Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 12

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 12
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Nicovel®lyfjatyggigúmmí VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. NEY131007 ➜ Brot úr ævi frelsishetjunnar Nelsons Mandela 1918 til 2013 SUÐUR-AFRÍKA „Við í fjölskyldunni áttum okkur á því að Madiba til- heyrir ekki aðeins okkur heldur heiminum öllum,“ segir Mandla Mandela, sonarsonur Nelsons „Madiba“ Mandela í yfirlýsingu. „Allt sem ég get gert er að þakka Guði fyrir að ég átti afa sem unni okkur öllum í fjölskyldunni og leið- beindi okkur.“ Leiðtogar allra helstu ríkja heims hafa minnst Mandela, sem lést á fimmtudag á heimili sínu eftir erfið veikindi frá því í sumar. „Ég er einn þeirra milljóna manna sem fengu hvatningu frá ævi Nelsons Mandela,“ sagði Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði Mandela hafa gnæft yfir aðra menn. Meira að segja leiðtogar Ísraels og Palestínumanna voru sammála um að þarna hefði mikilmenni verið á ferð: „Palestínuþjóðin mun aldrei gleyma þeirri sögulegu yfir- lýsingu hans, að byltingin í Suður- Afríku muni ekki ná markmiði sínu fyrr en Palestínumenn verða frjálsir,“ sagði Mahmúd Abbas, forseti Palestínustjórnar. Fánar verða í hálfa stöng í Suð- ur-Afríku alla vikuna, þangað til Mandela verður jarðsunginn í heimaþorpi hans, Qunu, á sunnu- daginn eftir viku. Á morgun verður efnt til bænar- og minningardags, en á þriðjudag- inn verður opinber minningarat- höfn haldin á íþróttaleikvangi í Jóhannesarborg. Frá miðvikudegi fram á föstudag mun lík hans liggja á viðhafnarbörum í höfuð- borginni Pretoríu, þar sem fólk getur komið og vottað honum virð- ingu sína. gudsteinn@frettabladid.is Mandela saknað Jafnt íbúar Suður-Afríku sem leiðtogar og almenningur um heim allan minnast Nelsons Mandela fyrir einstæða leiðtogahæfileika og hlýlegan persónuleika. SORG Í SUÐUR-AFRÍKU Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan gamla húsið hans í Soweto-hverfi í Jóhannesarborg. NORDICPHOTOS/AFP 25 ár eru liðin síðan Suður-Afríkusamtökin gegn Apartheid héldu rokktónleika á Klambratúni í júlí 1988. Þeir báru yfirskriftina Frelsum Mandela sjötugan og voru liður í alþjóðlegri herferð til að fá Mandela lausan úr fangelsi á sjötugsafmæli hans. Ágóði af tónleikunum rann til aðstoðar börnum og unglingum í Suður- Afríku. Egill Ólafsson hóf tónleikana með kassagítar við hönd og flutti lag Johns Lennon, Working Class Hero. Á meðal annarra sem stigu á svið voru Síðan skein sól, Bubbi Morthens, Megas, Langi Seli og Skuggarnir, Frakkarnir og Sykurmol- arnir. Skáldið Sjón var kynnir og voru tónleikarnir sendir út beint í Sjónvarpinu og á Rás 2. - fb Rokkuðu á Klambratúni til heiðurs Mandela SYKURMOLARNIR Björk Guðmundsdóttir og félagar í Sykurmolun- um uppi á sviði á Klambratúni í júlí 1988. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Almennt útboð á hlutum í N1 ER N1 SPENNANDI FJÁRFESTINGARKOSTUR? Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Starfsfólk VÍB svarar spurningum um skráningu N1 í Kauphöll Íslands Opinn hluti almenns útboðs í N1 stendur frá 6. desember kl. 10.00 til 9. desember kl. 16.00. Hringdu í síma 440 4900 eða sendu tölvupóst á vib@vib.is. Dagana 7. og 8. desember er hægt að hafa samband símleiðis milli kl. 9.00 og 20.00. Þann 5. desember boðaði VÍB til fundar um N1, fyrirkomulag útboðsins og skráningu almennings fyrir hlutum í útboðinu. Á www.vib.is getur þú séð upptöku af fundinum. E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 4 0 9 LAUS ÚR FANGELS- INU Nelson Mandela ásamt Winnie, þáverandi eiginkonu sinni, með sigurhnefa á lofti í febrúar árið 1990. NORDICPHOTOS/AFP 1956 1990 19991942 1960 1991 20091952 1961 1993 20131953 1962 1994 Hefur nám í lögfræði Dæmdur fyrir þátt- töku í fjölda- herferð gegn lögum sem mismunuðu fólki eftir litarhætti. Mandela verður leið- togi Afríska þjóðarráðs- ins. Stofnar vopnaða sveit. Mandela hlýtur friðarverðlaun Nóbels ásamt F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku. Lætur af embætti eftir eitt kjör- tímabil. Mandela deyr 6. desember á heimili sínu eftir erfið veikindi, 95 ára gamall. Handtekinn ásamt 156 öðrum mót- mælendum sem sakaðir voru um að hafa ætlað að gera vopnaða byltingu. F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, afléttir aðskilnaðar- stefnunni og leyfir starfsemi Afríska þjóðarráðsins á ný. Mandela látinn laus eftir 27 ára fangavist. Gengur til liðs við Afríska þjóðarráðið og hefur forystu um friðsamlegt andóf gegn aðskiln- aðarstefnu hvíta minnihlutans. Handtekinn, dæmdur í ævilangt fangelsi og sendur til afplánunar á Robbin-eyju, þar sem hann dvelur næstu 18 árin. Stofnar lögmanns- stofu ásamt Oliver Tambo, sem veitir þeldökkum ókeypis eða ódýra lögfræði- þjónustu. Mandela kosinn for- seti Afríska þjóðarráðsins. Fjöldamorðin í Sharpesville. Lögregla drepur 69 manns sem eru að mótmæla því að einungis þeldökkir borgarar þurfi jafnan að vera með skilríki á sér. Sama ár er Afríska þjóðarráðið bannað. Kosinn forseti Suð- ur-Afríku, fyrstur þeldökkra manna, með yfirgnæfandi stuðningi í fyrstu frjálsu kosningum landsins. Sameinuðu þjóðirnar lýsa fæðingardag hans, 18. júlí, alþjóðlegan dag Nelsons Mandela. 1918 Nelson Rolihlahla Mandela fæðist 18. júlí í þorpinu Mvezo austan til í Suður-Afríku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.