Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 30
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 draga úr vægi þeirra innan stjórnkerfisins. Mér var boðið að starfa áfram en fannst komið gott og ákvað að fara í mastersnám í breytingastjórnun við hagfræði- deildina í háskólanum í Aberdeen í Skotlandi.“ Gast þú ekki bara kennt þau fræði þar eftir alla reynsluna? „Ég var allavega með mikla praktíska reynslu. En það var mjög gaman í þessu námi eins og náminu í opin- berri stjórnsýslu sem ég var áður búin að fara í gegnum.“ Þegar staða skrifstofustjóra borgarstjóra Reykjavíkur var auglýst laus runnu tvær grímur á Regínu. Þá var Dagur B. Eggerts- son orðinn borgarstjóri. „Dagur var mikill talsmaður þjónustu- miðstöðvanna og íbúalýðræðis. Mér fannst heillandi að vinna með honum, sótti því um starfið og fékk það, pakkaði niður og kom heim en þá hafði Ólafur F. Magnússon tekið við borgarstjórastarfinu deg- inum áður. Tjarnarkvartettinn var búinn að vera. Ég hafði frétt þetta til Skotlands en þá var ég búin að pakka, ganga frá íbúðinni og öllum mínum málum.“ Regína segir mikið rót hafa verið innan borgarinnar á þessum tíma. „Borgarstjórar komu og fóru og í stjórnsýslunni var fólk með sterkar skoðanir á hverfavæðingu, bæði með og á móti.“ Starf Regínu fólst í stjórnun skrifstofu borgarstjóra og erlend- um samskiptum. „Ég þurfti ekkert að kvarta yfir verkefnaskorti. Það var mikið djöflast í Ólafi F. svo ég segi bara alveg eins og er. Hann hefur oft kvartað yfir því hvað fjölmiðlar hafi verið ágengir og ég get alveg staðfest það.“ Þurftir þú að svara fyrir hann og hans gjörðir? „Ekki pólitískt, en það mæddi mikið á skrifstofunni og þetta var erfiður tími fyrir alla.“ Féll fyrir Jóni Gnarr Hvernig leið þér þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við veld- issprotanum og Ólafur F. var sett- ur til hliðar? „Hanna Birna kom inn með miklum krafti. Það var bjart yfir henni en hún var ekki búin að vera í starfi nema í örfáar vikur þegar hrunið skall á. Næstu mán- uði var blóðugur niðurskurður og varnarbarátta gagnvart öllu kerf- inu. Hanna Birna tók á málum af mikilli festu og minnihlut- inn, til dæmis Sóley Tómasdótt- ir og Dagur, stóðu sig mjög vel í að vinna með henni. Þar náðist góð samstaða í að taka á erfiðum málum. Innan sveitarfélaganna hugsaði fólk, eins og allir stjórn- endur á þessum tíma: Eigum við fyrir launum um næstu mán- aðamót? Þarf að segja fólki upp? Þetta var mikil reynsla.“ Þurftir þú að segja upp fólki? „Sú stefna var tekin að reyna að vernda starfsfólkið eins og hægt var en ráða ekki í stöður sem losnuðu. Á skrifstofu borg- arstjóra varð til dæmis um 30% niðurskurður og því ljóst að það þurfti að færa fólk til í störfum og breyta. Auk þess var ég í tengilið- arhlutverki gagnvart sviðsstjór- um þannig að ég tók þátt í öllu þessu ferli. Hanna Birna hafði fólkið með sér í þessum niður- skurði og það skipti miklu máli. Ég var ákveðin í að hætta þegar þessu kjörtímabili lyki. Fannst það tímabært. Það var komið nýtt afl sem bauð sig fram og ég var ekki sérlega spennt fyrir því, eftir allt umrótið. En í Jóni Gnarr hitti ég hins vegar fyrir greindan og hlýjan mann sem vildi gera góða hluti og þegar ég fékk beiðni um að vera í eitt ár staðgengill hans og við stjórn Reykjavíkurborgar með honum freistaðist ég til að segja já. Ef satt skal segja þá var ég á leið til viðræðna við bæjar- stjórn í bæ einum í Norður-Noregi þar sem ég hafði fengið tilboð um starf framkvæmdastjóra sveit- arfélagsins, þegar þessi beiðni kom. Maðurinn minn er ævar- andi þakklátur Jóni,“ segir Reg- ína hlæjandi. „Hann var ekki eins spenntur fyrir að flytja til Norð- ur-Noregs.“ Tímabundin stjórnkerfisbreyt- ing var gerð sem fólst í því að skrifstofustjóri borgarstjóra varð yfirmaður allra sviða í borginni í stað þess að þau heyrðu beint undir borgarstjórann, að sögn Regínu. „Minnihlutinn var ósátt- ur við þetta fyrirkomulag þannig að enn var róstusamt í pólitíkinni og Jón var þráfaldlega spurður hvort hann væri að afhenda öll sín völd til embættismanna,“ segir Regína og tekur fram að engin launahækkun hafi fylgt hennar auknu ábyrgð. En má ekki segja að Jón hafi afsalað sér völdum? „Nei, en hann var að koma úr skemmtanaiðn- aðinum inn á stærsta vinnustað Íslands með átta þúsund starfs- mönnum – og kynnast flóknu kerfi sem er eins og að snúa Titanic ef einhverju á að breyta. Hann ákvað að treysta þeim sem fyrir voru og það gerði fólkið sem var með honum líka þannig að þétt samstaða myndaðist. Þetta skipti máli meðan nýtt fólk var að koma sér inn í hlutina því það var ekki bara Jón Gnarr sem var að byrja heldur allir borgarfulltrúarnir í Besta flokknum.“ Meðal verkefna Regínu þetta ár var að undirbúa tillögu að framtíð- arstjórnskipulagi borgarinnar sem meðal annars fól í sér fækkun og sameiningu sviða og endurupptöku embættis borgarritara. „Rétt áður en minn ráðningartími rann út sá ég auglýst starf við að koma Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyr- irtækja, á laggirnar, fannst það góður tími til að læða mér út úr Ráðhúsinu og fékk starfið.“ Vinnuþjarkur og krimmaaðdáandi Mikið verk er fram undan í skipu- lagsmálum á Skaganum. „Við verð- um að taka miðbæinn okkar í gegn og erum byrjuð á aðaltorginu. Svo verður stór íbúafundur í janúar um sementsverksmiðjusvæðið. Þar þurfum við að hugsa til langs tíma,“ segir bæjarstjórinn sem ásamt bæjarstjórn og íbúum stefn- ir líka að því að efla atvinnulíf á svæðinu. „Um síðustu helgi var haldinn stefnumótunarfundur um atvinnumál sem á annað hundrað manns kom á sem tókst einstak- lega vel,“ segir hún. Hún segir sjálfsmynd bæjarins snúast mikið um sjávarútveg og að mörg öflug fyrirtæki í bænum tengist sjávar- útvegi með beinum eða óbeinum hætti eins og HB Grandi, Skaginn, Norðanfiskur, Vignir Jónsson, og Akraborg. Rekstur margra þess- ara fyrirtækja fari hljótt þó þau séu að gera frábæra hluti, eins og Akraborg sem hafi flutt 13 millj- ónir dósa af þorsklifur á erlenda markaði í fyrra. Hún hrósar skól- unum á svæðinu í hástert og segir mikið lagt upp úr því að manna sem flestar stöður með fagfólki. Það skili sér. „Capacent gerir könnun innan sveitarfélaga árlega og við erum númer tvö á landsvísu yfir ánægða foreldra með leikskóla og númer þrjú með grunnskóla. Í samræmdu prófunum í stærðfræði í 7. bekk voru 14,4% þeirra nem- enda sem fengu 10 frá Akranesi þó við eigum bara 2,9% af nemenda- fjölda landsins. Þegar ég kem úr stærra samfélagi inn í þetta sé ég auðvitað strax hvað hér er frábær þjónusta í skólunum og hversu vel er haldið utan um nemendur. Ýmis stoðþjónusta er algerlega í toppi.“ Í lokin er Regína aðeins spurð út í áhugamálin. Hún hnykl- ar brýnnar. „Áhugamálin? Mér finnst náttúrulega rosalega gaman í vinnunni. En mér finnst líka gaman að ganga á fjöll og fæ mikla næringu út úr því. Síðan hef ég gaman af að fara á skíði, bæði svigskíði og gönguskíði og er að fikra mig áfram í golfinu. Eiginmaðurinn er á kafi í því og ég á golfsett, en er alger byrjandi. Einnig finnst mér gaman að lesa krimma og horfa á krimma. Elska góðan mat og hann er betri þegar maðurinn minn eldar hann en ég.“ OPINBER STÖRF REGÍNU TIL ÞESSA Í VINNUNNI Regína ásamt Sveinborgu Kristjáns- dóttur félagsmálastjóra og Sædísi Alexíu Sigur- vinsdóttur verkefnastjóra. 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Forstöðumaður vistunarsviðs Félags- málastofnunar Reykjavíkur Félagsmálastjóri Sauðárkróks Framkvæmdastjóri Miðgarðs í Grafarvogi Breytingastjórnun í Ráðhúsi Reykjavíkur Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um sam- félagsábyrgð fyrirtækja Skrifstofustjóri borgarstjóra Sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar Bæjarstjóri Akraneskaup- staðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.