Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 8

Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 8
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Framleiðendum og útflytjendum á fiski til Spánar, Ítalíu og Portúgal býðst að taka þátt í sameiginlegu markaðsstarfi. Ríkisstjórnin leggur verkefninu til fjármagn gegn jafnháu mótframlagi greinarinnar. Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) eru aðilar að verkefninu en þjónustuaðilar og aðrir hagsmunaaðilar geta einnig gerst aðilar. Kynning á verkefninu verður í Borgartúni 35 í Reykjavík, fimmtudaginn 14. feb. kl. 11. Markmið og framkvæmd verkefnisins sem og þátttaka fyrirtækja verður kynnt á fundinum. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu. Nánari upplýsingar um fundinn á www.islandsstofa.is og hjá Guðnýju Káradóttir í síma 511 4000, gudny@islandsstofa.is. Skráning með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is. ORKUSJÓÐUR Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2013 Við úthlutun styrkja 2013 verður sérstök áhersla lögð á: Rafrænar umsóknir á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is ^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda ^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi ^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni ^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað ^ innlenda orkugjafa ^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis ^ öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar ^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar ^ atvinnusköpun Umsóknarfrestur er til 20. mars 2013 FRÉTTASKÝRING Hver eru viðbrögðin við áliti Feneyjanefndarinnar um stjórnar- skrárfrumvarp? Feneyjanefndin segir ýmis- legt óskýrt í frumvarpi að nýrri stjórnar skrá. Því geti verið erfitt að túlka ýmsar greinar stjórnar- skrárinnar. Þá varar nefndin við því að frumvarpið geti valdið óstöðug- leika og pólitísku þrátefli. Ýmislegt sé þó jákvætt í ferlinu, en mikilvægt sé að setja ekki of mikla tímapressu varðandi breytingarnar. Í áliti nefndarinnar segir að ef það reynist of erfitt að ná sátt um málið á yfirstandandi þingi geti verið skynsamlegt að einbeita sér nú að því að breyta ferlinu við breytingu stjórnarskrárinnar. Sjálfar breytingarnar myndu þá bíða næsta þings. Nefndin tekur hins vegar fram að slíkt sé pólitísk ákvörðun. Valgerður H. Bjarnadóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis, segir ekkert í áliti nefndarinnar koma sér á óvart. Þar sé að finna vanga veltur um ýmislegt, sumu sé hrósað, svo sem mannréttindamálum, en varað við öðru. Hún segir því alltaf fylgja einhver óvissa að feta inn á nýjar brautir, líkt og gera eigi með stjórnar skrárbreytingunum. Hún segir að Feneyjanefndin sé gagnrýnin á ákvæði um stjórn- kerfið, en í vinnu þingnefndar hafi verið ákveðið að bíða með breytingar á þeim sviðum þar til álit Feneyjanefndarinnar lægi fyrir. Ýmsu öðru, sem nefndin gerir athugasemdir við, hafi þegar verið breytt. Allt annað frumvarp Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, gagnrýnir ein- mitt það. „Nú er þingið að fást við allt annað frumvarp, byggt á breyt- ingartillögum meirihlutans, en Feneyjanefndin hafði til grund- vallar sínu áliti.“ Meirihlutinn hafi gert 50 breytingartillögur á frum- varpinu frá því það fór til Feneyja- nefndarinnar. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- nefndinni, segir að ljúka þurfi sem fyrst annarri umræðu um málið svo nefndin geti unnið að því áfram. Hún segir ekkert að van búnaði að klára málið, ef allir leggjast á eitt, en þó megi ekki gleyma því að efnislegur ágreiningur sé um málið. En telur hún líklegt að allir leggist á eitt eða óttast hún langar umræður í þinginu? „Þurfum við að reikna með því að stjórnarandstaðan fari hér í málþóf í þriðja eða fjórða sinn á kjörtímabilinu út af stjórnar- skránni? Er það bara þannig að mönnum finnist það bara eðlilegt eftir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta? Ég held ekki.“ Enga plástra Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir flokkinn andvígan því að klára frum varpið eins og það lítur út í dag. „Við höfum sagt að við séum tilbúin til að setjast niður og ræða alla mögu- leika í því sambandi á að gera ein- hverjar afmarkaðar breytingar. Við höfum alltaf sagt það en framvindan verður síðan að skera úr um hvað kemur út úr því. Við erum ekki tilbúin til að afgreiða þetta frumvarp með einhverjum plástrum.“ Óljóst er hvenær málið kemst til annarrar umræðu á þingi. Ákveðið var að ræða fyrst frum- varp um stjórnkerfi fiskveiða. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja það gefa til kynna að meiri- hlutinn búist ekki endilega við því að málið klárist á yfirstandandi þingi. Þá sé hægt að vísa í langar umræður um fiskveiðimál því til skýringar. Þetta er hægt Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyfingarinnar í stjórnskipunar- nefnd, segist enn telja að hægt sé að klára málið á yfirstandandi þingi. Hún verði þó að lúslesa álit nefndarinnar áður en hún lýsi því yfir hvort hún styðji frumvarp meirihlutans. Róbert Marshall, þingmaður utan flokka, tekur undir það. Hægt sé að klára málið, en þá verði að halda betur á því. „Ég er mjög hissa á að málið hafi ekki verið sett á dagskrá í gær [á mánudag] og að menn hafi valið það að setja fiskinn fram fyrir stjórnarskrána. Það vita allir að slík umræða tekur langan tíma. kolbeinn@frettabladid.is Varar við of miklum flýti við breytingar Feneyjanefndin gerir margar athugasemdir við stjórnarskrárfrumvarp. Varar við því að of mikil tímapressa sé sett á breytingarnar. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur þó hægt að ljúka málinu á kjörtímabilinu leggist allir á eitt. GAGNAFJÖLD Álit Feneyjanefndarinnar verður tekið fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um leið og því hefur verið snarað á íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Á meðal þess sem Feneyja- nefndin gagnrýnir í áliti sínu er málskotsréttur forseta. Hún segir óheppilegt að kerfið geri ráð fyrir því að helstu stofnunum stjórn- kerfisins, Alþingi og ríkisstjórn annars vegar og forsetanum hins vegar sé stillt upp hverri gegn annarri. Slíkt geti skaðað ein- hvern aðilann. Þá sé hætta á því að forseti sem er á öðrum enda hins póli- tíska litrófs en meirihluti Alþingis og er kosinn beinni kosningu en hefur ekki margar skyldur, noti þetta ferli í óvinsælum lögum til að skaða stjórnina. „Það ferli gerir forsetann augljóslega að þátttakanda í stjórnmálum, þrátt fyrir að honum sé að öðru leyti ætlað að vera hlutlaus þjóðhöfð- ingi.“ Stjórnlagaráð lagði ekki til breytingar á málskotsrétti forsetans í drögum sínum. Forseti geti misnotað málskotsrétt FORSETINN Ólafur Ragnar Grímsson hefur í þrígang vísað máli í þjóðar- atkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.