Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.02.2013, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGBókhald & endurskoðun MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 20134 Hagsýn sérhæfir sig í bókhaldi og fjármálum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Allar upplýsingar eru unnar mánaðarlega svo stjórnendur hafa ávallt yfirsýn. „Við matreiðum upplýsingarnar svo allir skilji og reynum að forðast sérhæfð fjármálahugtök. Við vinnum einnig upplýsingarnar mánaðar- lega svo atvinnurekandinn sjái allar sveiflur og geti byggt reksturinn á þeim,“ útskýrir Brynhildur S. Björnsdóttir en hún stofnaði Hagsýn ásamt Svövu Huld Þórðardóttur fyrir þremur árum, með áherslu á bók- haldsþjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. „Við þjónustum þann hóp sem ekki er kominn á það stig að ráða sérhæfðan fjármálastjóra og skortir kannski þekkingu á þessu sviði, áhuga og tíma. Þó vinnum við einnig með fjármálastjórum sem vilja láta matreiða upplýsingarnar fyrir sig eins og við gerum,“ segir Bryn- hildur og bætir við að miklu máli geti skipt fyrir lítil fyrirtæki að geta gengið að rekstrarupplýsingum vísum um hver mánaðamót. Þá útbúi Hagsýn myndrænt rekstraryfirlit annan hvern mánuð sem fyrirtækin geti nýtt sem stjórnborð. „Þau fyrirtæki sem þurfa á fjárfestum að halda þurfa til dæmis að geta sýnt fram á yfirlit yfir reksturinn og þá liggur þetta alltaf tilbúið hjá okkur. Eins greiðsludreifum við álaginu yfir árið svo fyrirtækin þurfa ekki að eiga við þunga greiðslupósta tvisvar á ári.“ En hvernig fyrirtæki nýta sér þjónustu Hagsýnar? „Viðskiptavinir okkar eru að stærstum hluta ör- og lítil fyrirtæki. Margir eru í skapandi greinum, eða að selja hugvit, sérfræðingar, fræðimenn, iðn-, tækni- og nýsköpunarfyrirtæki. Það er greinilega þörf á þessari þjónustu og viðtökurnar hafa verið fram úr okkar björtustu vonum.“ www.hagsyn.is Yfirsýn og hugarró í fjár- málum lítilla fyrirtækja Brynhildur Björnsdóttir og Svava Huld Þórðardóttir hjá Hagsýn matreiða bókhalds- upplýsingar á mannamáli. MYND/GVA „Það er mín trú að maður eigi að reyna að skilja við hlutina ögn betur en þegar maður tók við þeim. Ég lenti í fjárhags- legu áfalli árið 2001 eftir að hafa skrifað upp á ábyrgð fyrir fyrirtæki sem ég átti hlut í. Ég hugsaði með mér að það hefði nú verið betra að læra þetta á bók en á eigin skinni,“ segir Breki. Kennsla í skólum Fjármálalæsi hefur lítið verið kennt í skólum hingað til og er það eitt af bar- áttumálum Breka. „Krakkar læra allt um það hvernig Snorri Sturluson lifði og dó og um afrek Egils Skallagríms sonar en ekkert um það hvernig á að haga sér í fjármálum. Enn í dag þarf fólk að finna úr því með því að hlaupa á veggi. Þó stendur það til bóta og unnið er að bættu fjármálalæsi víða.“ Í nýrri námsskrá grunn –og fram- haldsskóla er kveðið á um kennslu í fjár- málalæsi og nýlega var skipuð nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem fjallar um það hvernig henni skuli háttað. „Það er þó ekki enn búið að ákveða hvernig þessi kennsla skuli fara fram.“ Hvað er fjármálalæsi? Það eru þrír hlutir sem fjármálalæsi snýst um. „Þekking, hegðun og við- horf en við viljum hafa áhrif á hegð- un. Það gerum við í gegnum þekkingu og viðhorf. Þetta þarf þó ekki að fara saman. Það er hægt að kenna fólki alls kyns hluti en það er ekki þar með sagt að það fari eftir þeim.“ Líkurnar aukast þó á bættri hegðun eftir því sem þekking eykst og við horfin breytast. Sjónvarpsþættir og bók Sjónvarps þættirnir „Ferð til fjár“ sem Breki gerði voru sýndir í Ríkissjón- varpinu í janúar 2010. Í framhaldi var kennslubókin „Ferð til fjár“ gefin út. „Hvort tveggja er notað í kennslu í nokkrum framhaldsskólum sem er mjög jákvætt.“ Aflatún  Kennsluefni fyrir börn Aflatún er námsefni fyrir 6-14 ára krakka. Þar er fléttað saman samfélagsábyrgð, ný sköpun og fjármálalæsi. Náms efnið er kennt víða um heim og njóta þess um 1,3 milljarðar barna. „Krökkum frá sex ára aldri er kennt margt, allt frá réttindum sínum samkvæmt Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og þeim skyldum sem þeim fylgja yfir í það hvað það þýðir að búa í sam félagi.“ Í framhaldi fara þau að skoða samfélagið og kanna hvort eitthvað megi betur fara og koma með tillögur að endur bótum. Á hverju ári frá 6-14 ára aldurs stofna þau svo fyrir- tæki í þágu samfélagsins. „Mörg þús- und fyrirtæki hafa verið stofnuð víða um heim. Á Indlandi sáu krakkarnir að margir hættu í skóla og áttuðu sig á því að ástæðan var sú að þeir höfðu ekki efni á dýrum skólabókum. Þau stofn- uðu því eigin bóksölu og fækkuðu milli- liðum. Bókaverð lækkaði og fleiri gátu farið í skóla. Hagnaðurinn af sölunni var svo notaður til að reisa salernis- aðstöðuna í skólanum sem ekki var til staðar,“ segir Breki. Í þessu héraði á Indlandi eru nú, tveimur árum síðar, um tuttugu skólar og njóta þeir góðs af þessari hugmynd og skólabókaverð er lægra en það var áður. „Hagnaðurinn er ávallt notaður til að bæta aðstöðuna í skólanum, kaupa mat eða annað sem bætir samfélagið.“ Þessi kennsluaðferð er nú notuð á Bolunga- vík með góðum árangri. „Svo eru nokkrir skólar í Reykjavík að fara af stað með þessa kennslu.“ Það er því ýmislegt að gerast og verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum. Á heimasíðu Stofnunar um fjármálalæsi, www.fe.is, eru nánari upplýsingar um það helsta sem tengist fjármálalæsi; rannsóknir, kennsluefni, greinar, fyrir- lestrar og fleira. Kennsla í fjármálalæsi mikilvæg Breki Karlsson, stofnandi og forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hóf baráttu sína fyrir bættu fjármálalæsi Íslendinga eftir að hann lenti sjálfur í fjárhagslegum kröggum. Í nýrri námsskrá grunn- og framhaldsskóla er kveðið á um kennslu í fjár- málalæsi en ekki er enn búið að ákveða hvernig þessi kennsla skuli fara fram. Sjónvarpsþættirnir „Ferð til fjár“ voru sýndir á RÚV og í framhaldi kom út kennslubók í fjármálalæsi með sama nafni. Breki Karlsson segir fjármálalæsi snúast um þrjá hluti; Þekk- ingu, hegðun og viðhorf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.