Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 56

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 56
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 56 Íbúar Úkraínu skiptast dálítið í tvo hópa eftir því hvort þeir búa í austurhluta landsins og aðhyllast náin tengsl við Rúss-land, eða í vesturhlutanum og vilja frekar halla sér að Evr- ópu. Þessi klofningur hefur hvað eftir annað brotist út í pólitískum átökum, og munar þar mest um appelsínubyltinguna svonefndu veturinn 2004 til 2005. Fjöldamótmælin núna minna mjög á ástandið fyrir níu árum, ekki síst vegna þess að þá, rétt eins og nú, snerust deilurnar um það hvort Úkraína eigi að leggja meiri áherslu á tengslin við Evrópu eða tengslin við Rússland. Mótmælin beinast líka að mestu gegn sama manninum, þá og nú, nefnilega Viktori Janúkóvitsj, sem var nýkjörinn forseti í umdeildum kosningum haustið 2004 og situr einnig nú í stóli forseta Úkraínu. Þrýstingur Rússa Mótmælin nú hófust eftir Janúkó- vitsj lét undan þrýstingi frá Vladim- ír Pútín Rússlandsforseta, sem virð- ist ekki geta hugsað sér að Úkraína halli sér frekar að Evrópu en Rúss- landi. Janúkóvitsj hætti nýlega við að undirrita samstarfssamning við Evrópusambandið, en hafði fram að því barist fyrir því að þessi samn- ingur yrði að veruleika. Rússar beittu meðal annars ýmsum viðskiptaþvingunum til að ná fram vilja sínum, svo sem að stöðva allan innflutning á súkkulaði frá úkraínsku sælgætisverksmiðj- unni Roshen. Náin tengsl Tengsl Rússlands og Úkraínu hafa lengi verið náin. Um sautján prósent íbúa landsins telja sig til Rússa og tungumálin eru auk þess náskyld, svo náin reyndar að álitamál verð- ur að teljast hvort réttara sé að tala um tvö sjálfstæð tungumál eða tvær mállýskur sama tungumáls. Úkraína losnaði undan yfirráðum Rússa þegar Sovétríkin liðu undir lok árið 1991, Leoníd Kravtsjúk, fyrsti forseti sjálfstæðrar Úkraínu, þurfti að hafa töluvert fyrir því að verja hið nýfengna sjálfstæði gegn þrýstingi frá Rússum. Samskiptin við Rússland bötnuðu hins vegar til muna eftir að Leoníd Kútsjma tók við forsetaembættinu árið 1994, og með betri tengslum við Rússa styrktist jafnframt efnahagur Úkraínu. Appelsínugula uppgjörið Í kosningunum 2004 varð hins vegar pólitískt uppgjör í Úkraínu, þegar Viktor Jústsjenkó, fyrrver- andi seðlabankastjóri, sem hafði verið forsætisráðherra í hálft annað ár um aldamótin bauð sig fram til forseta á móti Viktori Janúkóvitsj, sem naut stuðnings Kútsjmas. Jústsjenkó naut hins vegar stuðn- ings frá Júlíu Tímósjenkó, kraft- miklum stjórnmálaleiðtoga sem átti að verða forsætisráðherra ef Jústsj- enkó myndi sigra. Jústsjenkó hafði lagt áherslu á efnahagsumbætur og baráttu gegn spillingu, en tapaði naumlega fyrir Janúkovitsj, sem var fulltrúi þeirra sömu stjórnvalda, sem Jústsjenkó gagnrýndi fyrir spillingu. Margt benti til þess að svindlað hafi verið við talningu atkvæða, og þá hófust fjöldamótmæli í borgum landsins, appelsínugula byltingin sem á endanum náði því fram að kosningarnar voru endurteknar: Janúkovitsj missti hið nýfengna embætti en Jústsjenkó komst til valda með óskorað umboð til þess að takast á við spillinguna. Byltingin í Úkraínu fór friðsam- lega fram en virtist ætla að hafa mikil áhrif. Kosningasvindl hefur varla þekkst í Úkraínu síðan og stjórnarskrárbreytingar voru gerð- ar, þannig að dregið var úr völdum forseta. Appelsínugula upplausnin Appelsínugula byltingin í Úkraínu fór hins vegar fljótlega út um þúfur, að því er virðist vegna innbyrðis ágreinings þeirra Timosjenkó og Jústsjenkós. Timosjenkó féll í ónáð og afplánar nú fangelsisdóm, sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur ekki standast alþjóðalög. Evrópusambandið hafði meðal annars krafist þess, að Tímosjenkó fengi að fara úr landi til að fá lækn- ishjálp annars staðar, en hún hefur þjáðst í baki undanfarin misseri og því verið á sjúkrahúsi megnið af þeim tíma sem hún hefur setið inni. Til þess þurfti að breyta lögum, en Janúkovitsj fékkst ekki til þess og gat því ekki mætt til leiks á leið- togafundi Evrópusambandsins í lok síðasta mánaðar til að undirrita samstarfssamninginn. Það var Tímosjenkó sem þá hvatti fólk til að halda út á götur að mót- mæla, ekki ófrelsi sínu reyndar heldur því að ekkert varð úr sam- starfssamningnum. Tímósjenkó á því sinn stóra þátt í þessum nýjum mótmælum, ekki síður en hinum fyrri. Mótmælin halda áfram Upp úr sauð svo um síðustu helgi þegar óeirðalögreglan réðst harka- lega til atlögu gegn mótmælendum. Ofbeldið varð meira en dæmi voru til í appelsínugulu byltingunni, sem hafði gengið að mestu friðsamlega fyrir sig. Miklu gæti einnig skipt að á mið- vikudaginn sendu þrír fyrrver- andi forsetar landsins, þeir Leoníd Kravtsjúk, Leoníd Kútsjma og Vikt- or Jústsjenkó, frá sér sameiginlega yfirlýsingu um stuðning við kröfur mótmælenda. Þrýstingurinn eykst þar með á Janúkóvitsj, sem fyrir sitt leyti hafði reyndar ekki lýst því yfir að hann væri endanlega hættur við samstarfssamning við Evrópusam- bandið. Hann vildi bara fá að setjast að einhvers konar samningaborði með fulltrúum bæði frá Evrópusam- bandinu og Rússlandi. Úkraínumenn virðast þannig flestir í reynd vilja að samstarfs- samningurinn við ESB verði að veruleika. Allt virðist þetta þá snú- ast um að styggja ekki Rússa, og þar er hinum öfluga og óbilgjarna Pútín forseta að mæta. Hverju mótmælin fá áorkað gagn honum er ekki gott að sjá. Mótmæl- endurnir virðast hins vegar ekkert vera á þeim buxunum að draga sig í hlé alveg á næstunni. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is ➜ Úkraínuforseti sætir nú þrýstingi úr tveimur áttum: frá mótmælendum og frá Pútín Rússlandsforseta ÚKRAÍNUBÚAR VILJA ÝMIST VERA RÚSSAR EÐA EVRÓPUBÚAR Fjöldamótmæli gegn Kútsjma forseta í sept- ember, sakaður um spillingu. Þingkosningar í september. Tímósjenkó verður aftur for- sætisráðherra í desember. Janúkóvitsj forsætis- ráðherra sigrar í forseta- kosningum í nóvember, Jústsjenkó tapar naumlega, viðurkennir ekki úrslitin, sakar stjórnvöld um kosn- ingasvindl og hvetur til fjöldamótmæla. Appelsínu- gula byltingin hefst. Mannréttindadómstóll Evrópu kemst í apríl að þeirri niðurstöðu að handtaka Tímósjenkó hafi ekki staðist alþjóða- lög. Fjöldamótmæli gegn stjórnvöldum hefjast í nóvember. Jústsjenkó sigrar naumlega þegar kosningarnar eru endurteknar í desember, Janúkóvitsj neitar að viðurkenna úrslitin en segir af sér sem forsætisráðherra. 1990 1991 1992 1994 1996 1998 1999 2000 2001 2003 2005 2008 2010 2012 2013 2014 1993 1995 1997 2002 2004 2006 2007 2009 2011 Sjálfstæði eftir hrun Sovétríkj- anna, Kravt- sjúk kosinn forseti. Tugir þúsunda mótmæla Kútsjma í mars, afsagnar hans krafist. Jústjsenkó tekur við sem forseti í janúar, Tímósjenkó verður forsætisráðherra í febrúar en er rekin í september. Kútsjma kosinn forseti. Kútsjma endur- kjörinn. Ný stjórnar- skrá, nýr gjaldmiðill. LEONID KRAVTSJÚK, forseti 1991-1994 LEONÍD KÚTSJMA, 1994-2004 forseti, 1992-1993 for- sætisráðherra VIKTOR JÚSTSJENKÓ, 2004-2010 forseti, 1999-2001 forsætisráðherra, 1993-1999 seðlabankastjóri, lagði áherslu á efnahagsumbætur og að útrýma spillingu. Þingkosningar í mars: Flokkur Janúkóvitsj fær flest atkvæði, flokkur Tímósjenkó næstflest, en flokkur Jústsjenkós forseta verður sá þriðji stærsti. Janúkóvitsj sigrar í forsetakosningum, Tímósjenkó tapar en neitar að viðurkenna úrslitin og segir af sér sem forsætis- ráðherra í mars. Tímósjenkó dæmd til sjö ára fangavistar fyrir að hafa misnotað völd sín. Vantraust á Jústsjenkó for- sætisráðherra samþykkt á þingi, stjórn hans fellur. ➜ Forsetinn og helstu andstæðingar hans OLEH TJANÍBOK Leiðtogi Frelsisflokks- ins, umdeilds flokks hægri þjóðernissinna VIKTOR JANÚKÓVITSJ, 2010- forseti, 2002-2007 forsætis- ráðherra. JÚLÍA TÍMÓSJENKÓ, 2005 (jan.-sept.) og 2007-2010 forsætisráðherra, 1999-2001 orkumálaráð- herra, 2010 handtekin, dæmd til sjö ára fangavistar 2011. ARSENÍ JATSENJÚK, leiðtogi flokks Tímósjenkó. VITALI KLITSJKÓ, Heimsmeistari í boxi í þungavigt og einn helsti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar. PETRO POROSJENKÓ Áhrifamikill stjórnarand- stæðingur. Styður aðild Úkraínu að ESB. Veigra sér við að styggja Rússa Allt hefur logað í mótmælum í Úkraínu frá því Janúkovitsj forseti ákvað að hætta við ESB-samstarf. Ástandið minnir á appelsínugulu byltinguna fyrir níu árum, þegar einnig var tekist á um hvort rækta eigi tengslin við Evrópu eða Rússland. MÓTMÆLIN Í KÍEV Mótmælendur virðast staðráðnir í að halda áfram þangað til Jústsjenkó forseti annaðhvort segir af sér eða gefur eftir, hunsar þrýstinginn frá Pútín Rússlandsforseta og undirritar samstarfssamning við Evrópusambandið NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.