Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 42
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 34
FYRIR OG EFTIR Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann telst í dag vera einn allra besti knattspyrnumaður heims. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo mun
í kvöld mæta Manchester Uni-
ted, sínu gamla félagi, í fyrsta
sinn síðan hann var seldur til
Real Madrid fyrir metupphæð,
80 milljónir punda, árið 2009.
Liðin munu í kvöld eigast við í
fyrri viður eign liðanna í 16-liða
úrslitum Meistara deildar Evrópu
en leikurinn fer fram í spænsku
höfuðborginni.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þessar viðureignir síðan dregið
var í 16-liða úrslitin þann 20.
desember síðastliðinn. Athyglin
hefur eðlilega helst beinst að Cris-
tiano Ronaldo, sem var þegar
orðinn einn besti knattspyrnu-
maður heims þegar hann hélt til
Madrid fyrir tæpum fjórum árum.
Ronaldo hefur hins vegar
haldið áfram að bæta sig síðan þá
og státar í dag af þeirri ótrúlegu
tölfræði að hafa skorað meira en
mark að meðaltali í leik á ferli
sínum hjá Real Madrid. Ronaldo
hefur ef til vill aðeins fallið í
skugga Börsungsins Lionels
Messi, sem hefur verið valinn
knattspyrnumaður ársins öll þau
fjögur ár sem Ronaldo hefur verið
hjá Real, en tölurnar tala engu að
síður sínu máli.
Farangurslaus í Manchester
Ronaldo var aðeins átján ára
gamall þegar United keypti hann
frá Sporting Lissabon fyrir rúmar
tólf milljónir punda. Ronaldo, sem
talaði þá varla stakt orð í ensku,
flaug til Manchester í ágústmánuði
2003 og hafði ekki með sér neinn
farangur að ráði, þar sem hann
taldi að Ferguson myndi lána hann
aftur til Sporting út tímabilið.
„Það er ekkert mál,“ sagði
Ferguson þegar hann frétti af því.
„Þú æfir með okkur á morgun og
ferð svo aftur til Portúgals til að
sækja föggur þínar.“
Ronaldo bað sjálfur um treyju
númer 28 – sama númer og
hann var með hjá Sporting –
en Ferguson krafðist þess að
hann klæddist treyju númer sjö.
Treyjunni sem David Beckham
hafði klæðst aðeins nokkrum
vikum fyrr og goðsagnir á borð
við George Best, Eric Cantona og
Bryan Robson á undan honum.
Sex árum síðar varð hann að
dýrasta knattspyrnumanni heims
þegar Real Madrid keypti hann
á metupphæð. „Cristiano hefur
reynst Manchester United einstak-
lega vel,“ sagði Alex Ferguson þá.
„Hann hefur á sínum sex árum hér
orðið að besta knattspyrnumanni
heims.“
Gekk Ronaldo í föðurstað
Frægðarsól Ronaldos reis enn
hærra hjá Real Madrid og sér
reyndar ekki enn fyrir endann á
því ferli. Hann er ekki nema 28
ára gamall og er því fyrst núna
að komast á bestu ár knattspyrnu-
ferilsins. Ronaldo hefur sjálfum
verið tíðrætt um samband sitt við
Alex Ferguson sem hann segir
helst líkjast sambandi föður og
sonar. En nú þarf Ferguson í
fyrsta sinn að takast á við Ronaldo
sem hindrun fyrir sitt lið.
Gary Neville, fyrrum samherji
Ronaldo hjá United, hefur mært
hann mjög í enskum fjölmiðlum
að undanförnu. Hann segir hann
betri leikmann nú en þegar hann
fór til Real á sínum tíma.
„Í dag er hann algjört skrímsli,“
sagði Neville. „Ég sá hann spila á
laugardaginn. Hann hirti boltann
bara einhvers staðar á vellinum,
gerði einhverja takta sem ég get
ekki einu sinni lýst, fór fram hjá
einum manni og negldi honum inn
af 25 metra færi. Það er ekki hægt
að verjast gegn slíku.“
eirikur@frettabladid.is
Höfuðverkur Alex Ferguson
Ef Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar liði sínu að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu í vetur
þarf hann fyrst að vinna bug á Real Madrid og helst Cristiano Ronaldo, fyrrverandi skjólstæðingi sínum.
CRISTIANO
RONALDO
Fæddur 5. febrúar 1985 (28 ára gamall)
Deildarleikir
Mörk
Titlar
Deildarmeistari
Bikarmeistari
Deildarbikarmeistari
Meistari meistaranna
Evrópumeistari
Heimsmeistari félagsliða
Meðaltal
MANCHESTER
UNITED
6 tímabil
(2003-2009)
REAL
MADRID
4 tímabil
(2009-2013)
196
84
0,43
123
136
1,02
ÚRSLIT
REYKJAVÍKURMÓT KVENNA
VALUR - FYLKIR 5-0
Valur á sigurinn vísan í Reykjavíkurmótinu eftir að
hafa unnið Fylki í gær.
MEISTARADEILD EVRÓPU
16-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKIR
CELTIC - JUVENTUS 0-3
0-1 Alessandro Matri (3.), 0-2 Claudio Marchisio
(77.), 0-3 Mirko Vucinic (83.).
VALENCIA - PSG 1-2
0-1 Ezequiel Lavezzi (10.), 0-2 Javier Pastore (43.),
2-1 Adil Rami (90.).
LEIKIR KVÖLDSINS
REAL MADRID - MAN. UNITED KL. 19.45
Sýndur á Stöð 2 Sport HD
SHAKHTAR - DORTMUND KL. 19.45
Sýndur á Stöð 2 Sport 3
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar
Magnússon var ekki byrjaður
að æfa tugþraut þegar hann
var 23 ára gamall en lesa mátti
það út úr grein Fréttablaðsins
um tugþrautarkappann Einar
Daða Lárusson í gær að hinn 22
ára gamli ÍR-ingur væri langt
á undan Jóni á sama aldri. Jón
Arnar fór ekki á fullt fyrr en
mun seinna og hans besti árangur
kom í hús þegar Jón Arnar var 26
til 33 ára gamall. - óój
Jón Arnar var
ekki byrjaður
JÓN ARNAR MAGNÚSSON Á sautján
bestu þrautir Íslendinga. MYND/AFP
KÖRFUBOLTI Berglind Gunnars-
dóttir er ein efnilegasta körfu-
boltakona landsins og búin að vera
lengi í stóru hlutverki hjá Snæfelli
þrátt fyrir að vera ekki orðin tví-
tug. Það er jafnframt erfitt að
finna óheppnari leikmann því
eftir krossbandsslit og tvær hné-
aðgerðir hefur hún glímt við það
að fara mörgum sinnum úr axlar-
lið á þessu tímabili.
Berglind fór enn á ný úr axlarlið
í leik á móti KR um helgina. „Þetta
er mjög sárt,“ segir Berglind.
„Það er enginn búinn að afskrifa
neitt. Ég er að fara í myndatöku á
morgun (í dag) og þá ráðfæri ég
mig við lækni í leiðinni. Þá kemur
líklega í ljós hvert fram haldið
verður. Þetta er orðið frekar
slæmt þegar þetta er líka farið að
gerast í svefni. Það er því ekki eins
og það þurfi mikil átök til,“ segir
Berglind sem fékk fyrst högg á
öxlina síðasta sumar.
„Svo gerðist þetta fyrst
almennilega í leik á móti Grinda-
vík í byrjun tímabilsins. Þá ráð-
færði ég mig við lækni og við
keyptum hlíf. Svo hélt þetta áfram
að gerast og ég tók því langa pásu
fram að áramótum og fór bara að
styrkja öxlina,“ segir Berglind en
það breytti því ekki að þetta hefur
þrisvar sinnum hent eftir áramót.
Snæfellsliðið saknar Berg lindar
mikið en liðið tapaði ekki leik í
byrjun tímabils meðan hún spilaði
á fullum styrk.
„Við erum frekar fáliðaðar
og megum ekki við miklum
meiðslum,“ segir Berglind en hún
skoraði 14,5 stig í leik áður en hún
fór fyrst úr axlarlið í leik. „Ég er
svo sem orðin vön því að sitja á
bekknum því ég er búin að vera
svo mikið í meiðslum. Það er því
ekki í fyrsta skiptið sem ég þarf að
gera það,“ segir Berglind enda ein-
staklega óheppin. „Það er eins og
ég taki öll meiðsli liðsins á mig. Ég
er búin að fara í tvær hnéaðgerðir
og svo gerist þetta. Þetta er orðinn
ágætis pakki,“ segir Berglind. - óój
Ein óheppnasta körfuboltakona landsins
„Þetta er mjög sárt,“ segir Snæfellskonan Berglind Gunnarsdóttir sem hefur ítrekað farið úr axlarlið í vetur.
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR
Meiðslasagan er löng. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI FH sópaði að sér verð-
launum þegar bestu leikmenn
umferða átta til fjórtán í N1-
deild karla voru heiðraðir í gær.
Ásbjörn Friðriksson var valinn
besti leikmaðurinn en besti þjálf-
arinn var valinn Einar Andri
Einarsson. Báðir eru úr FH sem
vann sex af sjö leikjum sínum í
þessum umferðum.
Jón Þorbjörn Jóhannsson, leik-
maður Hauka, var valinn besti
varnarmaðurinn í annað skiptið
í röð. Akureyri fékk viðurkenn-
ingu fyrir bestu umgjörðina og
besta dómaraparið var útnefnt
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson. - esá
LIÐ 8.-14. UMFERÐAR
Mark: Daníel Andrésson, FH
Vinstra horn: Sturla Ásgeirsson, ÍR
Vinstri skytta: Björgvin Hólmgeirsson, ÍR
Miðja: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram
Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, FH
Lína: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum
Ásbjörn bestur
ÖFLUGUR Ásbjörn Friðriksson hefur
haft góð áhrif á lið FH. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT