Fréttablaðið - 22.02.2013, Síða 20
FÓLK|HELGIN
Konudagur er á sunnudaginn
svo það er best fyrir herrana að
setja á sig svuntu og skella í eina
jarðarberjaböku og koma frúnni
á óvart. Í þessari einföldu upp-
skrift eru bæði notuð jarðarber
og hindber.
KÖKUBOTN
150 g smjör
75 g sykur
225 g hveiti
FYLLING
2 dl sýrður rjómi (36%)
2 tsk. vanillusykur
250 g jarðarber
250 g hindber
Hitið ofninn í 160°C og smyrjið
bökuform vel að innan. Gott er
að nota lausbotna form. Setjið
smjörið í þykkbotna pott og
bræðið það. Þá er sykurinn
settur út í og potturinn tekinn af
hitanum. Látið sykurinn bráðna
í smjörinu. Þá er hveitinu hrært
varlega saman við þangað til
deigið verður jafnt og fínt.
Látið deigið hvíla í 2-3 mínútur
eða þar til það hefur kólnað
aðeins. Setjið síðan í bökuformið
og leggið það vel upp við barm-
ana með fingrunum. Látið hvíla
í forminu í 15-20 mínútur áður
en það er sett í ofninn. Síðan
bakað í 20 mínútur. Hafið formið
í miðjum ofni. Kælið deigið áður
en fyllingin er sett í.
Þeytið sýrðan rjóma og vanillu-
sykur þar til blandan stífnar að-
eins. Setjið kremið ofan á bökuna
og skreytið með berjunum.
JARÐARBERJABAKA FYRIR FRÚNA
SNERTIÐ OG PRÓFIÐ
„Þetta verður ekki sýning
þar sem gestum verður
bannað að snerta heldur
verða þeir þvert á móti
hvattir til að snerta,“
segir Sandra Arnardóttir,
verkefnastjóri í markaðs-
deild Smáralindar.
MYND/GVA
VÍSINDASTÖÐVAR
Rúmlega 20 stöðvar
verða settar upp í
Smáralind í tengslum
við sýninguna Undur
vísindanna.
Í gær hófst sýningin Undur vísind-anna á göngum verslunarmiðstöðv-arinnar Smáralindar í Kópavogi.
Um er að ræða gagnvirka sýningu þar
sem gestir fá að uppgötva og prófa sig
áfram með ýmis undur tækninnar og
vísindanna en rúmlega tuttugu stöðvar
verða settar upp víðs vegar á báðum
hæðum Smáralindar.
Sandra Arnardóttir, verkefnastjóri í
markaðsdeild Smáralindar, segir tilgang
sýningarinnar vera þann að fræða al-
menning og gefa honum um leið kost á
að leysa einfaldar þrautir sem útskýra
á skemmtilegan hátt hvernig ýmis eðlis-
fræðileg lögmál virka. „Sýningin tengist
raunvísindum en er sett upp á mjög
skemmtilegan hátt þannig að gestum
finnist hún samtímis skemmtun og vett-
vangur uppgötvana. Þessi sýning er
ætluð fólki á öllum aldri, börnum og
fullorðnum.“
Þetta er í fyrsta skiptið sem sýning af
þessu tagi er sett upp í verslunarmið-
stöð hérlendis, að sögn Söndru, og eru
aðstandendur verslunarmiðstöðvarinn-
ar spenntir yfir að sjá útkomuna. „Sýn-
ingin miðar að því að fólk geti snert og
upplifað sjálft hvernig hlutirnir virka.
Einnig gefst kostur á að prófa ýmsar
þrautir. Þetta verður ekki sýning þar
sem gestum verður bannað að snerta
heldur verða þeir þvert á móti hvattir
til að snerta.“
Meðal þrauta sem gestir fá að
spreyta sig á er að prófa að framleiða
rafmagn til að kveikja á sjónvarpstæki
og upplifa þyngdarblekkingu þar sem
ólíkir hlutir eru þyngri eða léttari en
þeir sýnast í raun vera. Einnig fá þeir að
spreyta sig á því að búa til hvirfilvind.
Að sögn Söndru er sýningin flutt inn
frá Þýskalandi og er hún sérstaklega
hönnuð með verslunarmiðstöðvar í
huga. „Þýska fyrirtækið hefur ferðast
milli landa með sýninguna sem alls
staðar hefur vakið eftirtekt. Hún er
alltaf sett upp á fjölförnum stöðum
þannig að sem flestir fái notið þessara
heillandi fyrirbæra úr heimi vísindanna.
Gestir Smáralindar eiga vafalaust líka
eftir að skemmta sér næstu tvær vik-
urnar enda aðalatriðið að þeir fái að
prófa sem flest.“ ■ starri@365.is
GJÖRIÐ SVO VEL
AÐ SNERTA
VÍSINDI Gestir Smáralindar fá að snerta og prófa sig áfram á sýningunni Und-
ur vísindanna sem haldin er á göngum verslunarmiðstöðvarinnar.
Full búð af nýjum vörum
1.000 • 2.000 • 3.000
AÐEINS
3 VERÐ
Á ÚTSÖLUVÖRUM
Erum við hliðina á Herra
Hafnarfirði á 2. hæð.
rSmart verslun fyrir konu
0Sími 572 340
Lagerhreinsun
Allt að
70 %
afsláttur
Síðir kjólar
áður 34.990
nú 9.990
á árshátíðarkjólum
Stuttir kjólar
áður 24.990
nú frá 5.000
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir