Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 17 Sigurgeir Scheving Minningarorð Þökkfyrir störfþín, dugnað og dáð og djörfun í orði og verki. Nafn þitt mun lengi hjá Guð vera skráð og lifa þitt hugsjóna merki. Guðrún Jóhannsdóttir. Með þessu erindi langar mig að kveðja minn gamla góða vin, hann Sigurgeir Scheving. Eg fluttist hingað 19 ára gömul og bjó í Bergholti við Vestmannabraut. Svo gerðist það að einhver úr Leik- félaginu kom og bauð mér lítið hlutverk í leikritinu „Góðir eigin- menn sofa heima". Eg þáði það með ánægju og þá kynntist ég Geira (eins og við kölluðum hann alltaf) en hann lék þjóninn. Við vorum jafngömul og kom vel saman og það verð ég að segja að orkumeiri og skemmtilegri manni hef ég ekki kynnst. Síðan höfum við alltaf verið vinir. En hann og minn kæri Svenni Tomm voru mikið saman í leikhúsinu. Hann Geiri okkar er skemmti- legasti og besti leikstjóri sem ég hef kynnst. Hann var ekki að tvínóna við að hlaupa upp á svið til að segja leikurum til með stöður og hreyfmgar. Síðan, eins og andi, var hann kominn fram í miðjan sal, í sætið sitt hjá „skriftunni". Það væri að æra óstöðugan að ætla að telja upp alla hans sigra sem leikari og leikstjóri. Svo ég læt hér staðar numið. Eg votta henni elsku Ruth, stoð hans og styttu í blíðu og stríðu, mína dýpstu samúð og svo bömum hans, Bylgju, Heiðu og Sigurpáli, bamabömum og fósturbömum. Guð varðveiti ykkur öll og styrki í söknuðinum. Vertu svo sæll góði vinur. Olly. Minningartónleikar um Oddgeir - Nær uppselt í Hörpu - Ekki aukatónleikar: selst á tónleikana í Höllinni -Biðlar til fólks að kaupa miða í forsölu - Annars falla þeir niður RAGGI BJARNA, sem hefur sungið lögin hans Oddgeirs í 50 ár, er meðal listamanna sem koma fram á tónleikunum. Svo gæti farið að minningartón- leikar um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, sem eiga að vera í Höll- inni sunnudaginn 20. nóvember, falli niður vegna lélegrar forsölu. Þetta em sömu tónleikar og verða í Hörpunni í Reykjavík 16. nóvemb- er en þá hefði Oddgeir orðið 100 ára. „Það er orðið nánast uppselt á tónleikana í Hörpunni en það verða ekki aukatónleikar eins og ég var að gæla við,“ sagði Bjami Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hallarinnar og tónleikahaldari, sem er þó mjög ánægður með viðbrögð- in. „I Hörpunni eru til miðar á stangli og núna er ég að vinna í að raða þannig í sæti að þeir sem kaupa miðana sem eftir em geti setið saman. Þessa sömu tónleika ætla ég að vera með í Höllinni og ég heyri á mörgum að þeir hafa áhuga á að mæta. Nú er ég að biðla til fólks sem ætlar að koma að kaupa miða í forsölunni. Það kostar mikið að flytja hingað 25 manns, listafólk og tæknimenn og það gerir maður ekki nema að hafa selt minnst 200 til 300 miða fyrirfram. Ég er mjög spenntur að sjá hvem- ig til tekst hjá Þorvaldi Bjama og hans fólki. Þó margir tali um að þegar sé búið að halda marga tón- leika á afmælisárinu þá veit ég að þessir eiga eftir að verða einstakir. Raggi Bjama hefur sungið lögin hans Oddgeirs í 50 ár og Guðrún Gunnarsdóttir er Ellý Vilhjálms dagsins í dag. Ég hlakka til að heyra í þeim og öðmm listamönn- um sem koma fram á tónleikun- um,“ sagði Bjami Ólafur sem líka er að undirbúa Verslunarmanna- ballið sem verður á laugardags- kvöldið í Höllinni. „Á móti sól spila á ballinu en Magni ætlar líka að skemmta ásamt Jógvani sem líka syngur með hljómsveitinni á ballinu. Hlakkar hann mikið til þess en auk þeirra koma fram félagar úr Leikfélaginu og flytja brot af því besta, lög úr uppfærslum félagsins í 100 ár. Veit ég að eitt atriðið á eftir að vekja athygli. Veislustjóri er Bessi hressi og á matseðlinum er í boði æðisleg þriggja rétta máltíð frá Einsa kalda. Maturinn verður framreiddur á borð enda ekki annað við hæfi þegar verslunarmenn halda árshátíð," sagði Bjami Ólafur sem heldur ballið í samstarfi við Einsa kalda, Félag kaupsýslumanna og VR. „Það stefnir í ágætis þátttöku en þeir sem eiga eftir að panta miða hafi samband við Grétu í Eyjavík sem er formaður Félags kaupsýslu- manna,“ sagði Bjami Ólafur að endingu. ✓ Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, skrifar: Eigum samleið - Lykillinn er Landeyjahöfn Vestmannaeyingar em kröftugt og skemmtilegt fólk. Hér í Eyjum er mikil og fjölbreytt þjónusta sem getur nýst margfalt fleira fólki en raun ber vitni, á sama hátt geta Vest- mannaeyingar sótt fjölmargt hingað upp á land. Samvinna og samstarf er lykilorðið. Eyjamar brosa við okkur nágrönn- um ykkar, það á í rauninni bæði við landslagið og eyjaskeggjana sjálfa. Enn á ný em umræður um Éand- eyjahöfn og samgöngur milli lands og Eyja. Nú er gerð athugasemd við staðsetningu hafnarinnar, þær at- hugasemdir em reyndar fullseint fram komnar. Hins vegar ber okkur að vinna út úr þeim viðfangsefnum sem blasa við og hægt er að bæta úr og breyta. Þessum málum er gjaman stillt þannig upp að hér sé einungis um málefni Vestmannaeyinga að ræða. Það er deginum ljósara að Heijólfur er þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Öryggi í ferðum Herjólfs er hluti af lífæð hinna kraftmiklu eyjaskeggja. Hins vegar skiptir höfnin í Landeyjum okkur hér í Rangárþingi ekki síður afar miklu máli. I mínu sveitarfélagi opnar Land- eyjahöfn nýja möguleika á ótal mörgum sviðum, menningar- og félagslíf er spennandi kostur á svo ótal mörgum sviðum. Bæði hvað varðar atvinnumál, samstarf sveitar- félaga og ijölbreytni í mannlífi. I mánuðinum hittust starfsmenn stjómsýslunnar í Vestmannaeyjum og hér í Rahgárþingi eystra til þess að bera saman bækur sínar. Þegar er hafið samstarf í starfsemi íþrótta- félaganna sem er gmnnur að fram- tíðinni. Unga fólkið lærir að vinna saman og sú samvinna þykir einnig sjálfsögð þegar fram í sækir. Fólk hrindir frá ósýnilegum hindrunum því að þegar upp er staðið þá kemst Tómas Guðmundsson að því sanna: „samt dáist enn meir að hinu / hve hjörtunum svipar saman / í Súdan og Grímsnesinu", þetta er einungis spuming um viðhorf. Þegar ég var ungur drengur varð Hvolsskóli á Hvolsvelli, sem var barnaskóli, gerður að gagnfræða- skóla í samvinnu sveitarfélaga í austanverðri Rangárvallasýslu. Nú hafa sveitarfélögin, sem stóðu að skólanum á sínum tíma, sameinast, ásamt tveimur öðrum sveitar- félögum undir Eyjafjöllum og við, sem við stöndum í stafni í augna- blikinu, kynntumst flest samvinnu þessara gömlu sveitarfélaga í gegn- um skólann okkar. Ljóst er að ríkisstjómin verður að huga strax að kaupum á nýrri ferju sem hentar til þess að þjónusta þessa samgönguleið á sem öruggastan og bestan hátt. Því vissulega er hér um þjóðveg að ræða. Landeyjahöfn er fallegt og vel gert mannvirki og verkið lofar meistarann. Hins vegar er líklegt að það sé ekki fullgert m.t.t. aðstæðna á Landeyjasandi. Uppgræðslan á sandinum hefur tek- ist vel og það er von mín og trú að þetta mannvirki eigi enn eftir að sanna tilvemrétt sinn. Það er stórkostlegt að tæplega 200.000 farþegar hafa farið í gegn- um höfnina á þessu ári. Látum ekki deigan síga, höldum áfram að finna lausnir á þessu viðfangsefni. Til hagsbóta fyrir Vestmannaeyinga og okkur sem höfum Eyjamar fyrir augunum svona steinsnar frá Land- eyjasandi. Það em ótjúfanleg bönd sem tengja okkur saman. Nýtum þau tækifæri til hins ýtrasta. Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþingi eystra. Hallgrímur Helgason á Safnahelgi: Les upp úr Konunni við 1000° Hallgrímur Helgason, rithöfund- ur, kemur til Eyja í tengslum við safnahelgi og les upp úr nýjustu skáldsögu sinni í Surtseyjarstofu á laugardagskvöld. Konan við 1000° kom fyrst út á þýsku í tengslum við bókamessuna í Frankfurt þar sem ísland var heiðursgestur og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Hallgrímur hefur áður lesið í Vestmannaeyjum á Safnahelgi og er spenntur að koma aftur til Eyja. „Ég las upp árið 2008 og fannst mjög gaman. Bókin mín, Konan við 1000°, er unt áttatíu ára gamla konu sem býr í bfiskúr í Reykjavík með gamla hand- sprengju og tölvu. Hún rifjar upp líf sitt, leggur drög að dauða sínum og pantar tíma í lík- brennslu. Herbjörg María Bjömsson var barnabarn fyrsta forseta íslands og pabbi hennar var eini Islendingurinn sem barðist með nasistum í seinna stríði, “ sagði Hallgrímur en tekur fram að persónusköpun og söguþráður sé skáldskapur enda verkið skáldsaga. „Ég ætla að koma og lesa,“ sagði Hallgrfmur og var í þriggja vikna upplestrarferð í Þýskalandi þar sem hann las á hveiju kvöldi í þrjár vikur. „Það er alltaf gaman að lesa upp,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvort það væri ekki þreytandi og því um að gera að nota tæki- færið og hlusta á Hallgrím og fleiri höfunda lesa upp í Surtseyjarstofu á laugardags- kvöld. Á mánudag var greint frá því í fjölmiðlum að Þjóðleik- húsið hefði keypt rétt á leikgerð eftir bókinni. Nýja ferju Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið í Vík 28. og 29. október 2011, leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hafist handa um kaup eða smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. „Reynsla síðastliðins árs sýnir að Herjólfur hentar ekki lil þess- ara siglinga. Ótækt er að að nýta ekki þau miklu tækifæri sem gefast með tilkomu Landeyja- hafnar og jafnframt að hún verði eins öflug samgönguleið og kos- tur er. Grundvallaratriði er að möguleikar til stórbættra sam- gangna við Vestmannaeyjar verði nýttir til fulls. Ársþingið bendir á að um grunnþarfir í nútímasam- félagi er að ræða þar sem ferjan er þjóðvegur til Vestmannaeyja og krefst þess að ferðir til og frá Eyjum verði tryggðar allan ársins hring," segir í ályktun fundarins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.