Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Side 15
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 15 Staða Fasteignar er gríðarlega erFið - Álftanes og HR þungur baggi: Lánardrottnar geta einhliða gjald- fellt félagið og sett það í þrot -Fari eiginfjárstaða undir það sem skilyrði lánasamninga heimila -Sveitarfélög skaðast þá bæði sem eigendur að félaginu og leigjendur BARNASKÓLINN er meðal fasteigna í Vestmannaeyjum sem Fasteign á. Vándinn ekki auðleystur -En verð þeirri stundu fegnastur ef og þegar við losnum út, segir bæjarstjóri - Fasteign hefur greitt 240 milljónir fyrir hönnun ráðhúss í Reykjanesbæ og höfuðstöðvar HS Orku þrátt fyrir að hvorug byggingin hafi nokkurn tíma risið „Ég er nú svo heppinn að vera bjartsýnn að eðlisfari en vandinn er ekki auðleystur.," sagði Elliði þegar hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn á lausn í málum Fasteignar. „Auðvitað verðum við að sýna því skilning þegar kröfuhafar benda á að sveitarfélögin hafi nýtt sér það góða sem fólst í starfsemi Fast- eignar á uppgangsárunum en vilji nú losna út úr félagsskapnum án þess að taka á sig hluta þeirra skuldbindinga sem félagið bætti við sig á starfstíma sínum. Kröfuhafar benda eðlilega á að öllum hefði mátt ljóst vera að góðærið myndi ekki vara um ókomna tíð og að áhættan væri mikil. Mat kröfuhafa er að verði sú leið sem samninganefnd Fasteignar leggur til farin muni það þýða að Islandsbanki þurfi að taka á sig milljarða tap. Það tap er alltaf að aukast. I janúar síðastliðnum var Fasteign til að mynda dæmt til að greiða arkitektastofu sem átti að hanna ráðhús fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar HS Orku 121 milljón króna vegna undirbúningsvinnu, þrátt fyrir að hvorug byggingin hafi nokkurn tíma risið. Fasteign hafði áður greitt 1 18 milljónir króna vegna verksins. Ég vildi svo sem aldrei inn í þennan félagsskap og verði þeirri stundu fegnastur ef og þegar við losnum út. Við hjá Vestmannaeyjabæ munum áfram vinna að lausn þessa vanda og reyna að gæta hagsmuna bæjarbúa hér,“ sagði Elliði að lokum. Vestmannaeyjabær hefur, ásamt öðrum sveitarfélögum sem standa að Fasteign, lýst vilja til að ís- landsbanki og skilanefnd Glitnis taki á sig þær skuldbindingar sem félagið stofnaði til vegna byggingar á húsi Háskólans í Reykjavík (HR) og sundlaugar á Alftanesi. Sveitar- félögin vilja líka að skuldir vegna eigna sem þau leigja af Fasteign verði lækkaðar og að þau yfirtaki eignimar á ný. Til að ná fram þessu markmiði hafa sveitarfélögin skipað samninganefnd sem í sitja þrír stjómarmenn Fasteignar auk lög- mannsins Lárusar Blöndal. Einn af þessum þremur stjómarmönnum er Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjómar. Nefndin á sem stendur í viðræðum við skilanefnd Glitnis og íslands- banka um hvernig eigi að leysa gríðarleg vandamál Fasteignar sem stendur tæpt. Mjög mikilvægt er að lausn finnist sem allra fyrst, annars getur það leitt til þess að eigið fé Fasteignar fari undir það sem skil- yrði lánasamninga félagsins um eig- infjárstöðu heimila. Ef það gerist geta lánardrottnar Fasteignar ein- hliða gjaldfellt félagið og sett það í þrot. Fastir í ólánssamningi „Fram hefur komið að búist sé við niðurstöðu í málinu innan mán- aðar,“ sagði Elliði Vignisson, bæjar- stjóri, þegar hann var spurður um framhaldið. „Auðvitað ráðum við sveitarfélögin þessu ekki ein enda er félagið til dæmis einnig í eigu Miðengis, dótturfélags íslands- banka. Þegar við gengum í félagið á sínum tíma vom afar skiptar skoð- anir hér í Vestmannaeyjum um ákvörðunina. Eins og mörgum er í fersku minni vöruðum við sjálf- stæðismenn, sem þá vomm í minni- hluta, mjög við þessu en V- listinn vildi slá til. I framhaldi af því keypti Fasteign fasteignir af okkur Eyja- mönnum og öðrum sveitarfélögum og leigði okkur þær síðan aftur með 30 ára leigusamningi. Til viðbótar var svo ráðist í stórtækar framkvæmdir á vegum Fasteignar sem hafa verið afar kostnaðarsamar. I einni af ræðum mínum í bæjarstjóm dró ég upp afar dökka mynd af því sem gerst gæti. Ég, eins og aðrir fulltrúar Sjálf- stæðismanna, varaði við því að áhættan væri í raun gengisáhætta og dramatískt fall gengisins gæti ger- breytt leigusamningum án þess að við gætum nokkuð að gert. Ég gerði einnig athugasemdir við hversu föst við værum í þessum ólánssamn- ingum og fleira. Því miður reyndist ég sannspár. Það er í raun kald- hæðni örlaganna að sitja nú uppi með vandann sem maður varaði mjög við á sínum tíma,“ sagði Elliði. Mikil óvissa Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Fasteignar leikur vafi á rekstrarhæfi félagsins og gerðu endurskoðendur fyrirvara við undirritun hans. „Þar skiptir mestu óvissa um fram- tíðareignarhald á nýbyggingu HR og lóðar undir óbyggðar höfuð- stöðvar Glitnis. Bókfært virði ný- byggingar HR var þá um 13,2 millj- arðar króna en óbyggðu höfuðstöðv- amar voru sagðar þriggja milljarða króna virði. Mjög mikilvægt er að það finnist lausn á þessum málum sem allra fyrst, annars getur það leitt til þess að eigið fé Fasteignar fari undir það sem skilyrði lánasamn- inga félagsins um eiginfjárstöðu heimila. Ef það gerist geta lánar- drottnar Fasteignar einhliða gjald- fellt félagið og sett það í þrot, kjósi þeir svo. Þá sitjum við uppi sem leigjendur hjá kröfuhöfum og höfum tapað öllu hlutafé í félaginu. Allt tal um afslætti af leigu væri þá væntanlega fyrir borð borið og áhrif á stjómun og eignarhald ekkert á fasteignum eins og Kirkjugerði, Bamaskólanum, Sóla og Hamars- skóla.“ Leigutekjur í evrum Elliði segir stjómarsetu Vestmanna- eyinga og annarra leigjenda hafi skipt miklu. „Eins og allir þekkja eru leigutekjur í evmm og hækkaði leigan því mikið þegar krónan hrundi haustið 2008. Vegna þessa tók stjóm Fasteignar, sem að mestu er skipuð fulltrúum sveitarfélaga sem jafnfaramt eru leigjendur, ákvörðun um að lækka leiguna um tæp 30% á árinu 2009. Lækkunin var síðar framlengd en átti að renna út um síðustu áramót. Þegar kom að því að leigan átti að hækka tók stjóm Fasteignar þá ákvörðun að fella hækkunina úr gildi. Kröfu- höfum Fasteignar var tilkynnt um þessa ákvörðun skriflega. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að skilja að hún hefur vakið litla hrifningu þeirra, enda miðast leigutekjur Fasteignar við endurgreiðslur lána félagsins,“ sagði Elliði og staðan er alvarleg. „Ef leigan er ekki greidd er ekki hægt að standa skil af lánum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Álftanes ekki greitt leigu vegna íþróttahúss og sundlaugar, sem Fast- eign byggði fyrir sveitarfélagið, síðan í september 2009. Þá hafði sundlaugin verið opin í þrjá mánuði. Álftanes skuldar Fasteign hátt í 200 milljónir króna vegna þessa en Fasteign skuldaði 256 milljarða króna í lok árs 2009. Við emm eig- endur og berum sem slíkir ábyrgð. Það er óþarfi að draga fjöður yfir það að staða Fasteignar er sem sagt gríðarlega erfið. Þá er það einnig hverjum degi ljósara að tjón okkar sveitarfélaganna er tvöfalt vegna þess að við bíðum bæði tjón sem eigendur að félaginu og leigjendur. Til að mæta þessum skaða getum við ekkert gert annað en að hagræða og mörg þessara sveitarfélaga hafa þann einn kost að skera niður þjónustu.“ Álftanes svarti péturinn Elliði sagði að miðað við umfjöllun í fjölmiðlum seinustu daga bendi ýmislegt til þess að eitthvað sé að þokast í málefnum Fasteignar. „Hún bendir til þess að Islandsbanki sé mögulega tilbúinn til að taka við HR og lánum sem fylgdu byggingu hans. Sá eignarhluti færi þá til dótt- urfélags bankans, Miðengis, sem heldur á 38,2% hlut bankans í Fast- eign. Bankinn ku hins vegar vera tregari til að taka á sig þær skuldir sem stofnað var til vegna byggingar mannvirkja á Álftanesi, enda ekki verið að greiða af þeim og ófyrirséð að það verði gert. Það er í raun og vem svarti péturinn í þessu. Manni rennur í raun kalt vatn milli skins og hömnds, vitandi það að við Vest- mannaeyingar erum í raun eigendur að sundlaug á Álftanesi, húnsæði Háskólans í Reykjavík og óbyggð- um höfuðstöðvum Glitnis.“ Ertu bjartsýnn á lausn ? „Ég er nú svo heppinn að vera bjart- sýn að eðlisfari en vandinn er ekki auðleystur. Auðvitað verðum við að sýna því skilning þegar kröfuhafar benda á að sveitarfélögin hafi nýtt sér það góða sem fólst í starfsemi Fasteignar á uppgangsárunum en vilji nú losna út úr félagsskapnum án þess að taka á sig hluta þeirra skuldbindinga sem félagið bætti við sig á starfstíma sínum. Kröfuhafar benda eðlilega á að öllum hefði mátt Ijóst vera að góðærið myndi ekki vara um ókomna tíð og að áhættan væri mikil. Mat kröfuhafa er að verði sú leið sem samninganefnd Fasteignar leggur til farin muni það þýða að Islandsbanki þurfi að taka á sig milljarða tap. Það tap er alltaf að aukast. I janúar síðastliðnum var Fasteign til að mynda dæmd til að greiða arkitektastofu sem átti að hanna ráðhús fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar HS Orku 121 milljón króna vegna undirbúningsvinnu, þrátt fyrir að hvorug byggingin hafi nokkum tíma risið. Fasteign hafði áður greitt 118 milljónir króna vegna verksins. Ég vildi svo sem aldrei inn í þennan félagsskap fara og verð þeirri stundu fegnastur ef og þegar við losnum út. Við hjá Vest- mannaeyjabæ munum áfram vinna að lausn þessa vanda og reyna að gæta hagsmuna bæjarbúa hér,“ sagði Elliði að lokum. Umhverfis og skipu- lagsráð: Yfirbygg- ing sam- þykkt Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt byggingarleyfi fyrir yfirþyggingu á stóra sviðinu í Herjólfsdal sem lá fyrir síðasta fundi ráðsins. Það var Tryggvi Már Sæmunds- son, f.h. ÍBV-Iþróttafélags, sem sótti um leyfið og lagði fram teikningu Sigurjóns Pálssonar. Ráðið samþykkti erindið þar sem uppdrættir eru í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Allar framkvæmdir við mann- virkið skulu vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins, mann- virkjalög og byggingarreglugerð. Ráðið ítrekar samkomulag varð- andi endanleg verklok fram- kvæmda. Sækja um lóðir o.fl. Sigurjón Ingvarsson sækir um byggingarlóð við Vesturveg 13 A . Ráðið samþykkti að úthluta lóð sbr. ákvæði deiliskipulags mið- bæjar frá 2005. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2011. Snorri Jónsson, f.h. Ribsafari, ehf. sækir um leyfi fyrir auglýs- ingaskilti á norðurgafl Bása - Básaskersbryggju 2 til 5, sbr. innsend gögn. Þórarinn Ólason Boðaslóð 13 óskar eftir að endumýja bygging- arleyfi l'yrir viðbyggingu austan við íbúðarhús, sbr. innsend gögn. Umsóknin var samþykkt af bygg- ingafulltrúa þann 21.3.2011. Parhúsa- lóðir við Kleifahraun Fyrir umhverfis og skipulagsráði lá umsókn frá Guðjóni Engil- bertssyni, f.h. GE verk sf., um parhúsalóðir í Kleifahrauni. GE verk sf. hyggst byggja sex parhús í þremur áföngum ætluð fyrir 60 ára og eldri. Ráðið frestaði afgreiðslu erindis og fól skipulags- og bygginga- fulltrúa að vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Erindið verður tekið fyrir að nýju þegar samþykkl deiliskipulag liggur fyrir. Gosloka- hátíð 2011 Á fundi frðæðslu- og menningar- ráðs var umræða urn framkvæmd goslokahátíðar 2011. Ræddur var undirbúningur og framkvæmd komandi goslokahá- tíðar. Ráðið leggur ríka áherslu á að á goslokahátíð verði lögð mikil áhersla á fjölbreytni og að höfðað verði jafnt til allra aldurshópa. Menningarfulltrúa var falið að ræða við aðila til að koma að hugmyndavinnu við undirbúning á goslokahátíðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.