Fréttir - Eyjafréttir - 11.11.2010, Síða 24
[FRÉTTIRl plús & mM iua UlVJ30Ðf£YJUlVþ
Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 fttúnnniii £jjjjJuuuéBUjj 3 VÍsjbjjJ&jJJjjJ/J3Lb
BERTHA með börnin tvö, Bjarteyju Bríeti og Nökkva.
Salka, glæsileg ný tískuverslun
Ný og glæsileg tískuverslun var
opnuð í miðbæ Vestmannaeyja á
föstudag. Salka er til húsa við
Bárustíg 9 en Smartmedia var þar
síðast til húsa. Það eru hjónin
Bertha I. Johansen og Elliði
Vignisson sem eiga verslunina en
þegar blaðamann bar að garði á
föstudag, var fullt út að dyrum í
Sölku.
Verslunarrýmið hefur tekið gríðar-
legum breytingum en búið er að
sameina tvö rými í eitt auk annarra
breytinga innandyra. Verslunin er
góð viðbót við fjölbreytta flóru
fataverslana í Eyjum en fá bæjar-
félög hafa jafn fjölbreytt úrval af
fatabúðum og Vestmannaeyjar.
Fatnaðurinn sem er á boðstólum er
glæsilegur en í Sölku má finna föt á
bæði karla og konur.
Bertha sagði í samtali við blaða-
mann að það hafi ekki tekið svo
langan tíma að standsetja búðina,
miðað við það mikla verk sem að
baki væri. „Þetta tók kannski tvo
mánuði en ég er mjög sátt með út-
komuna. Það er alveg ótrúlegt hvað
þetta hefur gengið vel, bæði að fá
iðnaðarmenn og fjölskyldu og alla
til að hjálpa manni.“
Hvaða vörur ertu með í búðinni?
„Ég er með alls konar vörur, bæði
fyrir dömur og herra en mér finnst
svolítið erfitt að segja til um það
fyrir hvaða aldur fötin eru. En ég
myndi segja svona 16 til svona 35 til
40 en ég get varla tengt föt við aldur.
Eigum við ekki bara að segja að það
geta allir á fullorðinsárum fundið
eitthvað við sitt hæfi héma.“
Nafnið Salka sækir Bertha úr bók-
menntunum en Bertha er ís-
lenskukennari við Framhalds-
skólann í Vestmannaeyjum. „Ég
sæki auðvitað í minn grunn, ís-
lensku og bókmenntagrunninn.
Þetta er persóna í samnefndri bók
Halldórs Laxness, Salka Valka.
Salka bjó í sjávarplássi eins og
Vestmannaeyjum, stundaði sjóinn,
varði sitt pláss og var hörkudugleg.
Þetta er töff kona í okkar bókmennt-
um og þær eru víða til, m.a. í þessu
bæjarfélagi.“
Nú ert þú, kennarinn, búin að vera
bak við búðarborðið. Hvað með
hinn eigandann, bæjarstjórann?
Verður hann við afgreiðslustörf í
Sölku?
„Nei, hann vill ekki sjá það,“
svaraði Bertha hlæjandi. „Hann
segir að þetta sé alfarið mitt bam.“
Notum orðið já eins oft
Jákvæð vika stendur nú yfir í stofn-
unum Vestmannaeyjabæjar og em
það starfsmenn Gmnnskóla Vest-
mannaeyja sem standa fyrir átakinu.
„Við emm að vinna að jákvæðum
samskiptum innan skólans og lang-
aði til að fá samfélagið í það með
okkur“ sagði Dóra Björk, verkefnis-
stjóri í samskiptum við GRV þegar
hún var spurð út í vikuna.
„Ég er með tengiliði í öllum stofn-
unum og er dagskrá fyrir hvem dag.
Fólst til dæmis verkefni dagsins í
því að búa til orðatiltæki eða máls-
hátt þar sem orðin já og Vest-
mannaeyjar koma fyrir og er starfs-
fólkið á Kirkjugerði búið að búa til
ljóð í tilefni dagsins. Við bjóðum
starfsmönnum að sækja jógatíma,
gegn vægu gjaldi og höfum fengið
tilboð frá kaffi- og veitingahúsum
hér í bæ, en þetta er allt gert til að
brjóta upp, skapa skemmtilegt við-
mót og andrúmsloft á vinnu-
og hægt er
stöðunum. Þetta hefur gengið mjög
vel í skólanum og verið mjög gaman
og hef ég heyrt að það sé mikið fjör
í öðmm stofnunum og að starfsfólk-
ið sé að reyna að nota orðið já eins
oft og hægt er. Við ætlum að ljúka
jákvæðu vikunni á föstudaginn en
þá ætlar Vestmannaeyjabær að bjóða
öllum bæjarbúum frítt í sund,“ sagði
Dóra Björk og auðvitað ætla allir að
vera jákvæðir áfram eftir helgi.
Landeyja-
höfn lokað?
Samkvæmt heimildum Frétta hafa
skipstjórar á Herjólfi, í samráði
við Eimskip, lagt til að Landeyja-
höfn verði lokað þar til aðstæður
lagast.
Fundur um tillöguna var haldinn
með fulltrúum Siglingastofnunar í
gær, miðvikudag, en niðurstaða
fundarins lá ekki fyrir þegar
blaðið fór í prentun. Dýpi í hafn-
armynni minnkaði um tvo metra á
einum sólarhring í vikubyrjun en
dýpkunarskipið Perla byrjaði að
dæla í gær. Á háfjöru er aðeins
tæpur metri frá skipsbotni og
niður í sjávarbotn og telja skip-
stjórar Herjólfs varhugavert að
sigla inn í höfnina við þær
aðstæður.
UNIFEM kemur til Eyja
UNIFEM verður með skemmti- og
fræðslukvöld á kaffihúsinu Vina-
minni, þriðjudaginn 16. nóvember
kl. 20.00.
Inga Dóra Pétursdóttir, fram-
kvæmdastýra UNIFEM á fslandi,
mun halda kynningu um UNIFEM
sem miðar að því að breyta lífi
kvenna og bama um allan heim til
hins betra sem og auknu jafnrétti.
„Við höfum fengið til liðs við
okkur frábært fólk úr Eyjum til þess
að gera kvöldið enn betra. fris
Róbertsdóttir, kennari, verður kynn-
ir kvöldsins, Sólveig Unnur,
söngkona, mun flytja nokkur lög á
gríska vísu og hin upprennandi
hljómsveit VangaVeltur ætlar að
spila fyrir okkur. Einnig verður
spennandi happdrætti með frá-
bærum vinningum og kostar miðinn
aðeins 700 krónur. Kaffihúsið
Vinaminni verður með frábær tilboð
SÓLVEIG Unnur söngkona mun
flytja nokkur lög á gríska vísu.
á kaffi, kleinum og gómsætum
kökum. Það eru allir velkomnir og
ókeypis aðgangur," sagði Hanna
Eiríksdóttir, verkefnisstjóri UNI-
FEM á íslandi og hvetur alla þá sem
hafa áhuga á að kynna sér starfsemi
UNIFEM til að mæta.
VIKUTILBOÐ
11. -17. nóvember
—
0PNUNARTÍMI:
Món. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugordaga
kl.10.00 -19.00
Sunnudaga
kl.11.00 -19.00