Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 8
8
Frcttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011
- Eimskip kynnir hugmyndir sínar að nýrri ferju í Landeyjahöfn. - Bærinn líka með skip.
Ekki eftir neinu að bíða
- segja þeir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Róbert Marshall, þingmaður
- Eimskipsferjan tekur 78 fólksbíla, 400 farþega og gæti verið tilbúin eftir 18-24 mánuði.
FERJAN sem Eimskip hefur látið teikna fyrir sig á að geta tekið 78 bfla og 400 farþega yfir vetrartímann en farþegafjöldinn eykst upp í 475 yfir
vetrartímann.
ÞINGMENN Suðurkjördæmis funduðu í Eyjum, m.a. með áhugafólki um bættar samgöngur í
Vestmannaeyjum en fundurinn var haldinn á Kaffi Kró. Róbert Marshall segir að hann hafi farið með
skilaboð af fundinum beint í ræðustól Alþingis daginn eftir fundinn.
Eimskip hefur látið frumhanna nýja
ferju fyrir siglingar í Landeyjahöfn.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
sem félagið sendi frá sér á laugar-
daginn en í fréttatilkynningunni
kemur jafnframt fram að ný ferja
gæti verið tilbúin eftir 18 til 24
mánuði.
I fréttatilkynningunni kemur fram
að Vegagerðin hafi leitast eftir því
að Eimskip myndi leita að hentugri
ferju fyrir siglingar í Landeyjahöfn í
stað Herjólfs. Leitin hafi hins vegar
ekki skilað miklum árangri en þó
fundust tvær ferjur sem mega sigla á
hafsvæðinu milli lands og Eyja,
svokölluðu B-hafsvæði. Hvorug
þeirra er hins vegar á lausu en
viðræður við eigendur þeirra halda
áfram.
Herjólfur úr leik 2015
„Eimskip hefur mikinn áhuga á því
að taka þátt í þessu verkefni sem
gengur út á að tryggja og bæta
samgöngur á milli lands og Eyja,“
segir í fréttatilkynningunni en
reynslan hefur sýnt að Herjólfur
ristir of djúpt, tekur á sig of mikinn
vind og á í erfiðleikum með straum
og öldu. Skipið hefur því ekki
nægilega góða stjórnhæfni við
ákveðnar aðstæður. Þá taka nýjar
reglur gildi árið 2015 sem gerir það
að verkum að skipið uppfyllir ekki
skilyrði fyrir ferjur á hafsvæði B.
„Því er tímabært að fara nú þegar
að huga að framtíð sigiinga milli
Eyja og Landeyjahafnar til lengri
tíma. Eimskip hefur látið frumhanna
nýja ferju sem löguð hefur verið að
aðstæðum í Landeyjahöfn varðandi
djúpristu og stjórnhæfni. Ferju-
hönnunin tekur mið af farþega- og
bflafjölda og einnig mið af því að
afgreiðsla skips í höfnum gangi
hratt og vel fyrir sig. Auk þess er
lögð áhersla á að ferjan sé hagkvæm
í rekstri og umhverfisvæn. Ferjan
getur flutt allt að 78 fólksbfla og 400
farþega í hverri ferð yfir veturinn,
en allt að 475 farþega yfir sumarið.
Aætlaður kostnaður við smíði ferj-
unnar er tæplega 4 milljarðar króna
og gert ráð fyrir því að hægt sé að fá
hana afhenta eftir 18-24 mánuði.
Eimskip er tilbúið að skoða nánar
með Vegagerðinni að koma að fjár-
mögnun og byggingu nýrrar ferju og
taka þannig þátt í að leysa
samgöngumál milli lands og Eyja á
farsælan hátt til langs tíma.
Boltinn enn hjá innanríkis-
ráðherra
Elliði Vignisson, bæjarstjóri og for-
maður nefndar um bættar sam-
göngur milli lands og Eyja, hrósar
Eimskip fyrir framtakið. „Ég hef nú
ekki séð mikið annað en það sem
komið hefur í fjölmiðlum og átta
mig því enn ekki alveg á hvað hér er
á ferðinni. í áfangaskýrslu til
ráðherra óskaði samráðshópur um
Landeyjahöfn eftir því að tafarlaust
yrði ráðist í hönnun og smíði nýrrar
Vestmannaeyjaferju og hvað mig
varðar þá er boltinn enn þar.
Alþingi verður að ráðast í þessa
vinnu sem fyrst enda verða siglingar
í Landeyjahöfn vandkvæðum
bundnar þar til ný og sérhönnuð
ferja kemur til verksins. Það er hins
vegar besta mál að þeir sem áhuga
hafa á málinu vinni undirbún-
ingsvinnu og ástæða til að hrósa
Eimskip fyrir þeirra frumkvæði. Ég
hlakka að minnsta kosti mikið til að
fá kynningu á þessu.“
Búin að bíða of lengi
Elliði segir aðspurður að ekki sé
eftir neinu að bíða varðandi ný-
smíði. „Nei, og í raun er búið að
bíða allt of lengi. Það þarf tafarlaust
að hefja undirbúning að smíði nýrr-
ar og sérhannaðrar Vestmannaeyja-
ferju. Hlutverk þings og fram-
kvæmdavalds er fyrst og fremst að
tryggja að þetta gerist svo fljótt sem
verða má.
Við verðum einnig að halda því til
haga að jafnvel þótt hratt verði
unnið þá tekur þetta a.m.k. tvö ár.
Nýtt skip verður því í fyrsta lagi
komið til þjónustu 2014. Þangað til
þurfum við annað heppilegra skip
en Herjólf til að þjónusta, a.m.k. yfir
vetrartímann. Jafnvel þótt dýpi verði
nægt þá verða frátafir Herjólfs
vegna ölduhæðar (+2,5 metrar) um
40% í desember, janúar og febrúar
ef miðað er við meðal veðurfarslegt
árferði. í nóvember og mars mun
Herjólfur geta siglt í um 70% tilfella
út frá sömu forsendum," sagði
Elliði.
Ekki hægt að stóla á Herjólf
„Á meðan siglt verður á Herjólfi
verður því ekki hægt að stóla á
Landeyjahöfn. Eftir því sem ég hef
skilið þá er nú verið að leita að skipi
og vonandi skilar það árangri. Éf
svo verður er það krafa okkar að
slíkt skip verði leigt og ef með þarf
að því verði breytt til að henta til
siglinga í Landeyjahöfn. Ef ekki
finnst heppilegt skip erlendis þarf að
bíta í það súra epli og leita annarra
leiða.
Ferjan Baldur sigldi til Vestmanna-
eyja í september og þótti nokkuð
hentug. Ef tekið er mið af reynslu-
siglingum Baldurs liggur fyrir að
skipið sigldi við 3,5 metra ölduhæð
og mat skipstjóra ferjunnar er að
siglingin hafi gengið vel. Með tilliti
til þessa getur Baldur siglt í 90 til
95% tilvika í vetur, miðað við
meðalárferði. Vera má að færa þurfi
viðmið siglinga eitthvað neðar en í
öllu falli verða frátafir umtalsvert
minni en hvað Herjólf varðar. Þar
við bætist að frátafir vegna dýpis
verða langtum minni enda skipið
mun grunnristara. Eðlilegt er að
kannað verði hvort Baldur geti leyst
þetta verkefni og annað heppilegt
skip leyst af í Breiðafirðinum.“
Baldur í Landeyjahöfn en
Herjólfur í Þorlákshöfn?
„I ljósi þess að Baldur er frekar lítill
og óheppilegur til siglinga í Þorláks-
höfn er eðlilegt að skoða hvort
Herjólfur geti ekki sinnt siglingum í
Þorlákshöfn þegar ekki gefur til
siglinga í Landeyjahöfn. Slíkt væri
náttúrulega háð því að hægt væri að
nota sömu áhöfn á bæði skip. Hafa
þarf hugfast að Herjólfur er ekkert
að fara enda dytti engum í hug að
hægt væri að nota Baldur yftr
sumartímann. Hann er of lítill á
vetuma og þar af leiðandi alltof lítill
fyrir sumarálagið.
í samstarfi með rússneska sendi-
ráðinu um nýja ferju
Er það ekki í verkahring ríkisins að
sjá um samgöngur?
„Jú svo sannarlega. Okkar hlutverk
er hinsvegar að reyna að þoka við
þessu máli. Ég skil útspil Éimskips
sem lið í að hreyfa við málinu og er
bara ánægður með það. Við lékum
líkan leik fyrir skömmu þar sem við
buðumst til að fjármagna nýsmíði
og jafnvel að eiga og reka skipið.
Eins og Eimskip höfum við einnig
látið teikna fyrir okkur fleiri en eitt
skip og kynnt slíkar niðurstöður
fyrir ríkinu. Meðal annars höfum
við unnið með rússneska sendi-
ráðinu að athugun á tveggja stafna
skipi sem gæti stytt þann tíma sem
fer í að leggja að og taka frá bryggju
og þannig væri hægt að fjölga
ferðum.
Sú teikning er þó eingöngu lausleg
drög til að sýna hvemig hægt væri
að hugsa þetta. Lykilatriðið fyrir
okkur er hins vegar ekki hver hannar
eða fjármagnar nýja ferju heldur að
þetta fari sem fyrst í feril og verði
boðið út.“
Samgöngur hluti af grunnþjónustu
Elliði segir þó að samgöngumál
Eyjanna megi aldrei vera eingöngu í
höndum á einkafyrirtæki.
„Almenningssamgöngur við Eyjar
eru hluti af gmnnþjónustu og ein sú
mikilvægasta. Þeir sem reka ferju
til Vestmannaeyja verða að hafa það
að leiðarljósi að veita sem allra
besta þjónustu við samfélagið og
gera það í samráði og samstarfi við
samfélagið. Rekstraraðilinn verður
líka að virða það að samfélagið hafi
skoðun á rekstrinum og vinna að
lausn mála og eflingu þjónustu með
þeim. Ef einkafyrirtæki geta starfað
á þeim forsendum þá sé ég ekkert
því til fyrirstöðu að þau sái um
rekstur ferju með þjónustusamningi
við rikið.
Þarf að klára Landeyjahöfn
Róbert Marshall á sæti í umhverfis-
og samgöngunefnd Alþingis en
hann sagðist lítillega vera búinn að
skoða tillögur Eimskips um nýja
feiju. „Við eigum að fá kynningu á
þessum hugmyndum öllum á
fimmtudaginn. Mér líst ekki illa á
það sem ég hef séð, svo lengi sem
þær hugmyndir rúmast innan þess
ramma sem samningur milli ríkis og
Eimskips segir til um. Ég sé ekkert
að því að einkafyrirtæki komi að
smíði á nýrri ferju, svo lengi sem
það er gert á forsendum ríkisins. Ég
fagna í raun þessi framtaki Eimskips
og vildi óska þess að þetta frum-
kvæði ætti við á víðari sviðum,
sérstaklega hvað varðar þjónustuna
við miðasölu og í öðru slíku.“
Róbert segir ekki eftir neinu að
bíða með smíði á nýrri ferju. „Þetta
er bara spuming um þessi þrjú atriði
sem ég ræddi í þinginu áðan; í fyrsta
lagi að menn einbeiti sér að laga þá
hluti sem þarf að laga í höfninni
þannig að hún sé sem mest opin, í
öðru lagi að hefja þegar í stað
undirbúning á smíði og kaupum á
nýrri ferju og í þriðja lagi að finna
bráðabirgðaferju sem hentar sigl-
ingaleiðinni."
Ræddi Landeyjahöfn á fyrsta degi
eftir að Alþingi kom saman að nýju
Munt þú beita þér fyrir því í
umhverjis- og samgöngunefnd að
koma þessu máli áfram?
„Ekki bara þar því ég var að ræða
þetta rétt í þessu í ræðustól á
Alþingi. Það eru allir sammála um
hversu mikil áhrif Landeyjahöfn
hefur á bæinn, svo fremi sem þessi
samgöngumáti er opinn. Því þarf að
klára verkið en í því fólst ný höfn og
ný feija. Það er búið að segja A og
nú á bara eftir að segja B.“
Fórstu með skilaboð frá funda-
höldum í Eyjum um samgöngumál
inn á þing?
„Já, algjörlega og ég var í raun bara
að vitna í þá fundi í ræðustól
Alþingis. Ég sagði að þetta skipti
Eyjamenn miklu máli og fékk mjög
jákvæðar undirtektir frá Þorgerði
Katrínu, sem kom á eftir mér. Ég
hvatti líka innanríkisráðherra til
dáða í þessu mál því ég veit að það
er breiður stuðningur við að klára
þetta mál. Það þarf bara að klára
þetta.“