Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 10

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 10
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is JÓLATILBOÐ Sími 552 2440 www.borgarbilastodin.is Borgarbílastöðin. ehf ATH. Ekkert utanbæjargjald. Eldri borgara og öryrkjar fá 20% Stgr.afslátt! TAXITAXI Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar HEILBRIGÐISMÁL Fyrirhugaðar breytingar á fæðingarþjónustu Landspítalans valda ljósmæðr- um áhyggjum af því að eðlilegum fæðingum og möguleikum kvenna til að velja sér fæðingarstaði muni fækka. Breytingarnar fela meðal annars í sér að starfsemi Hreið- ursins sameinast fæðingardeild og meðgöngu- og sængurkvenn- adeild. Ljósmæður Hreiðursins eru slegnar yfir fyrirhuguðum breyt- ingum. Fæðingarþjónusta Hreið- ursins hefur verið starfrækt á Landspítalanum í 15 ár sam- kvæmt hugmyndafræði um ljós- móðurleidda fæðingarþjón- ustu og eðli- legar fæðingar. Anna Eðvalds- dóttir, ljósmóð- ir í Hreiðrinu og varaformað- ur Ljósmæðra- félags Íslands, segir áhyggjur ljósmæðranna me ð a l a n n - ars koma til vegna rannsókna á vinnubrögðum ljósmæðra. Þær sýni að á almennum fæðingar- deildum, þar sem aðstæður bjóða upp á inngrip í fæðingar grípi ljósmæður oftar inn í að óþörfu. Það eigi einnig við, þrátt fyrir ljósmóðirin hafi mikla reynslu af aðstoð í eðlilegum fæðingum án inngripa. Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir fæðingardeildar- innar, segir eitt af markmiðum breytinganna á fæðingarþjónust- unni vera að auka tíðni eðlilegra fæðinga á sjúkrahúsinu. Aðspurð segir hún ekki vera til viðmið á Landspítalanum um hvað teljist til eðlilegra fæðinga, en segir að alla jafna sé miðað við inngripalausa fæðingu. Könnun á fæðingum á Land- spítalanum, sem framkvæmd var árið 2011, leiddi í ljós að tæp- lega 63 prósent fæðinga í Hreiðr- inu voru án allra inngripa. Á Óttast aukin inngrip Ljósmæður óttast að inngripum í fæðingar fjölgi í kjölfar breytinga á fæðingarþjón- ustu Landspítalans. Rannsóknir sýna að inngrip er algengara ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Yfirljósmóðir segir eitt markmiðanna að auka hlutfall eðlilegra fæðinga. ANNA SIGRÍÐUR VERNHARÐS- DÓTTIR „Ég valdi Hreiðrið því að ég stefndi á náttúrulega, inngripalausa fæðingu,“ segir Marta Goðadóttir, sem nýtti sér þjónustu Hreiðursins þegar hún átti fyrsta barn sitt. Fæðingin endaði þó ekki þar, því útvíkkunin hætti í miðju kafi og eftir langa mæðu var hún flutt yfir á fæðingardeildina. Þaðan fór hún svo í bráðakeisara. „Ég hef mjög jákvæða reynslu af báðum stöðum og fann ekki gríðarlega mikinn mun. Fyrst og fremst er mikilvægt að konur hafi val og það sé virt. Valið er svo mikilvægt fyrir konur og eykur sjálfstraust þeirra í fæð- ingunni,“ segir Marta. Stella Ólafsdóttir hafði stefnt á að eiga fyrra barn sitt í Hreiðrinu, en þá reyndist allt vera fullt og hún átti á fæðingardeildinni. Hún átti svo sitt annað barn í Hreiðrinu fyrir stuttu og er sammála því að þjónustan sé sambærileg á deildunum. Vinkonurnar segja muninn helst að finna í aðstöðu fyrir pabbana. „Það er pabbavænna í Hreiðrinu, sérstaklega eftir fæðinguna. Þegar ég var komin á sængurkvennadeild eftir keisaraskurðinn þótti mér mjög erfitt að ekki var pláss fyrir makann minn og varð lítil í mér,“ segir Marta. Um markmið sameinaðrar fæðingardeildar að fjölga eðlilegum fæðingum segir Marta: „Í fyrsta lagi spyr ég á móti: Hvað er eðlilega fæðing? Ef átt er við inngripalausa fæðingu, þá er það skrýtið markmið því þetta eru mjög ólík ferli og kannski ekki hægt að sinna báðum hópum jafn vel og í núverandi fyrirkomulagi. Ég upplifði tvískipta fæðingu, þar sem hún var meira úr mínum höndum þegar ég fór yfir á fæðingardeildina. Þar þurfti ég að leggja traust mitt á starfsfólkið, en í Hreiðrinu treysti ég á sjálfa mig.“ Stella segir jákvætt ef fjölga á eðlilegum fæðingum. „Ef hugmyndafræði Hreiðursins verður nýtt áfram, þá er það ekkert nema gott,“ segir hún. Pabbavænna í Hreiðrinu REYNSLUNNI RÍKARI Stella og Marta stefndu báðar að því að eiga í hreiðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ungmennafélag Íslands auglýsir húsnæði í Þrastalundi til leigu eða sölu. Þrastalundur sem staðsettur er í jaðri Þrastaskógar við Sogið í Grímsnesi er ein fallegasta náttúruperla Suðurlands. Þrastalundur og Þrastaskógur bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu, s.s. veitingarekstur, tjaldsvæði, útivist, menningarviðburði og margt fl eira. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands í síma 568 2929 eða í netfanginu saemundur@umfi .is. Frestur til að skila inn tilboðum er til 20. desember. Þrastalundur – til leigu eða sölu fæðingar deildinni reyndust þær aftur á móti vera 16 prósent, en í því samhengi verður að hafa í huga að allar áhættusamar fæð- ingar fara fram á fæðingardeild- inni. Í heild reyndust 25,6 prósent fæðinga á sjúkrahúsinu vera án allra inngripa. „Við teljum okkur geta hækkað þetta hlutfall,“ segir Anna Sigríður. eva@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.