Fréttablaðið - 03.06.2013, Side 8
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
www.postur.is
Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins
í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is.
Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru
á postur.is.
Omnis stækkaði
pakkann og treystir nú á
morgundreifingu Póstsins
Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar
og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum
réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum
við að stækka pakkann.
SAMFÉLAGSMÁL Þrettán ríki heims-
ins hafa nú heimilað hjónabönd
samkynhneigðra og í tveimur til
viðbótar munu slík lög taka gildi
í haust. Frakkland varð í síðustu
viku þrettánda ríkið en lögin fóru
ekki í gegn þar þegjandi og hljóða-
laust.
Mikil mótmæli hafa brotist út
reglulega vegna málsins á götum
Parísar undanfarin misseri. Stórar
mótmælagöngur gegn hjóna-
böndum samkynhneigðra hafa
verið haldnar og í kjölfarið hafa
einnig verið haldnar fjölmennar
samkomur fólks sem styður ein
hjúskaparlög. Þegar lögin tóku
gildi í byrjun síðustu viku urðu
mótmælin ofbeldisfull og fjöldi
fólks var handtekinn.
Á miðvikudag gekk svo fyrsta
parið í hjónaband, þeir Vincent
Autin og Bruno Boileau. Þeir
gengu í hjónaband í Montpellier og
það var borgarstjóri borgarinnar
sem gaf þá saman. Mikil öryggis-
gæsla var í kringum viðburðinn og
honum var einnig sjónvarpað.
thorunn@frettabladid.is
Ríkjum með
ein hjúskapar-
lög fjölgar
Frakkland varð í síðustu viku þrettánda ríkið til að
heimila hjónabönd samkynhneigðra. Í tveimur til
viðbótar taka lög þess efnis gildi í haust. Níu eru með
lagafrumvörp um hjónabönd samkynhneigðra í ferli.
Í þessum ríkjum eru til meðferðar lög sem heimila hjónabönd samkyn-
hneigðra: Andorra, Kólumbía, Finnland, Þýskaland, Írland, Lúxemborg,
Nepal, Taívan og Bretland. Sömuleiðis er verið að vinna að þessum málum
í Skotlandi, ríkjum í Ástralíu, Mexíkó og Bandaríkjunum.
Fleiri ríki í ferli
MÓTMÆLT Frakkar hafa mótmælt kröftuglega nýjum lögum sem heimila hjóna-
band samkynhneigðra. Landið varð um miðjan maí það þrettánda til að taka upp
slíka löggjöf. NORDICPHOTOS/AFP
BRUTU ÍSINN Lionel De Coster (t.h.) og
Stephane de Sainte-Maresville faðmast
eftir að hafa verið gefnir saman laugar-
daginn 1. júni. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Efnahagsbati Íslands
hefði verið mun fyrr á ferðinni ef
samningum um Icesave-deiluna
hefði strax verið lokið, sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, fyrrverandi
formaður VG, í Sprengisandi á
Bylgjunni í gær.
„Við hefðum verið svona níu
mánuðum fyrr á ferðinni með
endur reisnina,“ sagði Steingrímur
í þættinum. Þá sagði hann eina af
ástæðum þess að árið 2010 hefði
orðið Íslendingum erfitt vera Ice-
save-málið. „Við sátum föst þangað
til í lok október
2009, komumst
ekkert áfram
með aðgerð irnar
með AGS, að
byggja upp gjald-
eyrisforðann
og mjög margt
fleira sem hékk
á þeirri spýtu.
Og þetta tafði
okkur síðan árið
2010 og á sinn þátt í því að lands-
framleiðslan dróst saman um meira
en fjögur prósent á því ári. Batinn
hefði með öðrum orðum getað orðið
umtalsvert fyrr á ferðinni ef þetta
mál hefði ekki þvælst svona fyrir
okkur.“
Steingrímur sagði um háar tölur
að tefla fyrir þjóðarbúið hvað hag-
vöxt varðaði og betri afkomu sem
fljótlega hefðu náð að jafna þann
reikning sem inni í framtíðinni hefði
legið vegna gamla samningsins. „Að
maður tali nú ekki um seinni mögu-
leika á að leysa þetta sem voru enn
hagstæðari,“ sagði hann. - óká
Telur að kostnaður við samning hefði jafnast út á móti ávinningi:
Batinn níu mánuðum fyrr á ferð
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON