Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 16
FÓLK| til dæmis til að kynna nýjar vörur og birta mikilvæg skilaboð. Ég nota Twitter til að birta stutt skilaboð um Ljónshjarta og birt- ast þau einnig neðst á vefsíðunni sjálfri. Að lokum má nefna Pinte- rest sem er eins og skapað fyrir Ljónshjarta þar sem við „pinn- um“ alls kyns hugmyndir fyrir þá sem selja hjá okkur og auðvitað setjum við allar vörurnar sem við seljum þar inn.“ Í ár stefnir Dögg á að stækka hóp þeirra sem selja vörur hjá Ljónshjarta og í framhaldinu að halda sprettmarkaði og nám- skeið. „Við tökum eitt skref í einu hér og metum aðstæður hverju sinni. Hér eru engin plön um heimsyfirráð eða dauða.“ GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 HEIMILI Hönnunarverslunin Hrím hefur fært út kvíarnar en á laugardaginn var útibú frá versluninni opnað í Norska húsinu á Stykkishólmi. Fyrir er verslunin staðsett á Laugavegi í Reykjavík en Tinna Brá Baldvinsdóttir, arkitekt og eigandi verslunar- innar, setti hana fyrst á laggirnar á Akureyri árið 2010. Tinna er sjálf „hólmari“ í húð og hár og þegar henni bauðst að opna útibú í sínum heimabæ sló hún til. Í Hrím er íslenskri hönnun meðal annars gert hátt undir höfði. WOOD WOOD eftir Ingibjörgu Hönnu Bjarna- dóttur. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 Tveir nýir stólar eftir breska hönnuðinn Benjamin Hubert, sem hann hannaði undir merkjum Moroso, voru kynntir á húsgagnasýningunni í Mílanó nýverið. Annar þeirra heitir Cradle eða vagga upp á íslensku. Hann er með sérstöku baki sem líkist helst hengirúmi og lagar sig að baki þess sem hallar sér á það. Hinn stóllinn ber nafnið Talma en það vísar til sérstakrar gerðar af skikkju. Stóllinn er enda gerður úr léttri stálgrind með fóðri sem umvefur grindina eins og skikkja. NÝIR STÓLAR FRÁ HUBERT HRÍM Tinna Brá Baldvinsdóttir, arkitekt og eigandi verslunarinnar Hrím, hefur opnað útibú í Norska húsinu á Stykkishólmi. MYND/ANTON HRÍM FÆRIR ÚT KVÍARNAR NOTKNOT eftir Ragnheiði Ösp Sigurðar dóttur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.