Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 64
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 64 víst að honum myndi ekki auðn- ast að fylkja liði á ný, heldur yrði að hrökklast burt og Vandalaríkið stæði óskaddað eftir. En þá gerðist nokkuð óvænt. Á vígvellinum gekk Gelimer fram á lík bróður síns Ammatusar sem hafði fallið eftir að hafa drepið tólf menn af liði Belisaríusar. Og svo elskaði Gelimer bróður sinn að hann virðist hafa fyllst algjörri örvæntingu, hætti að elt- ast við Belisaríus og lét her sinn nema staðar meðan hann jarðsetti Ammatus á vígvellinum með mik- illi viðhöfn. Þetta uppátæki Vand- alakóngs gaf Belisaríusi færi á að sleppa burt með her sinn og stefna til Karþagó sem nú var óvarin. Þar var honum fagnað af íbúum, enda voru Vandalar aðeins fámenn yfirstétt í landinu, og nokkrum mánuðum síðar sigraði Belisar- íus svo Gelimer í úrslitaorrustu og ríki Vandala var þar með fallið og hvarf úr sögunni. Býsansríkið varð hins vegar aldrei máttugt á þessum slóðum og þegar Arabar hófu herferð sína frá Arabíuskaga hundrað árum seinna hrundi ríkið og Norður-Afríka hvarf undir ægishjálm íslams. Cirta-játningin fræga En setjum nú svo að Gelimer hefði elskað bróður sinn ögn minna. Hann hefði haldið áfram að reka flótta Belisaríusar sem hefði lúpast brott með skottið milli lapp- anna; hvað hefði þá gerst? Jú, það hefði getað breytt ýmsu. Í tíma- ritinu Skakka turninum bjó ég fyrir fimm árum til fantasíu um það og ætla að leyfa mér að birta hér stuttan útdrátt úr henni, sem er settur fram eins og sannsögul upprifjun af sögu Vandala eftir hinn ímyndaða sigur þeirra gegn Belisaríusi. Og þá er þar til að taka að eftir sigur Gelimers á Belisaríusi varð Justiníanus Býsanskeisari að við- urkenna yfirráð Vandala í Afríku. Gelimer sneri sér þá að því að sætta alþýðu Vandalaríkis við yfir- stjórn sína og landa sinna og í því fólst meðal annars að leggja drög að samvinnu ólíkra kirkjudeilda. Varð úr því Cirta-játningin fræga, þar sem drög voru lögð að sam- þættingu kristindómsins og hinnar gömlu sólartrúar Rómverja, sem aldrei hafði dáið að fullu út. Þá sneri Gelimer sér að því að vinna Mára til fylgis við Vandala, en þeir bjuggu í vesturhluta ríkisins og höfðu verið bæði Vandölum og þar á undan Rómverjum óþægur ljár í þúfu. Gelimer fékk helsta skáld Vandala til að yrkja mikið söguljóð þar sem farið var fögrum orðum um þátt Mára í sameiginlegri vörn þeirra Vandala gegn innrás Gota frá Spáni. Márar voru og skip- aðir í ýmis mikilsháttar embætti í ríkinu. Brátt tóku Márar að líta á sig sem bræður og vini Vandala og ríkið efldist og styrktist að mun. Gelimer endurvakti tengsl Norður-Afríkubúa við hina horfnu Púnverja, sem Rómverjar höfðu svo lengi att kappi við, og risastór stytta af Hannibal Barca, fyrrum Karþagó-kóngi, var reist á torg- inu í höfuðborginni við hlið álíka stórrar styttu af Gelimier sjálfum, sem dó 581 og hlaut að verðleikum nafnbótina „hinn mikli“. Árið 603 kom svo Asdrubalus konungur til ríkis og fannst tíma- bært að hefja útþenslustefnu, hann náði suðurhluta Spánar þar sem til varð bandalagsríki Vand- ala, Andalúsía, og hann náði líka Egiftalandi um tíma frá Býsans- mönnum. Annars voru fyrstu ára- tugir sjöundu aldar undirlagðir af trúarbragðadeilum, Cirta-játn- ingin þróaðist æ meir til sjálf- stæðra trúarbragða en litlir hópar kaþólskra ofsatrúarmanna héldu uppi hryðjuverkum og myrtu meðal annars tvo Vandalakónga á þessum árum. Vandalar náðu hins vegar páfanum í Róm til fylgis við sinn sið. Á seinni hluta sjöundu aldar glímdu Vandalar við Araba sem höfðu lagt undir sig Miðaustur- lönd eftir útrás frá Arabíuskaga, innblásnir af herskáum anda spá- manns að nafni Múham. Nú kom sér vel hve undirstöður Vandala- ríkis voru orðnar styrkar því þeir náðu að hrinda innrás Araba algjörlega og náðu svo Egiftalandi aftur og héldu því upp frá því. Í bandalagi við sína fornu fjend- ur í Býsans náðu Vandalar svo að hrekja Arabana aftur suður á Arabíuskaga og útbreiðsla hinnar nýju trúar þeirra stöðvaðist og takmarkaðist við upprunaleg lönd Araba. Býsansríkið var þó illa sært eftir átökin og missti brátt mestöll lönd sína í Miðausturlönd- um í hendur uppreisnarmanna í Sýrlandi. Í Evrópu voru risin upp ýmis ríki á rústum Rómaveldis, og um tíma virtist ríki Franka líklegt til afreka, en í hvert sinn sem ein- hverjir gerðu sig líklega til að ná of stórum svæðum í Evrópu undir sig komu Vandalar til skjalanna, sendu hersveitir og brutu þá á bak aftur. Þeir vildu gæta þess vel að ekki risi eitt öflugt ríki í Evrópu, þótt ekki hefðu þeir áhuga á þeim hrjóstrugu villimannalendum sjálfir. Þegar komið var rétt fram undir aldamótin 800 urðu afdrifa- ríkir atburðir. Gæsarek konung- ur III. hvatti þá landstjóra sinn í héruðum Mára til að leita suður á bóginn meðfram Afríkuströndum og á vesturströnd álfunnar eign- uðust Vandalar brátt miklar lend- ur. Auðæfi þaðan styrktu ríkið enn í sessi og kóngar Vandala notuðu auðæfin til að efla mjög menntun, háskólar voru stofn- aðir og vísindarannsóknir jukust gríðarlega. Kvenréttindi á oddinn Frumkvæði og hugmyndaskipti urðu aðalsmerki Vandala. Þeir báru gæfu til að eyða ekki orku í trúarbragðadeilur, enda rúmuðust flest sjónarmið undir Cirta-trúnni sem nú var fullmótuð og fólst í að hverjum væri heimilt að tilbiðja á sinn eigin hátt „tign þess guðs sem sólina skapaði“. Skipaferðir milli Miðjarðarhafs og landa Vandala í Vestur-Afríku urðu svo til þess að ný meginlönd fundust fyrir vestan Atlantshafið, og þá tóku skipaferð- ir, verslun og landkönnun mikinn fjörkipp. Öll þessi þróun tók nokk- urn tíma en um 1250 hófust sigl- ingar Vandala til Asíu fyrir alvöru, og í kjölfar þeirra varð iðnbylting- in í Vandalíu um 1400. Nokkrar öfl- ugar drottningar í Vandalíu settu kvenréttindi á oddinn. Framfarir á öllum sviðum urðu stórstígar eftir það og Vandalarnir Gofas Ulan og Hildo Sertore urðu eins og allir vita fyrstu mennirnir til að lenda á tunglinu árið 1652. Og ekki vonum seinna! FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson sleppir gjörsamlega fram af sér beislinu og býr til – á mjög hæpnum forsendum – nýja sögu um öflugt stórveldi í Afríku sem í raun var aldrei til. Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 5.890.000 kr. Toyota Land Cruiser VX 4x4 KMR01 Skráður febrúar 2008, 3,0Di dísil, sjálfskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 6.190.000 kr. Tilboð: 3.650.000 kr. Ford Escape Limited AWD LDB02 Skráður júní 2011, 2,5i bensín, sjálfskiptur Ekinn 66.000 km. Ásett verð: 3.950.000 kr. Tilboð: 4.490.000 kr. Ford Kuga Titanium S AWD YGG14 Skráður maí 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 4.850.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖR NOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til og með 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair JEPPAR Í GÓÐU ÚRVALI Vertu með! Fjórhjóladrifinn, sparneytinn og vel búinn Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Rúmgóður og öflugur sportjeppi Vel búinn og öflugur dísil jeppi Síðustu tvær flækjusögur fjölluðu um ógurlegt stríð Býsansmanna eða Austrómverska ríkisins við Persa í blábyrjun sjö-undu aldar eftir Krist, en þeim langvinna slag lauk með því að stórveldin stóðu bæði hálflöm- uð eftir og urðu því auðveld bráð Aröbum þegar þeir gerðu útrás frá Arabíuskaga og náðu á örfáum ÞEGAR VANDALAR LENTU Á TUNGLINU GELIMER KONUNGUR BELISARÍUS HERSHÖFÐINGI árum stórum hlutum bæði Býsans og Persíu. Og tóku síðan að breiða íslam út um heiminn. En gæti sagan hafa orðið öðruvísi? Getum við fundið einhvern tímapunkt þar sem sagan hefði getað breytt um stefnu út af einhverju smáatriði og orðið öðruvísi? Og íslam hefði þá til dæmis aldrei komið til sög- unnar? Og jú, það er hægðarleikur að búa til slíkar sviðsmyndir. Ég hef til dæmis löngum skemmt mér við tilhugsunina um hvernig veraldar- sagan hefði orðið öðruvísi ef Geli- mer Vandalakóngur hefði ekki fengið hálfgert taugaáfall við að sjá bróður sinn fallinn á vígvelli nálægt Karþagó árið 533. Og út frá því má smíða hátimbraða sögu sem til dæmis leiðir til þess að íslam verður aldrei að alvöru afli í ver- aldarsögunni en hins vegar hefjast tunglferðir fjórum öldum fyrr en varð í raun og veru. Kurteisleg framganga Vandalar voru germanskur ætt- bálkur sem fyrst verður fyrir alvöru vart við á sléttum Póllands á fjórðu öld eftir Krist. Innrás Húna inn í Mið-Evrópu varð til þess að þeir hröktust inn í Róma- veldi og fóru um Gallíu eða Frakk- land og síðan Spán en stigu árið 429 það óvænta skref að kaupa undir sig skip og flytja alla þjóðina til Norður-Afríku. Þjóðin taldi þá 80.000 sálir, karla, konur og börn, en til samanburðar má geta þess að það er rétt rúmlega sá fjöldi sem fyllir Old Trafford, heima- völl Manchester United. Vandalar náðu svo helstu borg Rómaveldis í Norður-Afríku, Karþagó, tíu árum seinna og stofnuðu ríki sem varð svo öflugt að árið 455 náðu Vand- alar sjálfri Rómaborg og rændu mörgum gersemum og auðæfum áður en þeir hurfu á braut. Þeir gengu reyndar kurteislega fram við þetta allt saman, svo það er með öllu óverðskuldað að orðið „vandalismi“ sé kennt við þessa þjóð. Algjör örvænting En nema hvað, tuttugu árum seinna féll Rómaveldi í vestri og ríki Vandala virtist þá hafa alla burði til að hasla sér almennilegan völl í mannkynssögunni. Það var í áratugi öflugasta ríkið við vestan- vert Miðjarðarhaf. En við austan- vert hafið var Austrómverska ríkið eða Býsans enn við lýði og keisar- inn Jústiníanus, sem kom til valda árið 527 lét sig dreyma um að end- urreisa hina föllnu dýrð samein- aðs Rómaveldis og sendi sex árum seinna hershöfðingjann Belisar- íus með fremur fámennan her til Norður-Afríku til að freista þess að endurheimta svæðið. Vandala- kóngurinn Gelimer mætti Belisar- íusi með her sinn við þjóðveginn ekki allfjarri Karþagó (skammt þar frá sem Túnisborg stendur nú) og Vandalar virtust lengst af á góðri leið að hrekja Belisaríus á flótta. Þar sem Býsansherinn var fjarri heimaslóðum má telja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.