Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 21
RÓM Í FYRSTA SÆTI
Norska dagblaðið VG gerði könnun á því hvert lands-
menn vildu helst ferðast. Í ljós kom að langflesta
Norðmenn dreymir um að komast til Rómar. Ítalía var
ofar á listanum en Havaí og Karíbahafið. Róm hafði
vinninginn í öllum aldursflokkum en þó með mestum
mun hjá þeim sem eru 25-39 ára.
Við viljum umfram allt að þetta verði skemmtilegt,“ segir Ester Júlía Olgeirsdóttir sem ásamt
Guðmundi Arnarssyni og hestamanna-
félaginu Fáki stendur fyrir óhefðbundnu
reiðnámskeiði fyrir konur í febrúar.
Á námskeiðinu verður fléttað saman
reiðkennslu og jafnvægis- og styrktar-
æfingum með frjálslegu ívafi.
„Oft eru reiðnámskeið stíf og mikil
áhersla lögð á reiðmennsku, kross-
gang, sniðgang og slíkt. Hingað til hefur
vantað skemmtileg námskeið þar sem
hlutunum er ekki tekið of alvarlega,“
lýsir Ester. Hún segir reiðmennskuna þó
fá sinn sess á námskeiðinu en reiðtímar
verða haldnir í reiðhöllinni í Víðidal
auk þess sem farið verður í reiðtúra.
Einnig verða haldnir tímar þar sem farið
verður í hugarfar, mataræði og líkams-
rækt. „Tilgangurinn er að fá konurnar til
að treysta hestinum,“ segir Ester, sem er
zumbakennari og þykir ljóst að zumba
fái sinn sess á námskeiðinu. „Zumba
kemur sterkt inn í reiðmennskuna varð-
andi liðleika, styrkleika og jafnvægi. Svo
er zumba líka svo skemmtilegt.“
Ester segir nauðsynlegt fyrir hesta-
menn að huga að líkamanum. „Það er
mikilvægt að knapinn sé í góðu formi
alveg eins og hesturinn,“ segir hún glað-
lega. Nánari upplýsingar um námskeiðið
má nálgast á vef hestamannafélagsins
Fáks www.fakur.is. ■ solveig@365.is
HESTAR OG ZUMBA
ÓHEFÐBUNDIN REIÐNÁMSKEIÐ Ester Júlía Olgeirsdóttir zumbakennari og
Guðmundur Arnarsson reiðkennari standa fyrir skemmtilegu reiðnámskeiði.
UMFRAM ALLT
SKEMMTILEGT
Ester Júlía segir nám-
skeiðið æði fjölbreytt.
Þar blandast saman
reiðkennsla, reiðtúrar,
líkams rækt og zumba
svo fátt eitt sé nefnt.
MYND/GVA
15% AFSLÁTTUR
Stærðir: 5-300 lítrar
BLÖNDUNARLOKI
FYLGIR
NORSK FRAMLEIÐSLA
Olíufylltir
rafmagnsofnar
Stærðir: 250W-2000W
Gæða viftur fyrir baðherbergi,
eldhús, vinnustaði o.fl.
af OSO hitakútum, Wösab olíufylltum
ofnum og Vortice loftræstiviftum.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
www.thjodbuningasilfur.is
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna
um allan heim notað BIRKENSTOCK®
sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Teg: Arisona. St. 35 – 48. Verð: 12.885,-