Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 7
Afleiðingar fyrningar blasa við Eyjamönnum Ný reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um makríl er fyrirboði þess sem koma skal þegar stjórnvöld kynna hugmyndir sinar um að leggja af f iskveiðistjórnarkerfið (núverandi mynd. Frumkvöðlar makrdveiða hár við land fá ekki að njóta afraksturs erfiðis slns með því að fá hlutdeild í aukningu heildarkvótans. Aflaheimildir eru í raun hirtar af Eyjamönnum og færðar öðrum á silfurfati (anda fyrningarinnar, pólitísks leiðarljóss þeírra afla sem ráða ferðinni í Stjórnarráði Islands. Ofan á allt saman grípa stjórnvöld nú inn í sjálfa vinnslu makrílsins með valdboði. Reglugerðarsmiðir við Skúlagötu í Reykjavík eru ekki hógværari í hugsun en svo að þeir telja sig bæði geta haft vit fyrir neytendum og þeim fyrirtækjum sem árum saman hafa varið ómældum tíma og miklum fjármunum í að þróa veiðar, vinnslu og markaðssetningu makríls, án þess að skriffinnar opinberrar stjórnsýslu kæmu þarviðsögu. Hver er samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda sem þannig koma fram við fólk og fyrirtæki í mikilvægustu atvinnugrein landsmanna? Hér er hvorki spurt um sanngirni, réttlæti né virðingu. Sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum hafa staðið af sér af labresti af ýmsum náttúrulegum ástæðum, mikla skerðingu aflaheimilda, bankahrun ogjafnvel eldgos en nöturlegt er að standa nú frammi fyrir ógn af mannavöldum: yfirlýstri stefnu stjórnarflokkanna um sérhannaða skattlagningu og innköllun aflaheimilda. Þetta heitir á mannamáli að atvinnugreinin verði ríkisvædd. Makrílmélið er einungis forsmekkurinn. Við höfum ríka ástæðu til að óttast um árangurinn af nær sjö áratuga uppbyggingarstarfi Vinnslustöðvarinnar og fleiri fyrirtækja sem eru burðarásar ( samfélögum sínum. Milljarðar króna ■■■ RekstrartekjurVSV —m Fjöldi stöðugilda Fjöldi Tekjumar aukast og starfsmönnum fjölgar ár frá ári. Skýrara getur hún ekki verið mgndin af áhrifum stöndugs sjávarútvegsfyrirtækis I byggðarlaginu slnu! Meiri tekjur, fleiri starfsmenn Vinnslustöðin er í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Rekstrartekjur félagsins námu tæp- um 11 milljörðum króna á árið 2010 og hafa tæplega fimmfaldast síðan 2000. Vinnslustöðin á oggerir út alls tíu skip til uppsjávarveiða, togveiða og netaveiða. Fyrirtækið stundar vinnslu uppsjávarfisks, saltfiskverkun, humarfrystingu og bolfiskvinnslu, auk þess að reka fiskimjölsverksmiðju. Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru nú yfir 300 talsins og þeim hefur fjölgað um 70 á aðeins einu ári! Fyrirtækið greiddi um 2,2 milljarða króna (laun á árinu 2010. Virðing • Sjálfbærni • Veiferð Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi (starfseminni til að skapa félaginu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annarsmeð þvíað • umgangast ognýta auðlindir hafsins með virðingu ogskynsamlegri sókn. • stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur (starfseminni. • stuðla að sjálfbærni auðlinda ogsamfélags, styrkja innviði byggðarlags s(ns og velferð þjóðarinnar allrar. • leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja (samskiptum, jafnt inn á við sem út á við. • stuðla að arðsömum rekstri svo að menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi s(nu og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni. • bera virðingu hvert fyrir öðru og fyrir þeim sem starfa í sjávarútvegi, fyrir starfsmönnum í þjónustu- og viðskiptagreinum sjávarútvegs og neytendum sjávarfangs. • leitast æt(ð við að tryggja að vörumerkið VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir og ábyrgan, sjálfbæran reksturgagnvart náttúru ogsamfélagi. Vinnsiustöðin 1946-2011 Vinnslustöðin dafnar og styrkist ár frá ári og á sinn þátt í kröftugu atvinnulíf i Vestmannaeyja. Traust fyrirtæki eru undirstöður byggðarlaga sinna og án blómlegrar byggðar fá fyrirtæki illa þrifist. Fólki hefur fölgað (Eyjum og þar vantar fleiri vinnufúsar hendur á sama tíma og atvinnu skortir v(ða um land. Við birtum hér ágrip af 67 ára sögu Vinnslustöðvarinnar til þess að sýna iðdraganda þess að félagið er það sem það er! Áratugi hefur tekið að gera Vinnslustöðina að sterku og öf lugu fyrirtæki, traustum bakhjarli byggðarlags síns. Stöldrum sérstaklega við árið 1992 þegar nokkur félög voru sameinuð í eitt að kröfu viðskiptabanka sinna vegna þess að fæst þeirra stóðu undir áhvílandi skuldum. Stöldrum líka við árið 1999 þegar fyrirtækið var í raun komið á hliðina en það tókst að reisa það við með sameinuðu átaki eigenda, stjórnenda og starf sfólks. Við viljum að slíkir erfiðleikar heyri sögunni til. Rekstur Vinnslustöðvarinnargekk vel á árinu2010 oggengur vel nú. Samt berum við berum ugg í brjósti vegna framtíðarinnar og óttumst að yf irvofandi stjórnvaldsákvarðanir setji strik í reikning okkar og sjávarútvegsins sem atvinnugreinar. Sporin hræða, nú síðast skipting makrílkvótans. • 30.desemberl946:Vinnslu-og sölumiðstöð fiskframleiðenda stofnuð í Vestmannaeyjum. Stofnendur eru 105 útvegsmenn í Eyjum sem sameinast um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sigog byggðarlagið. • l952:Nafnifélagsinsbreytt( Vinnslustöðin • 1989: Vinnslustöðin eignast að fullu Lif rarsamlag Vestmannaeyja. • 1992: Fiskiðjan, Fiskimjölsverk- smiðjan FIVE, Lifrarsamlagið, Gunnar Úlafsson & Co, Knörr og Vinnslustöðin sameinast undir nafni Vinnslustöðvarinnar. • 1996: Meitillinn hf. í Þorlákshöfn og Vinnslustöðin sameinast undir nafni Vinnslustöðvarinnar. • 1997: Vinnslustöðinsameinast útgerðarfélaginu Immanúel ehf. • l999:FjöldastarfsmannaVinnslu- stöðvarinnar sagt upp störfum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. (byrjun september mæta einungis 150 manns til vinnu hjá fyrirtækinu, helmingi færri en höfðu verið á launaskrá fyrr á árinu. • 1999: Vinnslustöðin selur Frostfiski hf. hús og tæki I Þorlákshöfn og eignast 40% hlut (þv( félagi. • 2000:Gand(ehf.ogVinnslustöðin sameinast undir nafni Vinnslu- stöðvarinnar. • 2001:Vinnslustöðinkaupir Jón Erlingsson ehf. I Sandgerði og sameinar félögin. • 2002: Vinnslustöðin kaupir 50% í útgerðarfyrirtækinu Úndlnu ehf. sem sameinast slðar Vinnslustöðinni. • 2002: Félag (meirihlutaeigu Eyjamanna kaupir eignarhluti Kers hf., aðaleiganda Ollufélagsins ehf., aðaleigenda Kers ogSamvinnullfeyrissjóðsins ÍVinnslustöðinni. • 2003: Ráðamenn Vinnslustöðvarinnar og ísleifs ehf. sameina félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. • 2005: Vinnslustöðin selur hlut sinn í Frostfiski hf. (Þorlákshöfn. • 2005: Vinnslustöðin kaupir 48% hlut í Hugin ehf. • 2008: Vinnslustöðin kaupir 35% hlut ( Ufsabergi hf. • 2011: Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar orðnir yfir 300, meira en tvöfalt fleiri en voru á launaskrá haustið 1999 eftir fjöldauppsagnir vegna rekstrarerfiðleika félagsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.