Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 19 LIÐ FIV Anton, Jón Marvin, Gísli Matthías og Bjartur Týr eru til í slaginn á laugardaginn. Boxið - Keppni framhaldsskólanna - Öflug sveit FIV komst í úrslit: Erum liðið sem þarf að vinna -Bjartur Týr, Gísli Matthías, Anton og Jón Marvin keppa um helgina Fjórir nemendur Framhaldsskólans komust úrslit í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskóla- nema standa fyrir. Urslit verða um helgina en markmið með keppn- inni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störf- um í iðnaði. Þrátt fyrir atvinnuleysi hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki. Nemendurnir eru Bjartur Týr 01- afsson, Gísli Matthías Sigmarsson, Anton Bjömsson og Jón Marvin Pálsson sem eru 18 og 19 ára. í samtali við Fréttir sögðu þeir að Frosti Gíslason, forstöðumaður Fab-Lab smiðjunnar í Vestmanna- eyjum, hafi séð auglýsingu í blaði og skráð stráka sem voru hjá honum í námi. Bjartur Týr var sá eini sem var til í slaginn og fékk hann með sér þrjá stráka sem eru með honum í Framhaldsskólanum. „Eg fór þá leið að finna gáfuðustu nemendur skólans sem reyndust ekki vera nema þrír þannig að úr varð fjögurra manna lið þó við hefðum mátt vera einum fleiri," sagði Bjartur Týr. Verkefnið var að leysa eina þraut og keppa í tölvuleik. „Þrautin var að byggja eins háan tum og hægt var úr 500 A4 blöðum af ljósritun- arpappír og setja egg á toppinn," sögðu strákamir þegar þeir vom beðnir um að lýsa þrautinni. Þeir tóku hvert blað og brutu í þríhym- inga eða pýramída og röðuðu upp í tum. Hann náði því að verða 1,33 metra hár og stóðst próftð þegar eggið var sett á toppinn. Tölvuleikurinn gekk út á að smíða brú yfir gil sem átti að halda þegar gengið var yftr hana með misþunga kassa. Allt þetta varð að gera á hálftíma. Þeir skiptu liði þannig að Bjartur, Gísli og Anton byggðu tuminn og Jón Marvin var í tölvu- leiknum. „Við rústuðum tölvuleiknum og hefðum unnið turnþrautina hefðum við verið fimm eins og leyfilegt var,“ sögðu þeir. Alls tóku fimmtán skólar þátt í keppninni og komust átta áfram. „Við þurfum að glíma við sex þrautir og fáum hálftíma í hverja," sögðu strákamir sem eru bjartsýnir á árangur um helgina. „Við emm liðið sem þarf að vinna og munum að sjálfsögðu þiggja fyrsta sætið.“ Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík á föstudag og laugardag og er um að ræða þrautabraut með nokkmm stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit og verklag. Fyrirtæki úr ólíkum grein- um iðnaðarins sjá um að útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á sam- keppninni stendur. Margmiðlunar- skólinn er stuðningsaðili fram- kvæmdakeppninnar. Nemendur skólans munu sjá um að gera keppninni myndræn skil með upp- tökum, grafískri vinnu og vinnslu. Stjórn og sigling skipa: Ný útgáfa Komin er út 4. útgáfa af bókinni Stjóm og sigling skipa - Sigl- ingareglur, eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrum skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Fyrsta útgáfa þessarar bókar kom út árið 1982 og bætti þá úr brýnni þörf fyrir handbók og kennslubók fyrir skipstjómar- menn. Önnur útgáfa kom út 1989 og sú þriðja árið 2006, en í þessari 4. útgáfu eru nokkrar breytingar og viðbætur sem orðið hafa á alþjóðasiglinga- reglum og sjómerkja- og fjar- skiptakerfum frá því að bókin var síðast prentuð, árið 2007. Guðjón Ármann hefur unnið þarft og gott starf með samantekt þessara bóka og hann hefur einnig fengið í lið með sér annan Eyjamann, Jóhann Jónsson, Jóa listó, sem hefur teiknað og tölvuunnið teikningar og skýr- ingarmyndir í síðustu útgáfum hennar. Þetta er hin myndar- legasta bók, 380 bls. að stærð og gefin út af Siglingastofnun Islands. Lögreglan: Róleg víka Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Töluvert tilstand var við komu varðskipsins Þórs til Vestmannaeyjar þann 26. október sl. og stóðu lögreglu- menn m.a. heiðursvörð við skipið í tilefni af komu þess. Eitthvað var um útköll í tengslum við skemmtanahald helgarinnar en þau voru í nær öllum tilvikum léttvæg og leystust á staðnum. Hjólreiða- maður lenti á bíl -Ökumaður stakk af eftir að hafa keyrt utan í bifreið Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið. Um var að ræða óhapp á Strandvegi þar sem hjólreiðamaður lenti á bifreið sem ekið vareftir götunni. Hjólreiðamaðurinn mun hafa meiðst lítils háttar í óhappinu. Þá var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem lagt var á bifreiðastæðinu við Áshamar 59. Sá sem tjóninu olli stakk af án þess að tilkynna um það. Er talið að óhappið haft átt sér stað að kvöldi 23. október sl. eða aðfara- nótt 24. október sl. Þeir sem ein- hverjar upplýsingar hafa varðandi óhappið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lög- reglu. Kenni fólki að lifa í núinu og nýta sér það besta úr lífinu Alþýðuhúsinu kvæðum hugsunum. Eg er búin að læra þessa tækni úti um allan heim, til dæmis í Kanada, Bret- landi og Bandaríkjunum og hef haldið fjölda námskeiða, meðal annars á vegum stéttarfélaga. Eg er að kenna fólki að halda í ham- ingjuna, því hamingja er lærð, hún vex ekki í garðinum þínum og þú þarft að hafa fyrir því að halda í hana Þú þarft að ná í hana og búa hana til,“ sagði Sigríður og leggur áherslu á að hugsanir og viðbrögð við fjölmörgum aðstæðum sem upp koma í líftnu geta skipt sköpum. Sigríður gaf út bókina Orð eru álög þar sem lesendum eru kennd- ar aðferðir við að breyta hugsun- arhætti og fjölga gleði- og ham- ingjustundunum. Auk þess er hún með nýja bók í smíðum enda hefur fyrri bókin fengið góðar viðtökur. „Fyrsta prentun er uppseld þrátt fyrir að ég haft ekkert auglýst en nú er komin önnun prentun og ég verð með hana til sölu á fyrir- lestrinum. Eg hlakka til að koma til ykkar, það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja. Það er svo mikil orka hjá ykkur, jörðin ykkar er svo ný. Þess vegna er miklu meiri kraftur hjá ykkur en annars staðar. Jörðin er lifandi, þess vegna er talað um móður jörð,“ sagði Sigríður og ætlar að hjálpa fólki til að tileinka sér jákvæðar hugsanir. Gudjón Ármann Eyjólfsson STJÓRN OG SIGLING SKIPA SIGLINGAREGLUR A. útgáfa - segir Sigríður Klingenberg sem verður með fyrirlestur í Sigríður Klingenberg verður með spennandi fyrirlestur í Alþýðu- húsinu á föstudag en þar ætlar hún að kenna þátttakendum að breyta líft sínu og færa til betri vegar. Sigríður hefur haldið fjölda námskeiða sem byggja á bók hennar, Orð eru álög, og miðar að því að þátttakendur nái betri tökum á líft sínu og ftnni leiðina að ham- ingjunni. Viska, fræðslu- og sí- menntunarmiðstöð Vestmannaeyja stendur fyrir fyrirlestrinum vegna Safnahelgar. „Með því að breyta okkur og efla góðu tilfmningamar líður okkur betur. Orð eru okkar eigin tilftnn- ingar og áhrifamáttur þeirra er mikill," sagði Sigríður þegar rætt var við hana um fyrirlesturinn. „Eg segi líka að það sé mikilvægt að hafa gaman og þess vegna er jákvætt hugarfar mjög mikilvægt. Eg kenni fólki að lifa í núinu og nýta sér það besta úr lífmu,“ sagði Sigríður og vill meina að jörðin sé í raun leikvöllur og við sem tökum þátt í leiknum eigum að njóta hans. „Ef þú setur út reiði þá færð þú reiði og þess vegna kenni ég fólki að skipta um rás ef það er reitt eða sorgmætt. Ef þú ert leið í 17 sek- úndur þá kemst önnur leiðinleg hugsun að og svo koll af kolli og þess vegna þarf fólk að læra að- ferðir til að ná í aðrar tilfmningar. Annars getur fólk fest í nei- Sigríður hlakkar til að koma til Eyja. -Það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja. Það er svo mikil orka hjá ykkur, jörðin ykkar er svo ný. Þess vegna er miklu meiri kraftur hjá ykkur en annars staðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.