Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 2

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 2
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 ENGIN GJÖLD AF SENDINGUM UNDIR 2.000 KRÓNUM 4 Starfshópur um að efl a og auðvelda póstverslun vill fella niður aðfl utningsgjöld á ódýrari vörur. Lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir vegið að kaupmönnum sem berjist í bökkum vegna of hárra skatta og gjalda. KAUPA TÆKI FYRIR SEX OG HÁLFAN MILLJARÐ 8 Tækjakaupaáætlun heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljarðar króna gangi til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri á næstu fi mm árum. ÓTTAST AUKIN INNGRIP 10 Ljósmæður óttast að breytingar á fæðingarþjónustu Landspítalans hafi í för með sér aukin inngrip í fæðingar. MANDELA ER SAKNAÐ 12 Jafnt íbúar Suður-Afríku sem leiðtogar og almenningur um heim allan minnast Nelsons Mandela fyrir einstaka leiðtogahæfi leika og hlýjan persónuleika. FRÉTTIR 2➜16 SKOÐUN 18➜22 HELGIN 26➜72 SPORT 102➜104 MENNING 82➜110 FIMM Í FRÉTTUM HNÍPIN ÞJÓÐ, INNBROT OG OFBELDI Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgar kl. 12-17 19. og 20. desember kl. 16-21 Þorláksmessu kl. 16-21 Dagskrá, myndir o.fl. á Facebook ➜ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að árásin í Hraunbæ eigi sér engin fordæmi í Íslandssögunni því í fyrsta sinn hafi maður dáið af völdum skotvopna í átökum við lögreglu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir segir konur búa við ógnina af kyn- bundnu ofb eldi. Hún biðlar til karla að breyta hegðun sinni og þar með heimsmynd kvenna. Frú Vigdís Finnboga- dóttir veitti Norrænu tungumálaverðlaununum viðtöku og segir þau afar mikilvæg fyrir hnípna þjóð á erfi ðum tímum. Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráð- herra segir innbrotið í tölvukerfi Vodafone gefa tilefni til að skoða hvernig hægt sé að tryggja betur öryggi fólks á netinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti í ríkisstjórn áætlun um að veita tæplega 1,5 milljarða króna til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkra- húsinu á Akureyri. HEILBRIGÐISMÁL Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent heilbrigðisráðherra 516 milljóna króna kröfu vegna skuldar fyrir sjúkraflutninga. Að auki eru Sjúkratryggingar Íslands krafðar um 432 millj- ónir. Krafan er sögð vera lögð fram þar sem ríkið hafi ekki staðið við „samkomulagsgrundvöll“ frá í febrú- ar. Í bréfinu kemur fram að sjúkraflutningum hafi verið sinnt í nærri tvö ár án þessi að samningur væri í gildi. Stjórn slökkviliðsins hafi gert allt sem í þess valdi stóð til að koma á nýjum samningi, meðal annars á grundvelli sem náðst hafi samkomulag um í febrúar á þessu ári. Ríkið fáist hins vegar ekki til að semja. Verklok svo annar geti tekið við rekstrinum hafi því hafist í byrjun nóvember. „Á þessu stigi er ekki unnt að segja með vissu hversu mörgum verður sagt upp störfum en áformað er að segja ráðningarsamningum upp frá og með 1. febrúar næstkomandi,“ segir stjórn Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins. Undir bréfið ritar borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. - gar Slökkvilið höfuðborgarsvæðins boðar uppsagnir vegna vanefnda ríkisins: Rukka milljarð fyrir sjúkrabíla SJÚKRAFLUTNINGAR Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir uppsagnir sjúkraflutningamanna hefjast innan tveggja mán- aða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÓMANTÍSKA KAFFIHÚSIÐ 92 Hendur í Höfn í Þorlákshöfn er eina kaffi hús bæjarins. LISTAVERKEFNI Á LEIÐ TIL LANDSINS 96 Alþjóðlega listaverkefnið Inside Out er á leið til Íslands. Afrakstur verkefnisins verður frumsýndur á Laugaveginum á Þorláksmessu. BARGESTIR Í BÓK 110 Ljósmyndarinn Brynjar Snær gefur út Boston Reykjavík, 390 blaðsíðna ljósmyndabók með myndum af gestum Boston í gegnum árin. DREGIÐ Í RIÐLA 102 Dregið var í riðla fyrir heims meistarakeppnina í knatt spyrnu í gær. Aron Jóhannsson og félagar spila gegn Þýskalandi og Portúgal. ALÞINGI Julian Assange sagði í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley Manning, í mars 2010 að Wikileaks ætti upptökur úr símum Alþingis Íslendinga yfir fjögurra mánaða tímabil, í nóvem- ber og desember 2009 og janúar og febrúar 2010. Á því tímabili sem samtalið átti sér stað var Assange einmitt staddur hér á landi. Frétt var birt á Vísi í gær, þar sem sagt var frá skjölum sem birt voru á síðunni Wired.com. Þar er því haldið fram að skjölin komi frá bandaríska hernum og merkingar á skjölunum benda til þess að þau hafi verið notuð sem sönnunargögn í málaferlum hersins gegn Mann- ing. Í samtali þeirra spyr Mann- ing hvort eitthvað gagnlegt sé að finna í upptökunum, en Assange svarar að hann hafi manneskju til að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Assange minnist svo aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi og því svarar Manning með broskalli og segir það spreng- hlægilegt. „Ég er sleginn yfir þessu og ef eitthvað er hæft í þessum frétt- um er þetta grafalvarlegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis. „Þetta kemur okkur á óvart. Við munum reyna að ganga úr skugga um hvort eitthvað sé hæft í þessu sem allra fyrst. Þetta er mjög alvarlegur hlutur ef rétt er og það verður að koma í veg fyrir að svona upplýsingar séu birtar. Sama hver býr yfir þeim.“ Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafði heldur ekki heyrt af þessu máli. „Það kemur mér í opna skjöldu að því sé haldið fram að símar Alþingis hafi verið hleraðir. Það væri auðvitað graf- alvarlegt mál og ef um svo alvar- lega hluti væri að ræða þá væri það lögbrot,“ segir Einar Kristinn. „Þetta er alveg ótrúlegt ef satt er. Ég hef ekki fengið neinar vísbend- ingar um þetta og þetta eru mér fullkomlega ný tíðindi ef satt reyn- ist.“ samuel@frettabladid.is Símtöl frá Alþingi í höndum Wikileaks Í samtali Julians Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er sé það grafalvarlegt. EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON HELGI BERNÓDUS SON CHELSEA MANNING Samtal Manning og Julians Assange virðist hafa verið sönnunargagn í réttarhöldum Bandaríkjahers gegn Manning. MYND/AP MAÐUR ER MELLA Í MÁNUÐ 36 Eiríkur Guðmundsson rithöfundur var á dögunum tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina 1983. Hann segist hryggur yfi r árásum stjórn- valda á íslenska menningu, klofningnum hjá þjóðinni og samstöðuleysi. ALLIR HAFA EITTHVAÐ AÐ FELA 38 Stóra Vodafone-málið vekur upp spurningar um netöryggi en það eru fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun. ENGINN FRIÐUR ÁN JAFNRÉTTIS 50 Steinunn Björk Pieper bjó í nítján mánuði í gámi á stríðssvæði í Afganistan þar sem hún sinnti starfi jafnréttisfulltrúa á vegum NATO. Hún segir jafnréttis- mál afar mikilvæg þegar kemur að því að byggja upp stríðshrjáð samfélög. FYNDNAST ÞEGAR FÓLK DETTUR Á RASSINN 62 Óttar M. Norðfj örð rithöfundur hefur heyrt að fólk haldi að hann sé leiðinlegur, sem hann segir alls ekki rétt. ÞEGAR VANDALAR LENTU Á TUNGLINU 64 Illugi Jökulsson sleppir gjörsamlega fram af sér beislinu og býr til– á mjög hæpnum for sendum– nýja sögu um öfl ugt stórveldi í Afríku sem í raun var aldrei til. STÝRIR BESTA KVENNA- LIÐI HEIMS 104 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir einu besta kvennaliði heims í handbolta á HM í Serbíu. Hann hefur alltaf skilað verðlaunum. Á AÐ HRÆÐAST ÞÁ SEM FÆRA GJAFIR? 18 Þorsteinn Pálsson greinir stjórnmálaástandið og samskipti þjóðarinnar við erlend ríki í Kögunarhóli sínum. AÐ „HJALLAST“ ÚR SAMA FARINU 20 „Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri,“ skrifar Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.