Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 12
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 NORÐUR-KÓREA, AP Jarðskjálfta- mælar sýndu að jarðskjálfti upp á 4,9 stig varð í Norður-Kóreu í gær. Þetta eru einu ummerkin sem önnur ríki hafa getað notað til að staðfesta að þar hafi verið sprengd kjarnorkusprengja. Norðurkóresk stjórnvöld stærðu sig skömmu síðar af afrekinu: „Tilraunin var framkvæmd með öruggum og fullkomnum hætti á háu plani, með því að nota litla og létta kjarnorkusprengju, ólíka þeim fyrri, en þó með miklum sprengikrafti,“ sagði fréttastofa norðurkóresku stjórnarinnar. Fjölmörg ríki fordæmdu til- raunina og öryggisráð Samein- uðu þjóðanna var kallað saman á neyðarfund í gær. Ráðið fordæmdi athæfið og boðar frekari aðgerðir. Meira að segja kínversk stjórn- völd, sem hafa sýnt Norður- Kóreu meiri þolinmæði en önnur ríki, lýstu einnig megnri óánægju sinni með þetta athæfi Norður-Kóreu en hvöttu heimsbyggðina þó til að sýna stillingu. Þetta er í þriðja sinn sem Norður-Kórea gerir tilraun með kjarnorkusprengingar. Í fyrri skiptin hafa viðbrögð alþjóðasam- félagsins jafnan verið þau að herða þær refsiaðgerðir sem Norður- Kórea hefur mátt sæta. Tímasetningin hentar Barack Obama Bandaríkjaforseta ekki sérlega vel. Hann var í óða önn að búa sig undir að flytja hina árlegu stefnuræðu sína, þá fyrstu á seinna kjörtímabili sínu. Hann brást við með því að segja að kjarnorkutilraunir ykju ekki öryggi Norður-Kóreu. Þvert á móti hefði Norður-Kórea einangrað sig enn frekar á alþjóðavettvangi. Talið er að Norður-Kórea ráði yfir nægu plútoni til að að búa til fjórar eða átta kjarnorku sprengjur. Árið 2010 hófust Norður-Kóreu- menn einnig handa við að auðga úran. Ekki er vitað hvort plúton eða úran var notað í sprengjuna í gær. gudsteinn@frettabladid.is Norður-Kórea ögrar enn með tilraunum Stjórnvöld í Norður-Kóreu gerðu þriðju tilraun sína með kjarnorkusprengingar í gær. Heimsbyggðin brást illa við, öryggisráð S.Þ. var kallað saman á neyðarfund og boðar frekari aðgerðir. Kínverjar hvetja menn þó til að sýna stillingu. SKJÁLFTAMÆLING Jarðvísindamaður í Suður-Kóreu fylgist með ummerkjum sprengingarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Ágúst 1998 Flugskeyti skotið. Þeyttist yfir Japan, talið geta komist 2.500 kílómetra en lét illa að stjórn. Júlí 2006 Flugskeyti skotið. Hrapaði stuttu eftir flugtak. Norður-Kórea hefur þó aldrei viðurkennt þetta. Október 2006 Fyrsta tilraunin með kjarnorkusprengingu. Hún er þó lítil, eitt kílótonn í mesta lagi. Apríl 2009 Flugskeyti skotið. Ekki tókst að koma gervihnetti á braut um- hverfis jörðu. Maí 2009 Tilraun með kjarnorkusprengju tekst að hluta. Hún er talin hafa verið tvö til sex kílótonn. Apríl 2012 Flugskeyti skotið. Það sprakk í loft upp stuttu eftir flugtak. Desember 2012 Flugskeyti skotið. Í þetta skiptið tókst að koma gervi- hnetti á braut umhverfis jörðu. Febrúar 2013 Tilraun með kjarnorkusprengju. Talin hafa verið sex til sjö kílótonn að stærð. Kjarnorkutilraunir í Norður-Kóreu Aðalfundur Marel hf. 2013 Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 6. mars nk., kl. 16:00. Dagskrá: www.marel.com/agm Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. marel.com RENAULT KANGOO DÍSIL EYÐSLA 4,9 L / 100 KM* VINSÆLIR ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR RENAULT TRAFIC DÍSIL EYÐSLA 6,9 L / 100 KM* RENAULT MASTER DÍSIL EYÐSLA 8,0 L / 100 KM* E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 6 4 * E yð s la á 1 0 0 k m m ið a ð v ið b la n d a ð a n a k s tu r. BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533 www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. TRAFIC STUTTUR VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK. 2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK. MASTER MILLILANGUR VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK. 2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK. KANGOO II EXPRESS VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK. 1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.