Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|HELGIN Konudagur er á sunnudaginn svo það er best fyrir herrana að setja á sig svuntu og skella í eina jarðarberjaböku og koma frúnni á óvart. Í þessari einföldu upp- skrift eru bæði notuð jarðarber og hindber. KÖKUBOTN 150 g smjör 75 g sykur 225 g hveiti FYLLING 2 dl sýrður rjómi (36%) 2 tsk. vanillusykur 250 g jarðarber 250 g hindber Hitið ofninn í 160°C og smyrjið bökuform vel að innan. Gott er að nota lausbotna form. Setjið smjörið í þykkbotna pott og bræðið það. Þá er sykurinn settur út í og potturinn tekinn af hitanum. Látið sykurinn bráðna í smjörinu. Þá er hveitinu hrært varlega saman við þangað til deigið verður jafnt og fínt. Látið deigið hvíla í 2-3 mínútur eða þar til það hefur kólnað aðeins. Setjið síðan í bökuformið og leggið það vel upp við barm- ana með fingrunum. Látið hvíla í forminu í 15-20 mínútur áður en það er sett í ofninn. Síðan bakað í 20 mínútur. Hafið formið í miðjum ofni. Kælið deigið áður en fyllingin er sett í. Þeytið sýrðan rjóma og vanillu- sykur þar til blandan stífnar að- eins. Setjið kremið ofan á bökuna og skreytið með berjunum. JARÐARBERJABAKA FYRIR FRÚNA SNERTIÐ OG PRÓFIÐ „Þetta verður ekki sýning þar sem gestum verður bannað að snerta heldur verða þeir þvert á móti hvattir til að snerta,“ segir Sandra Arnardóttir, verkefnastjóri í markaðs- deild Smáralindar. MYND/GVA VÍSINDASTÖÐVAR Rúmlega 20 stöðvar verða settar upp í Smáralind í tengslum við sýninguna Undur vísindanna. Í gær hófst sýningin Undur vísind-anna á göngum verslunarmiðstöðv-arinnar Smáralindar í Kópavogi. Um er að ræða gagnvirka sýningu þar sem gestir fá að uppgötva og prófa sig áfram með ýmis undur tækninnar og vísindanna en rúmlega tuttugu stöðvar verða settar upp víðs vegar á báðum hæðum Smáralindar. Sandra Arnardóttir, verkefnastjóri í markaðsdeild Smáralindar, segir tilgang sýningarinnar vera þann að fræða al- menning og gefa honum um leið kost á að leysa einfaldar þrautir sem útskýra á skemmtilegan hátt hvernig ýmis eðlis- fræðileg lögmál virka. „Sýningin tengist raunvísindum en er sett upp á mjög skemmtilegan hátt þannig að gestum finnist hún samtímis skemmtun og vett- vangur uppgötvana. Þessi sýning er ætluð fólki á öllum aldri, börnum og fullorðnum.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem sýning af þessu tagi er sett upp í verslunarmið- stöð hérlendis, að sögn Söndru, og eru aðstandendur verslunarmiðstöðvarinn- ar spenntir yfir að sjá útkomuna. „Sýn- ingin miðar að því að fólk geti snert og upplifað sjálft hvernig hlutirnir virka. Einnig gefst kostur á að prófa ýmsar þrautir. Þetta verður ekki sýning þar sem gestum verður bannað að snerta heldur verða þeir þvert á móti hvattir til að snerta.“ Meðal þrauta sem gestir fá að spreyta sig á er að prófa að framleiða rafmagn til að kveikja á sjónvarpstæki og upplifa þyngdarblekkingu þar sem ólíkir hlutir eru þyngri eða léttari en þeir sýnast í raun vera. Einnig fá þeir að spreyta sig á því að búa til hvirfilvind. Að sögn Söndru er sýningin flutt inn frá Þýskalandi og er hún sérstaklega hönnuð með verslunarmiðstöðvar í huga. „Þýska fyrirtækið hefur ferðast milli landa með sýninguna sem alls staðar hefur vakið eftirtekt. Hún er alltaf sett upp á fjölförnum stöðum þannig að sem flestir fái notið þessara heillandi fyrirbæra úr heimi vísindanna. Gestir Smáralindar eiga vafalaust líka eftir að skemmta sér næstu tvær vik- urnar enda aðalatriðið að þeir fái að prófa sem flest.“ ■ starri@365.is GJÖRIÐ SVO VEL AÐ SNERTA VÍSINDI Gestir Smáralindar fá að snerta og prófa sig áfram á sýningunni Und- ur vísindanna sem haldin er á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Full búð af nýjum vörum 1.000 • 2.000 • 3.000 AÐEINS 3 VERÐ Á ÚTSÖLUVÖRUM Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. rSmart verslun fyrir konu 0Sími 572 340 Lagerhreinsun Allt að 70 % afsláttur Síðir kjólar áður 34.990 nú 9.990 á árshátíðarkjólum Stuttir kjólar áður 24.990 nú frá 5.000 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.