Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 84

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 84
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | BÆKUR ★★ ★★★ Jón Páll– Ævisaga sterkasta manns í heimi Sölvi Tryggvason ORMSTUNGA Jón Páll Sigmarsson er einn dáðasti íþróttamaður sem við höfum átt. Persónuleiki hans var einstakur, hann var í senn afreksmaður og skemmtikraftur. Sigr- ar hans á alþjóðavettvangi áttu stóran þátt í að móta sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Við áttum ekki bara fal- legustu konur í heimi heldur vorum við stærst og sterkust líka. Sölvi Tryggvason blaðamaður tekst á við það stóra verkefni að gera ævisögu þessa risa í íslenskri menningu skil. Og því miður hefur hann ekki árangur sem erfiði. Ef notast ætti við hið sérstaka tungutak kraftajötnanna í Jakabólinu þar sem Jón Páll hóf sinn feril, þá er bókin hálfgerður „krypplingur“. Hún er stutt og hlaupið hratt yfir sögu. Æsku og uppvexti Jóns Páls á Snæfellsnesi eru til að mynda gerð skil á fimm blaðsíðum. Sölvi treyst- ir á viðmælendur sína til að segja söguna. Stundum tekst það vel en oft verða viðtölin endurtekninga- söm og stundum er sömu sögurnar endurteknar nánast orðrétt, til dæmis þegar Jón Páll reyndi að þyngja sig um fimm kíló á einum degi með því að drekka mjólk (bls. 41 og 183). Einna mest spennandi kaflinn í ævi Jón Páls er keppni hans á mótunum Sterkasti maður heims á árun- um 1986-1990. Sölvi lýsir þessum mótum á sex síðum í eins konar upptalningarstíl – sem er miður því til eru frábærar heimildir, sem lýsa þeim gífurlegu átökum, sálfræðilegu og líkamlegu, sem áttu sér stað á þessum mótum þar sem Jón Páll lagði hvern aflraunamanninn á fætur öðrum að fótum sér og varð fjórum sinnum krýndur sterkasti maður heims. Sölvi á reyndar hrós skilið fyrir að reyna ekki að fegra sögu Jón Páls, líkt og gert var í heimildarmynd- inni „Ekkert mál“ fyrir nokkrum árum. Kaflinn um steraneyslu Jóns er góður. Sölvi hefur heimildir fyrir því að skýrslu um steranotkunina hafi verið stungið undir stól af ráðherra þess tíma og telst það líklega „skúbb“. Í viðtölum við konurnar í lífi Jóns Páls kemur í ljós mynd af manni sem var svo heltekinn af markmiðum sínum að allt sem gæti talist „hefðbundið fjölskyldulíf“ sat á hakanum. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af lífi Jóns Páls eftir lestur bókarinnar er það hve ótrúlega nákvæmur hann var varðandi æfingar sínar og lífsstíl. Ekkert var tilviljunum háð. Hann æfði meira en allir aðrir, borðaði meira en allir aðrir og hlífði sér aldrei. Jón Páll á skilið að þeir sem vilja nota nafn hans og sögu til að selja bækur sýni af sér sömu eljusemi. Það gerir Sölvi ekki í þessari bók og því er hún mis- heppnuð. Símon Birgisson NIÐURSTAÐA Áhugaverð upprifjun á ferli Jóns Páls Sigmarssonar en bókin ristir ekki djúpt. Endur- tekningasöm og allt of stutt. Heldur rýr Jón Páll Coke og Austurb ær kynna ásamt TÓNLEIK A BÆ 19. desem ber lukkan 2 0:00 MIÐASAL AN er hafin á miði.is miðaver ð 2.500 kr. AUKATÓ NLEIKAR Fimmtud aginn 19. desemb er Klukkan 22:30 R KUPP SEL T!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.