Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 15 Atti ekki von á að það yrði svona gríðarlega góð stemmning -Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgælunnar, ánægður með móttökurnar „Að koma með skipið til Vest- mannaeyja var einstakt og ólýsan- legt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi sýslumaður í Vest- mannaeyjum, þegar hann var spurður út í móttökumar sem varðskipið Þór fékk við komuna til Eyja sfðasta miðvikudag. Hann sagði að ákvörðun um smíði skipsins hafi verið tekin 2005 og þegar kom að því að velja skipinu nafn fannst honum einboðið að það yrði Þór. Þá var líka ljóst að Vestmannaeyjar yrði fyrsta höfn þegar skipið kæmi til landsins. „Ég vissi að það yrði gaman að koma með skipið til Eyja en átti ekki von á að það yrði svona gríðarlega góð stemmning.Við erum öll yfir okkur sæl með mót- tökurnar sem við fengum og höfðu áhrif á framhaldið og þær góðu viðtökur sem skipið fékk í Reykja- vík. Það em allir mjög ánægðir með skipið, við erum búin að fá um tólf þúsund manns um borð og ekki er annað að heyra en allir séu ánægðir með komu þessa skips. I Vestmannaeyjum létu menn í ljós að þeir ættu skipið og væru ánægðir með hvemig til tókst við smíði þess. Það var kannski kominn tími til að við Islendingar fengjum eitthvað gagnlegt og nytsamlegt tæki sem nýtist okkur til öryggis og eftirlits með helstu auðlindum okkar og á vissan hátt sameinar okkur undir einu flaggi sem íslendinga." Hvað með rekstur skipsins og framhaldið? „Við gerum ráð fyrir því að halda skipinu hér heima og allar horfur á að það gangi eftir Svo framarlega sem við höfum verkefni fyrir hin skipin, Ægi og Tý, og flugvélina alla vega hluta ársins. Næstu mánuði er ætlunin að fara sem víðast um landið og kynna eig- endum skipið og samstarfsaðilum eins og sjómönnum, björgunar- sveitum, lögreglu og almanna- vörnum. Við ætlum að ræða við þessa aðila um hvemig best er að nýta skipið í þágu lands og þjóðar," sagði Gerorg, ánægður með Þór og móttökumar sem hann hefur fengið. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. FORSTJÓRIMM MÆTTUR Á BRYGGJUNNI. -Ég vissi að það yrði gaman að koma með skipið til Eyja en átti ekki von á að það yrði svona gríðarlega góð stemmning.Við erum öll yfir okkur sæl með móttökurnar sem við fengum og höfðu áhrif á framhaldið og þær góðu viðtökur sem skipið fékk í Reykjavík, sagði Georg. AFHENDING Ólafur Snorrason; Rut Haraidsdóttir, staðgengili bæjarstjóra; Andrea Dögg Arnsteinsdóttir; Jón Ólafsson í framkvæmda- og hafnarráði; Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs: Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum og hafnarvörður; Stefán Jónasson, í framkvæmda- og hafnarráði; Jörgen Freyr Ólafsson; Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar. Olafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyabæ: Heiður fyrir Vestmannaeyjar „í dag er náð merkum áfanga í ör- yggismálum á hafsvæðinu í kring- um ísland. Nýtt varðskip, Þór, er komið til hafnar á íslandi, 91 ári eftir að fyrsti Þór kom til landsins árið 1920,“ sagði Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá bænum þegar fulltrúar hans afhentu Landhelgis- gæslunni mynd af fyrsta Þór að gjöf frá Vestmannaeyjabæ. Hann sagði að það hefði verið mikið framfaraskref þegar Björg- unarfélag Vestmannaeyja stóð að kaupum á fyrsta björgunar- og eftir- litsskipi íslendinga árið 1920 með aðstoð Ríkissjóðs. „Fékk skipið nafnið Þór og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum 26. mars 1920. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og öryggis- og björgunartæki Islendinga hafa stækkað og eflst og fyrir löngu hefur Landhelgisgæslan og starfsmenn hennar sannað gildi sitt við erfiðar aðstæður á hafinu í kringum Island og við björgunar- og leitarstörf á Islandi." Ólafur sagði að Vestmannaeyingar hefðu alla tíð verið í fararbroddi í öryggismálum sjómanna og það væri mikill heiður að fyrsta höfn hins nýja og stórglæsilega varðskips íslendinga skyldi vera Vestmanna- eyjar. „Um leið og Vestmannaeyja- bær óskar íslendingum til hamingju með þetta glæsilega björgunartæki vil ég hvetja stjómvöld til að tryggja Landhelgisgæslunni það fjármagn sem nauðsynlegt er til að viðhalda öryggi á hafsvæðinu í kringum ísland og þjónustu við hinar dreifðu byggðir landsins. Vil ég biðja Sigurð Steinar skip- herra og Georg forstjóra að taka við smá gjöf frá Vestmannaeyjahöfn sem er áletruð mynd af fyrsta Þór í heimahöfn í Vestmannaeyjum sem tekin er á árunum 1920 til 1926 og er það ósk okkar að mynd þessi muni prýða sali nýja Þórs um ókomna framtíð,“ sagði Ólafur. Hefur þú náð 23 ára aldri? Hefur þú unnið við verslun í að minnsta kosti 3 ár? Ef svo er þá gæti raunfærnimat í Verslunarfagnámi verið eitthvað fyrir þig! Viska býður nú upp á slíkt raunfærnimat. I raunfærnimati fær einstaklingur tækifæri til að fá staðfesta færni sem hann býr yfir og fá hana metna til styttingar á Verslunarfagnámi. Bæði fólk í starfi og atvinnuleitendur geta tekið þátt í raunfærnimatinu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Að mati loknu geta þátttakendur lokið þeim námsþáttum sem upp á vantar f Verslunarfagnámi hjá Visku. Verslunarfagnámi er ætlað að auka verslunarfærni og efla almenna og persónulega færni til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni f nútfmaverslun. Námið er skilgreint sem starfsnám á framhaldsskólastigi og er metið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem 51 framhaldsskólaeining. Kynningarfundur verður haldin mánudaginn 7. nóvember kl: 17:00 á 3ju hæð hjá Visku á Strandvegi 50. Nánari upplýsingar veitir Sólrún náms- og starfsráðgjafi f sfma 8667837. m Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja www.viskave.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.