Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 4
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Stúlka sem fædd er árið 1994 var tekin á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða rétt norðan við Akureyri klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudags. Hún var, að sögn lögreglu, með bráðabirgðaökuskírteini. Stúlkan á von á 130 þúsund króna sekt og sviptingu ökuleyf- is í einn mánuð. - hó Ofsaakstur við Akureyri: Nítján ára tekin á 150 km hraða TYRKLAND, AP Alda mótmæla ríður nú yfir Tyrkland þar sem þúsundir manna hafa undanfarna þrjá daga safnast saman á torgum víða í borg- um landsins til að krefjast þess að Tayyip Erdogan forsætisráðherra segi af sér. Þetta eru öflugustu mótmæli gegn ríkisstjórninni árum saman. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum á Tak- sim-torginu í Istanbúl föstudag og laugar dag. Það dugði þó skammt því strax í gærmorgun voru hundruð manna aftur samankomin á torginu og í höfuðborginni Ankara er talið að um 1.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Erdogan hefur verið forsætis- ráðherra í tíu ár og þykir Tyrkjum hann vera orðinn ansi ráðríkur og farinn að sýna grófa einvaldstil- burði. Hrópaði fólk slagorð þar sem hann var kallaður soldán og ein- valdur. Erdogan sagði í ávarpi sem hann flutti í gær að ef fólk vildi kalla þjón þjóðarinnar einvald gæti hann ekkert við því sagt. - fsb Mótmælaalda gegn forsætisráðherranum í Tyrklandi: Krefjast afsagnar „soldánsins“ MÓTMÆLI Fólk safnast saman á torgum og krefst afsagnar forsætisráðherra Tyrk- lands. NORDICPHOTOS/AFP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ www.sagamedica.is gegn þvagfærasýkingu · Aðeins eitt hylki á dag · 2190 kr. pakkinn · Enginn sendingarkostnaður · Kemst inn um bréfalúgu Fæst aðeins í vefverslun SagaMedica á www.sagamedica.is Einnig tekið við pöntunum í síma 414 3076 frá kl. 10 -13 virka daga. SVEITARSTJÓRNARMÁL Bíómiðar fyrir milljón Bæjarráð Árborgar ætlar að verja einni milljón króna í kaup á bíómiðum í endurreist kvikmyndahús á Selfossi. Bjóða á öllum börnum á grunnskóla- aldri í sveitarfélaginu í bíó. Bæjarráðið segir löngu tímabært að opna á ný bíó á Suðurlandi. UMHVERFISMÁL Mengunarslys innan vatnsverndarsvæðis höfuð borgarsvæðisins eru tíðari og olíuflutningar um svæðið umfangsmeiri en margur heldur. Umsvif og umferð á verndar- svæðunum eru mikil og þeim fylgir stöðug mengunar- og slysa- hætta. Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegri skýrslu sem Heil- brigðis eftirlit Hafnar fjarðar og Kópa vogs (HHK) vann um olíu slysið á Bláfjallavegi 8. maí síðast liðinn. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri HHK og einn skýrsluhöfunda, segir að saman- tektin hafi ekki síst verið unnin vegna almennrar umræðu eftir slysið og til þess að minna á þær úrbætur sem nauðsynlegar eru. „Hins vegar er það okkar skoðun að atvikið 8. maí var klárlega slys, við getum ekki komist að annarri niðurstöðu,“ segir Guð- mundur og segir mikinn mun á atvikinu og því þegar um göslara- gang er að ræða sem fer illa. Auk nákvæmrar lýsingar á atburðarásinni 8. maí, og þeim aðgerðum sem fylgdu í kjöl- farið, er í skýrslunni almennt fjallað um slys og flutninga á vatnsverndarsvæðinu. Tekin eru dæmi um stóra olíuleka þar sem hreins unar aðgerðir voru reyndar en voru árangurslausar. „Þá er þekkt að jeppar og fólksbílar hafa ekið út af vegum í Heiðmörk og meðal annars hafnað í Elliða- vatni og að kveikt hafi þar verið í aflóga bifreiðum,“ segir þar. Olíuflutningar um fjarsvæði vatnsverndar eru meiri en fólk ætlar, segir í skýrslunni. Á annan tug fulllestaðra olíubifreiða aka eftir Suðurlandsvegi dag hvern; stærstu bif reiðarnar bera 32 rúm- metra af eldsneyti. Vegna aksturs ökutækja er jafnframt alltaf mikil olía inni á vatnsverndarsvæðum. Á sama tíma uppfylla vegir í Blá- fjöllum ekki öryggis kröfur. „Þeir eru víða hreinlega hættulegir og það væri nánast hending ef tækist að hreinsa upp olíu að einhverju ráði ef slys verða,“ segir einnig í skýrslunni. Um veginn fara nokkur hundruð bílar á dag. Þá er sérstaklega tekið til þess að flug yfir svæðið er mikið og fer vaxandi. „Ýmis áform eru enn frekari ógn. Þar má helst nefna stækkun suðvesturlína þvert yfir grannsvæði vatnsbóla og hug- myndir um flugvöll á Hólmsheiði með aðflug yfir verndarsvæðin,“ segir þar einnig og bætt við að þekking og tækjabúnaður verði að vera til staðar til að lágmarka skaða. Helst má draga úr hætt- unni með því að vatnsverndar sé betur gætt í skipulagsáætlunum og úrbætur gerðar í samgöngu- málum, er niðurstaðan saman- dregin. svavar@frettabladid.is Mengunarslys tíðari en almennt hefur verið talið Stöðug mengunar- og slysahætta er á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Olíuflutningar og önnur umsvif eru meiri en margur heldur. Úrbætur í samgöngum lykilatriði. Auka þarf vægi vatnsverndar við skipulagsgerð. Verið var að flytja tank með 600 lítra af dísilolíu neðan í þyrlu að ferða- þjónustu við Þríhnúk. Tankurinn féll niður úr nokkurra metra hæð. Kom hann niður á bílastæði og brotnaði með þeim afleiðingum að olía rann niður. Með hreinsunaraðgerðum náðist að hreinsa upp verulegan hluta þeirrar olíu sem fór niður. Mengunarslys í nýliðnum mánuði Á VETTVANGI Mengunarslys varð á bílastæði við Bláfjöll þegar verið var að flytja olíu að ferðaþjónustu við Þríhnúk. MYND/OR SAMGÖNGUR Níu prósent öku- manna á höfuðborgarsvæðinu nota ekki bílbelti samkvæmt nýrri könnun VÍS. VÍS segir gögn Umferðarstofu sýna að hlutfall þeirra sem spenna ekki beltin í aftursæti sé mun hærra. Þriðjungur hafi verið far- þegi í aftursæti án þess að spenna beltið. Alls létust 49 í umferðar- slysum frá árinu 2000 til 2010 sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað ef þeir hefðu verið með bílbelti. - hó Bílbeltanotkun ábótavant: Óduglegastir eru í aftursæti Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Miðvikudagur Strekkingur með SV-strönd annars hægari. HLÝINDI VERÐA NORÐAUSTANLANDS næstu daga og má reikna með að hiti nái um og yfir 20 stig þar í björtu eða nokkuð björtu veðri. Sunnan og vestan til verður hins vegar mun svalara og rigning þó að það dragi úr magninu eftir daginn í dag. 10° 8 m/s 10° 10 m/s 11° 10 m/s 10° 12 m/s Á morgun Strekkingur með SV-strönd annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 11° 13° 13° 19° 19° Alicante Aþena Basel 23° 26° 24° Berlín Billund Frankfurt 19° 21° 15° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 15° 20° 20° Las Palmas London Mallorca 23° 17° 23° New York Orlando Ósló 24° 30° 19° París San Francisco Stokkhólmur 18° 16° 24° 12° 5 m/s 8° 4 m/s 18° 6 m/s 16° 5 m/s 16° 6 m/s 14° 8 m/s 10° 12 m/s 11° 11° 14° 18° 18° LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að fjögurra ára stúlka hafi verið numin á brott er hún var að leik fyrir utan heimili sitt í Kópa- vogi síðastliðinn þriðjudag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki vitað um ferðir stúlkunnar í um klukkustund. Hún segist sjálf hafa farið með fleiri en einum karlmanni. For- eldrarnir héldu að stúlkan hefði heimsótt ömmu sína í næsta húsi. Kynferðisbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maður handtekinn í tengslum við málið en sleppt að lokinni skýrslutöku. Tekin verður skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi í vikunni. - hó Meint barnsrán í rannsókn: Segist hafa farið með mönnum 488.000 krónur var meðaltal heildarlauna Íslendinga í fullri vinnu í fyrra. Meðallaun á almennum vinnumarkaði voru 47 þúsund krónum hærri en í opinbera geiranum og karlar voru að meðaltali með um 120 þúsund krónum hærri mánaðarlaun en konur. Heimild: Hagstofan.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.