gang á afla, tímamörk, hitastig og
aðra meðhöndlun. Sömuleiðis þarf
að skerpa á rekjanleika og greinar-
betri uppboðslýsingar þurfa að
fylgja afla.
í fullvinnsluskipum verður meðal
annars horft til þess að hausanýting
þar er lakari en í landvinnslu. Þegar
er hafin vinna sem miðar að tækni-
legum breytingum í hausun á hafi
úti og um leið er unnið að endur-
hönnun á flökunarvél.
Hér vil ég einnig tiltaka að Matís, í
samvinnu við Landssamtök smá-
bátaeigenda, er að vinna hliðstætt
verkefni er tekur til þess útgerðar-
forms. Sem sjávarútvegsráðherra
mun ég beita mér í þessum
málaflokki enda liggja miklir
möguleikar í bættri nýtingu afla, til
virðisauka fyrir samfélagið og
aukinnar atvinnusköpunar.
Höfundur er sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra
Sýnileiki barns
í barnaverndar-
málum
Samningur Sam-
einuðu þjóðanna
um réttindi bams-
ins eða Bamasátt-
málinn, eins og
hann er yfirleitt
kallaður, hefur
haft mikil áhrif á
lagasetningu, rétt-
indi og viðhorf til
bama í vestrænum
heimi. Hérlendis endurspeglast
þetta ekki síst í barnaverndarlög-
gjöfinni þar sem börnum er
áskilinn réttur til þátttöku og til
að tjá skoðanir sínar. Ekki
aðeins er réttur bamsins til þátt-
töku í eigin málefnum skil-
greindur í lögum heldur er þátt-
taka bamsins öflugt tæki til lýð-
ræðisuppeldis, hún stuðlar að
valdeflingu barnsins og sér-
fræðingar hafa í auknum mæli
viðurkennt að börn hafa hæfni til
að fjalla um eigin málefni, þau
em sérfræðingar í eigin lífi og
sjónarmið þeirra því dýrmætt
þeim sem ákvarðanir taka um
málefni þeirra.
Hins vegar benda rannsóknir,
hérlendis sem erlendis, til þess
að þessi réttur barnsins sé meira
í orði en á borði og að böm fái
hvorki nægjanlegar upplýsingar
né tækifæri til að taka þátt í eigin
málefnum í þeim mæli sem þeim
ber samkvæmt íslenskum og
alþjóðlegum lögum.
Rannsóknin Sýnileiki bamsins
í bamavemdarmálum fyrir dóm-
stólum á íslandi 2002-2009 er
lokaverkefni til meistaragráðu í
félagsráðgjöf. Þar var kannað
hvemig sjónarmið og hagsmunir
bamsins koma fram í þeim mál-
um sem þyngst eru í bamavernd-
arvinnu hérlendis, þ.e. málum
þar sem barnaverndarnefnd telur
nauðsynlegt að taka barn af
heimili, tímabundið eða til fram-
búðar, gegn vilja fjölskyldunnar.
Mál þessi koma til úrskurðar
hjá dómstólum og vom skoðuð
dómsskjöl fyrir tímabilið frá
gildistöku núgildandi barna-
verndarlaga árið 2002 og út árið
2009. Um var að ræða 65 dóma
og úrskurði þar sem fjallað var
um vistun bams utan heimilis,
ýmist tímabundið 12-12 mánuði
eða forsjársviptingar foreldra.
Niðurstöðumar sýna að þrátt
fyrir að í flestum málanna sé
lögð áhersla á hagsmuni og rétt-
indi barnsins í málflutningi
virðist aðeins í tæpum helmingi
mála rætt við börnin og í
þriðjungi málanna er fjallað um
viðhorf og sjónarmið bamanna á
einhvern hátt, þ.e. þau fá
endurgjöf á sjónarmið sín. Vís-
bendingar eru um að böm njóti
sfður tjáningarréttar síns ef þau
eru yngri en 12 ára, einkum ef
þau eiga ekki eldri systkini. Þó
vom tilvik þar sem ekki var rætt
„Málsmeðferðar-
tíminn fyrir dómi er
oft langur og mjög
mislangur eða allt
frá 7 dögum til 645
daga. Langur máls-
meðferðartími
eykur líkur á að
börn þurfi að fara í
endurteknar
skammtímavistanir
hjá mismunandi
vistunaraðilum og
má því fullyrða að
slíkt sé skaðlegt
hagsmunum
barnanna.“
við böm sem vom eldri en 12
ára þrátt fyrir að slíkt sé áskilið í
barnaverndarlögum. I flestum
tilvikum (55 málum af 65) var
fallist á kröfur barnaverndar-
nefndar í málinu en oftast virðist
þó þurfa óháð sérfræðiálit til að
staðfesta röksemdir bamavemd-
amefndar.
Málsmeðferðartíminn fyrir
dómi er oft langur og mjög mis-
langur eða allt frá 7 dögum til
645 daga. Langur málsmeð-
ferðartími eykur líkur á að börn
þurfi að fara í endurteknar
skammtímavistanir hjá mismun-
andi vistunaraðilum og má því
fullyrða að slíkt sé skaðlegt
hagsmunum barnanna.
Þá er ljóst að hlutverk tals-
manns bams er mjög óljóst og
óskilgreint og ekki trygging fyrir
því að sjónarmið barnsins fái að
njóta sín þó það hafi talsmann í
máli sínu. Bent er á nauðsyn
þess að barnaverndarnefndir
leggi aukna áherslu á sjónarmið
og hagsmuni bamsins á fræði-
legan og faglegan hátt 1 málum
fyrir dómstólum.
Undirrituð fékk leyfi Vest-
mannaeyjabæjar til að stunda
framhaldsnám í félagsráðgjöf
samhliða starfi og færir yfir-
mönnum bestu þakkir fyrir.
Endurmenntun og sfmenntun
starfsmanna ætti að vera sjálf-
sagður hluti af starfsskyldum,
ekki síst í málaflokki sem er í
sífelldri endurskoðun vegna
nýrrar þekkingar. Nám eykur
víðsýni og stuðlar að starfsgleði
auk þeirrar þekkingar sem það
færir inn í þjónustukerfin.
Guðrún Jónsdóttir yfir-
félagsráðgjafi Fjölskyldu- og
frœðslusviðs Vestmannaeyja.
Guðrún
Jónsdóttir
Yfirfjölskyldu-
ráðgjafi.