Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010
19
Allt í lagi að vera klikkaður
- Bara ef þú veist af því, segir Stefán Sigurjónsson, skósmiður en hægt var að
skyggnast bak við tjöldin hjá honum á Skóvinnustofunni á sunnudaginn
NÚVERANDI og fyrrverandi afgreiðslufólk. Freyja Stefanía Jónsdóttir, sem í eina tíð starfaði í verslun þar sem Skóvinnustofa Stefáns er nú til
húsa, heimsótti Stefáni Sigurjónsson, skósmið á sunnudaginn..
Stefán Sigurjónsson, skósmiður
var með opið hús á Skóvinnustofu
sinni á horni Skólavegs og
Brekastígs. „Bak við tjöldin hjá
Skósa“ hét uppákoman en hægt
var að skyggnast bak við tjöldin á
sunnudaginn. Blaðamaður Frétta
leit við um fjögurleytið og það
endaði í klukkustundar löngu
spjalli um menn og málefni.
Skóvinnustofan lætur ekki mikið
yfir sér utan frá en bak við tjöldin
leynist heill hafsjór af safngripum
sem Stefán hefur ekki tímt að henda.
Og þar er ekki um að ræða eingöngu
blöð eða frímerki, heldur sitt lítið af
hverju, allt frá nafnspjöldum til
sjóðsvéla fyrirtækisins. Flestir sem
litu við þegar blaðamaður var á
staðnum stoppuðu helst við tíma-
rita- og blaðasafn Stefáns en þar
kennir margra grasa. T.d. var þar að
finna nokkuð gott safn yfir blöð sem
Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur
gefið út og í kjölfarið fylgdi auðvit-
að skemmtisaga úr starfi sveitar-
innar. Stefán er nefnilega ekki
ósvipaður og búðin, berst ekki
mikið á en þar leynist sannur
húmoristi og sagnamaður.
„Ég var mjög ánægður með
viðtökumar. Það komu um þrjátíu
manns til mín og mér fannst það
bara passlegt. Annars var þetta bara
til gamans gert og aðallega til að
sýna hvað ég er klikkaður. Eins og
einn sagði við mig, það er allt í lagi
að vera klikkaður ef þú veist bara af
því,“ sagði Stefán í samtali við
Fréttir.
Ekki allt til sýnis
Þótt Stefán hafi tínt til það helsta úr
safni sfnu, sagðist hann hafa gleymt
einhverju sem hefði verið gaman að
leyfa fólki að sjá. „Ég á til dæmis
heila möppu með teikningum af
baujuflöggum sem við saumuðum
mikið hér áður fyrr fyrir netabátana.
Þá vom líklega einir 70 netabátar
gerðir út frá Eyjum og hver og einn
hafði sinn lit. Én þeir em víst ekki
mjög margir netabátamir í dag.“
Hvað var það helst sem fólk staldr-
aði við?
„Það voru margir sem skoðuðu
pappírana þegar lóðin undir húsið
var keypt. Einar rfki keypti þessa
lóð og ég var með ljósrit af lóðar-
leigusamningnum, byggingarleyfinu
og einhverju fleiru. Freyja á Ný-
lendu vann héma í búðinni við að
vigta sykur og við önnur búðarstörf
eins og þau vom áður fyrr. Hún
kom auðvitað við á sunnudaginn og
sagði mér frá því að hér hafi hún
skrifað ástarbréf til hans Jóhanns
síns. Þetta var víst þannig að hún
var í bréfaskriftum við annan mann
sem síðan fékk sér kærustu og
nennti ekki lengur að skrifast á við
Freyju. Jóhann lauk hins vegar
bréfinu og bauðst til að koma í hans
stað. Það var gaman að heyra þessa
sögu héma inni,“ sagði Stefán.
Skóvinnustofan er þó ekki alfarið
laus við að gestir skyggnist bak við
tjöldin því einu sinni í viku hittist
hópur manna hjá Stefáni þar sem
farið er yfir þjóðmálin. „Við fund-
um alltaf einu sinn í viku, á föstu-
dögum. Hér eru m.a. útvarps-
stjórinn, organistinn og fleiri góðir
og mikið spjallað."
Skóvinnustofa Stefáns hefur verið
starfrækt í 35 ár en Stefán flutti
hingað til Eyja 1975. „Ég hafði
verið í einhverja tvo mánuði á
Selfossi en þar voru tveir aðrir fyrir
og ekki mikið að gera. Eyjamenn
voru vanir að hafa skósmið hjá sér
en eftir gos var enginn skósmiður í
Eyjum. Því voru móttökurnar sem
ég fékk höfðinglegar. Ein konan
sagði við mig eftir að ég opnaði, að
nú væri allt orðið eins og það var
fyrir gos.
NÝJASTA TÍSKAN? Ester Fríða Ágústsdóttir var ein þeirra sem
heimsóttu Skósa á sunnudaginn. Hér hefur hún fundið skófatnað sem
hugsaidega er aftur orðinn að tískuvöru.
MARGT AÐ SKOÐA. Stefán hafði hengt upp ýmsar myndir og annan fróðleik á veggi Skóvinnustofunnar.
MERKILEGAR HEIMILDIR? Vilhelm G. Kristinsson, Kristmann Kristmannsson og Jakobína Guðfinns-
dóttir sokkin í lesefnið við búðarborðið.