Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Síða 1
Bílaverkstæði - Flötum 20
Viðgerðir
og smurstöð
-Sími 481 3235
Réttingar
og sprautun
- Sími 48 1 1535
38. árg. I 44. tbl. I Vestmannaeyjum 3. nóvember 2011 I Verð kr. 350 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is
SVEINN Halldórsson, fyrrum sjómaður og starfsmaður hafnarinnar, fékk hlýjar móttökur þegar hann kom að skoða varðskipið Þór sem kom til
Vestmannaeyja í síðustu viku. Hér heilsast hann og Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, sem á ættir að rekja til Eyja. Bls. 12,13 og 15.
Bjarni Sighvatsson - Hefur ásamt fleirum safnað um 170 milljónum til HV:
Vill verja sjúkrahúsið
-Hræddur um að orrustan sé töpuð - Það sé stefna ríkisstjórnarinnar
Á mánudaginn færði Bjami Sig-
hvatsson Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja (HV) ómtæki sem hann í
samstarfi við marga aðila hefur
safnað fyrir. Segir hann þetta loka-
punktinn á tækjakaupum til stofn-
unarinnar sem hann hefur staðið
fyrir á undanfömum ámm. I allt em
það 150 til 170 milljónir króna sem
hann ásamt fjölskyldu sinni,
fyrirtækjum í Vestmannaeyjum og
Kvenfélaginu Líkn hefur safnað.
Tilgangurinn er að styrkja stöðu
sjúkrahússins sem er að því er
virðist töpuð barátta að mati Bjama.
„Ég er ekki sérfræðingur í lækn-
ingum en mér skilst að þetta ómtæki
sé mjög fullkomið. Með því á að
vera hægt að skoða maga og heila
og annað sem þarf að kíkja á þegar
eitthvað bjátar á. Það kostar um átta
milljónir," sagði Bjami sem segir að
margir haft komið að þessu verkefni
með honum.
„Það er ekki síst Kvenfélagið Líkn
sem alltaf hefur stutt vel við
Sjúkrahúsið. Fyrirtæki hér hafa líka
bmgðist vel við og skilyrðið er að
þessi tæki verði á Heilbrigðisstofn-
uninni til reiðu fyrir Eyjamenn. En
það er til lítils barist því það er
markmið ríkisstjórnarinnar að
leggja niður sjúkrahúsþjónustu í
Vestmannaeyjum og annars staðar á
landsbyggðinni," sagði Bjami og
lagði áherslu á orð sín.
„í allt em þetta á milli 150 og 170
milljónir sem við emm búin að
leggja til sjúkrahússins og tilgang-
urinn er að halda því í rekstri og að
það geti veitt Vestmannaeyingum og
gestum okkar öryggi á okkar
sjúkrahúsi sem er í mikilli hættu
eins og ég sagði áðan.“
Bjami segist enga glóra sjá í því að
á meðan framlög til heilbrigðismála
em skorin niður er verið að eyða
peningum skattborgaranna í alls
konar vitleysu. „Nú á að byggja
risasjúkrahús í Reykjavík á meðan
verið er að skera niður í heil-
brigðiskerfmu. Eins og staðan er
núna verða allir læknar flúnir úr
landi nema þeir gömlu sem verða
komnir á eftirlaun þegar þetta bákn
verður tilbúið."
Bjami er hræddur um að þessi
myndarlegi stuðningur við sjúkra-
húsið hér dugi ekki til. „Því miður
en ég vona að þessi áhugi Eyja-
manna ýti við stjómmálamönnum
en mér frnnst þeir hálf rænulausir
þessir þingmenn okkar,“ sagði
Bjami að lokum.
Tvær nýjar
ferjur í boði
„Undanfarið höfum við undirrit-
aðir unnið að því að skoða mögu-
leika varðandi nýja ferju til sigl-
inga milli Vestmannaeyja og
Landeyjahafnar. Þessi vinna er
alfarið að fmmkvæði okkar sjálfra
sem áhugamanna um bættar sam-
göngur milli lands og Eyja,“ segja
Grímur Gíslason og Bárður Haf-
steinsson í grein í blaðinu í dag.
Grímur var lengi starfsmaður
Herjólfs, stjómarformaður fyrir-
tækisins og sat í smíðanefnd þegar
núverandi skip var byggt. „Við
teljum okkur því hafa nokkra
þekkingu og reynslu í þessum
efnum og viljum nýta hana til að
stuðla að því að næstu nauðsyn-
legu skref verði stigin í sam-
göngumálum Eyjamanna.“
Auk þeirra hefur Eimskip lagt
fram teikningu að skipi sem gæti
hentað í Landeyjahöfn.
Sjá nánar á bls. 8 og 10.
LV sýnir
Ronju
Leikfélag Vestmannaeyja fram-
sýnir á laugardaginn klukkan
17:00 fjölskylduleikritið um
Ronju Ræningjadóttur. Það er
Þröstur Guðbjartsson sem leik-
stýrir en alls taka 27 leikarar þátt
í verkinu, frá 12 ára og upp úr.
Aðalhlutverk er í höndum Söm
Hlínar Sölvadóttur, sem leikur
Ronju og Kristleifs Kristleifs-
sonar, sem leikur Birki. Auk
þess leika þau Zindri Freyr Ragn-
arsson og Ásta Steinunn Ástþórs-
dóttir foreldra Ronju, Birkir
Högnason og Heiða Marinós-
dóttir foreldra Birkis og Alex-
ander Tórshamar leikur Skalla-
Pétur.
Malbikað
í vikunni voru miklar fram-
kvæmdir inni á Eiði, við Kleifar-
veg þegar hann var malbikaður.
Þetta em einhverjar stærstu mal-
bikunarframkvæmdir hér í háa
herrans tíð en það er fyrirtækið
Hlaðbær-Colas sem sá um fram-
kvæmdina. Fyrirtækið flutti tæki,
mannskap og malbikunarefnið til
Eyja.
VIÐ ERUM DACLEGA A FERÐINNI
MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
ww.flytjandi.is | simi 525 7090 |
Eieimskip
—
VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA...
... SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI
SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ■vfr' ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM
FI.ATIR 21 / S.481 1216 , GSM.8Ó4 4616