Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Síða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 ÞINGMENN koma í leitirnar. í þar síðustu viku birtist í Morgunblaðinu heilsíðu auglýsing frá áhuga- mönnum vegna ástandsins í samgöngumálum. Mynd var af öllum þingmönnunum og undir stóð, Týnd og Týndur. Hugmyndin kviknaði á kaffistofunni hjá Trésmiðjunni Gæsk þar sem þeir feðgar, Sigurður Oskarsson og Oskar, ráða ríkjum. Eygló Harðardóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Ragnheiður Elín Arnadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Róbert Marshall og Arni Johnsen svöruðu kallinu á mánudaginn og var kátt á hjalla. Niðurstaðan var að allir þingmenn Suðurlands standa saman að því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar og að Landeyjahöfn geti sinnt hlutverki sínu. M.a. eru þeir tilbúnir að skoða hugmyndir Eimskips um að smíða nýja ferju sem gæti verið komin í gagnið innan tveggja ára. A myndinn eru auk þingmannanna Oskar Sigurðsson, Haukur Jóhannsson og Helgi Georgsson. Samráðshópur í ferðaþjónustu - Áhugafólk um bættar sam- göngur við Vestmannaeyjar fundaði með þingmönnum: Ný ferja þegar í stað s -A að leysa Herjólf af þar til nýtt skip kemur voru skilaboðin Það þarf þegar í stað að grípa til aðgerða til að bæta úr því neyðará- standi sem ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Það er krafa Samráðshóps í ferðaþjónustu, Vest- mannaeyjum og áhugafólks um bættar samgöngur við Eyjar. Hópurinn fundaði með meða átta af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis á Kaffi Kró á mánudaginn. Þing- mennimir voru Eygló Harðardóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Ragn- heiður Elín Árnadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Róbert Marshall, Björgvin G. Sigurðsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ámi Johnsen. Kröfurnar sem lagðar voru fyrir þingmenn eru að þegar í stað verði fundin ferja sem hentar til siglinga milli lands og Eyja og leysi af Herjólf, þar til nýtt skip kemur sem tekur við af Herjólfí. Það þurfi að annað flutningum með farþega, bíla, gáma næstu árin, mið- að við þá reynslu sem þegar er komin á Landeyjahöfn en um hana fóm 270 þúsund farþegar á fimm mánuðum. Þá er það mat hópanna að þegar verði farið í útboð á nýrri ferju sem annað getur stóraukinni flutnings- þörf og fjölgun farþega á næstu árum. Oháðir aðilar verði fengnir til að taka út Landeyjahöfn. Nauðsynlegar lagfæringar verði gerðar á höfninni þegar í stað að undangengnu mati. Gera verði ráð fyrir að skipið verði lagað að stærri höfn. Hún verði opin allt árið, annað sé óviðunandi og eðlilegt sé að þeir aðilar sem hönn- uðu höfnina taki út hönnunina. Þeir gera kröfu um öflugt grafskip til að hreinsa Landeyjahöfn, staðan núna sé með öllu óviðunandi. í fimmta lagi vilja þeir að fargjöld verði lækkuð verulega á sjóleiðinni milli lands og Eyja. Það megi gera með afsláttarkortum en jafnframt verði lágmarksverð afsláttarkorta lækkað. „Mikil fjölgun farþega ásamt lækkuðum rekstrarkostnaði réttlætir lækkun en ekki hækkun kostnaðar á þessari siglingaleið," segir í frétt frá hópunum. I sjötta lagi er það krafa um að flugleiðin Vestmannaeyjar - Reykja- vfk verði aftur ríkisstyrkt. Það sé sanngjörn krafa þar sem hún hafi verið ríkisstyrkt til fjölda ára. Stór hluti Eyjamanna sem þurfi að nota flugleiðina geti það ekki vegna of hárra fluggjalda. Árið 2009 var styrkur á þessari flugleið 140 milljónir til Flugfélags íslands. Kristín Jóhannsdóttir - Metnaðarfull dagskrá á menningarhelgi: Flottar myndlistarsýningar, tónlist og rithöfundar lesa upp -Frumsýning hjá LV - Kvikmyndin Eldfjall verður sýnd Það sem var upphaflega Nótt safn- anna er orðið að langri menningar- helgi, hefst á fimmtudegi og stendur fram á mánudag. Dagskráin er metnaðarfull að þessu sinni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem er á sviði tónlistar, myndlistar, leiklistar, ritlistar eða kvikmyndalistar. Dagskráin er bæði fjölbreytt og skemmtileg. Kristín Jóhannsdóttir, menningar og markaðsstjóri Vestmannaeyja- bæjar, sagði erfitt að taka eitthvað eitt út úr þegar hún var spurð út í dagskrána. „Við lögðum upp úr því að hafa enga viðburði samtímis þannig að allir geta sótt alla dag- skrárliði.Við höfum frá upphafi fengið rithöfunda til að lesa upp úr verkum sínum og erum með þá núna eins og undanfarin ár. Mér finnst metnaðarfullt að vera með sýningu í Byggðasafninu í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu LV frumsýnir Ronju ræning- jadóttur á laugardaginn. Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Það verður líka gaman að hlusta á tríóið Glóðir í Vinaminni þar sem bamabam Oddgeirs, Hafsteinn Þórólfsson, kemur fram ásamt Jóni Gunnari Biering Margeirssyni og Ingólfi Magnússyni. Við vonumst líka eftir góðri aðsókn á kvik- myndina Eldfjall sem er verðlauna- mynd og verður sýnd á mánu- dagskvöldinu og er verðugur full- trúi Islands í keppninni um til- nefningu til Óskarsverðlauna. Partur af myndinni er tekin upp í Vestmannaeyjum og ég hvet alla til að sjá sýninguna." Kristín sagði miklu skipta að frumsýning Leikfélags Vestmanna- eyja og tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja séu fastir liðir á Safnahelgi. „Svo emm við með flottar myndlistarsýningar þar sem Unnar Gísli Sigurmundsson sýnir f Svölukoti , Brynhildur Friðriks- dóttir í anddyri Safnahúss og Jón Baldur Hlíðberg verður svo með teikningar í Náttúrugripasafninu," sagði Kristín og hvetur fólk til að mæta á þá viðburði sem verða í boði og njóta helgarinnar. Fermingarbörn safna fyrir brunni í Afríku Það er orðinn árlegur þáttur í fermingarfræðslu Landakirkju að fermingar- bömin standa fyrir söfnun á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta verkefni er kallað vatnsverkefni fermingarbama því safnað er fyrir vatnsbmnnum fyrir gmnnvatn og söfnunartönkum fyrir rigningarvatn. Víða er mikill skortur á hreinu vatni en það hefur valdið sjúkdómum og lakri heilsu milljóna manna. Fermingarbömin hafa kynnt sér aðstæður fjögurra foreldralausra systkina í Uganda og hversu mikið mál það er að ná í hreint vatn. Þetta hefur verið aðalverkefnið í fræðslutímum þessa viku. Þau hafa nú sett sér það markmið að safna hér í Vestmannaeyjum fyrir einum grunnvatnsbrunni með handdælu en það mun kosta um 120-130 þúsund krónur að koma upp einum slíkum. Hefur það mikið að segja fyrir það þorp. Þriðjudaginn 8. nóvember munu fermingarböm ganga í hús í Eyjum milli kl. 18 og 20, kynna verkefnið sitt og óska eftir frjálsum framlögum. Þeir sem ekki fá heimsókn geta fengið upplýsingar hjá fermingarbömum eða prestum um hvar má leggja inn á sérstakan reikning þessa verkefnis og það verður líka hægt að koma fram- lögum í bauk í Safnaðarheimilinu á þessum tíma og daginn eftir. Vinjettuhátíð á Kaffi Kró á sunnudaginn Vinjettuhátíð verður haldin á sunnudaginn á Kaffi Kró kl. 16.00 til -18.00. I fréttatilkynningu segir að valinkunnir heimamenn muni lesa upp úr verkum Ármanns Reynissonar. Hljóðfæraleik og söng annast Unnar Gísli Sigurmundsson sem kynnir í leiðinni nýja hljómdiskinn sinn. Upplesarar ásamt höfundi eru: Félagar úr Kvenfélaginu Líkn þær Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, Guðbjörg Osk Jónsdóttir, nemendur úr Framhaldsskóla Vestmannaeyja þau Viktor Rittmuller og Berglind Karlsdóttir. Heldriborgaramir Gísli Halldór Jónasson og Hermann Einarsson munu einnig lesa. Einnig kemur fram Unnur Ólafsdóttir, vert. Hlé verður gert í miðri dagskrá fyrir veitingar og spjall. Aðgangur ókeypis. „Vinjettuhátíðir hafa verið haldnar á 29 stöðum víða um land og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofum lands- manna í þúsund ár en lögðust af fyrrihluta síðustu aldar. Þetta er í annað sinn sem vinjettuhátíð er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var vinjettuhátíð haldin í Vélasalnum í október 2003 við húsfylli og mikill rómur gerður að henni sem lifir enn þann dag í dag,“ segir í fréttatilkynningunni. Sigrún Birna kennir dans Sigrún Bima Blomsterberg hvetur Eyjamenn til að taka fram dansskóna og bregða sér á námskeið í dansi sem hún ætlar að halda á Hressó um helg- ina. Hún segir mikinn áhuga á dansi núna og vill hún eiga þátt í að koma Vestmannaeyingum út á dansgólfið. „Eg verð með flott dansnámskeið um helgina í samstarfi við Hressó en það hefur vantað danskennslu í Vest- mannaeyjum undanfarið," sagði Sig- rún Bima. „Dansmenning blómstrar um þessar mundir og áhugi á alls konar dansi mikill. Eg vil stuðla að því að Eyjamenn og fólk úti á landi verði með í þessari frábæm þróun og fái dansinn beint í æð frá mjög góðum kennara. Námskeiðið er fyrir alla og ætti enginn að láta það framhjá sér fara. Eg mun kenna nýjan dans í hverjum tíma og mismunandi dans- stfla eftir því. Svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætti hún við. Sigrún Bima Blomsterberg er mjög þekktur danskennari og atvinnu- dansari. Hún hefur kennt í tólf ár víðsvegar um landið, bæði á sínum eigin vegum og annarra. Hún kennir bömum og fólki á öllum aldri, bæði byrj- endum sem og lengra komnum. Það sækja ávallt mjög margir tíma hennar og oftar en ekki komast færri að en vilja. Á síðustu ámm hefur Sigrún flutt inn erlenda gestakennara sem em mjög frægir, virtir og flottir danshöfundar. Þeir hafa m.a. komið frá Los Angeles, London, New York og Kína. Sigrún tekur að sér að kenna í afmælum, gæsunum, steggjun, óvissuferð- um, á íþróttadögum, árshátíðum, ýmsum veislum o.fl, o.fl. Hvort sem kennsla fer fram í sal, útveguðum af henni eða öðmm, eða á viðkomandi stað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.