Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 50
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
Ég get alveg viður-
kennt að ég var stressuð
í fyrri hálfleiknum.
Glódís Perla Viggósdóttir
visir.is
Umfjöllun og viðtöl
á íþróttavef Vísis.
Mörkin: 1-0 Víðir Þorvarðarson (15.), 2-2 Ian
Jeffs (22.), 3-0 Aaron Spear (58.), 3-1 Tryggvi Guð-
mundsson (63.).
ÍBV (4-4-2): David James 6 - Arnór Eyvar Ólafs-
son 6, *Brynjar Gauti Guðjónsson 8, Eiður Aron
Sigurbjörnsson 7, Matt Garner 7 - Ian David Jeffs
7 (90., Ragnar Pétursson -), Tonny Mawejje 5,
Gunnar Þorsteinsson 6, Aaron Spear 7 (71., Jón
Ingason -) - Gunnar Már Guðmundsson 6 (66.,
Bradley Simmonds 5), Víðir Þorvarðarson 7.
FYLKIR (4-4-2): Bjarni Þórður Halldórsson
3 - Andri Þór Jónsson 5, Sverrir Garðarsson 5,
Kjartan Ágúst Breiðdal 6, Ásgeir Eyþórsson 5 (46.,
Andrés Már Jóhannesson 7) - Elís Rafn Björnsson
5, Oddur Ingi Guðmundsson 5 (75., Davíð Þór
Ásbjörnsson -), Kristján Páll Jónsson 6 (90., Hákon
Ingi Jónsson -), Tryggvi Guðmundsson 6 - Viðar
Örn Kjartansson 6, Tómas Þorsteinsson 6.
Skot (á mark): 14-9 (8-3) Horn: 6-3
Varin skot: James 5 - Bjarni Þórður 5
3-1
Hásteinsvöllur
Áhorf.: 1.205
Gunnar Jarl
Jónsson (8)
TAKTU 3
BORGAÐU AÐEINS FYRIR 2
ALLAR
SUMARVÖRUR
Við gefum þér ódýrustu vöruna
AKUREYRI 4627800. KRINGLAN 5680800. SMÁRALIND 5659730.
FÓTBOLTI Íslensku stelpurnar
gengu niðurlútar til hálfleiks á
móti Skotum á laugardaginn, búnar
að fá sig þrjú mörk í fyrri hálf-
leiknum. Þar fór ekki lið sem er
líklegt til afreka á EM eftir rúman
mánuð. Það var á köflum eins og
skoska liðið væri á léttri skot-
æfingu og varnarleikur íslenska
liðsins var langt frá því að vera
boðlegur.
Sif Atladóttir, besti varnar-
maður íslenska liðsins undanfarin
ár, spilaði út úr stöðu sem hægri
bakvörður og Sigurður Ragnar
Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði
á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu
Viggósdóttur við hlið fyrirliðans
Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfi-
legan fyrri hálfleik bjuggust
kannski flestir við að sú reynslu-
minnsta væri látin stíga til hliðar.
Það var ekki svo. Sigurður
Ragnar gerði fjórar breytingar en
Glódís var áfram við hlið Katrínar
í miðri vörninni. Það var allt annað
að sjá til liðsins í seinni hálf-
leiknum og nóg af tækifærum til
að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi
á endanum haft betur 3-2.
Sif að spila meidd
„Sif hefur fyrst og fremst verið
miðvörður hjá okkur. Við prófuðum
að setja hana í hægri bakvörðinn
því ég vildi vita hvort við ættum
þann möguleika í lokakeppninni,
því við eigum ekki það marga
varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi
og Kötu meira saman því við spil-
uðum vel í vörninni úti í Svíþjóð.
Sif er líka að spila meidd og tók
ég hana því út af í hálfleik. Hún
þarf að skoða það betur hvort hún
nái sér. Mér fannst hún vera svo-
lítið frá sínu besta í þessum leik,
eins og kannski leikmennirnir sem
spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi
nær hún sér góðri fyrir lokakeppn-
ina því hún hefur verið frábær
með okkur í langan tíma,“ sagði
Sigurður Ragnar um Sif, en hann
hefur mikla trú á Glódísi sem hefur
byrjað fimm af sex leikjum ársins.
„Hún er búin að spila mjög vel
fyrir okkur og leikmaður dettur
ekki strax út ef hann lendir í því að
gera einhver mistök eða spilar ekki
vel. Hún er ung og reynslulítil og
stendur sig fáránlega vel miðað við
aldur og reynslu,“ sagði Sigurður
Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að
spilamennskan í fyrri hálfleik yrði
ekki boðleg á Evrópumótinu.
Var stressuð í fyrri hálfleik
„Ég var alls ekki sátt með fyrri
hálfleikinn. Við vorum langt hver
frá annarri og náðum ekki að spila
góðan varnarleik. Það kostaði
okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa
okkur upp í seinni hálfleiknum og
koma sterkari inn. Við ákváðum
það inni í klefa að við ætluðum að
gera betur, standa meira saman og
gera þetta sem lið,“ sagði Glódís
Perla og bætti við: „Ég get alveg
viðurkennt að ég var stressuð í
fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög
sátt með að fá að vera áfram inni á
vellinum.“ ooj@frettabladid.is
Hefur trú á Glódísi
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum
fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði
ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfl eiknum.
GLÓDÍS PERLA Sautján ára varnarmaður sem stóð í ströngu gegn Skotum um
helgina. MYND/EVA BJÖRK
ÚRSLIT
UNDANKEPPNI EM 2014
ÍSLAND - TÉKKLAND 17-29 (6-15)
Mörk Íslands (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 8/6
(10/6), Karen Knútsdóttir 2 (7), Stella Sigurðar-
dóttir 2/2 (9/3), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1),
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (2), Rut Jónsdóttir
1 (2), Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 (3), Ramune
Pekarskyte 1 (4), Arna Sif Pálsdóttir (1), Ásta Birna
Gunnarsdóttir (1), Dagný Skúladóttir (1).
Varin skot: Florentina Stanciu 9/1 (27/4, 33%),
Guðný Jenný Ásmundsdóttir 3 (14/1, 21%).
Hraðaupphlaup: 0.
Fiskuð víti: 9 (Elísabet 2, Rut 2, Rakel Dögg 1,
Karen 1, Þórey Rósa 1, Hanna G. 1, Arna Sif 1)
VINÁTTULANDSLEIKUR
ÍSLAND - SKOTLAND 2-3
0-1 Joelle Murray (11.), 0-2 Emily Thomson (14.),
1-2 Sara Björk Gunnarsdóttir (25.), 1-3 Leanne
Ross (33.), 2-3 Hólmfríður Magnúsdóttir (52.).
Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir (46. Guðbjörg
Gunnarsdóttir)– Sif Atladóttir (Ólína Guðbjörg
Viðarsdóttir), Katrín Jónsdóttir, Glódís Perla
Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir– Edda
Garðarsdóttir (Dagný Brynjarsdóttir), Sara Björk
Gunnarsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir (Dóra
María Lárusdóttir)– Fanndís Friðriksdóttir (Rakel
Hönnudóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (Katrín
Ásbjörnsdóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir.
KÖRFUBOLTI KR-ingar misstu
tvo sterka leikmenn til Snæ-
fells í gærkvöldi en þá sömdu
þau Finnur Atli Magnússon og
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
við félagið. Koma þau til með að
styrkja lið félagsins fyrir átök
næsta vetrar í Dominos-deildum
karla og kvenna.
Finnur Atli skoraði að meðal-
tali 11,4 stig í leikjum KR á síð-
asta tímabili, auk þess sem hann
tók 5,4 fráköst í leik. Guðrún
Gróa spilaði alla leiki KR á síð-
asta tímabili en hún er einn besti
varnarmaður deildarinnar.
Að auki var tilkynnt að Snæfell
hefði framlengt samninga margra
lykilleikmanna liðanna. Sigurður
Þorvaldsson verður áfram sem og
þær Hildur Sigurðar dóttir, Hild-
ur B. Sigurðardóttir og Berglind
Gunnarsdóttir. - esá
Finnur Atli og
Guðrún Gróa
til Snæfells
STERKUR Finnur Atli Magnússon
verður Snæfellingum mikill styrkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI
Þorvaldur hættur hjá Fram
Fram tilkynnti í gærkvöldi að Þorvaldur
Örlygsson væri hættur þjálfun liðsins.
Hann hafi farið fram á að verða leystur
undan störfum. Þorvaldur tók við Fram
árið 2007 og skilur við liðið í áttunda
sæti Pepsi-deildar karla með fimm stig
eftir jafn marga leiki.