Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 10
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR |
Af umræðunni að dæma mætti ætla að eign-
arhald á jörðum væri stórmál í íslenskum
stjórnmálum. Reyndin er þó sú að afstaða
stjórnmálamanna til málsins hefur fyrst og
fremst mótast af því að bregðast við ákveðn-
um áformum. Þar er fyrst og fremst um að
ræða hugmyndir kínverska fjárfestisins
Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á
Fjöllum.
Þau áform ruddu öðru frá um hríð í
íslenskri stjórnmálaumræðu, kölluðu á við-
brögð stjórnmálamanna, framlagningu
þingsályktunartillögu og rötuðu inn á borð
ríkisstjórnarinnar. Það er fyrst og fremst til
marks um það hve margt er á huldu í mála-
flokknum, stefnan liggur ekki fyrir.
„Ef reglur eru skýrar, hvert er þá vanda-
málið? Landið verður ekki svart þó útlend-
ingar eigi það. Grasið deyr ekki. Þessi rök
snúast fyrst og fremst um tilfinningar,“
sagði Rudolph Walter Lamprecht, sviss-
neskur eigandi nokkurra íslenskra jarða,
í Fréttablaðinu á laugardag. Hann kvart-
ar einmitt yfir því að reglur séu alls ekki
skýrar og ekki liggi fyrir hvað megi gera á
hverri jörð. Umræðan um Nubo sýnir, svo
ekki verður um villst, að svo er raunin.
Vilja takmarkanir
Um eignarhald á jörðum, sérstaklega útlend-
inga, er kveðið á í nokkrum lögum. Þar ber
fyrst að nefna jarðalög, sem eru á forræði
atvinnuvegaráðuneytisins, þá lög um eign-
arrétt og afnotarétt fasteigna, sem innanrík-
isráðherra fer með. Málaflokknum tengjast
síðan fleiri lög, til dæmis ákvæði í stjórnar-
skrá um auðlindir, en eignarhald á jörðum
snýst oftar en ekki um auðlindir sem þær
geyma, svo sem vatn.
Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, lagði fram drög
að nýjum jarðalögum árið 2011. Þau hlutu
lítinn hljómgrunn og voru dregin til baka.
Gagnrýnin á þau var á ýmsa lund, ekki síst
þá að þar var gerð ríkari krafa um búsetu,
sem og skyldur ábúenda.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra, hefur skipað starfshóp
til að endurskoða jarðalögin. Hann segir að
trauðla muni nást að leggja þau fram á yfir-
standandi kjörtímabili, en mögulega náist
þó að kynna það þannig að efnið komist í
umræðuna.
„Ég hefði helst viljað sjá samræmt farið
yfir þetta, lögin um fasteignir og jarða- og
ábúðarlögin, og eftir atvikum jafnvel líka
það sem vonandi ratar inn í stjórnarskrá um
sameign á auðlindum og víðtækari stefnu-
mörkun sem snýr að meðferð á landi og með-
ferð og ráðstöfun lands inn í framtíðina.“
Steingrímur segist styðja hugmyndir
Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra
um takmörkun og telur að í raun sé ekki
mikill ágreiningur á meðal stjórnmála-
manna í málaflokknum. Samstaða hljóti að
nást um að að tryggja möguleika landbún-
aðarframleiðslu og nýtingu, í þágu almanna-
hagsmuna, á jarðnæði á Íslandi.
„Ég styð hann í því að við eigum að hafa
tilteknar varnir í lögum af þessu tagi. Það
væri glæfraskapur að gera það ekki, því
heimurinn er stór og Ísland er lítið og það
eiga margir mikið af peningum. Ég held að
það vilji enginn vera með ónotatilfinningu
fyrir því að við séum algjörlega berskjölduð
í þessum efnum.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðis flokksins, lýsti á sínum tíma and-
stöðu við söluna á Grímsstöðum til Huangs.
„Það er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að
greiða fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi,“
sagði hann á Facebook-síðu sinni. „En er það
sjálfsagt og eðlilegt að menn geti keypt stór-
ar jarðir og jafnvel hundruð ferkílómetra
lands? Það finnst mér ekki.“
Þó ekki náist að leggja fram nýtt frum-
varp fyrir þinglok er ljóst á orðum stjórn-
málamanna að þeir vilja einhvers konar tak-
mörkun á eignarhaldi á jörðum.
ASKÝRING | 10
En er það
sjálfsagt og eðlilegt
að menn geti keypt
stórar jarðir og
jafnvel hundruð
ferkílómetra lands?
Það finnst mér ekki.
Bjarni Benediktsson
Ég styð hann
[innanríkisráðherra]í
því að við eigum að
hafa tilteknar varnir í
lögum af þessu tagi.
Það væri glæfraskap-
ur að gera það ekki,
því heimurinn er stór
og Ísland er lítið og það eiga
margir mikið af peningum.
Steingrímur J. Sigfússon
1 2 3 4 5 6HVER Á ÍSLAND?
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Páll Hilmarsson
pallih@gogn.in
Lögbýli á Íslandi eru 6.449. Árið 2006 gerðu
Bændasamtök Íslands skýrslu um eignarhald á
jörðum. Þar kemur meðal annars fram að það ár
er búfjárframleiðsla stunduð á tæplega 42 pró-
sentum lögbýlanna. Fréttablaðið spurðist fyrir
hjá samtökunum um nýrri tölur en fékk þau svör
að þær væru ekki til.
Miðað við þróunina árin á undan má gera ráð
fyrir að þessi tala hafi breyst eitthvað. Lögbýlum
í búfjárframleiðslu fækkaði þó um níu prósent frá
árunum 2001 til 2006. Sauðfjárrækt er stunduð á
flestum býlum, eða 1.511 af 2.693 árið 2006.
Í skýrslunni kemur einnig fram að ábúandi er
á meðal eigenda á 73 prósentum lögbýla í búfjár-
framleiðslu.
Þessar tölur leiða hugann að breyttri land-
notkun, en með fullkomnari tækni þarf minna og
minna pláss í landbúnaðarframleiðslu.
Steingrímur J. Sigfússon segir að þegar eignar-
hald jarða sé skoðað þurfi að meta einnig aðra
hagsmuni en landbúnaðarframleiðslu. Þar megi
nefna ferðaþjónustu og útivist og réttlætanlegt
geti verið að ráðstafa tilteknu landi þannig líka.
„En við hugsum um láglendið, ræktarland,
sveitir, jarðir, þá er það auðvitað væntanlega
vettvangur búskaparumsvifa og matvælafram-
leiðslu, kornræktar og fleiri hluta sem eiga eftir
að vaxa á komandi árum. Þá viljum við náttúru-
lega helst hafa jarðnæði til ráðstöfunar í það.
Skógrækt er auðvitað líka grein sem á augljós-
lega framtíðina fyrir sér á Íslandi og hún þarf
sitt pláss og svo framvegis. Þannig að það er að
mörgu að hyggja í því.“
Líklega er engin ein breyting á landnotkun
meira áberandi en sú að selja jarðir undir sumar-
hús. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru
12.402 sumarhús á landinu við síðustu áramót.
Um helmingur þeirra, eða 6.233, var á Suður-
landi.
Um 42% í búfjárframleiðslu
Vilja takmarka jarðakaup
Unnið er að lagabreytingum til að takmarka kaup útlendinga á íslenskum jörðum. Samhugur virðist vera hjá stjórnmálamönnum um að
takmarka þurfi útlendinga til eignarhalds. Meira er þó um viðbrögð við ásókn að ræða en stefnumörkun til framtíðar.
GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Áhugi kínversks fjárfestis á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum er engan veginn dæmigerður fyrir erlent eignarhald á jörðum, þó ekki væri nema fyrir umfang þeirra. Þau hafa hins vegar
stýrt umræðunni um málið. MYND/SIGGA HALLGRÍMS
Á MORGUN Samantekt og tilraun til svars.
Fjöldi lögbýla í búfjárframleiðslu
eftir landshlutum
Breyting frá 2001-2006
Skipting lögbýla í búfjárframleiðslu
Eft ir búgreinum 2006
Höfuðborgarsvæðið 1.118
Reykjanes 69
Vesturland 2.565
Vestfi rðir 593
Norðurland vestra 418
Norðurland eystra 936
Austurland 470
Fjöldi sumarhúsa í lok hvers árs
2012 eft ir landshlutum
Samtals
12.402
1.500
1.000
500
0
Blandað Annað
Suðurland
6.233
30
20
10
0
-10
H
öf
uð
bo
rg
ar
sv
æ
ði
ð
Su
ðu
rn
es
V
es
tu
rl
an
d
V
es
tfi
r
ði
r
N
or
ðu
rl
an
d
ve
st
ra
N
or
ðu
rl
an
d
ey
st
ra
A
us
tu
rl
an
d
Su
ðu
rl
an
d
FJÖLDI JARÐA Í BÚFJÁR-
FRAMLEIÐSLU ÞAR SEM ÁBÚ-
ANDI ER MEÐAL EIGENDA
FJÖLDI JARÐA Í ÁBÚÐ ÞAR
SEM ÁBÚANDI ER MEÐAL
EIGENDA
Ábúandi meðal
eiganda
73%
Ábúandi meðal
eiganda
69%
Ábúandi ekki
meðal eiganda
27%
Ábúandi ekki
meðal eiganda
31%