Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 23

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.2011, Page 23
Frcttir / Fimmtudagur 3. nóvember 2011 23 íþróttir Knattspyrna: Nýr leik- maður og Yngvi áfram Knattspyrnumaðurinn Ragnar Leósson hefur ákveðið að ganga í raðir ÍBV fyrir næsta sumar. Ragnar, sem er Skagamaður, þykir mikið efni en hann á að baki 16 landsleiki fyrir yngri lið íslands. Hann hefur leikið 60 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 10 mörk en Ragnar er sókndjarfur leikmaður og semur við ÍBV til þriggja ára. Þá skrifaði Yngvi Magnús Borgþórsson, rauða ljónið, undir árs framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. Þrír frá ÍBV í U-21 Brynjar Gauti Guðjónsson, Guð- mundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson hafa allir verið valdir í leikmannahóp U-21 árs landsliðs íslands. Þá er Eyja- maðurinn og leikmaður Örebro, Eiður Aron Sigurbjömsson, á sínum stað í hópnum. Um er að ræða hóp sem mun æfa saman fyrir leik liðsins gegn Englandi sem fer fram ytra þann 10 nóvember. Þá hefur Kristinn Skæringur Sigur- jónsson verið valinn í æfingahóp U-17 ára landsliðsins. Körfubolti: ÍBV í 32ja liða úrslit í síðustu viku var dregið í 64 liða úrslit í Powerade bikarkeppninni í körfubolta. ÍBV teflir fram einu liði í keppninni en Eyjamenn flugu alla leið áfram í 32ja liða úrslit þar sem eitt lið í pottinum sat hjá, ásamt liðum í efstu tveimur deildum Islandsmótsins. Eyjamenn gætu því dottið í lukkupottinn og fengið úrvals- deildarlið í næstu umferð. Liðið leikur fyrstu heimaleiki sína í körfunni um helgina. Á laugardaginn spila strákamir gegn Patreki og daginn eftir gegn Heklu. Handbolti: Strákarnir fengu heimaleiki Á dögunum var dregið í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í hand- bolta, bæði í karla- og kvenna- flokki. IBV teflir fram tveimur liðum í karlakeppninni og einu í kvennakeppninni. Bæði karla- liðin fengu heimaleiki en kvenna- liðið þarf að sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn. Ekki er enn búið að finna leiktíma fyrir kvennaleikinn. A-lið karlanna fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Hauka og verður spennandi að sjá hvemig ÍBV stendur sig gegn Hauka- liðinu. Mikil tenging er á milli liðanna, leikmenn hafa farið á milli félaganna tveggja sem eykur enn meira á spennuna fyrir leikinn. Leikur liðanna verður mánudaginn 14. nóvember. B-liðið fékk einnig heimaleik gegn B-liði HK. Eyjamenn eiga því góðan möguleika á að komast alla leið í 8 liða úrslit en leikur liðanna fer fram laugardaginn 12. nóvember. 1. deild karla: ÍBV - Fjölnir 31:19 Með fullt hús stiga - eftir fyrstu umferð af fjórum - Fjölnir engin fyrirstaða BRÆÐUR BÖRÐUST. Daði Magnússon, í miðjunni, leikur með Fjölni og mætti bróður sínum, Braga, til hægri um helgina. Föðurbróðir þeirra beggja spilaði einnig á meðan Magnús, faðir Daða og Braga var kynnir leiksins. Karlalið ÍBV er efst í 1. deild með fullt hús stiga þegar fyrstu umferð af fjóram er lokið. Eyjamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með neðsta liðið, Fjölni, sem kom í heimsókn til Eyja á sunnudaginn. Lokatölur urðu 31:19 en staðan í hálfleik var 19:11. Leikurinn átti reyndar upphaflega að fara fram á laugardeginum en þar sem Herjólfur sigldi til Þorláks- hafnar og ófært var með flugi, varð að fresta honum þar til daginn eftir. Fjölnismenn náðu að hanga í Eyja- mönnum fyrstu mínútumar en fljót- lega kom í Ijós styrkleikamunurinn á liðunum. Leikmönnum IBV dugði að spila á hálfum hraða til að vinna leikinn og lykilmenn, eins og Magnús Stefánsson og Pétur Pálsson vora hvíldir allan tímann og fleiri fengu góða hvíld. Það gaf öðram leikmönnum liðsins tækifæri á að láta ljós sitt skína og þeir gerðu það sem þurfti til að vinna leikinn. í liði Fjölnis mátti frnna einn Eyjamann, Daða Magnússon, en hann spilaði í vöm allan tímann og stóð fyrir sínu. Annar Eyjamaður er í liði Fjölnis, Óttar Steingnmsson, en hann var ekki með að þessu sinni. Þá bættist þriðji Eyjamaðurinn við lið Fjölnis í vikunni því Birkir Guðbjörnsson er gengin í raðir Grafarvogsliðsins eins og kemur fram annars staðar á íþróttasíðunni. Það verður ekki sagt annað en að Eyjamenn fari vel af stað í vetur en það gerðu þeir svo sem líka í fyrra en misstu svo flugið, og í raun brot- lentu eftir fyrstu umferðina. Vonandi mun sú saga ekki endurta- ka sig en næsti leikur ÍB V í 1. deild- inni er gegn ÍR á útivelli næst- komandi föstudag. Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 5, Bragi Magnússon 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Grétar Þór Eyþórsson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Gísli Jón Þórisson 2, Sigurður Bragason 2, Davíð Þór Óskarsson 1, Leifur Jóhannesson 1, Birkir Guðbjömsson 1. Varin skot: Kolbeinn Amarson 6, Haukur Jónsson 15. 1. deild karla ÍBV 5 5 0 0 151:117 10 ÍR 5 2 2 1 146:127 6 Víkingur 5 3 0 2 123:120 6 Stjaman 5 2 1 2 151:137 5 Selfoss 5 1 1 3 129:144 3 Fjölnir 5 0 0 5 98:153 0 |n1 deild kvenna: HK - ÍBV 24:23 Naumt tap gegn HK Stelpumar töpuðu öðram leik sínum í N1 deild kvenna á laugardaginn þegar þær sóttu HK heim í Kópa- voginn. Þegar upp var staðið munaði ekki miklu á liðunum því lokatölur urðu 24:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:10. Lokatölumar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum því HK var yfir allan tfmann og var í raun mun betri, þar til um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá hrakku Eyja- stelpur í gang svo um munaði þannig að lokamínúturnar urðu spennandi en HK hafði að lokum eins marks sigur eins og áður sagði. ÍBV hefur nú leikið þtjá leiki í N1 deildinni, einn á heimavelli og tvo á útivelli. IBV vann heimaleikinn gegn Gróttu en hefur svo tapað útileikjunum tveimur, gegn Val og HK. Fyrirfram mátti búast við því að liðið myndi tapa leikjunum og því gefur staða ÍBV í deildinni ekki rétta mynd af getu liðsins. Auk þess á ÍBV inni einn leik gegn mörgum liðum deildarinnar þannig að stelpurnar geta hæglega farið hratt upp töfluna, og gera það sjálfsagt. Næsti leikur liðsins er á laug- ardaginn þegar stelpumar taka á móti FH í Eyjum. Mörk IBV: Georgeta Grigore 7, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 5, Ivana Mladenovic 5, Kristrún Hlynsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Mariana Trbojevic 1. Varin skot: Florentina Stanciu 18. N1 deild kvenna Valur 4 4 0 0 133:87 8 HK 4 3 0 1 116:100 6 Fram 4 3 0 1 123:88 6 Stjaman 3 2 0 1 90:86 4 KA/Þór 3 1 0 2 66:84 2 FH 4 1 0 3 93:116 2 ÍBV 3 1 0 2 68:81 2 Haukar 4 1 0 3 98:122 2 Grótta 3 0 0 3 70:93 0 Líkamsrækt: Evrópumót WBFF í Reykjavík Eyjamenn keppa um helgina Evrópumót WBFF í líkamsrækt fer fram um helgina. Keppnin fer svo fram í Hörpunni og í Laugardalshöll þar sem aðalkeppnin fer fram laugardagdaginn 5. nóvember klukkan 19.00. Keppendur verða kynntir í Hörpunni á föstudags- kvöldinu en mikið heilsueflingar- og heilsuátak verður í Hörpunni um helgina. Jafnhliða því fer for- keppnin fram á laugardeginum. Keppt verður í fitness og vaxtarrækt karla og kvenna samkvæmt reglum IFBB og einnig verður keppt í módelfitness kvenna. Þrír Vestmanna- eyingar keppa á mótinu. Smári Harðarson keppir í muscle fitness og vaxtarrækt, R. Vala Arnardóttir keppir í fitness og Anna María I Halldórsdóttir keppir í módelfitness. Öll hafa þau æft stíft á Hressó fyrir mótið og þeir sem verða í borginni um helgina ættu endilega að mæta í Hörpuna eða Laugardagshöll og hvetja sitt fólk. SMÁRI Harðarson keppir í muscle fitness um helgina. Myndin hér til hliðar er tekin árið 2008 en þá var Smári í hrikalegu formi. Auk Smára keppa þær R. Vala Arnardóttir í fitness og Anna María Halldórs- dóttir í módelfitness. íbróttir Handbolti: 14 á lands- liðsæfingum Tveir leikmenn meistaraflokks ÍBV hafa undanfarið tekið þátt í landsliðsæfingum U-20 ára lands- liðs Islands í handbolta, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Haukur Jónsson. Theodór var svo valinn í lokahópinn sem tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Noregi um helgina. Þá hafa tveir Eyjapeyjar verið valdir í U-18 ára landslið karla í en um er að ræða svokallaðan úrtakshóp. Þetta era þeir Bergvin Haraldsson og Hallgrímur Júlíusson. Liðið æfir um næstu helgi en alls voru 24 leikmenn valdir til að taka þátt í æfingunum. Þá voru þrír Eyjapeyjar valdir til að taka þátt í æfingum U-16 ára landsliðsins um helgina. Þetta era þeir Guðmundur Tómas Sigfús- son, Dagur Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson. 27 strákar taka þátt í æfingunni. Alls voru sjö handboltastelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum í handbolta um síðustu helgi. Þær Drífa Þorvaldsdóttir og Berglind Dúna Sigurðardóttir voru á æfingum með U-18 ára lands- liðinu en Drífa er örvhent skytta og Berglind markvörður. Þá vora fimm stelpur á æfingum hjá U-16 ára landsliðinu, sem Eyjakonan Unnur Sigmarsdóttir þjálfar ásamt Díönu Guðjónsdóttur. Þetta voru þær Ama Þyrí Ólafsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sandra Dís Sig- urðardóttir og Sóley Haralds- dóttir. Naumt gegn Víkingum Karlalið ÍBV tryggði sér sæti f 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta með því að leggja Víking að velli í síðustu viku. Bæði lið leika í 1. deild en Eyjamenn höfðu betur gegn Víkingum í viðureign liðanna í íslandsmótinu sem fór fram í Eyjum. í bikamum léku liðin hins vegar á heimavelli Vfkinga í Víkinni og var leikurinn mjög spennandi. Að lokum voru það þó Eyjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar, 28-29 eftir að staðan í hálfleik var 16:13. Mörk ÍBV: Pétur Pálsson 9, Andri Heimir Friðriksson 5, Vignir Stefánsson 5, Magnús Stefánsson 4, Theodór Sigur- bjömsson 3, Leifur Jóhannesson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1. Varin skot: Haukur Jónsson 12, Kolbeinn Amarson 5/1. > Framundan Föstudagur 4. nóvember Kl. 20:15 ÍR-ÍBV 4. flokkur kvenna. Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 IBV-FH N1 deild kvenna. Kl. 15:30 ÍBV-Patrekur 2. deild karla, körfubolti. Kl. 12:30 Selfoss-ÍBV 4. flokkur kvenna. Sunnudagur 6. nóvember Kl. 13:00 ÍBV-Hekla 2. deild karla, körfubolti. Kl. 14:00 ÍBV-FHl 3. flokkur kvenna. Þriðjudagur 8. nóvember Kl. 16:40 ÞrótturB-ÍBV 4. flokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.