Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 46
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 18 BAKÞANKAR Charlotte Böving Óvænt stóð ég og handfjatlaði forna skinnbók, nánar tiltekið frá því um 1300. Fallegt lítið handrit, sem fjallar um jafn þurrt efni og skáldskaparfræði. Bókin kennir það hvernig túlka skuli gamlar sögur og ljóð. En það er ekki það sem ég á að gera. Það er heldur ekki það sem pistillinn á að fjalla um. Hann á að fjalla um ævintýralegt ferðalag litlu bók- arinnar og það hvers vegna ég stóð með hana í höndunum. ÉG var beðin um að taka bókina í fóstur og færa hana aftur heim til Eyrarbakka. Þar fannst hún á bóndabæ árið 1691. Árni Magnússon fór hringinn og keypti fullt af handritum, þar á meðal þessa bók. Hann hafði efni á handritunum vegna þess að eiginkona hans, Mette Jens- datter, var auðug. Halldór Laxness skrifaði um Mette að hún hefði verið ljót kona. En þar sem ekki er til mynd af henni gæti hún vel hafa verið glæsileg dönsk kona, kannski ekki ósvipuð mér, sem gaf peningana sína í gott mál- efni, nefnilega að hjálpa Árna. Hann tók bókina með sér til Kaupmannahafnar, þar sem henni var komið fyrir í bókasafninu hans, þar til Kaupmannahöfn brann 1728. Bókinni var sem betur fer bjargað og var eftir þetta geymd í mörg ár í öryggi danska skjalasafnsins fyrir miðalda- handrit. Þar til Íslendingar skyndilega heimtuðu allt aftur. Danir voru nú ekki mjög hrifnir af þessu – þeim þótti þetta líka vera þeirra fortíð. En Íslendingar voru harðákveðnir, sem maður skilur svo sem vel, þeir báðu aldrei um að fá að vera danskir. Og á áttunda áratug síðustu aldar hófst svo loksins ferðalag handritanna heim til Íslands. HÉR var handrit bókarinnar geymt á Árnastofnun, bak við stóra og þunga hurð, þar sem hita- og rakastig eru löguð að þörfum gamalla handrita eins og þessa. NÝLEGA fór ég svo með þetta litla hand- rit á Eyrarbakka, þar sem það er til sýnis. ÞANNIG er ég orðin liður í mikilvægri ferð bókarinnar heim. MÉR er það mikill heiður. Ævintýraleg ferð Leikarinn og sjarmatröllið Brad- ley Cooper þótti sýna gríðarlega dívustæla á frumsýningu þriðju Hangover-kvikmyndarinnar í Brasilíu á dögunum. Leikarinn hunsaði aðdáendur sína algjör- lega og var stuttur í spuna þegar spurningum var beint til hans en þar að auki mættu aðalleikarar myndarinnar þremur klukku- stundum of seint á rauða dregil- inn. Þegar blaðamaður spurði Cooper hvernig hann myndi haga sér í þynnku í Brasilíu svaraði Cooper pirraður: „Ég drekk ekki einu sinni.“ Slúðurmiðlar vestanhafs halda því einnig fram að aðalleikararnir þrír, Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galif- ianakis, séu ekki eins góðir vinir í raunveruleikanum og í kvik- myndunum þremur. Dívustælar í Bradley Cooper EKKI VINIR Í RAUN Leikararnir í The Hangover eru ekki miklir vinir. Thom Yorke, forsprakki hljóm- sveitarinnar Radiohead, hefur búið og starfað í Kaliforníu undan farið. Þar syngur hann með hljómsveitinni Atoms For Peace. Yorke segir að dvölin í Banda- ríkjunum hafi gert honum gott. „Mér finnst erfitt að vinna stans- laust í Bretlandi af því að þar óx ég úr grasi og þekki til. Ég fékk tortryggnina í arf og stundum er gott að hrista hana af sér,“ sagði tónlistarmaðurinn. „Kannski er það aldurinn en mér finnst ég hafa sleppt tökunum á öllum þeim heimsku reglum sem ég hafði áður sett mér.“ Kátur í Kaliforníu Thom Yorke er ánægður með lífi ð í Bandaríkjunum. ÁNÆGÐUR Í KALIFORNÍU Thom Yorke kann vel við sig í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrirsætan Cindy Crawford hefur sett sér markmið fyrir fimmtugsafmæli sitt; hún hyggst taka lík- ama sinn í sátt. „Ég er ósköp venjuleg kona, stundum líður mér vel í eigin skinni og stundum ekki. Ég er komin með áheit, ég ætla að vera orðin sátt í eigin skinni áður en ég verð fimm- tug,“ sagði fyrir- sætan. Vill sættast við sjálfa sig SÁTT Cindy Craw- ford ætlar að taka sjálfa sig í sátt fyrir fimmtugt. NORDICPHOTOS/GETTY EPIC 3D 3.40 EPIC 2D 4, 6 HANGOVER lll 5.50, 8, 10.10 FAST & FURIOUS 7, 8, 10, 10.40 THE CROODS 3D 3.40 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINSVINSÆLASTI GRÍN- ÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! New York Daily News T.V. - BíóvefurinnH.K. - Monitor 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN H.K. - MONITOR T.V. - BÍÓVEFURINN NEW YORK DAILY NEWS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5% ALL ROADS LEAD TO THIS EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L EPIC 3D ENSKT TAL ÓTEXTAÐ KL. 5.45 - 8 L FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12 FAST & FURIOUS 6 LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D KL. 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 8 - 10.45 12 EVIL DEAD KL. 10.15 18 THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L FAST & FURIOUS 6 KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 9 12 THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12 EPIC 3D KL. 6 / EPIC 2D KL. 6 L FAST & THE FURIOUS 6 KL. 8 - 10.20 12 OBLIVION KL. 8 16 MAMA KL. 10.20 16 MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI STÓRKOSTLEGU TEIKNIMYND FRÁ HÖFUNDUM ICE AGE KARATE STRÁKURINN (L) 17:40 ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR (L) 18:00 VINIRNIR (7) 20:00 VEGAS (7) 20:00 SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:00 JAGTEN (12) 22:10 DÁVALDURINN (16) 22:00 VINIRNIRS I G H T S E E R S KARATE STRÁKURINN VEGAS MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn Eins og mikið hefur verið fjallað um að undanförnu er vampíru- parið Robert Pattinson og Kristen Stewart nú hætt saman aftur, og í þetta skiptið er það víst endan- legt. Það eru þó ekki bara ein hleypar stúlkur um gjörvallan heim sem gleðjast yfir tíðind unum því mamma Roberts, Claire Pattin- son, er víst í skýjunum. Henni hafði líkað ágætlega við Kristen allt þar til hún tók sig til og hélt fram hjá syni hennar síð- asta sumar. Eftir það hefur hún varla virt hana viðlits og fór víst ekki leynt með það við son sinn að henni þætti hann hafa gert skyssu með því að taka við henni aftur. Raunar var öll fjölskylda Robs frekar ósátt við þá ákvörðun hans. Robert hefur verið orðaður við nokkrar skvísur frá því að hann kom aftur á markaðinn, eins og von er á þegar um er að ræða svo girnilegan pilt. Nú síðast var það söngkonan Katy Perry en því var haldið fram að hún væri raun- veruleg ástæða fyrir því að Rob hefði endanlega farið frá Kristen. Það virðist þó ekki vera svo þar sem Perry sást knúsa sinn fyrr- verandi, John Mayer, á dögunum. Það virðist því vera að vampíru- prinsinn sé enn laus og liðugur. Mamma Patta ánægð Claire Pattinson fyrirgaf Kristen aldrei framhjáhaldið. PATTINSON-KLANIÐ Foreldrar Roberts, Claire og Richard, gleðjast mjög yfir því að sonurinn hafi losað sig endanlega við Kristen. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.