Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 11. nóvember 2010
21
Söngvagleði um Safnahelgina
Tónlistarunnendur í Eyjum fengu
mikið fyrir lítið um síðustu helgi
þegar Safnahelgi var haldin um allt
Suðurland. Tónlistarveislan hófst
strax á fimmtudaginn með Eyja-
kvöldi á Kaffi Kró. Eyjakvöldin
hófust síðasta vetur og eru fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar en nú er
svo komið að húsnæðið er að verða
fullþröngt um þessa skemmtilegu
uppákomu. Á fimmtudaginn var
fullt út að dyrum og stemmningin
eftir því hjá Obbo-Síí og gestum
þeirra en textum laganna er varpað
upp á skjá þannig að allir geta
sungið með. Við formlega setningu
Safnahelgarinnar í Stafkirkjunni
léku svo þeir Gísli Helgason og
Hafsteinn G. Guðfmnsson á
blokkflautu og gítar en þeir félagar
áttu eftir að troða upp aftur síðar
um helgina. Það gerðist á laugar-
daginn þegar Föruneyti Gísla
Helgasonar tróð upp í Kiwanis en
þar var búið að skapa skemmtilega
kaffihúsastemmningu. Föruneytið
lék lög úr öllum áttum við góðar
undirtektir viðstaddra. f Vinaminni
tróð Hippabandið svo upp og
Jógvan og Vignir Snær voru svo á
Volcano. Semsagt, helgarveisla
fyrir tóneyra Eyjamanna.
FÖRUNEYTI Gísla Helgasonar stóð fyrir sínu í Kiwanis en þar var kaffihúsastemmning.
ÍBk | f V 1 17T
n U -'--A
Pflj g'. & /n
ff, k frr-:"’TÉi
ALLTAF FULLT. Eyjakvöldin á Kaffí Kró þar sem Obbó-Síí spilar
Eyjalögin hafa slegið í gegnn og eru alltaf vel sótt.
SJARMÖR. Færeyingurinn
Jógvan Hansen lék á Volcano.
NOTALEGT. Setning Safnahelgarinnar fór fram í Stafkirkjunni en
þar léku þeir Hafsteinn Guðfínnsson og Gísli Helgason.
A Hláturinn lengir lífið í Höllinni:
Útvarpsmaðurinn Freyr fór á kostum
- en allir voru þeir góðir grínistarnir. - Aðeins um 200 manns sáu frábæra skemmtun
Á laugardaginn mættu nokkrir af
bestu grínurum landsins til Eyja
og tróðu upp á uppákomunni
„Hláturinn lengir lífið“. Þetta
voru þeir Laddi, Þorsteinn
Guðmundsson, Freyr Eyjólfsson
og Bergur Ebbi sem tróðu upp.
Sigurvegari kvöldsins var að
flestra mati útvarpsmaðurinn
Freyr.
Bergur Ebbi byrjaði kvöldið og
byrjaði með látum. Aldursbil þeirra
sem á hlýddu var líklega martröð
uppistandara, fólk á öllum aldri,
táningar og ellilífeyrisþegar og allt
þar á milli. Engu að síður tókst þeim
öllum að ná til áhorfenda. Fyrirfram
hefði mátt ætla að Bergur Ebbi væri
frekar fyrir yngri kynslóðina en þeir
eldri voru ekki síður ánægðir með
hann. Þorsteinn Guðmundsson var
næstur á svið. Þorsteinn er að
margra mati fyndnasti maður Islands
og átti fína spretti. Eins og áður
sagði var Freyr senuþjófurinn. Freyr
er útvarpsmaður á Rás 2 og líklega
þekktari sem slíkur en sem gnnari.
Hann reytti hins vegar af sér brand-
arana, gerði góðlátlegt grín að sjálf-
um sér og öðrum reyndar líka en allt
innan skynsamlegra marka. Þannig
að ef útvarpsferlinum lýkur skyndi-
lega, þá á Freyr möguleika á að troða
upp sem grínisti. Laddi kom svo
síðastur upp og gaf hinum yngri
grínurum ekkert eftir. Laddi er
auðvitað einn ástsælasti grínisti
landsins en hann sýndi það á laug-
ardaginn að hann er enn á fullu í
þessum bransa og er ófeiminn við að
endumýja sjálfan sig. I heildina var
kvöldið bráðskemmtilegt en um 200
manns sóttu uppákomuna.
SKEMMTILEGIR SKEMMTIKRAFTAR. Frá vinstri: Laddi, Bergur Ebbi, Þorsteinn Guðmundsson og
Freyr Eyjólfsson.
FYNDINN ÚTVARPSMAÐUR. Freyr Eyjólfsson er orðinn einn af
betri grínistum landsins.