Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 12
3. júní 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Sigurður Ingi Jóhannsson var varla
sestur í ríkisstjórn þegar hann hóf að
tjá sig fjálglega um hugmyndir sínar um
nýtingu náttúruauðlinda. Hann virðist
helst líta á lyklavöldin í umhverfisráðu-
neytinu sem tækifæri til að hrifsa til sín
náttúruverðmæti til að þjóna duttlungum
sínum. Ráðherra leyfir sér að tala um
rammaáætlun eins og hún sé einhvers
konar leikfang sem megi nota að vild.
Svo er ekki.
Rammaáætlun um vernd og orkunýt-
ingu landsvæða á sér 20 ára aðdrag-
anda. Hún skiptist í fyrsta áfanga, 1993-
2003, og annan áfanga, 2007-2013. Í
öðrum áfanga var hætt að líta aðeins til
nýtingar sjónarmiða og áætlunin gerð
að verndar- og orkunýtingaráætlun og
ákveðið að áætlunin skyldi fá lögform-
lega stöðu. Allt var þetta í anda stefnu
Samfylkingarinnar um Fagra Ísland.
Með samþykkt rammaáætlunar í
janúar 2013 vannst mikilvægur áfanga-
sigur fyrir náttúru Íslands og lands-
menn alla. Hann átti sér langan aðdrag-
anda og byggðist á vandaðri vinnu
sérfræðinga, ráðherra og Alþingis.
Ramma áætlun er samþykkt á grund-
velli laga nr. 48 frá 2011 sem Sigurður
Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með.
Í lögunum segir að þingsályktun um
rammaáætlun skuli lögð fyrir Alþingi
að undangenginni kynningu þar sem
stofnunum, hagsmunaaðilum og félaga-
samtökum gefst kostur á að koma
athugasemdum á framfæri. Niðurstaðan
úr þeirri kynningu varð sú að flokkun
rammaáætlunar tók ákveðnum breyt-
ingum byggðum á málefnalegum rökum
en þó aðeins þannig að svæði voru
færð í biðflokk til frekari rannsókna.
Ráðherrar og Alþingi brugðu ekki út
af tillögum úr ramma starfinu með því
að færa nýtingarkosti í verndarflokk
eða öfugt. Niðurstöðurnar standa því
óbreyttar en nokkur svæði eru látin
njóta vafans og verða könnuð nánar.
Ný verkefnisstjórn hefur verið skipuð
í samræmi við lögin og vinnur meðal
annars með þá virkjunarkosti sem eru
í biðflokki. Hún á að skila niðurstöðum
um þau svæði sem flutt voru í biðflokk
eigi síðar en 1. mars 2014. Af hverju vill
nýr ráðherra ekki bíða í níu mánuði og fá
faglegt mat á þessum landsvæðum?
Dótakassi ráðherra?
RAMMA-
ÁÆTLUN
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
þingkona Samfylk-
ingarinnar
➜ Ráðherra leyfi r sér að tala um
rammaáætlun eins og hún sé ein-
hvers konar leikfang sem megi nota
að vild. Svo er ekki.
Fleskormafár …
Ísland er talið ganga gegn ákvæðum
EES-samningsins með því að heimila
ekki innflutning á fersku kjöti frá
ríkjum ESB. Í röksemdum íslenskra
stjórnvalda, sem RÚV segir frá, eru
talin upp mörg gild rök gegn óheftum
innflutningi, m.a. varðandi sjúkdóma-
hættu íslensks búfénaðar. Svo er
þess líka getið að verði innflutnings-
banni aflétt geti sníkjudýr á borð við
fleskorma borist í fólk hér á landi og
leitt til dauða. Sannarlega sláandi, því
að enginn vill auðvitað deyja af
völdum fleskorma.
… eða hvað?
Lögfræðingur Samtaka
verslunar og þjónustu
segir hins vegar í annarri
frétt RÚV að hættan af
slíku sé ýkt. Máli sínu til stuðnings
vísar hann í fyrrverandi yfirdýralækni
sem telji ekki að þessi hætta sé eins
mikil og lagt er upp með í svarinu.
Ef málið er svo skoðað nánar
ætti ormurinn, ef hann smitast svo
auðveldlega á milli, að eiga nokkuð
greiða leið hingað til lands með þeim
tugþúsundum Íslendinga sem leggja
sig í smithættu með neyslu svínakjöts
erlendis ár hvert, eða þeim tugþús-
undum ferðamanna sem koma til
landsins ár hvert eftir að hafa inn-
byrt svínakjöt. Varúð er svo
sannarlega nauðsynleg
en upphrópanir draga
úr trúverðugleika
réttmætra við-
varana.
Alla leið eða næstum alla leið
Þetta kallar á vangaveltur um eðli
EES-samningsins, sem, þrátt fyrir að
hafa verið Íslandi mikil lyftistöng
á flestum sviðum mannlífs og
efnahagslífs, hallar verulega á Ísland í
ákvarðanavaldi. Í því ljósi er athyglis-
vert að minnast þess að Stefan Füle,
stækkunarstjóri ESB, kvað sambandið
hafa fullan skilning á sérstöðu Ís-
lands varðandi dýra- og plöntu-
heilbrigði í aðildarviðræðunum.
Hverjar svo sem efndir verða
eða gætu hafa orðið sýnir þetta
að það skiptir máli hvorum
megin við borðið ríki
sitja í smíð þeirra
gerða sem heyra
undir EES.
thorgils@frettabladid.is
G
iftusamlega tókst að bjarga franskri ferðakonu
sem týndist fyrir helgina og var á gangi í 30 tíma
áður en hún fannst í fyrrinótt. Þyrla Landhelgis-
gæzlunnar bjargaði konunni en tugir björgunar-
sveitarmanna höfðu þá leitað að henni, rétt eins og
ótalmörgum öðrum sem týnast eða villast á Íslandi.
Starf björgunarsveitanna verður seint ofmetið. Það er nánast
allt unnið í sjálfboðavinnu; fólk sem er í fullri vinnu við annað
sinnir hlutverki sem löggæzla
eða herlið sinnir í flestum
nágrannaríkjum okkar.
Fréttablaðið sagði frá því í
síðustu viku að björgunarsveit-
irnar hefðu farið í þrefalt fleiri
útköll á hálendinu í fyrrasumar
en sumarið 2010. Hálendis-
vakt björgunarsveitanna sinnti
þá hátt í tvö þúsund útköllum, samanborið við rúmlega 600
tveimur árum áður.
Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, sagði í samtali við blaðið að verkefnum björg-
unarsveitanna hefði almennt fjölgað verulega undanfarin ár.
Ástæðurnar væru aðallega þrjár; í fyrsta lagi strandveiðarnar,
þar sem menn á illa búnum smábátum lenda iðulega í vanda, í
öðru lagi hin gríðarlega fjölgun ferðamanna og í þriðja lagi vont
veður. Við bætist svo niðurskurður framlaga til löggæzlu, sem
þýðir að fleiri verkefni lenda á björgunarsveitunum.
Við veðrinu er lítið að gera. En stjórnvöld, sem standa annars
vegar fyrir strandveiðum sem „byggðaúrræði“ og hvetja hins
vegar til fjölgunar ferðamanna, mættu gjarnan hafa í huga að
ekki er endalaust hægt að treysta á að björgunarsveitir, sem eru
mannaðar sjálfboðaliðum og fjármagnaðar með frjálsum fram-
lögum, grípi inn í þegar mikið liggur við.
Hvað ferðamennina varðar, var vitað mál að gífurleg fjölgun
þeirra hlyti að þýða margföld verkefni björgunarsveitanna.
Hörður segir að sveitirnar hafi til dæmis þurft að eltast við
ótal ferðamenn í norðurljósaferðum að vetri til. „Það hefur
alltaf verið hlutverk björgunarsveita að sinna slysavörnum og
menn sameinuðust í því að gera landið öruggt til heimsóknar en
hefur kannski þróast út í það að við séum að bjarga fólki upp úr
brunnum í stað þess að byrgja þá,“ segir hann.
Ef mál þróast þannig að björgunarsveitirnar ráði ekki við að
bjarga ferðamönnum, einfaldlega vegna þess að of margir séu í
vandræðum í einu, hefur það áhrif á orðspor Íslands sem ferða-
mannalands. Það er ekki gott afspurnar ef fólk í vanda fær ekki
hjálp í tíma.
Á sama tíma og verkefnum björgunarsveitanna hefur snar-
fjölgað, hafa tekjur þeirra dregizt saman. Þótt ekki sé hörgull
á fólki sem er reiðubúið að vinna erfitt sjálfboðastarf á þeirra
vegum er tækjakosturinn dýr og reksturinn þungur.
Almenningur hlýtur að leggja sitt af mörkum til að styðja við
bakið á björgunarsveitunum. Sömuleiðis þarf að stuðla að betri
fræðslu til ferðamanna þannig að færri fari sér að voða. En það
verður líka að huga að því hvernig einhver hluti af tekjunum af
æ fleiri ferðamönnum geti runnið til þessarar starfsemi, sem
stuðlar að því að tryggja öryggi ferðalanga.
Útköllum björgunarsveitanna snarfjölgar:
Fleiri að bjarga,
minni peningar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Fyrir einstaklinga
sem og metnaðarfulla
stjórnendur!
MARKÞJÁLFUN
VILJI, VIT OG VISSA