Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 18
7. desember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR „Ég hræðist Grikki, einnig þegar þeir færa oss gjafir.“ Þetta segir Virgill í Eneasarkviðu. Viðlíka tilfinn- ingar hafa ekki vaknað í kjölfar gjafa ríkisstjórnarinnar til þeirra sem skulda íbúðarlán. Gjafir geta vakið ólík tilfinningaleg viðbrögð fyrir þá sök að menn horfa ýmist skammt eða langt fram á veginn þegar þær eru metnar til verðs. Hagfræðingur hjá Danske Bank sagði nýlega í tilefni af skuldanið- urgreiðsluáformunum að íslensk- ir stjórnmálamenn stjórnuðust alfarið af skammtímasjónarmið- um. Sami maður varð þjóðardýr- lingur hér um hríð eftir hrun fyrir þá sök að menn uppgötv- uðu að hann hafði fyrir hrun hræðst það sem þá var í gangi m e ð a n v i ð vorum óttalaus og skopuðumst að þeim sem voru hræddir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar hafa áhrif á þremur sviðum: Í fyrsta lagi virka þær beint á bókhald margra heimila. Auðvelt verður að mæla þau áhrif og þau verða jákvæð í fyrstu. Frá þessu afmarkaða sjónarhorni er fátt að óttast. Í öðru lagi eru þær af þeirri stærðargráðu að hafa áhrif á reikninga þjóðarbúsins. Það mælist á lengri tíma og er ekki auðrekjan- legt en gæti haft öfug áhrif á hag heimilanna þegar fram í sækir. Þetta víða sjónarhorn gefur því til- efni til nokkurrar hræðslu. Þannig hefur skuldatryggingaálag Íslands þegar hækkað. Í þriðja lagi mæla skoðanakann- anir áhrifin á pólitíkina. Þau eru strax komin fram. Það ræðst síðan af því hvaða mælistiku er brugðið á loft hvort gjafirnar vekja tilfinn- ingar ánægju eða hræðslu. Á að hræðast þá sem færa gjafi r? Nýja Framsókn er í eðli sínu fremur flokkur augnabliksins en lang- tímasjónarmiða. Síðustu kosn- ingar sýndu umtalsverða spurn eftir slíkri pólitík. Í samræmi við það heimtir forsætisráðherra helminginn af því fylgi sem tap- ast hefur frá kosningum. Það er býsna gott þótt væntingin hafi verið meiri. Frá gagnstæðu sjón- arhorni verðskuldar forsætis- ráðherra hrós fyrir að sætta sig við að aðgerðin skuli aðeins vera þriðjungur af því sem lofað var fyrir kosningar. Fjármálaráðherra hefur með aðhaldssamri sýn á ríkisfjár- mál áunnið sér vaxandi traust og virkað sem kjölfesta samstarfs- ins. Í því ljósi munu margir rétti- lega þakka honum að loforðið var skorið niður um tvo þriðju. Á móti kemur að aðgerðin víkur eigi að síður af vegi hófsemi í ríkisfjármálum og frá framtíð- armarkmiðum í peningamálum. Tap Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun Morgunblaðsins gæti skýrst af því að fylgjend- ur hans kalli eftir ríkari ábyrgð en felst í þessum ráðstöfunum. Líklega liggur orsökin þó frem- ur í hinu sem nú er orðið ljóst að ætlunin er að svíkja loforðið um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið. Stjórnarandstaðan er í þeirri klípu að jákvæðu áhrifin á bók- hald einstakra heimila koma fyrst en neikvæðu áhrifin á þjóðarhag koma síðar. Sagan kennir að stjórn- arandstaða þarf ekki að andæfa aðgerðum til þess að hagnast sjálf- krafa á neikvæðu áhrifum þeirra þegar þau birtast. Þrátt fyrir það er snúið að stíga ölduna í miklum veltingi milli lang- og skamm- tímasjónarmiða. Engu er líkara en stjórnarandstaðan viti ekki enn hvort hún eigi að fleyta kerlingar í umræðunni eða ögra strax kenn- ingu danska hagfræðingsins. Mælikvarði dagsins Í ágúst skipaði fjármálaráðherra efnahagsráð til að rýna hina flóknari Þjóðhagsmælikvarða og leggja á ráðin um skynsamlega nýtingu fjármuna. Álit þess hefur ekki verið birt. Það hlýtur þó að vera til. Hér er ekki verið að gera því skóna að það sé neikvætt; það á bara ekki að fara leynt. Helsta réttlæting félagsmála- ráðherra er sú að aðgerðirnar auki neyslu. Svigrúm til launa- hækkana þrengist að sama skapi; ella er hætta á minni afgangi af utanríkisviðskiptum. Það þrengir aftur möguleikana á afnámi hafta. Leiði þetta til verðbólgu étur hún ávinning heimilanna upp. Þessi atriði er að vísu ekki alveg ein- falt að mæla fyrirfram. Á endan- um sker reynslan ein úr. En hún hefur sýnt að óraunsæi ræður æði oft mati á áhrifum ákvarðana af þessum toga. Það sem helst orkar tvímælis er þó valið um ráðstöfun skatttekna. Að hluta til er verið að gefa eftir skatttekjur. Það takmarkar sjálf- krafa framlög til annarra verk- efna eða skattalækkana til að örva verðmætasköpun. Ný skatt- heimta sem gefur miklar tekjur er svo nýtt í annað en að létta á skuld- um ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur af þeim halda þar af leiðandi áfram að vera Þrándur í Götu viðreisnar sjúkrahúsa og skóla að óþörfu. Veikleikinn felst í því að kaupa stundarvinsældir á kostnað fram- tíðarhagsmuna er lúta að sköpun verðmæta, velferð og menntun. Þegar lesið er á slíka hagræna og siðferðilega mælikvarða til lengri tíma vandast vörnin hjá ríkis- stjórninni. Mælikvarði morgundagsins S átt um Ríkisútvarp í almannaeigu var ekki rofin með niðurskurðinum nú. Sáttin var rofin með ohf-væð- ingunni svokölluðu. Þá var tekin upp sú grímulasua stefna að um fyrirtæki í samkeppnisrekstri væri að ræða. Þess vegna borgar sig að segja upp dag- skrárgerðarfólki á Rás 1 en hrófla ekki við markaðs- eða auglýsingadeildinni. Og þess vegna meta stjórnendur stofn- unarinnar það svo að yfirboð á boltaleikjamótum úti í heimi séu fyllilega réttlætanleg. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér að samkeppni og Ríkisútvarp í allra eigu geta ekki farið saman. Sátt um Ríkisútvarpið hlýtur að snúast um að stofnunin sinni ákveðnu hlutverki og það hlutverk snýr einkum að umfjöllun um menningu og varðveislu menningarverðmæta. Þau okkar sem hafa bent á hvaða villigötum stofnunin er á eru ekki endilega óvinir Ríkisútvarpsins. Þau sem fylltu Háskólabíó í vikunni voru ekki að biðja um að Páll Magnússon útvarpsstjóri sækti það fastar að kaupa enska boltann á nýja íþróttarás Ríkisútvarpsins. Þau voru heldur ekki að óska eftir fleiri peningaþáttum á laugardags- kvöldum eða að Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri keypti fleiri gamanþætti frá bandarískum sjónvarpsstöðvum. Krafa þessa fólks er sú að Ríkisútvarpið sinni hlutverki sínu; íslenskri menningu. Til þess þarf stofnunin ekki að herja á auglýsingamarkað, meðal annars í blóðugum slag við eig- endur sína. Í raun er lítið mál að reka öflugt Ríkisútvarp, sem almenn sátt væri um, fyrir aðeins hluta af nefskattinum. Mörg gild rök hníga að því að Ríkisútvarp eigi fyllilega rétt á sér, en við eigum ekki að breyta Ríkisútvarpinu í Stöð 2 eins og reynt hefur verið að gera með misheppnuðum árangri síðustu ár. Sú vegferð hófst með ráðningu sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 í starf útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Stöðvar 2 í starf dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað á skyn- samlegum nótum um Ríkisútvarpið á umliðnum dögum og vikum. Hann hefur staðið í fæturna þótt einhverjum hinna svokölluðu „vina“ Ríkisútvarpsins finnist eins og hann sé óvinurinn. Illugi vill ekki leggja stofnunina niður en hann virðist hafa þor til að endurhugsa hlutverk hennar, sem löngu er tímabært. Íslendingar hafa ekkert með Ríkisútvarp Páls Magnús- sonar að gera. Við þurfum öflugt Ríkisútvarp sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöð sem lætur ekki afvegaleiðast og blindast í keppni á auglýsingamarkaði. Gott Ríkisútvarp á að losa sig við markaðs- og auglýsingadeildir og sinna því sem einkareknar stöðvar geta ekki sinnt. Ríkisútvarp er ekki fyrirtæki heldur stofnun sem á ekki að vera í samkeppnis- rekstri. Ná má sátt um almannaútvarp: Óvinir Ríkisútvarpsins Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Pantanir og nánari upplýsingar fást í síma 696 1130 og gisli@laxinn.is Laus veiðileyfi VESTURÁRDALUR ehf. HAFRALÓNSÁ / VESTURDALSÁ Eigum laus veiðileyfi í Hafralónsá í ágúst. Eigum laus veiðileyfi á besta tíma í Vesturdalsá. Einstakt tækifæri til að fá veiðileyfi á góðum tíma í þessum rómuðu ám. Vesturdalsá hefur verið lokuð og friðuð fyrir almennri veiði í mörg ár og er því afar spennandi kostur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.