Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 14
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 14
Íslendingar voru í miklum minni-
hluta þátttakenda í síðasta gjald-
eyrisútboði Seðlabankans. Einungis
tæplega fimmtungur þeirrar fjár-
hæðar sem kom inn í landið í
gegnum útboðið, sem fer fram
í tengslum við fjárfestingarleið
bankans, var í eigu innlendra aðila.
Þetta kom fram í nýlegri tilkynn-
ingu frá Seðlabankanum. Þannig
vildi bankinn bregðast við frétta-
flutningi af því mati greiningar
Íslandsbanka að vísbendingar
væru um að stór hluti þeirra fjár-
muna sem farið hafa í gegnum
fjárfestingarleiðina hefði líklega
komið til landsins án leiðarinnar
sem veitir í raun afslátt af fjár-
festingum á Íslandi.
Hafði Fréttablaðið eftir Jóni
Bjarka Bentssyni, sérfræðingi í
greiningu Íslandsbanka, á miðviku-
dag að lítið hefði sést af erlendri
fjárfestingu á meðan nokkur
umfjöllun hefði verið um innlenda
aðila sem hefðu nýtt sér fjárfest-
ingarleiðina.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort sams konar sundur liðun
verður birt vegna fyrri útboða en
að sögn Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar, ritstjóra Seðlabankans,
tekur talsverðan tíma að vinna
þessar upplýsingar. Þá segir Stefán
að þótt ekki sé hægt að fullyrða
að síðasta útboð gefi greinargóða
mynd af öllum fyrri útboðum veiti
það alltént ákveðna vísbendingu
um hverjir hafi verið að taka þátt
í þeim.
Í útboði Seðlabankans á þriðju-
dag keypti hann gjaldeyri að fjár-
hæð 25,2 milljónir evra. Í fyrri
útboðum bankans hefur hann
keypt 191 milljón evra. Sambæri-
leg upphæð hefur svo komið inn í
landið utan við útboðin samkvæmt
skilyrðum leiðarinnar. Námu fjár-
festingar í tengslum við hana því
4,7% af landsframleiðslu ársins
2011.
Spurður hvort Seðlabankinn telji
að fjárfestingarleiðin hafi skilað
tilætluðum árangri svarar Stefán:
„Þegar farið er út í svona aðgerðir
er aldrei hægt að vita hverju þær
munu skila. Þetta hefur hins vegar
ótvírætt þokað málum í rétta átt,
enda umtalsverðar fjárhæðir sem
hafa skilað sér með þessum hætti.
Þessi árangur dregur auk þess
verulega úr lausafjáráhættu í fjár-
málakerfinu sem stafa myndi af
losun gjaldeyrishafta.“
Þá hyggst Seðlabankinn lækka
lágmarksfjárhæðir í útboðum
bankans um helming. Slík breyting
mun gefa fleiri fjárfestum tæki-
færi til að nýta sér útboðs leiðirnar
en gagnrýnt hefur verið að þær
hafi einungis nýst fjár sterkum
aðilum. magnusl@frettabladid.is
Útlendingar nýta sér fjár-
festingarleið Seðlabankans
Innlendir aðilar voru í miklum minnihluta þeirra sem tóku þátt í nýjasta útboði Seðlabankans vegna fjárfest-
ingarleiðarinnar svokölluðu. Ekki liggur fyrir sams konar sundurliðun vegna fyrri útboða. Fjárfestingarleiðin
er liður í áætlun um afnám hafta en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að nýtast helst ríkum Íslendingum.
HAFNARFJÖRÐUR Hægt er að kaupa fasteignir auk hluta- og skuldabréfa í gegnum
fjárfestingarleiðina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Seðlabankinn auglýsti fjárfestingarleiðina í lok árs 2011 en hún er skref í
áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Leiðin felur í sér að bankinn
stendur fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem hann kaupir erlendan gjaldeyri
í skiptum fyrir krónur á hagstæðu gengi gegn því að krónurnar séu nýttar
til fjárfestingar hér á landi til fimm ára hið minnsta. Þannig geta eigendur
gjaldeyris fjárfest í innlendum hlutabréfum, skuldabréfum eða fasteignum.
Í síðasta gjaldeyrisútboði var skiptigengið 230 krónur fyrir evru.
Opinbert gengi sama dag var 173 krónur fyrir evru. Afslátturinn er þó í
raun helmingi minni því fyrir hverja evru sem seld er í útboðunum þurfa
þátttakendur að koma með aðra inn í landið í gegnum fjármálastofnanir.
Afsláttur þátttakenda er því 16% miðað við síðasta útboð.
Fjárfestingarleiðin getur nýst eigendum aflandskróna og miðar þannig
að því að minnka hina svokölluðu snjóhengju. Ef eigendur aflandskróna
selja erlendan gjaldeyri hjá innlendri fjármálastofnun í skiptum fyrir
krónur til fjárfestingar geta þeir nefnilega flutt til landsins aflandskrónur
fyrir samsvarandi upphæð á hinu hagstæða útboðsgengi Seðlabankans.
Hvernig virkar fjárfestingarleiðin?
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
METAN BÍLAR MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ
HYUNDAI SANTA FE II METAN
SÍÐUSTU EINTÖKIN
SANTA FE II METAN SJÁLFSKIPTUR - COMFORT
VERÐ ÁÐUR KR. 5.990.000
ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKARTÖKUM NOTAÐA BÍLA UPP Í
Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ
575 1200 - www.huyndai.is
Bjóðum til sölu síðustu eintökin af nýjum Santa Fe II 2012 árgerð með metanbúnaði. Bílarnir eru til reynsluaksturs og
sölu hjá Bílalandi Kletthálsi 11 og Hyundai Kauptúni 1 (beint á móti IKEA). Komdu strax og gerðu frábær kaup!
TILBOÐSVERÐ!
4.990 þús.
WWW.FACEBOOK.COM/HYUNDAI.IS
Rekstrarkostnaður stóru bank-
anna þriggja jókst um fimm
milljarða króna á árunum 2009
til 2011, sé tekið tillit til aukinnar
skattheimtu og samruna við
önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er
mat Samtaka fjármálafyrirtækja
(SFF), sem sendu í gær frá sér
yfirlýsingu vegna nýútkominnar
skýrslu Samkeppniseftirlitsins
um fjármálakerfið.
Í skýrslunni kom fram að
rekstrarkostnaður bankanna hefði
aukist um 18 milljarða á þessu
árabili en SFF telur raunhæfara
að miða við fimm milljarða. Þá
minnir SFF á að gríðarleg vinna
hafi falist í endurskipulagningu
lána á síðustu árum. - mþl
Gagnrýna Samkeppniseftirlit:
SFF segja kostn-
aðinn ofmetinn
Vísindamaðurinn James W.
Vaupel, sem starfar við Max
Planck-stofnunina í Óðinsvéum
í Danmörku, segir að börn sem
eru 10 ára í dag eigi að geta verið
á vinnumarkaði þar til þau verða
áttræð. Vinnuvikan ætti þess
vegna ekki að vera lengri en 25
klukkustundir.
Á vefnum forskning.no er haft
eftir Vaupel að mikilvægast sé að
allir starfi í ákveðinn tíma, ekki
hvenær þeir gera það. Hann segir
ungt fólk á aldrinum 20 til 30 ára
fá tíma til að sinna börnunum, iðka
íþróttir og sinna öðru sem gefur
lífinu gildi sé vinnuvikan stutt. Nú
sé hún löng samtímis því sem gera
megi ráð fyrir langlífi. - ibs
Vísindamaður í Danmörku:
Vinnuvikan
verði 25 stundir