Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 8
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.postur.is Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is. Omnis stækkaði pakkann og treystir nú á morgundreifingu Póstsins Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. SAMFÉLAGSMÁL Þrettán ríki heims- ins hafa nú heimilað hjónabönd samkynhneigðra og í tveimur til viðbótar munu slík lög taka gildi í haust. Frakkland varð í síðustu viku þrettánda ríkið en lögin fóru ekki í gegn þar þegjandi og hljóða- laust. Mikil mótmæli hafa brotist út reglulega vegna málsins á götum Parísar undanfarin misseri. Stórar mótmælagöngur gegn hjóna- böndum samkynhneigðra hafa verið haldnar og í kjölfarið hafa einnig verið haldnar fjölmennar samkomur fólks sem styður ein hjúskaparlög. Þegar lögin tóku gildi í byrjun síðustu viku urðu mótmælin ofbeldisfull og fjöldi fólks var handtekinn. Á miðvikudag gekk svo fyrsta parið í hjónaband, þeir Vincent Autin og Bruno Boileau. Þeir gengu í hjónaband í Montpellier og það var borgarstjóri borgarinnar sem gaf þá saman. Mikil öryggis- gæsla var í kringum viðburðinn og honum var einnig sjónvarpað. thorunn@frettabladid.is Ríkjum með ein hjúskapar- lög fjölgar Frakkland varð í síðustu viku þrettánda ríkið til að heimila hjónabönd samkynhneigðra. Í tveimur til viðbótar taka lög þess efnis gildi í haust. Níu eru með lagafrumvörp um hjónabönd samkynhneigðra í ferli. Í þessum ríkjum eru til meðferðar lög sem heimila hjónabönd samkyn- hneigðra: Andorra, Kólumbía, Finnland, Þýskaland, Írland, Lúxemborg, Nepal, Taívan og Bretland. Sömuleiðis er verið að vinna að þessum málum í Skotlandi, ríkjum í Ástralíu, Mexíkó og Bandaríkjunum. Fleiri ríki í ferli MÓTMÆLT Frakkar hafa mótmælt kröftuglega nýjum lögum sem heimila hjóna- band samkynhneigðra. Landið varð um miðjan maí það þrettánda til að taka upp slíka löggjöf. NORDICPHOTOS/AFP BRUTU ÍSINN Lionel De Coster (t.h.) og Stephane de Sainte-Maresville faðmast eftir að hafa verið gefnir saman laugar- daginn 1. júni. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Efnahagsbati Íslands hefði verið mun fyrr á ferðinni ef samningum um Icesave-deiluna hefði strax verið lokið, sagði Stein- grímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. „Við hefðum verið svona níu mánuðum fyrr á ferðinni með endur reisnina,“ sagði Steingrímur í þættinum. Þá sagði hann eina af ástæðum þess að árið 2010 hefði orðið Íslendingum erfitt vera Ice- save-málið. „Við sátum föst þangað til í lok október 2009, komumst ekkert áfram með aðgerð irnar með AGS, að byggja upp gjald- eyrisforðann og mjög margt fleira sem hékk á þeirri spýtu. Og þetta tafði okkur síðan árið 2010 og á sinn þátt í því að lands- framleiðslan dróst saman um meira en fjögur prósent á því ári. Batinn hefði með öðrum orðum getað orðið umtalsvert fyrr á ferðinni ef þetta mál hefði ekki þvælst svona fyrir okkur.“ Steingrímur sagði um háar tölur að tefla fyrir þjóðarbúið hvað hag- vöxt varðaði og betri afkomu sem fljótlega hefðu náð að jafna þann reikning sem inni í framtíðinni hefði legið vegna gamla samningsins. „Að maður tali nú ekki um seinni mögu- leika á að leysa þetta sem voru enn hagstæðari,“ sagði hann. - óká Telur að kostnaður við samning hefði jafnast út á móti ávinningi: Batinn níu mánuðum fyrr á ferð STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.