Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 46

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 46
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Karólína Lárusdóttir Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson Útgáfa: JPV útgáfa Fjöldi síðna: 328 bls. Ekki verður hjá því kom-ist að fjalla stuttlega um uppruna og uppeldi Karólínu, svo mjög sem þetta tvennt er samofið því sem gerist í myndlist hennar. Móðurafi hennar var hinn víðkunni og stórbrotni Jóhannes Jósefsson, ungmennafélagsfröm- uður, glímukappi, skemmtikraft- ur og athafnamaður, en minnis- varði hans, Hótel Borg, var hluti af þeirri ævintýraveröld sem Karólína og Hildur systir henn- ar fengu hlutdeild í langt fram á unglingsár. Meðan Jóhannes hélt heilsu var hann óskorað höfuð fjöl- skyldu sinnar og máttu aðrir fjöl- skyldumeðlimir sitja og standa eins og hann sagði fyrir um. Hann var einnig sú ímynd karlmennsk- unnar sem dætur hans og dóttur- dætur lögðu til grundvallar í sam- skiptum sínum við sterkara kynið; ekki komu ýkja margir karlmenn vel út úr þeim samanburði. Ekki er ólíklegt að svartklæddur ættfaðir- inn, sitjandi samanrekinn og þegj- andalegur í dagstofunni á Hótel Borg með hunda sína og byssur allt um kring og neftóbakspontu í hendinni, sé ein helsta fyrirmynd þungbrýndu stútungskarlanna sem víða koma fyrir í myndum Karól- ínu. Með einni saman nærveru sinni verða þeir aflmiðja hverrar frásagnar. Amma listakonunnar og nafna, Karólína Guðlaugsdóttir, var stór í lund, engu síður en eiginmaður hennar, en frábrugðin honum að öðru leyti. Hún var sænsk í móð- urættina, af stórri og velmeg- andi embættismannafjölskyldu – Jóhannes var af fátæku fólki – og fékk að ganga menntaveginn, auk þess sem þær systur (þar á meðal var Soffía Guðlaugsdótt- ir leikkona) fengu kennslu bæði í hannyrðum og tónlist. Með list- fengi sínu og óhefðbundnum fram- gangsmáta hafði hún meiri áhrif á nöfnu sína en nokkur annar í fjöl- skyldunni. Á efri árum klæddi hún sig eftir eigin höfði, sótti einung- is þær samkomur sem hún hafði áhuga á, las erlendar bækur á mörgum tungumálum, og það sem var kannski mest um vert, skap- aði barnabörnum sínum griðastað þegar naprir vindar blésu um þau. Um hana segir Karólína: „Ég bý enn í dag að áhrifum sem návist hennar og lífsmáti hafði á mig.“ Amma Karólína var einnig helsti bakhjarl nöfnu sinnar á námsárun- um í Bretlandi, greiddi fyrir hana uppihald og helstu útgjöld, meðal annars opnaði hún reikning fyrir hana hjá Rowney-fyrirtækinu í Lundúnum og mátti listaspíran taka út liti, striga og pappír eftir þörfum. Sennilega er amma Kar- ólína helsta fyrirmyndin að mörg- um kvenskörungunum í myndum listakonunnar. Í sínum himinbláu eða eldrauðu drögtum eða kápum taka þær af skarið alls staðar þar sem þess er þörf og kæra sig koll- óttar um afleiðingarnar. Hafi amma Karólína verið upp- rennandi listakonunni birtingar- mynd frjálsræðis og sköpunar- gleði, var föðuramma hennar, Ingigerður Eyjólfsdóttir frá Ísa- firði, fulltrúi samkvæmis- og félagslífsins sem reykvísk borg- arastétt hafði tileinkað sér og son- ardóttir hennar fjallar um í ótal- mörgum verkum sínum. Að sögn Karólínu var amma hennar „mikil samkvæmiskona, eldrauðhærð og kát … og naut sín aldrei betur en í stórum veislum.“ Hins vegar voru veislur hennar ævinlega haldnar af sama tilefni, veislugestir voru þeir sömu frá ári til árs og mat- seðillinn sá sami: „Tómatsúpa með slettu af þeyttum rjóma, hamborg- arhryggur, ís í eftirrétt og kampa- vín fyrir fullorðna fólkið.“ Sömu- leiðis voru allar afmælisveislur á æskuheimili Karólínu í ákaflega föstum skorðum, með tilheyr- andi boðum og bönnum. Um þessa félagslegu hringekju segir lista- konan: „Þetta var eins og sunnudags- leikrit þar sem allir kunnu hlut- verkin sín og ég hygg að sama leik- rit hafi verið á fjölunum á mörgum heimilum þótt það væri ekki með viðhafnarsviðsbúnaði eins og hjá mínu fólki.“ Myndir Karólínu eru framar öðru sviðsetningar mannlegra samskipta, eins konar upphafin „sunnudagsleikrit“. En leiksýningin var ekki ein- asta innbyggð í daglegt líf Karól- ínu og fjölskyldu hennar, eins og svo margra annarra borgaralegra fjölskyldna á þessu tímabili, held- ur var veldi Jóhannesar afa henn- ar, og þar með bæði virðingar- sess hans og velmegun, beinlínis grundvallað á dramatískum upp- færslum – „show business“. Fyrri hluta ævi sinnar starfaði Jóhann- es víða um heim með umflakk- andi sýningarhópum, meðal ann- ars ameríska Barnums & Baileys sirkusnum og sjálfum Houdini, þar sem hann setti á svið aflraunir og sýningar á íslenskri eða grísk-róm- verskri glímu, auk þess sem hann tók þátt í margháttuðu sjónar- spili um kúreka og indjána sem þá var í tísku. Uppsafnaðan afrakst- ur þessara skemmtana, 500.000 íslenskar krónur, hafði Jóhannes með sér til landsins seint á þriðja áratugnum og lagði í hótelbygg- ingu sína. Fjölskylda Jóhannesar tók virkan þátt í þessum sirkusupp- færslum; Karólína kona hans hafði umsjón með sviðsmyndum og búningum, og þegar dætur þeirra uxu úr grasi fengu þær að troða upp sem þokkagyðjur eða fjað- urprýddar indjánameyjar. Heim- komnar höfðu þær systur metnað til frekari frama í leikhúsi, tóku að sér dansstjórn og danskennslu fyrir revíu sem Leikfélag Reykja- víkur setti upp á árunum 1931–32, og unnu síðan fyrir föður sinn sem eins konar skemmtanastjórar á Hótel Borg á fjórða áratugnum. En vísast hefur skemmtana- og leik- húslíf í Reykjavík á árunum milli stríða verið helst til fábrotið fyrir ungar heimskonur. Hekla Jóhann- esdóttir Jósefsson hvarf til Banda- ríkjanna, þar sem hún gekk að eiga þarlendan auðmann og setti upp dansskóla, en Daisy, móðir Karól- ínu, lagði listrænan metnað sinn á hilluna og giftist inn í eina auðug- ustu fjölskyldu Reykjavíkur, Lár- usi syni Lúðvíks Lárussonar sem oftast var kenndur við glæsilega skóverslun sína í Bankastræti. Lúðvík föðurafa sínum kynntist Karólína ekki, hann lést nokkrum árum áður en hún fæddist. Í ljósi þessara beinu tengsla Jóhannesar og fjölskyldu hans við sjónleiki, í víðasta skilningi, er ekki að undra þótt listrænn lauk- ur þessarar ættar hafi sterka til- hneigingu til að túlka mannlega breytni sem dramatískar upp- ákomur þar sem allt getur gerst. Í ofanálag er hugmyndin um „leik- sýninguna“ eitt af leiðarstefjunum í myndveröld Karólínu. „Allir vilja vera á sviðinu“ heitir mynd eftir listakonuna, ein af fjölmörgum tilbrigðum hennar um þetta stef. Einhvers staðar uppi í íslenskri sveit hafa menn reist voldugt svið, sem stundum minnir óþægilega á aftökupall. Upp á það klifra nær- staddir til að fá útrás fyrir lista- mannsdrauma sína: klumsa söng- kvartettar, gildvaxnar dansmeyjar og harmóníkkuleikarar að sligast undan hljóðfæri sínu. Svo eru þeir sem standa aðgerðalausir og bíða átekta, eins og ráðvilltir statistar í verki eftir Beckett eða Ionesco. Allt í kringum þetta fólk er svo náttúran, víðáttumikil, gjafmild og fögur. En enginn virðist taka eftir henni. Í myndum Karólínu þarf ekki leiksvið til að vekja sýni- og tján- ingarþörfina með mannfólkinu. Snemma á ferli sínum málar hún mynd sem hún kallar Kona mont- ar sig. Þar sjáum við uppáklædda konu í heimsókn uppi í sveit; fær hún skyndilega þá köllun að klifra upp á grindverk. Þar stendur hún keik á öðrum fæti, heldur á skóm sínum hvorum í sinni hendi og baðar út handleggjum sem væri hún þaulvanur línudansari. Í námunda við hana stendur fylgd- arlið hennar og fylgist með til- burðunum, ekki nema í meðal- lagi forviða á þessari háttsemi. Í skógarferð tekur einhver upp nikkuna og þá er stutt í dansinn, píanógarmur í reiðileysi dregur að sér heilan karlakór, fiðla í réttum höndum fær fyrrverandi ballerínu til að rifja upp fyrstu posisjón. Stundum er löngun allt sem þarf; í hverri myndinni á fætur annarri grípa karlar konur sínar fyrir- varalaust og hefja dans, ýmist úti á engjum, inni í skógi eða niðri í fjöru, án þess að hljóðfæri komi við sögu. En kannski er réttara að tala um brýna þörf fremur en löngun. Þótt sýn Karólínu á þessar uppákom- ur einkennist yfirleitt af góðlát- legri kímni, er skyndileg og til- efnislaus tjáningin sem við sjáum í þessum myndum undarlega gleði- snauð, eins og afleiðing af lang- varandi bælingu drauma og vona. Í viðtölum hefur listakonan oft- lega ýjað að því að þessar mynd- ir séu einhvers konar portrett af íslenskri þjóðarsál á því tímabili sem listakonan þekkti hana gerst. Um leið er ástæða til að ætla að alvöruþungi og angurværð þess- ara verka, og raunar flestra verka listakonunnar í seinni tíð, endur- spegli í einhverjum mæli lævi blandið andrúmsloftið sem hún upplifði á unglingsárum sínum bæði í ævintýrakastala afa Jóhannesar og ömmu Karólínu og á heimili foreldra sinna á Haga- melnum. Þetta var eins og sunnudagsleikrit þar sem allir kunnu hlutverkin sín og ég hygg að sama leikrit hafi verið á fjölunum á mörgum heimilum þótt það væri ekki með við- hafnarsviðsbúnaði eins og hjá mínu fólki. Allir vilja vera á sviðinu Í nýútkominni listaverkabók um Karólínu Lárusdóttur skrifar Aðalsteinn Ingólfsson ítarlega grein um ævi og listþróun listakonunnar, en bókin geymir auk þess 146 litmyndir af verkum Karólínu og fjölda ljósmynda úr fjölskyldualbúmi hennar. GÓÐAN DAGINN Olía á striga frá 2004. TRÖLLVAXIN SÖNGKONA Olía á striga eftir Karólínu Lárusdóttur frá 1996.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.