Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2013 | TÍMAMÓT | 25
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir,
afi og langafi okkar,
JÓN BERGMANN SKÚLASON
bifreiðastjóri, Flúðaseli 2,
lést á Landspítala við Hringbraut fimmtu daginn
7. febrúar. Hann verður kvaddur föstudaginn
15. febrúar í Fossvogskirkju kl. 11.00.
Anna Margrét Hálfdanardóttir
Margrét R. J. Payne Tim Payne
Jón Skúli Jónsson Hrafnhildur Ósk Brekkan
Karen Magnúsdóttir Guðmundur Sævin Bjarnason
Dagný Eva Magnúsdóttir Sigurður Ingi Jónsson
Linda Bergdís Jónsdóttir Hörður Rafnsson
systkini, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINÞÓR PÉTURSSON
fyrrverandi skipstjóri,
lést að Hrafnistu að morgni fimmtudagsins
7. febrúar sl. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum
starfsfólki á Hrafnistu, deild F-2, fyrir
umönnun og vináttu á liðnum árum.
Starf ykkar er ómetanlegt.
Pétur Ragnar Sveinþórsson
Ægir Steinn Sveinþórsson Helga Hanna Sigurðardóttir
Ásta Ægisdóttir
Silja Ægisdóttir
Ástkær stjúpfaðir okkar, bróðir, vinur, afi og
langafi,
HANNES HAFLIÐASON
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Kleppsvegi 126, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju
fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.00.
Kolbrún Benjamínsdóttir
Margrét Benjamínsdóttir
Sigurður Tryggvason
Hafdís Hafliðadóttir
Ingibjörg Hafliðadóttir
Aðalheiður Hafliðadóttir
Ragnar Hafliðason
Friðlaugur Friðjónsson
afa- og langafabörn og fjölskyldur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR
frá Rúfeyjum,
sem andaðist þann 26. janúar á Sjúkrahúsi
Selfoss. Útför hennar hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Áss
og Sjúkrahúss Selfoss fyrir góða umönnun.
Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir
Jón Guðlaugsson Alda Særós Þórðardóttir
Jóhannes Kristján Guðlaugsson Hildur Steinþórsdóttir
Kristbjörg Helga Guðlaugsdóttir
Valdimar Guðlaugsson
Ólína Guðlaugsdóttir Sigurður Rafn Borgþórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SNJÓLAUG SVEINSDÓTTIR
lést í Holtsbúð Vífilsstöðum þann 6. febrúar
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði föstudaginn 15. febrúar
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS).
Jónas Brjánsson
Helga Hrönn Jónasdóttir Grímur T. Tómasson
Brjánn Jónasson Andrea Rúna Þorláksdóttir
Haukur Jónasson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi.
PAUL SVEINBJÖRN JOHNSON
lögfræðingur og fyrrum aðalræðismaður
Íslands í Chicago,
Grenimel 16, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund
8. febrúar sl. Útförin fer fram
frá Neskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00.
Áslaug Ragnhildur Holm Johnson
Sonja Ragnhildur Johnson Marc C. Johnson
Pétur Snæbjörn Johnson
Birgir Þór Johnson Santok Johnson
Kathleen Johnson Menlove Lynn Menlove
Knut Sveinbjörn Johnson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR HANNESSON STEPHENSEN
er látinn. Bálför hefur farið fram.
Ellen Helga Guðmundsdóttir
Guðmundur og Greta
Hlöðver og Sigrún Helga
Guðrún Ósk
Höskuldur og Eva Rakel
Eva og Margeir Kúld
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURRÓS GRÍMSDÓTTIR
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Búðarflöt, Álftanesi,
lést að morgni laugardagsins 9. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Bessastaðakirkju
föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00.
Gunnar Sigurðsson Jóna Guðlaugsdóttir
Hallgrímur Sigurðsson Sólveig Einarsdóttir
Bertha María Sigurðardóttir Róbert Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓLI ÓLAFSSON
fyrrv. yfirflugumferðarstjóri,
andaðist á Landspítalanum
föstudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
14. febrúar kl. 11.00.
Margrét Sigbjörnsdóttir
Sigurður Óli Guðmundsson Hrönn Gísladóttir
Kristbjörn Óli Guðmundsson Hildur Valsdóttir
Ólafía Guðmundsdóttir Davíð Hermannsson
Kristín Guðmundsdóttir Benedikt Gústavsson
Hafdís Dögg Guðmundsdóttir Arnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við fráfall og jarðarför
STEFÁNS PÉTURS EGGERTSSONAR
verkfræðings.
Kristín Gunnarsdóttir
Hulda Stefánsdóttir Pétur Þ. Óskarsson
Gunnar Stefánsson Arna Björk Jónsdóttir
Eggert Stefánsson Annabel Baxter
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRÐUR BENEDIKT
GUÐMUNDSSON
lést 22. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey. Við þökkum vinsemd og hlýhug.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ruth Erla Ármannsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SIGURÐSSON
fyrrverandi flugumferðarstjóri,
Skógarseli 43, Reykjavík,
andaðist laugardaginn 9. febrúar á Hrafnistu
Boðaþingi.
Edda Magndís Halldórsdóttir
Sigurður Kristinsson Anna Dís Bjarnadóttir
Hjálmar Kristinsson
Helgi G. Kristinsson Hildigunnur Bjarnadóttir
Jóhann Örn Kristinsson Edda Björg Benónýsdóttir
Halldór Ívar Guðnason Ása M. Blöndahl
Edda Guðrún Guðnadóttir Sveinn Vignisson
barnabörn og barnabarnabörn.
„Tilgangurinn með skipun ungmenna-
ráðs er að virkja unga fólkið til
umræðu þannig að raddir þess heyrist
innan stjórnsýslunnar og annars stað-
ar,“ segir Arnar Jónsson, tómstunda-
fulltrúi Strandabyggðar, sem heldur
utan um starfsemi nýs tíu manna ung-
mennaráðs í sveitarfélaginu Stranda-
byggð. Hann segir ætlunina að kjósa
ráðið til eins vetrar í senn en þetta
fyrsta hafi nánast verið handpikkað
út. „Kannski eins ólýðræðislegt og
hægt er,“ segir hann svolítið afsakandi.
„Hugmyndin var að fá sem breiðastan
hóp. Í honum eru krakkar allt niður í
9. bekk, unglingar sem búa úti í sveit,
aðflutt ungmenni og foreldri, svo dæmi
séu tekin.“
Hvaða vonir bindið þið við þetta ráð?
„Stóra málið er að heyra hvað unga
fólkið hefur að segja. Það hefur mikl-
ar skoðanir á hlutunum og þarna hefur
það kjörinn vettvang til að koma sinni
rödd á framfæri. Þegar svona hópur
fær formlegan vettvang til að tala þá
leiðir það til breytinga. Það er alveg
öruggt.“
Hvað telur Arnar helst brenna á
ungu fólki í Strandabyggð? „Fyrst af
öllu vil ég auðvitað heyra hvað ráðið
leggur til. Það sem mig grunar að
komi upp úr dúrnum í Strandabyggð
eins og í mörgum sveitarfélögum af
þessari stærðargráðu er að framboð
af afþreyingu og frístundastarfi, sem
er stór hluti af lífi fólks á framhalds-
skólaaldri, sé ekki nógu mikið og úr
því megi bæta.
Hvert fara ykkar krakkar í fram-
haldsskóla?
Þeir fara út um allt land en í haust
verður opnuð framhaldsdeild á Hólma-
vík sem býður upp á svokallað dreif-
nám frá Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki. Stofnun ung-
mennaráðs er liður í að efla stemn-
inguna í kringum deildina. Það sem
skiptir hvað mestu máli þegar fólk er
í framhaldsskóla – það þarf ekkert að
fara í felur með það – er félagslífið. Í
byggðarlögum þar sem enginn fram-
haldsskóli er vantar alltaf nokkra
árganga inn í samfélagið og það skapar
ákveðna deyfð. Svo lifnar yfir öllu um
jól, páska og á sumrin. En þessi nýja
framhaldsdeild mun breyta mannlíf-
inu að vetrinum til og ungmennaráðið
mun móta þær breytingar.“
Virkja unga fólkið
Fyrsta ungmennaráð sveitarfélagsins Strandabyggðar hefur verið skipað. Í því er fólk á
aldrinum 14 til 25 ára og því er ætlað að gæta hagsmuna ungs fólks í sveitarfélaginu og
vera ráðgefandi um frístundastarf þess.
Í STRANDABYGGÐ Skátafundur er
góður undirbúningur undir það að sitja í
ungmenna ráði. MYND/ARNAR/STRANDIR.IS
TÓMSTUNDAFULLTRÚINN „Stóra málið er
að heyra hvað unga fólkið hefur að segja.
Það hefur miklar skoðanir á hlutunum,“
segir Arnar. MYND/ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR